Morgunblaðið - 18.01.1989, Page 22

Morgunblaðið - 18.01.1989, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1989 MORGUNBUAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1989 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstofiarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Kveikt í sparifé fólks Asama tíma og menn eru almennt sammála um að nauðsynlegt sé að bæta rekstr- arskilyrði helstu atvinnugreina þjóðanna er harkalega deilt um tvö mál. Þar er annars vegar um að ræða ríkisábyrgð á At- vinnutryggingarsjóðnum og hins vegar vaxtaákvarðanir. Þessi mál eru skyld að því leyti, að í báðum tilvikum efast þeir, sem hafa axlað þá ábyrgð að ávaxta fé annarra, um að þeir geti gert það með sómasamleg- um hætti, ef farið er að vilja ráðherra. Lífeyrissjóðir krefjast þess að ríkisábyrgð á Atvinnu- tryggingarsjóðnum sé ótvíræð. Forráðamenn banka vilja bregðast þannig við vaxandi verðbólgu, að sparifé lands- manna rými ekki vegna hennar. I síðustu viku vom birtar niðurstöður í könnun sem Fé- lagsvísindastofnun gerði fyrir Samband íslenskra sparisjóða á viðhorfum sparifjáreigenda. Færi vel á því að tillit yrði tek- ið til sjónarmiðanna sem þar koma fram, þegar vegið er og metið hvað gera skal í vaxta- málum. Þar skiptir hagur þeirra, sem treysta lánastofn- unum fyrir fjármunum sínum, ekki minna máli en hinna sem skulda þessum stofnunum. Rifj- um upp nokkrar meginniður- stöður þessarar könnunar: 1) Rúmlega 58% fólks segjast eiga sparifé, hlutfallslega flestir eru 60 til 75 ára (77,8%) en næst- flestir em á aldrinum 18 til 24 ára (65,2%). 2) Mikill meiri- hluti, 72%, telur að Iandsmenn geti almennt sparað meira en þeir nú gera. 3) Þegar spurt er hvaða þáttur sé mikilvægast- ur, ef menn ættu að velja leið til að ávaxta sparifé sitt, telja flestir, 45,8%, að háir vextir skipti mestu máli. Næststærsti hópurinn, 27,3%, nefnir ömgga endurgreiðslu. 4) Flestir segja ástæðuna fyrir því að þeir leggja fé til hliðar vera þá, að þeir vilji tryggja afkomu sína og öryggi, eða 58%. Næstflestir segjast vera að safna fyrir hús- næði, 18%. 5) Flestir kjósa að ávaxta fé sitt á sérkjarareikn- ingi, 64,6%, og næstflestir á almennri sparisjóðsbók, 47,1%. Fyrir tilstilli ríkisstjórnarinn- ar og vegna opinberra hækkana af margvíslegu tagi er verð- bólguhjólið farið að snúast hraðar en það gerði skömmu áður en gripið var til marg- reynds ráðs, sem aðeins dugar í skamman tíma, að setja „al- gjöra“ verðstöðvun. Aðgerðir af þessu tagi em aðeins bráða- birgðaúrræði, sem bera ekki varanlegan árangur, nema þannig sé staðið að úrlausn mála, að verðhækkanir safnist ekki fyrir „í pípunum" og flæði síðan yfir, þegar skrúfað er frá að nýju. Bankastofnanir lækk- uðu vexti eftir að verðhækkanir vom bannaðar og sló á verð- bólguna. Nú þegar sækir aftur í verðbólgufarið hafa einka- bankar hækkað vexti á ný en styrinn stendur um aðgerðir ríkisbankanna. Flóðið eftir „al- gjöra“ verðstöðvun er þó ekki komið enn. Þegar litið er á þær tölur sem birtar em hér að ofan úr fyrr- greindri könnun kemur í fyrsta lagi í ljós, að það er ekki fá- mennur hópur manna, sem fylgist náið með öllum hræring- um í vaxtamálum með það í huga, hvernig hann getur best varðveitt sparifé sitt. I öðm lagi velja langflestir þann kost að ávaxta fé sitt á sérkjara- reikningum og sparisjóðsbókum bankanna. Þetta fólk fer að sjálfsögðu með fé sitt til þeirra banka sem bjóða því bestu kjör- in. Bjóði einkabankar betur færast viðskiptin einfaldlega frá ríkisbönkunum. