Morgunblaðið - 18.01.1989, Síða 25

Morgunblaðið - 18.01.1989, Síða 25
MÖRGUIÍBLAÐIÐ MIÐVUCUDAGUR 18. JANÚAR 1989 25 KFUM o g KFUK í Reykjavík 90 ára Hátíðarsamkoma á sunnudaginn Frank Shipway hljómsveitar- Ralph Kirshbaum sellóleikari. Áskell Másson tónskáld. stjóri. Sinfóníuhljómsveit Islands: Frumfhitt verk eft- ir Askel Másson KFUM- og KFUK-félögin í Reykjavík eiga 90 ára afmæli um þessar mundir og verður af því tilefni sérstök hátíðarsamkoma í húsi félaganna við Amt- mannsstíg, næstkomandi sunnu- dag, 22. janúar. KFUM var stofnað 2. janúar 1899 og stofndagur KFUK var 19. apríl sama ár. Samkoman nú á sunnnudag er fyrsti liðurinn í marg- háttuðu sameiginlegu afmælishaldi félaganna á þessum starfsvetri. Hátíðarsamkoman hefst klukkan 20.00 og er öllum opin og hefur ýmsum gestum verið sérstaklega boðið. Formaður KFUK, Málfríður Finnbogadóttir býður gesti vel- komna í upphafi samkomu, sr. Sig- urður Pálsson fyrrum formaður KFUM flytur ræðu og Jóhanna Möller syngur einsöng. Þá verður saga félaganna laus- lega rakin í máli og myndum og í lokin ávarpar Ammundur Kr. Jón- asson formaður KFUM samkomu- gesti. Samkomugestum verður síðan boðið upp á veitingar og á göngum og sölum hússins verða sýndar myndir og ýmsir munir úr sögu félaganna gegnum árin. Af öðrum atriðum á afmælisári má nefna að 11. febrúar verður hátíð yngri deilda KFUM og KFUK haldin í Háskólabíó og verður safn- ast saman við styttu sr. Friðriks Friðrikssonar við Lækjargötu og gengið fylktu liði að Háskólabíói. Hinn 29. apríl verður ráðstefna um efnið: Hvað er að vera lútherskur og ráðgert er að þátttakendur í deildarstarfi gróðursetji í vor trjá- plöntur á lóð félaganna við Holta- veg. Þá minnast hinar mörgu deild- ir félaganna afmælisins með ýmsu móti í starfi sínu í vetur. SJÖUNDU áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands verða í Háskólabíói fimmtudaginn 19. janúar og heQast þeir kl. 20.30. Þrjú verk eru á efnisskránni: Impromptu, frumflutt verk eftir Áskel Másson, Sinfónía nr. 5 eftir Schubert og Sellókonsert eftir Dvorák. Einleikari verður breski sellóleikarinn Ralph Kirshbaum og hjómsveitarstjóri Frank Shipway. Áskell Másson skrifaði Im- promptu fyrir þremur árum með styrkveitingu frá Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins. Verkið tekur um 13 mínútur í flutningi og er að mestu leyti byggt á einu einföldu stefi og einum grunnhljómi. Franz Sehubert, einn af aðal- mönnum rómantísku stefnupnar, fæddist í nágrenni Vínar í lok átj- ándu aldar. Hann var mjög afkasta- mikið tónskáld og skrifaði Sinfóníu nr. 5 árið 1816, aðeins nítján ’ara að aldri. Tékkneska tónskáldið Antonin Dvorák skrifaði Sellókonsertinn á árunum 1894-1895, rúmlega fímm- tugur. Hann var lengi fiðluleikari í hljómsveit Þjóðleikhússins í Prag og var orðinn rúmlega þrítugur, þegar fyrsta meiriháttar verkið kom frá honum. Ralp Kirshbaum sellóleikari gerði garðinn frægan á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Islands fyrir réttu ári er hann lék Sellókonsert Ed- wards Elgars. Ralph Kirshbaum er einn þeirra hljóðfæraleikara, sem sló í gegn í upphafí ferils síns og hann hefur verið eftirsóttur einleik- ari í meira en áratug. Hann hefur haldið reglulega tónleika í Banda- ríkjunum og Bretlandi, auk þess að leika inn á hljómplötur. Þá hefur hann einnig komið fram í Ástralíu og á Nýja Sjálandi. Stofutónlist skipar einnig stóran sess hjá hon- um, m.a. í samvinnu við fiðluleikar- ann Gyorgy Pauk. Hljómsveitarstjórinn Frank Ship- way stjórnaði á fernum tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar við mjög góðar undirtektir. Hann hefur stjómað hljómsveitum um áratuga- skeið austan tjalds og vestan og frá því hann