Morgunblaðið - 18.01.1989, Side 17

Morgunblaðið - 18.01.1989, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 18. JANÚAR 1989 17 að kynna sína vöru á sýningum erlendis, í flölmörgum básum, hlið við hlið, með hliðstæða vöru, en ólík vörumerki og augljós sám- keppni ríkti á milli. Átakið á erlend- um mörkuðum ætti að vera sameig- inlegt átak, þar sem markmiðið ' væri að koma íslandi á framfæri og markaðssetja það í sem víðustum skilningi. Það sé því fyllilega tíma- bært að hefja víðtæka vörukynn- ingu erlendis undir vörumerkinu „Iceland". Um tildrög þess að forsætisráð- herra ákvað að hafa nefndina jafn- blandaða og raun ber vitni, með mönnum bæði frá einkageiranum, ráðuneytum og Útflutningsráði segir hann: „Ég reyndi að velja góða einstakíinga í þessa nefnd, sem starfa að þeim málum sem hér um ræðir. Baldvin, sem er formaður nefndarinnar, hefur sýnt verulega hæfni á þessu sviði. Hann hefur m.a. selt tvær fegurðardrottning- ar!“ segir Steingrímur og hlær við, en tekur svo strax fram að hann telji að þær hafi báðar verið vel að vegsemd sinni komnar. „Það var auðvitað gífurlegt skipulag á bak við þetta starf Baldvins og hann hefur sýnt að hann ræður vel við það. Hann var mikill hugmynda- smiður í þessari nefnd sem ég skip- aði eftir leiðtogafundinn og ég tel sjálfsagt að nýta hans krafta. Ég tel líka eðlilegt að Flugleiðir eigi fulltrúa í nefndinni, því þeir eiga þama gífurlegra hagsmuna að gæta. Útflutningsráð er náttúrlega sá aðili sem er að reyna að sinna þessum samræmingarmálum í gæð- um á útflutningi og þess háttar. Samgönguráðuneytið kemur að sjálfsögðu einnig við sögu og eðli- legt að það eigi sinn fulltrúa í nefnd- inni og sömuleiðis utanríkisráðu- neytið og Ferðamálaráð. Nú ég setti mann þarna inn frá forsætisráðu- neytinu, vegna þess að starfið verð- ur á svo fjölmörgum sviðum ðg hann mun þá reyna að samræma starfíð og vera minn tengiliður við nefndina. Þetta eru allt einstakling- ar sem ég treysti vel og ég vænti mikils árangurs af störfum þeirra." Steingrímur segir að ekki hafi verið ákveðið hversu lengi nefndin starfi, en fyrsta verkefni hennar verði að undirbúa komu og móttöku Bretanna og í framhaldi af því ráð- stefnu þá sem fýrirhuguð sé hér á landi í maí eða júní. „Ég er sann- færður um að ef þetta tekst vel í tengslum við Bretland, þá muni aðrar þjóðir koma í kjölfarið. Ég er á því að við eigum að einbeita okkur að þessu markaðsátaki í Bretlandi til að byrja með, því það þýðir ekki að ætla að gleypa hálfan heiminn í fýrstu atrennu. Ég legg á það mikla áherslu að þetta átak verður að vera mjög vel skipulagt og fara skynsamlega af stað, en ekki þannig að við yfirspennum okkur í fjárfestingum og vitleysu, eins og við erum alltaf að gera. Ef við gerum það, þá er ég sann- færður um það, að eftir nokkur ár mun þetta átak sýna sig í því að vera milljarðanna virði fyrir okkur." Steingrímur segist ekki vita hversu mikið þetta átak komi til með að kosta, en hann telur það ekki vera mikið. Nefndarmenn séu allir starfandi annars staðar, og munu aðeins fá einhveija þóknun fyrir nefndarstörfín. Stórvægilegur ávinningur í þessu máli sé framlag hinna reyndu Breta á þessu sviði, sem hafí greint frá því að ef mark- visst yrði ráðist í slíkt kynningar- átak, myndu þeir leggja sitt af mörkunum hvað ráðgjöf og þjón- ustu varðar, án þess svo mikið sem vilja nokkra þóknun fyrir. Bretamir hafí bókstaflega hrifíst af þeim möguleikum sem fyrir hendi væru héma og vildu fá að taka þátt í þessu verkefni. Steingrímur sagði að þetta værí tvímælalaust mikill ávinningur fyrir okkur, að fá með þessum hætti þjónustu þessara manna, því reynsla þeirra og þekk- ing væri ómetanleg. EFTIR: Agnesi Bragadóttur Æft fyrir tónleika Kammersveitar Reykjavíkur. Aðrir tónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur Vestmannaeyjar: Laxeldisbúr- in færðust til í óveðri LAXELDISBÚR þau sem ísnó heftir á klettsvíkinni í Eyjum fcerðust til um 50 metra í óveðri sem gekk yfir á fostu- daginn. Þetta er í annað skiptið sem að búrin hreyfast til í óveðri, en síðasta jóladag fóm þau einnig á flakk. 