Morgunblaðið - 18.01.1989, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 18.01.1989, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1989 Eistland: Spenna vegna lagafrumvarps um réttarstöðu eistneskunnar Moskvu. Reuter. MIKIL spenna ríkir nó í Eistlandi milli Eistlendinga og rússneskra innflytjenda vegna frumvarps um réttarstöðu eistneskunnar en það verður lagt fyrir þingið í dag. í augum Eistlendinga er hér um að ræða sjálfan hornstein þjóðfrelsisbaráttunnar en í frumvarpinu eru embættismenn, verksmiðjustjórar og verslunarfólk skylduð til að kunna bæði málin, eistnesku og rússnesku. Rússneskir innflytjendur eru fjöl- mennir í Eistlandi og hafa miklar áhyggjur af frumvarpinu því að þeir tala margir ekki eistnesku. Vegna þess meðal annars hefur Ízvestía, málgagn sovésku stjómar- ..mar, skorað á Eistlendinga að bíða eftir, að sett verði alríkislög um réttarstöðu tungumálanna. „Hvað okkur varðar er tungu- málafrumvarpið kjarninn í allri okk- ar baráttu," sagði eistneskur blaða- Sri Lanka: 51 týndi lífi í lestarslysi Colombo, Sri Lanka. Reuter. AÐ minnsta kosti 51 maður beið bana og 110 slösuðust er far- Bilanir í 5 Boeing-757 Seattle. Haag. Reuter. BILANIR hafa fundizt í eldvarn- arkerfum fimm farþegaþotna af gerðinni Boeing 757. Reyndust rafinagnsleiðslur hafa verið ranglega tengdar í öllum tilvik- um. Bilanimar fundust í skoðun, sem bandarísku og brezku flugmála- stjómimar fyrirskipuðu á dögunum á Boeing 757-þotum. Um var að ræða rangan frágang á leiðslum í úðunarkerfí í vörulestum flugvél- anna. Búnaðurinn er sjálfvirkur og komi upp eldur í lest á fyrst að tæmast úr stóru slökkvitæki en síðan úr litlu. í flugvélunum fimm hafði verið þannig frá búnaðinum gengið, að fyrst hefði tæmzt úr litla slökkvitækinu en síðan úr því litla. Þotumar fímm, sem bilanimar fundust í, voru í eigu flugfélaga í fjórum löndum; hollenzka leiguflug- félagsins Air Holland, sem á tvær þeirra, brezka félagsins Air 2000, Royal Brunei í samnefndu smáríki og bandaríska félagsins Delta Air Lines. Skoðunin á Boeing 757-þotunum stendur ekki í neinu sambandi við skoðun, sem fyrirskipuð var á þot- um af gerðinni Boeing 737-300 og -400 í framhaldi af brotlendingu Boeing 737-400 þotu flugfélagsins British Midland í Englandi fyrra sunnudag. Rannsókn á orsökum slyssins beinist m.a. að því hvort rafmagnsvírar í viðvörunarkerfí þotunnar hafí verið ranglega tengd- þegalest ók á rútubifreið í gær á Sri Lanka. Flestir hinna látnu voru skólaböm á aldrinum 10-15 ára. Vom þau í hópi 80 bama, sem vom á heimleið úr skóla með rútunni. Atvikið átti sér stað í Ahungalle á Suður-Sri Lanka. Engin varzla va viðhöfð á brautarmótunum, þar sem slysið átti sér stað og fylgdi ekki fréttum hvort mistökin hefðu legið hjá rútubílstjóranum eða lestarstjóran- maður og stuðningsmaður Þjóð- fylkingarinnar, ijöldahreyfingar, sem berst fyrir meira sjálfstæði Eistlendinga. „Ef fmmvarpið verð- ur ekki samþykkt verður það alvar- legt áfall fyrir allt okkar starf.