Morgunblaðið - 18.01.1989, Page 20

Morgunblaðið - 18.01.1989, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1989 Bretland: Hætta sölu bókar vegna kvart- ana múhameðstrúarmanna St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsms. FORRÁÐAMENN W. H. Smith, stærstu bókaverslanakeðju í Bret- landi, hafa ákveðið að hætta að bjóða til sölu í verslunum fyrirtæk- isins bókina Satanic Verses (Vísur djöfulsins) eftir Salman Rush- die vegna kvartana múhameðstrúarmanna, að því er segir í The Sunday Times síðastliðinn sunnudag. Bókin var brennd í mótmæla- göngu í Bradford um helgina. W. H. Smith hætti að bjóða bókina í 430 bókaverslunum sínum, eftir að múhameðstrúar- menn höfðu borið fram kvartanir. Talsmaður verslanakeðjunnar sagði, að ekki væri verið að láta undan þrýstingi, heldur réðu þessu fyrst og fremst viðskiptaástæður. Bókin seldist ekki nema í 100 ein- tökum á viku. Hann bætti því við, að verslanimar gætu verið í hættu vegna viðbragða múhameðstrúar- manna við henni. Salman Rushdie er kunnur rit- höfundur í Bretlandi og hlaut Bo- oker-verðlaunin, sem eru kunn- ustu bókmenntaverðlaun á Bret- landseyjum, árið 1981. Vísur djöf- ulsins var ein af sex bókum, sem komu til greina við úthlutun Boo- kerverðlaunanna á síðasta ári. Hún dregur nafn sitt af vísum, sem spámaðurinn Múhameð fjarlægði úr kóraninum, vegna þess að þær væru komnar frá djöflinum. Bókin kom út í Bretlandi í fyrra og hefur verið þrjá mánuði sam- fleytt á lista yfir söluhæstu bæk- ur. Hún hefur hlotið lof gagnrýn- enda. Bókin er að koma út í Bandaríkjunum, en hefur verið bönnuð í Indlandi, Pakistan og Saudi Arabíu. Múhameðstrúarmenn tóku bók- inni illa þegar í upphafí og halda því fram, að í henni sé guðlast, sem særi trúartilfinningar þeirra djúpt. í Bradford í Jórvíkurskíri búa um tvær milljónir múhameðs- trúarmanna. Á laugardag fóru um 1500 þeirra í mótmælagöngu í borginni og brenndu bókina. Lög- reglan hafði látið í ljós áhyggjur við yfírmenn bókaverslunarinnar vegna óróa meðal múhameðstrú- armanna. Bókin hefur verið fjar- lægð úr verslunum W. H. Smith í Bradford. Þó verður hægt að panta bókina í verslununum. Höfundurinn sagði, að þetta væru dapurleg tíðindi, ekki bara fyrir sig, heldur enskar bókmennt- ir almennt. Þessi ákvörðun W. H. Smiths gæti haft margvíslegar afleiðingar fyrir höfunda á Bret- landi. Hann sagði, að farin hefði verið herferð gegn sér og logið til um.efni bókarinnar, en hún fjall- aði um átök á milli trúarlegra og veraldlegra sjónarmiða. Dr. Syed Pasha, aðalritara sam- taka múhameðstrúarfélaga, hefur barist einarðlega gegn bókinni. Hann fagnaði ákvörðun W. H. Smiths, en sagði þó, að enn væri hægt að panta bókina og því væri ekki fullur sigur unninn. Hann sagði, að í bókinni væri að fínna hreint guðlast um múhameðstrú. Um helgina kom einnig í ljós, að sendiherrar þriggja múhameðs- trúarlanda, Pakistans, Quatars og Sómalíu, hafa mótmælt bókinni við stjómvöld í Bretlandi. Þeim var tjáð, að stjómvöld mundu taka sjónarmið þeirra til vandlegrar íhugunar. Kóreuríkin: Ekkert nýtt undir sólinni Ekkert virðist koma fólki á óvart lengur. Roskin kona situr hér á bekk í miðbæ Frankfúrt niðursokkin í lestur dagblaðs meðan risastór vínflaska gengur hjá. Vínflaskan gangandi er auglýsing verslunar sem höndlar með ítölsk vin. Norðanmenn hafa fallist á viðræður Seoul. Reuter. NORÐUR-Kóreumenn féllust á damánudag á viðræður við Suður- mlisKóreumenn í þeim tilgangi að undirbúa fúnd forsætisráðherra rikjanna. Fyrsti undirbúningsfundurinn fer fram í landamæra- þorpinu Panmunjon 8. febrúar nk. ■ Kang Young-hoon, forsætisráð- herra Suður-Kóreu, ritaði Yon Hyong Muk, forsætisráðherra Norður-Kóreu, bréf 28. desember sl. Lagði hann til að þeir hittust og reyndu að fínna leiðir til að stuðla að sáttum og hugsanlegri sameiningu ríkjanna. Norðanmenn hafa nú fallizt á að fundur af þessu tagi verði haldinn. Kang lagði m.a. til í bréfí sínu að þeir Yon undirbyggju hugsanlegan leið- togafund Kóreuríkjanna. Kórea var japönsk nýlenda frá 1910 en hlaut sjálfstæði við upp- gjöf Japana 1945. Klofnaði landið strax í tvö ríki, sem háðu hat- rammt