Morgunblaðið - 18.01.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.01.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIDVIKUPAGUR 18. JANÚAR 1989 fclk í fréttum 0 ÍSLENDINGUR HJÁ SÞ Israelar eru almennt óþolinmóðir Ifjögur og hálft ár hefur Dagur Vilhjálmsson, loftskeytamaður, starfað í friðareftirlitssveitum Sam- einuðu þjóðanna í ísrael. Dagur hefur kynnst lífinu í ísrael, jafnt baráttunni við óðaverðbólgu sem og deilunum vegna herteknu svæð- anna. Að sumu leyti er israelska þjóð- félagið ekki ólíkt okkar að mati Dags. Sama tilhögun er á opinberri þjónustu, sem greidd er af ríkinu, skattar eru háir og laun almennings eru tiltölulega lág miðað við verð- lag. Skólakerfíð er svipað og á ís- landi og menntunar- ástand gott. Hjón vinna flest bæði ut- an heimilis meðan lítil böm þeirra em í daggæslu. Landið er þekkt fyrir nátt- úrufegurð og ferða- mannastraumur var mikill til landsins þar til fyrir ári er upp- reisn Palestínu- manna hófst. Arið 1988 var róstusamt ár, baráttan um landsvæði, um frelsi til handa Palestínu- aröbum, setti sinn svip á landið helga. „Það hefur hins- vegar geysilega margt gerst síðustu þijá mánuði," segir Dagur. „Banda- ríkjamenn em famir að tala við frelsissamtök PLO og það kemur að því að ríkisstjómin fari til við- ræðna, þá fyrir milligöngu annarra. Bandaríkjamenn geta hugsanlega komið viðræðum af stað, þeir hafa efni á að beita þrýstingi enda veita þeir ísraelum þriggja milljarða doll- ara í efnahagsaðstoð á ári. Ferðamannastraumur hefur minnkað mikið og það er dökk mynd fjölmiðla sem valdið hefur því. Þar með hefur afkoman versnað. Israel er mjög fallegt land og þar er glaða- sólskin frá mars til september. Eg er reyndar hissa á því að Islending- ar fari aldrei þangað í frí þvi bað- strendur þar em mjög fallegar. Ferðamenn era ömggir meðal gyð- inga.“ — Hvemig komu óeirðimar við almenning og þá fjölskyldu þína? „í stómm dráttum varð fólk ekki mikið vart við óeirðimar, þær em bundnar við ákveðin svæði sem vora þá eins og suðupottur. Lífið hjá okkur gekk sinn vanagang nema hvað að maður fór ekki lengur með fjölskylduna í ökuferð þangað sem arabar búa. Sjálf bjuggum við á Vesturbakkanum í útjaðri Jerúsal- emborgar. Á óeirðasvæðum kasta menn sprengjum, almenningur á það á hættu að fá grjót í höfuðið og á sumum stöðum hefur olíu verið makað á vegina. En maður heldur sig auðvitað frá þessum svæðum. Meirihluti íbúa á Vesturbakkan- um og á Gaza-svæðinu lítur á PLO sem sinn fulltrúa. Það em öfgasam- tök frá Fatah sem halda þessum hryðjuverkum gangandi, eða réttara sagt sá hluti sem klauf sig frá sam- tökunum. Þá menn er almenningur hræddur við. Meirihluti araba og gyðinga vill vitaskuld lifa í friði, hugsa um sína fjölskyldu og stunda vinnu. Það hefur sýnt sig að sam- komulagið er gott þar sem óbreyttir arabar og gyðingar búa hlið við hlið.“ „Þetta er spekingslegt fólk, ágætis fólk, sérlega vinnusamt, og vinnur sex daga vikunnar. Það er ótrúlega mikil skriffinnska á öllum opinbemm stöðum, tölvuvæðingin er enn ekki áberandi. Maður þarf oft að bíða tímunum saman í biðröð- um. ísraelar em almennt mjög óþol- inmóðir, en aðstæðumar bjóða upp á það. Þessi þjóð býr við stöðugt stríðsástand. Tæknilega er stríð á milli ísraela og Sýrlendinga og ísra- ela og Jórdana. Það hefur aldrei verið gerður neinn friðarsamningur. Það vita allir menn að Sýrlendingar em bara að bíða eftir að ná Golan- hæðum aftur, þeim hluta sem þeir töpuðu í sex daga stríðinu. Fólk veit þetta og það er spenna í landinu þess vegna. Meðan Sýrlendingar höfðu vald á þessu svæði gátu þeir bara staðið á hæðarbrúninni og skotið yfir ísrael, á bændur sem voru við sína vinnu á ökrunum. Þarna við Galíleuvatnið em margir stórir bæir.“ Friðarverðlaun Nóbels Elsta sveit friðareftirlits Samein- uðu þjóðanna var stofnuð í ísrael árið 1948. Sveitir þessar sinna mjög mikilvægu starfí, þó deilt hafí verið um árangur. En síðastliðið ár fengu þær friðarverðlaun Nóbels. Sveitim- ar em starfræktar víða um heim, sinna margvíslegum málefnum og áttu meðal annars milligöngu fyrir friði milli íraka og írana. Sérstök deild Sameinuðu þjóðanna sér ein- göngu um flóttamannahjálp fyrir Pakistana, og þá flutning á öllum nauðsynjum til fólksins og um bamahjálpina. Menn sem starfa á þeirra vegum em fluttir á milli heimsálfa á fjögurra ára fresti. Algert skilyrði er að hafa starfs- menn hvort sem em hermenn í frið- argæslusveitum eða almenna borg- ara af ýmsu þjóðemi og er fjöldi þeirra miðaður við höfðatölu þess lands sem þeir koma frá.