“ Réttarstaða þjóðtungnanna er mjög viðkvæmt mál í Eystrasalts- ríicjunum, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, og hafa sovésk stjómvöld verið sökuð um að reyna að „rússn- eska“ þjóðimar með því að beina þangað rússneskum innflytjendum og með öðmm hætti. I þessum ríkjum hefur nú verið lýst yfír, að þjóðtungumar séu rétthærri en rússneskan og em nú kröfur uppi um það sama í Moldavíu, sem eins og Eystrasaltsríkin var innlimuð í Sovétríkin árið 1940. Tungumálafmmvarpið í Eistlandi er ekki aðeins táknræn yfirlýsing, heldur er í því kveðið á um notkun beggja tungnanna í landinu. Vom fyrstu drögin kynnt fyrir ári en síðan hefur það verið endurskoðað og útvatnað að dómi þjóðfylkingar- manna. Fyrir eistneska þinginu liggur nú einnig fyrir tillaga um að leyfa samtök á borð við Þjóðfylkinguna en án slíks leyfís munu þau ekki geta boðið fram í væntanlegum þingkosningum. Reuter Norðurlönd sameinist um friðartillögur Helsinki. Frá Tom Kankkonen, fréttaritara Morgunblaðsins. Finnlandsheimsókn Yassers Arafats, leiðtoga PLO, Frelsissam- taka Palestinumanna, lauk í gær og skoraði hann þá á Norðurl- önd að beita sér sameiginlega fyrir firiði í Miðausturlöndum, eink- um með því að tejja Israela á að eiga viðræður við PLO. Þá -hvatti hann einnig Finna til að viðurkenna sjálfstætt ríki Pa- lestínumanna en það mun þó ekki vera á döfinni hjá finnskum stjórnvöldum að sinni. Á myndinni er Arafat að sveipa fyrsta varaforseta finnska þingsins í sjal eða slá, sem hann gaf henni þegar hann kom í þinghúsið. Lokaskjal RÖSE í höfii: Niðurstaðan þess virði að beðið var eftir henni - segir Hjálmar W. Hannesson, sendiherra ZUrich, frá önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FULLTRÚAR aðildarríkja Helsinki-sáttmálans samþykktu lokaskjal Ráðstefiiunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, ROSE, í Vínarborg á sunnudag og voru yfirleitt hæstánægðir með árangur ráðstefiiunn- ar. Henni lýkur formlega á fimmtudag efitir þriggja daga fund ut- anríkisráðherra aðildarríkjanna 35 sem hófst í gær. Lokaskjal Vínarráðstefnunnar er tali við Morgunblaðið. En Rúmenar ítarlegasta samkomulag Evrópu- þjóðanna 33, Kanada og Banda- ríkjanna um hemaðaröryggi og samvinnu á sviði efnahags- og menningarmála og varðandi mann- úðarmál síðan á Helsinkifundinum 1975. „RÖSE-samþykktimar eru ekki lagalega bindandi og þess vegna er ekki hægt að knýja Rúmena til að fara eftir ákvæðum lokaskjalsins öðruvísi en með siðferðilegum og pólitískum þrýstingi," sagði Hjálm- ar W. Hannesson, sendiherra ís- lands á Vínarráðstefnunni, í sam- samþykktu lokaskjalið í Vín og lýstu síðan yfir því, að þeir myndu fara að eigin lögum. Hjálmar sagð- ist vera ánægður með árangur ráð- stefnunnar og benti á að Rúmenar væru einangraðir í afstöðu sinni til lokaskjalsins. „Bætt sambúð austurs og vesturs og aukin áhersla á perestrojku og glasnost í Sovétríkjunum síðan ráð- stefnan hófst fyrir 26 mánuðum ollu því að væntingar vom miklar," sagði Hjálmar. „Tillögufjöldinn var meiri en nokkm sinni og þess vegna dróst á langinn að samkomulag Hvassviðri ásamt sum- arhlýindum í Bretlandi St. Andrewa. Frá Guðmundi Heiðari Frímannaayni, fréttaritara Morgunblaðsina. MIKIÐ hvassviðri geisaði á vesturströnd Skotlands alla helgina og flóð urðu þar víða. Mikil hlýindi hafa verið um all- ar Bretlandseyjar í vetur. Meðalhiti í Bretlandi hefur að jafnaði verið tveimur til þremur gráðum yfír meðallagi í vetur. TJm helgina komst hitinn í Aberdeen til dæmis í 15 gráður á sunnudag. Á sama tíma gekk mikið óveður yfír vesturströnd Skotlands. Mikil flóð urðu í Fort William, sem er norðarlega á vesturströndinni. Sex þúsund heimili vom raf- magnslaus í meira en sólarhring. Verst var ástandið á Suðureyjum, en þar fór rafmagn af á föstu- dagskvöld og kom sums staðar ekki aftur fyrr en á mánudag. í mestu hviðunum fór vindurinn í yfír 140 km hraða á klukkustund. Jámbrautir frá Edinborg til Norð- ur-Skotlands komust ekki leiðar sinnar vegna tijáa, sem