stríð á árunum 1950-53. Aukin þíða hefur færzt í sam- skipti þeirra undanfarin misseri. TÖLVUSKÓLI STJÖRNUNARFÉLAGS fSLANDS A m TOLVUSKOLAR Æk VENTURA fikrifbórAsútnáfa Þú getur sjálfur hannað eyðublöð, auglýsingar, fréttabréf, handbækur gg fleira. Á námskeiðinu eru kennd: • Fjölbreytt uppsetning fyrirsagna, > texta og mynda • Margvísleg verkefni í útlitshönnun • Meginreglur sem gilda um umbrot • Notkun leysiprentara við úttak i Kennslustaður: Nýbýlavegur16, Kópavogi Tími: 30. janúar - 3. febrúar kl.:830- 1230 Leiðbeinandi: Jón B. Georgsson. SKRÁNING f SÍMUM 621066 og 641222 Pólski heimspeking’urinn Leszek Kolakowski: Kommúnisminn er eins og kaldur nár - en flörbrotin geta orðið hættuleg öllum heimi Varsjá. Reuter. ÞAÐ var heldur dapurleg reynsla fyrir heimspekinginn Leszek Kolakowski að snúa aftur heim til föðurlandsins, Póllands. Þessi fyrrverandi marxisti, sem snerist gegn stjórnvöldum og var rek- inn úr landi fyrir 20 árum, kom þangað í stutta fyrirlestraferð á dögunum og við honum blasti kerfi, kommúnisminn, sem var eins og kölkuð gröf og kominn að því að hrynja saman. „Það er skelfílegt að sjá, að ástandið hér er komið á sama stig og í þriðjaheimsríkjunum," sagði Kolakowski í viðtali við frétta- mann Reuters í Varsjá. „Komm- únisminn er í dauðateygjunum og fjörbrotin munu verða þungbær fyrir pólsku þjóðina, geta jafnvel verið hættuleg öllum heimi." Kolakowski sagði, að daglegt líf í Póllandi væri mjög erfitt. Langar biðraðir væru við verslan- ir, heilsugæsia fyrir neðan allar hellur og jafnvel símakerfíð í molum. Hús í nýjum borgarhverf- um hrömuðu ótrúlega fljótt og eyðilegging náttúrunnar væri áberandi. „Þetta er eins og verst gerist í þriðjaheimsríkjum. Afleiðingam- ar af gjaldþroti kommúnismans dyljast engum." Kolakowski kom til Póllands í tveggja vikna heimsókn í boði vina sinna þar en hann starfar nú við Oxford-háskóla og hefur fengið breskan ríkisborgararétt þótt hann líti enn á sig sem Pólverja. Hann gerðist kommúnisti á unga aldri og kenndi marxíska heim- speki við Varsjárháskóla þar til hann var rekinn úr landi í ofsókn- unum á hendur gyðingum og menntamönnum árið 1968. Tveimur árum áður hafði hann verið rekinn úr kommúnista- flokknum fyrir skoðanir, sem stjómvöldum líkaði ekki en höfðu mikil áhrif á þá, sem síðar stóðu að stofnun Samnstöðu, óháðu verkalýðsfélaganna. Reuter fólk þorir að segja hug sinna allan ..." segir Kolakowski og þessi mynd er til marks um nþað. Hún er frá mótmælafúndi i Gdansk og á borðanum efst stendur: „Kommúnismann á ösku- haug sögunnar.“ Leszek Kolakowski „Þetta voru skelfilegir tímar þegar ég fór frá Póllandi, tímabil galdraofsókna, menningarlegs niðurrifs og móðursýkislegs gyð- ingahaturs," segir Kolakowski en á þessum ámm voru 20.000 pól- skir gyðingar reknir úr landi og menningarlífíð reyrt í stalíníska fjötra. Sjálfur er Kolakowski ekki gyðingur en það fór fyrir bijóstið á yfírvöldunum, að hann skyldi nota marxíska rökfræði til að ráð- ast á sjálfan kommúnismann. í fyrstu verkum sínum jós Kol- akowski kommúnismann lofi en ritstörfunum í Póllandi lauk hann með því að afgreiða hann með þessum orðum: „Sósíalískt lýð- ræði og steiktir snjóboltar eru eitt og hið sama.“ Þegar Kolakowski flutti að þessu sinni gestafyrirlestur við Varsjárháskóla var áheyrendasal- urinn troðfullur af ungu fólki og hann fagnaði því aukna fijáls- ræði, sem nú er í Póllandi. „Ándrúmsloftið er miklu óþvingaðra en áður. Tjáningar- frelsið er umtalsvert og fólk þorir að segja hug sinn allan. Já, þetta kerfí er að breytast og annað- hvort vegna þiýstings frá almenn- ingi eða þeirra efnahagslegu óf- ara, sem það verður að horfast í augu við,“ sagði Kolakowski og bætti við, að enginn gæti ábyrgst, að stalínísk kúgun tæki ekki við aftur en hitt væri ljóst, að hug- myndafræði kommúnismans væri dauð. „Kommúnisminn er eins og kaldur nár. Jafnvel við skyndi- skoðun leynir sér ekki dauðas- tjarfínn. Svona kerfí getur ekki þrifist án einhverrar hugmynda- fræði því að hún er það eina, sem það leitar réttlætingar í,“ sagði Kolakowski að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.