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, hef- ur lent í útistöðum við ráðherra vegna vaxtamálanna. Hann segir réttilega í Morgunblaðinu í gær, að fólk fylgist vel með því hvað bankarnir bjóði hveiju sinni og ákveði viðskipti sín í samræmi við það. Ef ráðherrar ætla að rýra samkeppnisstöðu ríkisbankanna hljóta þeir að sitja uppi með ábyrgðina á því og taka afleiðingunum. En Sverrir Hermannsson hefur bent á fleira í þessu sambandi, hann minnir á, að fyrir jól sögðu ráðherrar að vextir ættu að fylgja verðbólgu en nú vilji þeir taka upp neikvæða vexti. „Það þýðir á mæltu máli að kveikja í sparifé mann.a," sagði Sverrir Hermannsson í DV á mánudag- inn. Það er mikill misskilningur hjá ráðhermm að ætla, að þeir leysi úr aðsteðjandi efnahags- vanda með því að ráðast á sparifjáreigendur og setja lífeyrissjóðum afarkosti. Það er ekki vænlegasta leiðin til að bæta rekstrarskilyrði atvinnu- veganna. Tíu fluttir á slysadeild er áætlunarbíll 6k út af Vesturlandsvegi I Kreppti mig samaii og reyndi að halda mér í - segir Benedikt Sverrisson, 15 ára Mosfellingur TÍU manns, fimm þeirra böm og unglingar, vom fluttir á slysa- deild og tveir þeirra vora lagðir inn á sjúkrahús eftir að áætlun- arbíll frá Mosfellsleið lenti út af Vesturlandsvegi milli Korpúlfs- staða og Keldnaholts um klukkan 15.30 í gær. Tveir þeirra ellefu farþega, sem í bílnum vom, sluppu ómeiddir. Snjókoma var og hálka á Vesturlandsvegi þar sem slysið varð. Bíllinn var á áætlunarferð á leið úr Mosfells- bæ til Reykjavíkur þegar öku- maðurinn missti stjórn á honum í beygju. Bíllinn rann út af vegin- um um það bil 50 metra og stöðv- aðist yfir læk, framendi bílsins sunnan hans en afturendinn norðan megin. Bíllinn skall af miklu afli á lækj- arbakkanum. Benedikt Sverrisson, 15 ára Mosfellingur, sem sat hægra megin í rútunni miðri, lýsti aðdrag- anda slyssins þannig að þetta hefði gerst svo snöggt að hann hefði varla verið farinn að átta sig á hvað væri á seiði þegar allt hefði verið afstaðið. „Ég fann að bíllinn rann til og bflstjórinn hrópaði. „Var- ið ykkur.“ Ég kreppti mig saman og reyndi að halda mér föstum í eitthvað en þegar bíllinn rakst á lækjarbakkann, hentist ég á stól- bakið fyrir framan mig og það lét undan, brotnaði niður,“ sagði Bene- dikt. Hann er handarbrotinn eftir slysið. Lögregla og sjúkralið komu á vettvang eftir skamma stund og voru níu farþegar strax fluttir á slysadeild, flestir með skurði og Morgunblaðið/Kristján E. Einarsson Sá farþeganna sem mest slasaðist borinn í sjúkrabil. Morgunblaðið/Sverrir Benedikt Sverrisson. Morgunblaðið/Kristján E. Einarsson Lögreglan kom fljótlega á staðinn og aðstoðaði farþegana við að komast út um glugga rútunnar. Morgunblaðið/Júlíus Eins og sjá má stóðvaðist rútan yfir miðjum