þreytti frumraun sína sem Fiskverð á uppboðsmörkuðum 17. janúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hœsta Lsagsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 58,00 58,00 58,00 0,387 22.475 Þorskur(óst) 51,00 45,00 47,40 2,370 112.330 Þorskur(dbt) 40,00 40,00 40,00 0,071 2.840 Ýsa 120,00 51,00 106,46 0,158 16.821 Ýsa(óst) 90,00 60,00 81,52 0,402 32.772 Ufsi(óst) 15,00 15,00 15,00 0,036 548 Karfi 32,00 32,00 32,00 0,550 17.600 Lúða 255,00 220,00 251,26 0,093 23.493 Samtals 56,26 4,068 228.879 Selt var úr Þóreyju GK, Gullfara HF, Björgu HF, Erni ÍS, Degi KE og frá Glettingi hf. ( dag verður selt óákveöið magn úr Ljós- fara HF og fleiri bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 60,00 54,00 58,36 14,511 846.910 Þorsk.(ósl.l.bt) 57,00 44,00 45,78 8,666 396.723 Þorsk.(ósl.dbt) 37,00 27,00 32,02 1,001 32.057 Þorsk.(sl.dbt) 40,00 40,00 40,00 2,392 95.680 Ýsa 97,00 56,00 90,85 2,689 244.304 Ýsa(óst) 101,00 68,00 88,88 0,570 50.662 Ýsa(umálóst) 15,00 15,00 15,00 0,067 1.005 Ufsi 20,00 20,00 20,00 0,126 2.520 Karfi 32,00 28,00 31,06 1,760 54.677 Steinbítur 51,00 51,00 51,00 1,907 97.257 Skarkoli 95,00 84,00 85,02 0,604 51.352 Langa 28,00 23,00 27,35 0,277 7.576 Lúða 225,00 225,00 225,00 0,230 51.750 Grálúöa 60,00 60,00 60,00 0,355 21.300 Skata 145,00 145,00 145,00 0,025 3.625 Hrogn 229,00 224,00 227,39 0,124 28.196 Samtals 56,24 46,745 2.450.590 Selt var úr Þrymi BA og netabátum. ( dag verða meðal annars seld 25 tonn af þorski úr Krossnesi SH og netabátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 53,50 47,00 52,07 7,950 413.940 Ýsa 114,00 93,00 107,96 1,100 118.750 Karfi 29,50 26,00 28,10 2,040 57.323 Steinbítur 13,00 13,00 13,00 0,030 390 Langa 19,00 19,00 19,00 0,060 1.140 Blálanga 23,00 23,00 23,00 0,250 5.750 Lúða 270,00 270,00 270,00 0,150 40.500 Keila 9,00 9,00 9,00 0,500 4.500 Samtals 53,17 12,080 642.293 Selt var aðallega úr Eldeyjar-Boða GK. I dag verður selt úr dagróðrabátum ef á sjó gefur. stjómandi í Bandaríkjunum 1980 hefur frægðarferill hans verið óslit- inn. Frá því hann var hér í fyrra, hefur hann stjómað hljómsveitum á öllun Norðurlöndunum, Tékkó- slóvakíu, Þyskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Auk þess að stjóma á tónleikunum á fimmtu- daginn, stjómar hann Sinfóníu- hljómsveitinni við upptökur fyrir Ríkisútvarpið í lok vikunnar. Tónleikarnir verða síðan endurtekn- ir, föstudagskvöldið 20. janúar kl. 20.30. á Selfossi. (Fréttatilkynning) 11. febrúar verður hátíð yngri deilda KFUM og KFUK haldin í Háskólabíói og verður safhast saman við styttu sr. Friðriks Friðriks- sonar. Mælingar á möskvastærð: Ég var þvingaður til að fallast á dómssátt - segir skipstjórinn á Ásbirni RE „FULLTRÚI sýslumanns á Seyðisfirði þvingaði mig tíl að skrifa undir dómssátt. í þvi var náttúrulega innifalin viðurkenning mín á þvi að mælingar varðskipsmanna á möskvum í trolli Ásbjarnar hefðu verið réttar," sagði Þórður Magnússon, skipstjóri á togaranum Ásbirni RE, í samtali við Morgunblaðið. Ásbjörn er í eigu Granda. Varðskipið Óð- inn færði togarann til bafnar á Seyðisfirði á fimmtudaginn og réttað var í máli hans á Seyðisfírði á fostudaginn. „Það er rangt að ég hafí þvingað skipsfjórann á Ásbirni til að skrifa undir dómssátt,“ sagði Halldór Sigurbjörnsson fulltrúi sýslumanns á Seyðisfirði. „Landhelgisgæslan mældi möskvastærðina með stiku en ekki þrýstimæli, það er að segja gömlu aðferðinni. Möskvastærðin má vera 155 millimetrar. Meðalmöskvastærð- in í vörpu Ásbjamar reyndist hins vegar, samkvæmt mælingum Gæsl- unnar, vera 151,6 millimetrar í öðr- um pokanum en 153,4 í hinum,“ sagði Halldór Sigurbjömsson. „Þegar sýslufulltrúi bauð mér upp á sátt spurði