22 búr em nú á víkinni og stendur til að fjölga þeim enn frek- ar á næstunni. Að sögn Guðna Georgssonar, sem hefur umsjóm með laxeldinu urðu einhveijar skemmdir á bryggjunum við búrin, en það mun ekki vera alvarlegt. Ekki er talið að aðrar skemmdir hafí orðið, en ekki hefur enn verið unnt að kafa til þess að athuga það nánar, sökum þess hve gmgg- ugur sjórinn hefur verið. - Grímur KAMMERSVEIT Reykjavík- ur heldur aðra tónleika sína í vetur, sunnudaginn 22. jan- úar, en þessi vetur verður helgaður franskri tónlist ein- göngu í tilefhi af 200 ára afmæli frönsku stjórnarbylt- ingarinnar. Á efnisskránni á sunnudag verð- ur Septett op. 65 eftir C. Saint- Saens, sönglög eftir G. Fauré, söngvar frá Madagaskar eftir M. Ravel og Píanókvintett í f-moll eftir C. Franck. Kammerverkin sem hér verða flutt em lítt þekkt hérlendis og í fréttatilkynningu frá' Kammer- sveitinni segir, að „eflaust fysi marga að kynnast þeim sem þekkja önnur verk þessara tónskálda t.d. fíðlusónötu og sinfóníu Césars Francks". Einsöngvari á tónleikunum verður Signý Sæmundsdóttir og píanóleikaramir Guðríður S. Sig- urðardóttir og Selma Guðmunds- dóttir skipta með sér píanóhlut- verkunum. Alls koma níu hljóð- færaleikarar fram á þessum tón- leikum. Tónleikarnir verða haldnir í ís- lensku ópemnni, Gamla Bíói, sunnudaginn 22. janúar og hefjast þeir kl. 16.00. Aðgöngumiðar verða til sölu í Gamla Bíói frá kl. 14.00 sama dag. Biskupskjör í mars: Kjörskrá heftir verið lögð fram KJÖRSTJÓRN vegna biskups- kjörs kom saman til fyrsta fund- ar s.l. fostudag. Herra Petur Sig- urgeirsson lætur af embætti 1. júlí næstkomandi. Að sögn Þor- steins Geirssonar ráðuneytis- stjóra í dóms- og kirkjumála- ráðuneyti, oddvita kjörstjórnar, hefur kjörskrá verið lögð lram og er .ess að vænta að úrslit úr fyrri umferð biskupskjörs liggi fyrir í aprílbyrjun. Hljóti þá eng- inn meira en helming atkvæða verður kosið að nýju milli þeirra þriggja sem flest atkvæði hljóta. Kjörgengir em allir guðfræði- kandídatar sem fullnægja skilyrð- um laga um presta þjóðkirkjunnar. Fjórir úr þeim hópi hafa lýst yfir áhuga á að taka kosningu: séra Heimir Stejnsson, séra Jón Bjar- man, séra Ólafur Skúlason, vígslu- biskup og séra Sigurður Sigurðs- son. Kosningarétt hafa 160 manns, úr hópi prestvígðra manna innan þjóðkirkjunnar, Iektora, dósenta og prófessora guðfræðideildar, sem lokið hafa kandídatprófí í guð- fræði, og leikmanna sem sæti eiga í stofnunum þjóðkirkjunnar. Kjós- endum verða send kjörgögn að loknum kæmfresti, sem rennur út 15. febrúar.. Auk Þorsteins Geirssonar sitja Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrmm menntamálaráðherra, og séra Val- geir Ástráðsson í kjörstjóminni. TÖLVUSKÓLI STJÓRNUNARFÉLAGS ISLANDS Þú öðlast grundvallar- þekkingu á tölvum og hæfni til að nota þær af öryggi Námsefni: • Aðalatriði varðandi tölvubúnað • Grundvallaratriði tölvunotkunar • Notkun stýrikerfis og jaðartækja • Notkun ritvinnslu • Notkun töflureiknis Að námskeiði loknu geta nemendur starfað við PC og PS töivubúnað og hafa traustan grunn fyrir frekara töivunám. Kennslustaður: Ánanaust 15, Reykjavík ■> Tími: Dagarnir 23. janúar - 3. febrúar kl.: 830 - 1230 Leiðbeinandi: / Johann Aki Björnsson. SKRÁNING í SÍMUM 621066 og 641222 HVERVANN? 4.717.422 kr. Vinningsröðin 14. janúar: 112 - 212 - X21 -121 12 réttir = 3.840.327 kr. Einn var með 12 rétta - og fær í sinn hlut kr. 3.840.327,-. t 11 réttir = 877.095 kr. 31 var með 11 rétta - og fær hver í sinn hlut kr. 28.293,-. Tilhamingju! mmm f ▼ - ekki bara heppni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.