læknum. minniháttar brot, að sögn Leifs Jónssonar bæklunarlæknis á slysa- deild. Tveir farþeganna kenndu sér ekki meins en ökumaðurinn, sem var meiddur á baki, neitaði að- hlynningu fyrr en farþegum hefði verið sinnt og ný rúta væri komin á áætlunarleiðina. Hann hélt á slysadeild síðar um daginn _ og reyndist brákaður á baki. Atta þeirra sem í rútunni voru fengu að fara heim að lokinni skoðun á slysa- deild en tveir voru lagðir inn á sjúkrahús, annar var brotinn á hné og hinn úr axlarliði og brotinn um ökkla. Að sögn Leifs Jónssonar hafði slysið enga röskun í för með sér á starfsemi slysadeildarinnar og þurfti ekki að grípa til neinna sér- ráðstafana þar vegna þess. í gærkvöldi hafði rútan enn ekki verið fjarlægð af slysstaðnum, að sögn Kristjáns Guðleifssonar hjá Mosfellsleið, en ljóst þótti að skemmdir á henni hefðu orðið mjög miklar. Hins vegar taldi Kristján ljóst að gert yrði við bílinn. Einvígi Jóhanns og Karpov í Seattle: Allt getur gerst - seg-ir Jóhann Hjartarson stórmeistari EINVÍGI þeirra Jóhanns Hjartar- sonar og Anatoly Karpov i skák hefst í Seattle í Bandaríkjunum í næstu viku. Einvígið er eitt af §ór- um einvígjum í fjórðungsúrslitum áskorendakeppninnar um réttinn til að tefla við Garry Kasparov. Einvígið verður stutt eða sex skák- ir og segir Jóhann að allt geti gerst í sex skákum. Hann gerir sér hinsvegar ekki miklar vonir um að vinna Karpov og telur viðun- andi árangur að fá tvo vinninga af sex. Á blaðamannafundi sem Skáksam- band íslands hélt til að kynna ein- vígið kom fram að Karpov hefur aldr- ei verið hærri að stigum, á ELO- skalanum, heldur en nú. Hann er þar í öðru sæti með 2750 stig en Jóhann er i 11. sæti með 2615 stig. Því munar 135 stigum á þeim. í máli Jóhanns kemur fram að Karpov er mun reyndari en hann í einvígjum af þessu tagi og nefna má sem dæmi að enginn hefur teflt jafn- mikið af heimsmeistaraeinvígjum og Karpov. Hvað varðar taflmennsku þeirra tveggja innbyrðis hafa þeir teflt fjórar skákir, Karpov hefur unn- ið tvær og tveimur lauk með jafntefli. Einvígið hefst föstudaginn 27. jan- úar og þá verður dregið um liti. Tafl- mennskan hefst svo daginn eftir og stendur fram til 8. febrúar. Vinnings- upphæð er 80.000 dollarar og skipt- ist hún í hlutföllunum 70/30 milli keppenda. Vettvangur einvígisins er The Amphiteather of St. Nicholas Hall of Lakeside School. Aðstoðar- menn Jóhanns verða þeir Margeir Pétursson og Elvar Guðmundsson en Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason munu einnig leggja hönd á plóginn. Auk þeirra verður Þráinn Guðmunds- son forseti Skáksambandsins með í för. Á blaðamannafundinum kom fram að mikill áhugi er á einvíginu meðal bandarískra skákmanna sem búsettir eru í, eða við, Seattle. Meðal þeirra sem búa í borginni má nefna sterk- asta skákmanna Bandaríkjanna um þessar mundir Yasser Seirawan. Einvígi Jóhanns Hjartarsonar og Anatolíjs Karpovs: Tel að Jóhann eigi möguleika - segir Yasser Seirawan stórmeistari í skák „JÓHANN mun auðvitað eiga mjög á brattan að sækja gegn Karpov en ég tel samt að hann eigi raun- hæfa möguleika í einvíginu," sagði Yasser Seirawan stórmeistari i skák