ég hann hvað myndi gerast ef ég vildi ekki fallast á hana. Þá sagði hann að ég gæti átt það á hættu að vera settur í farbann," sagði Þórður Magnússon. „Ég var hins vegar kominn f kapphlaup við tímann þar sem vinna átti að hefjast í Granda á mánudagsmorgni. Það var kolólöglega að þessu staðið. Varðskipsmennimir mældu til dæmis möskva fyrir ofan 8 metra á trollinu. í reglugerðinni er hins vegar talað um að það skuli vera mælt upp að 8 metrunum. „Ég fékk ekki nýja mælingu á trollinu“ Það segir í 11 ára gömlu ráð- herrabréfí að í vafatilfellum skuli hengja 10 kílógramma lóð neðan í stikuna en það var ekki gert. Þegar trollið var híft upp var sjávarhitinn mínus 1 til 2 gráður og það hlýtur að hafa haft eitthvað að segja. Ég fékk hins vegar ekki nýja mælingu á trollinu. sama hvað éer revndi. Varðskipið Týr mældi trollið fyrir þrem mánuðum og þá reyndist það vera þrem millimetrum yfir máli,“ sagði Þórður Magnússon. „Ég leiðbeindi skipstjóranum eins og hægt var og hann fékk að hafa samband við lögfræðing sinn áður en hann skrifaði undir dómssáttina," sagði Halldór Sigurbjömsson. „Það var möguleiki að einugis skipstjórinn, en ekki skipið, yrði settur í farbann ef hann féllist ekki á dómssátt. Þetta var einungis einn af þeim möguleik- um sem ég reifaði. Það kom ekki fram í skýrslunni að það hafi verið mælt fyrir ofan 8 metra á trollinu. Að öðru leyti hef ég ekkert meira um málið að segja á þessu stigi,“ sagði Halldór Sigurbjömsson. „Það hefði átt að mæla pokann aftur“ „Okkur finnst að það hefði átt að mæla pokann aftur þegar hann var tekinn inn í hús,“ sagði Magni Guð- mundsson formaður Landssambands veiðarfæragerða. „Það segir sig sjálft að pokinn kemur blautur upp úr sjó og verður stífari í frosti. Þetta hefur ömgglega verið 155 millimetra möskvi í upphafi en pokinn er orðinn nokkuð gamall, þannig að hann hlýt- ur að vera töluvert bættur," sagði Magni. Skipstjórinn á Ásbimi féllst á dómssátt í málinu með greiðslu 150 þúsund króna sektar og 30 þúsund króna málskostnaðar. Hvorki afli né veiðarfæri vom gerð upptæk. Dóm- inn í máli Ásbjamar skipuðu, auk Halldórs SigurbjömssonEir, skipstjór- amir Jón Pálsson og Trausti Magn- ússon. „Aldrei getur vafist fyrir manni’ með þekkingu á netum þeim sem notuð em í vörpu togara hvort um er að ræða 155 mm eða 135 mm möskva en það em þær lágmarks möskvastærðir sem okkur er uppá- lagt að nota. Því teljist skip sem er með 155 mm möskva í poka [vera] með löglegt veiðarfæri hvar sem er burtséð frá smávægilegum breyting- um sem aldrei geta orðið nema mjög litlar í þá vem að möskvinn minnki. Miklu oftar teygist möskvinn og er það látið afskiptalaust. Það em eindregin tilmæli okkar að á þessum málum verði tekið af röggsemi og sanngimi þannig að hægt sé að vinna eftir þessum regl- um,“ segir meðal annars í skeyti sem 54 skipstjórar sendu sjávarútvegs- ráðuneytinu fyrir skömmu. „Framkvæmd mælinga lík- ist nornaveiðum miðalda" I skeytinu segir einnig: „Af marg- gefnu tilefni viljum við undirritaðir skipstjórar vekja athygli á að við teljum að framkvæmd mælinga á möskvastærð í vörpu togara er kom- in út fyrir það að vera eðlilegt eftir- lit og löggæslustarf og líkist nú frem- ur nomaveiðum miðalda en eðlilegum samskiptum löggæslunnar og þeirra sem lögum eiga að hlíta. Nýjasta dæmið um þetta teljum við sanna að úrbóta sé _þörf en það er [þegar] togarinn Ásbjöm var færður til hafnar vegna mælinga sem sýndu að meðalstærð möskva í poka skipsins var einum til þrem millimetr- um eða einu til 2,2 af hundraði und- ir löglegri stærð sem er að okkar mati svo lítið frávik að ekki geti með nnWurri Qnnnorimi tnlint QnlrVtoa-ft- “

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.