brotnuðu í hvassviðrinu og mikils regns. í Perth mældist úrkoman 8 sm á einni klukkustund. Skýringin á hlýindunum er, að hæð yfír Azoreyjum er um tíu gráðum norðar en venjulega og beinir hlýju lofti inn yfír Bret- landseyjar. Hitinn hefur því verið tveimur til þremur gráðum yfír meðailagi. Gróður er byijaður að taka við sér, tré bmma og páskaliljur em famar að lyfta sér upp úr mold- inni. Broddgeltir er enn ekki lagst- ir í dvala, því að veturinn er enn ekki kominn. Farfuglar, sem venjulega sjást ekki á þessum árstíma, sýna ekkert fararsnið á sér. næðist. En niðurstaðan er þess virði að eftir var beðið. Árangurinn á sviði mannúðarmála er sérstaklega mikilvægur og góður árangur náð- ist einnig á sviði öryggismála." Hjálmar sagði að íslendingar hefðu tekið þátt í flutningi 17 til- lagna, meðal annars á sviði efna- hags-, vísinda- og umhverfismála fyrir utan mannúðar- og öryggis- mál. „Við getum verið ánægð með að tillögumar endurspeglast allar í Iokaskjalinu," sagði hann. „Sam- þykkt um samvinnu gegn mengun sjávar er sérstaklega mikilvæg fyr- ir okkur." Ráðstefnan samþykkti að halda 10 sérfræðingafundi, þar á meðal þijá um mannúðarmál, fram að næsta framhaldsfundi um málefni Helsinki-sáttmálans sem hefst í Helsinki í mars 1992. Hlutlausu ríkin gátu ekki komið sér saman um hvar halda ætti fund um frið- samlegar lausnir deilumála fyrir tíu dögum og því var kannað hvort íslendingar væm reiðubúnir að halda hann í janúar 1991. Að at- huguðu máli gaf utanríkisráðherra vilyrði fyrir því en þá náðu hlut- lausu ríkin samkomulagi og fundur- inn verður haldinn í Valetta á Möltu. „Við verðum að taka frum- kvæði á Helsinki-ráðstefnunni ef við höfum hug á að halda sérfræð- ingafundi á íslandi," sagði Hjálmar. Fulltrúar aðildarríkja Atlants- hafs- og Varsjárbandalagsins, alls 23 ríkja, sem funduðu um fyrir- hugaðar viðræður um jafnvægi og samdrátt hefðbundins vígbúnaðar frá Atlantshafí til Úralfíalla sam- hliða Vínarráðstefnunni settu stafí sína við erindisbréf fýrir viðræðum- ar á laugardagseftirmiðdag. Sættir náðust um bréfið eftir að yfirlýsing- ar bárust frá Washington, London, Bonn og Moskvu um að deilur Grikkja og Tyrkja um skilgreiningu svæðisins sem viðræðurnar eiga að ná til verði ræddar innan Atlants- hafsbandalagsins. Grikkir vilja að þær nái til tyrknesku hafnarborgar- innar Mersin fyrir norðan Kýpur en Tyrkir fallast ekki á það. Afvopnunarviðræður ríkjanna 23ja heijast í Vínarborg 6. mars. Fundur aðildarríkja Helsinki-sátt- mála um traustvekjandi aðgerðir á sviði öryggismála hefst í borginni sama dag. Hjálmar sagði að enn væri ekki ákveðið hver yrði fulltrúi íslands á þessum fundum. Noregnr: Verða hern- aðarbanda- lögin óþörf? Ósló. Reutcr. THORVALD Stoltenberg, ut- anríkisráðherra Noregs, spáði því í viðtali, sem birtist í gær, að Atlantshafsbandalagið og Varsjárbandalagið myndu leys- ast upp og hverfa með tíð og tíma. í viðtali við Dagbladet norska kvaðst Stoltenberg ekki geta sagt nákvæmlega hvenær hemaðar- bandalögin hættu að vera til en sagði, að stjómmálamann í austri og vestri ynnu að því að gera þau ónauðsynleg. „Við lifum á miklum umbrotatím- um og verðum því að gera ráð fyr- ir, að bandalögin verði leyst af hólmi með nýrri skipan," sagði hann. Stoltenberg er nú í Vín ásamt 34 utanríkisráðherrum öðrum frá Evrópu- og Norður-Ameríkuríkjum til að ganga frá mannréttindayfír- lýsingu við lok ráðstefnunnar um öryggi og samstarf í Evrópu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.