í samtali við Morgunblaðið. Seirawan, sem er stigahæsti skák- maður í Bandarikjunum og tefldi i áskorendaeinvigunum i St. John á síðasta ári, er búsettur í Seattle þar sem einvígi Jóhanns Hjartar- sonar og Anatolíjs Karpovs hefst 28. janúar nk. Seirawan sagði að Karpov væri sennilega besti skákmaður sem uppi hefur verið, þegar horft væri á árang- ur hans í skákmótum og einvígum. „Karpov er mjög erfiður andstæðing- ur og Jóhann er óheppinn að þurfa að tefla við svo sterkan andstæðing svo snemma í einvígalotunni. Jóhann stendur auðvitað lakar að vígi, en hann á þó möguleika. Þannig er einvígið mjög stutt, eða aðeins sex skákir, og því gæti nægt að vinna eina skák. I öðru lagi eru seturnar lengri en Karpov er vanur, eða 6 klukkutímar í stað 5. Jóhann er mun yngri en Karpov og ætti því að vera sterkari líkamlega og hafa betra út- hald. Að lokum tel ég að það geti komið Jóhanni til góða, að hann kann að flækja skákir og er sennilega jafn- oki Karpovs í tímahraki. í þessu þrennu liggja möguleikar Jóhanns. En ef Karpov nær að leiða skákimar inn á sínar uppáhaldsbrautir, lendir Jóhann í vandræðum, svo byija- naundirbúningur hans verður að vera mjög góður,“ sagði Seirawan. Hann sagði að einvíginu yrðu gerð góð skil í fjölmiðlum og skákirnar yrðu sýndar í sjónvarpi, bæði í staðar- stöðvum og einnig um öll Bandaríkin. „Við emm að kenna Bandaríkja- mönnum að meta skák og við munum reyna að auka áhuga almennings smátt og smátt á einvíginu þar til raunvemlegur áhugi vaknar á úrslit- um þess,“ sagði Yasser Seirawan. 420.000 tonn veidd af loðnu UM 420 ÞÚSUND tonn af loðnu höfðu verið veidd á vertíðinni síðdegis í gær, þar af 108.170 tonn efftir áramótin. Loðnan splundraðist í fyrrakvöld og kom ekki upp, að sögn Ástráðs Ing- varssonar starfsmanns loðnu- nefiidar. Síðdegis í gær höfðu þessi skip tilkynnt um afla: Keflvíkingur 500 tonn til Seyðisfjarðar, Súlan 770 til Krossaness og Bergur 450 til Eskifjarðar. Síðdegis á mánudag tilkynntu þessi skip um afla: Hólmaborg 1.300 tonn til Eskiíjarðar, Skarðsvík 620 til Færeyja, Örn 750 til Krossaness, Albert 550 til Seyð- isfjarðar, Gígja 700 til Reyðarfjarð- ar, Jón Kjartansson 650 til Eski- fjarðar, Guðmundur 800 til Nes- kaupstaðar, Svanur 710 til Reyðar- fjarðar og Grindvíkingur 850 til Seyðisfjarðar. Reykjanesbraut: Sex á slysa- deild eftir veltu 6 VORU fluttir á slysadeild efftir að japanskur bíll valt í hálku á Reykjansbraut við Lónakot síðdegis á mánudag. Bíllinn var á leið sunnan að. Meiðsli fólksins vom ekki talin al- varlegs eðlis, að sögn Hafnarfjarð- arlöprep'lu. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PÁL ÞÓRHALLSSON Efinaverksmiðja rís í Líbýu: Vestur-þýsk fyrirtæki á mála hjá Gaddafi Bandaríkjamenn sakaðir um að leika tveimur skjöldum „GETUR verið að hinir „góðu Þjóðveijar“ séu enn við sama heygarðshomið — haldandi því fram að þeir viti ekkert um þátttöku sumra landa sinna í áætlunum valdasjúks manns um Lokalausn?1* spyr hinn þekkti bandariski gyðingur og dálkahöf- undur William Safire í grein í New York Times, sem birtist rétt efftir áramótin. Tilefiii skrifanna vom fréttir sem birst hafá í