“ — En í hveiju felst starf þitt? „Sameinuðu þjóðimar em með eigið fjarskiptakerfi. Loftskeyta- menn í Israel annast fjarskipti fyrir öll Mið-Austurlönd. Við meðhöndl- um oft mjög viðkvæm málefni, á okkar eigin duimálskerfí. Starfíð er reyndar þess eðlis að það má sem minnst um það fjalla. Oft em skila- boðin mikilvæg og við verðum að koma þeim á leiðarenda. Jú, dæmi um algeng skilaboð em til dæmis að tiltekið magn af matvælum frá einhveiju landi til flóttamannabúða sé væntanlegt ákveðinn dag, flytja eigi hermenn milli svæða, til dæmis frá Golanhæðum yfir til Libanon, von sé á háttsettum embættismanni til landsins, ýmis einkaskeyti og svo framvegis. Nei, fyrst þú spyrð, frið- areftirlitssveitir hafa ekkert bol- magn til þess að stöðva hemaðar- átök.“ Á leið til starfa á Indlandi Dagur og eiginkona hans, Stella sem er af úkraínskum ættum, og tvær litlar dætur þeirra, Sólveig og Svetlana, em nú á íslandi en á leið til Astralíu í frí. Þaðan fara þau til Pakistan þar sem Dagur þarf að mæta til skráningar í höfuðstöðvum UNMOGIP (United Nations Military Observers Group in India and Pa- kistan), eftirlitsnefnd Sþ í Indlandi og Pakistan. Nýja Delhi er lokaá- fanginn þar sem Dagur er að taka við starfí í lok febrúar sem loft- skeytamaður hjá •friðargæslusveit- um. Það er hugur í honum og lítur hann með eftirvæntingu til ókomins tíma enda segir hann að aðstæður fyrir starfsmenn Sameinuðu þjóð- anna séu allar hinar bestu. HVÍTA HÚSIÐ I skoðunar- ferðí Hvíta húsinu Svo sem alkunna er lætur Ron- ald Reagan af embætti Banda- ríkjaforseta á föstudag er læri- sveinn hans og aðdáandi, George Bush, sver embættiseiðinn. Þótti það því vel til fundið hjá frú Nancy Reagan er hún bauð Barböm Bush, eiginkonu George, í skoðunarferð um Hvíta húsið á dögunum og var myndin tekin í forsetaíbúðinni. Hafði Barbara á orði að þetta væm hinar hlýlegustu vistarverur, teppin væm þokkalega hrein, gluggatjöld- in hófstillt en þó íburðarmikil og inréttingum öllum haganlega fyrir komið. SVÍAKONUNGUR „Eruð þér með skilríki?“ Karl Gústaf og sonur hans Karl Filip. Ætli Karl Gústaf konungur Svía komi nokkum tíma aft- ur í tiltekna leikfangaverslun í Stokkhólmi? Fyrir jólin var hann þar á ferð með óeinkennisklæddum lífverði til að kaupa jólagjöf handa Karli Filip, níu ára sjmi sínum. Af- greiðslumaðurinn var ekki sérlega mannglöggur, eða svo segir sagan. Eftir að hafa valið gjöfína kom konungur að afgreiðsluborðinu. Pakkaði afgreiðslumaðurinn vör- unni vandlega inn en eftir augna- blik reif hann utan af henni aftur þar eð hann hafði uppgötvað að leið- beiningar sem fylgdu vom á ensku. Tók það tfmann sinn að finna sænskan leiðbeiningabækling en síðan var pakkanum lokað jafn vandlega og fyrr. Konungur beið þolinmóður. „Emð þér með skilríki?" spurði afgreiðslumaðurinn kurteislega er hann fékk greiðslukortið — Ameri- can-Express — afhent. „Nei,“ sagði Karl þá og brosti. Afgreiðslumaður- inn lét það gott heita og dró síðan fram ábyrgðarskírteini fyrir vöruna. „Get ég fengið nafti og heimilis- fang?“ Konungur sagðist heita „Karl G.“ en gaf ekki upp heimilis- fang. Afgreiðslumaðurinn tók þetta gott og gilt með semingi þó og rétti konungi sfnum vömna. „Gleðileg jól,“ sagði hann og sneri sér að næsta viðskiptavini. Út úr verslun- inni lá leið konungs. Um leið og að dymm kom ætlaði allt um koll að keyra er þjófavamar- bjöllur glumdu i eyrum allra við- staddra. Konungur staðnæmdist, þmmu lostinn. Afgreiðslumaðurinn hafði gleymt að taka þjófavamar- merkið af vömnni! Sem von var kom eigandi verslunarinnar að hersing- unni, reif aftur upp pakkann, tók merkið orðalaust af leikfanginu og í nýjan pappír fór varan einu sinni enn. Loksins komst kon- ungur út ásamt fylgdar- sveini sínum. En eig- andinn og afgreiðslu- maðurinn sáust eiga orð saman og setti dreyrrauða. - Hvur- slags klaufi ertu eiginlega, að bera ekki kennsl á þinn eigin kóng! Jakkaföt Buxur Stakir jakkar Skyrtur Frakkar HERRAHÍISID 2.HÆD Laugavegi47. S. 29122

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.