heimspressunni um að þýsk fyrirtæki, auk annarra, aðstoði Muammar Gaddafi einræðisherra í Líbýu við að reisa gríðar- stóra efiiaverksmiðju i eyðimörkinni suður af Trípólí. Safíre heldur þvi ffram að markmið Gaddafis sé að beita efiiavopnum til að útrýma ísraelum og þess vegna notar hann í nýju sam- hengi hið sakleysislega hugtak „Lokalausn" (Endlösung) sem nasistar fundu upp yfir útrýmingu gyðinga. Gaddafi heldur því fram að í Rabta eigi að framleiða læknislyf en Bandaríkjamenn telja víst að um efnavopnaverk- smiðju verði að ræða og hafa birt gervihnattamyndir því til stuðnings, sem sýna fyrst og fremst stærð verksmiðjunnar. Einnig segjast þeir hafa hlerað símtal í ágúst þar sem Líbýu- menn biðja vestur-þýsk fyrirtæki um hjálp við að stöðva eiturgas- leka í Rabta. í raun er mjög erf- itt að segja til um hvers konar framleiðsla eigi sér stað í slíkum verksmiðjum, hvort um eiturgas-, ly§a- eða skordýraeitursfram- leiðslu sé að ræða. Hins vegar þykir bandarískum stjómvöldum í meira lagi grunsamlegt að allt í kringum verksmiðjuna í Rabta hefur loftvamareldflaugum verið komið fyrir. Safire heldur því fram að vestur-þýska ríkisstjóm- in hylmi yfir með þýsku fyrir- tækjunum og fyrisögn pistils hans hljóðar svo: „Þýskaland má ekki loka augunum fyrir Ausch- witz í eyðimörkinni." Helmut Kohl kanslari Vestur-Þýskalands hefur mótmælt skrifum Safires og „skipulagðri ófrægingarher- ferð bandarískra fjölmiðla" en smám saman hafa vestur-þýsk stjómvöld viðurkennt að ásakanir Bandaríkjamanna eiga við rök að styðjast. Reglur um útflutning tækniþekkingar sem gagnast gæti við efnavopnaframleiðslu hafa verið hertar og fyrirtækið Imhausen hefur verið sótt til saka. í nýjasta hefti þýska vikurits- ins Der Spiegel kemur reyndar fram að þýskir aðilar hafa að- stoðað Gaddafi við að breyta Herkúles-flutningavélum í „fljúgandi bensínstöðvar" sem gera líbýskum sprengjuflugvél- um mögulegt að taka eldsneyti í lofti en það auðveldar árás á ísrael. Góðgerðarsamkunda mafíunnar Christoph Bertram, sem skrif- ar reglulega um vígbúnaðarmál í vestur-þýska vikuritið Die Zeit, fjallaði nýverið um ásakanir Bandarílg'amanna á hendur Líbýumönnum og Vestur-Þjóð- veijum. Hann minnir á að þegar upp komst að írakar beittu eftía- vopnum gegn Kúrdum í Persa- flóastríðinu þá hafi heimsbyggðin yppt öxlum. En þegar Gaddafí, erkióvinur Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta, eigi í hlut þá sé blásið í herlúðra. Bertram líkir efnavopnaráðstefnunni sem lauk í síðustu viku í París við „góð- gerðarsamkundu mafíunnar til styrktar eiturlyfjasjúklingum". Ástæðan fyrir þessari samlíkingu sé sú að Bandaríkin, frumkvöðlar Parísar-ráðstefnunnar, og mörg önnur ríki, sem hana sátu, fram- leiði sjálf efnavopn og breiði þau jafnvel út. Auk þess hafi það verið Bandaríkjamenn sem hófu framleiðslu á efnavopnum á ný eftir langt hlé þegar samkomulag á Genfarráðstefnunni um bann við framleiðslu efnavopna hafí loks verið í augsýn. Bertram við- urkennir þó að viðbrögð vestur- þýsku stjómarinnar við ásökun- um um hlutdeild þýskra fyrir- tækja í líbýskri efnavopnafram- leiðslu séu ámælisverð. Það var ekki fyrr en föstudaginn. 6. jan- úar, löngu eftir að grunsemdir vöknuðu, sem rannsókn hófst á hlut tveggja fyrirtækja í uppsetn- ingu verksmiðjunnar. Auschwitz á sér enga hliðstæðu Rudolf Augstein, útgefandi Der Spiegel, tekur annan pól í hæðina varðandi skrif Safíres. Hann segir að í hugum Þjóðveija standi hugtakið Auschwitz fyrir einstæðan hugmyndafræðilegan og ómanneskjulegan glæp. „Við, og það gildir líka um þá sem fæddust eftir 1945, munum aldr- ei bera [Auschwitz] saman við aðra glæpi, aldrei reyna að finna því sem gerðist eðlilegar skýring- ar né gleyma því hvað átti sér stað. Fyrir okkur er Auschwitz hinn stærsti glæpur." (Þessi af- staða Þjóðveija er einmitt skýr- ingin á því að Philipp Jenninger, forseti vestur-þýska þingsins, varð að segja af sér vegna ræðu sinnar 10. nóvember þegar Krist- alsnæturinnar var minnst). Aug- stein segir að í þessu viðhorfi felist að vissar kröfur séu gerðar til „kjaftforra samheija" og þar á hann sérstaklega við dálkahöf- undinn William Safíre. Ekki megi nota orðið „Auschwitz" í hálf- kæringi né sá því meðal fólks með trúðsstafnum. Augstein spyr hvort Þjóðveijar eigi skilda þá ósvífni sem Safire sýni með því að halda því fram að Hans- Dietrich Genscher, utanríkisráð- herra Vestur-Þýskalands, setji útflutninginn ofar öllu og með því að spyija hvort Helmut Kohl Wie man Auschwitz instmmentalisleit Rudolf Augstein, útgefandi Der Spiegel, og William Safire dálkahöfundur fyrir New York Times, skiptast á skotum vegna meintrar aðstoðar Vestur- Þjóðveija við efiiavopnafi’am- leiðslu Gaddafis. kanslari telji það löglegt og sið- legt að Þjóðveijar notfæri sér sín rómuðu viðskiptasambönd til þess að stuðla að hryðjuverkum. „Hveijir voru það sem hvöttu Vestur-Þjóðveija til að vera ekki með neina smásmygli þegar hagsmunir Vesturlanda væru annars vegar?" spyr Augstein og heldur áfram: „Hver hefur gert Þjóðveija ónæma fyrir mætti gereyðingarvopna? Hefur herra Safíre aldrei heyrt þess getið að landar hans geyma efnavopn á þýskri grundu þar sem enginn vill nokkuð með þau hafa?“ Augstein svíður þó greinilega sárast að Safire skuli leyfa sér að gefa í skyn að Þjóðveijar loki augunum fyrir þátttökunni í áformum Gaddafis um að útrýma gyðingum. Þar fyrjr utan sé ólík- legt að Gaddafi beiti efnavopnum gegn ísrael því þá bitni það óhjá- kvæmilega á aröbum sem þar búa. Sú spuming vaknar hvort hægt sé að kljás( við Gaddafi eins og tiltölulega skynsaman andstæðing sem er samkvæmur sjálfum sér. Bandarísk stjómvöld vilja hafa allan varann á og hafa jafnvel hugleitt fyrirbyggjandi árás á efnaverksmiðjuna í Rabta. Mikilvægasta forvamarstarfið sem Vesturlönd geta beitt sér fyrir er agi í eigin röðum. Ríkis- stjómir á Vesturlöndum sem nú hugsa með hryllingi til þess að skjólstæðingar Gaddafis fremji sín hryðjuverk með eiturgasi hafa margar hveijar lokað augunum fyrir og jafnvel staðið í hinum ábatasömu alþjóðavopnaviðskipt- um og þar með grafíð undan öllu siðferði á þessu sviði. En það er einmitt meðferð drápstóla sem krefst hvað mestrar ábyrgðar af mannskepnunni, eflaust meiri en hún rís undir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.