Morgunblaðið - 18.01.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.01.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1989 13 Tríó Reykjavíkur Tónlist Ragnar Björnsson Sagt hefur verið að til þess að spila Mozart vel þurfí viðkomandi að þekkja óperur hans. Hér er átt við hendingamyndun og öndun í sönglínunni og má hafa um mörg orð, eða fá og sagt er að þau hafí minnsta ábyrgð. En ekki aðeins Mozart hefur söngröddina í huga við samningu tónverka heldur og flest önnur tónskáld sem skrifa með hendingar og öndun í huga, söng- röddin er ómengaðasta hljóðfærið sem við höfum yfír að ráða. Tríó Reykjavíkur skipa Halldór Haralds- son píanó, Guðný Guðmundsdóttir fiðla, og Gunnar Kvaran knéfiðla. Þessir listamenn eru í hópi leiðandi tónlistarflytjenda landsins og í slíku tilfelli fer áheyrandinn fram á fram- úrskarandi flutningi, ekkert minna. A tónleikunum í Bústaðakirkju náð- ist þessi árangur því miður ekki. I G-dúr Tríói Mozarts K. 564 var of mikið um ónákvæmar tónmyndanir og tónhendingar og fraseringar (öndun) ekki skýrt né sannfærandi afgreiddar. Eins og flytjendur vita best sjálfir, heimtar Mozart algjöra nákvæmni í fyrrnefndum atriðum, þrotlausa vinnu og músiseringu út í fíngurgóma, ef allt á að komast til skila. Þetta allt og meira til skil- ar sér vonandi næst. Ernest Bloch (1880-1959) hefur komið víða við í tónlistarheiminum, starfað sem hljómsveitarstjóri, skólastjóri og sem tónskáld skrifað feykimikið af kammertónlist m.a. Þrjú næturljóð, skrifuð 1924, eru kannske ekki stórmerkilegar tónsmíðar, til þess virðist Bloch ennþá of leitandi að Guðný Guðmundsdóttir eigin stíl, en í þessum stuttu skiss- um má heyra stílbrigði úr ýmsum áttum. Eigi að síður eru Næturljóð- in þijú mjög áheyrileg og voru vel flutt af þremenningunum. Hvenær fáum við tónlistarhús? Hversu lengi geta ráðamenn þessa lands hummað fram af sér að byggja yfír drottningu listanna. Forvitnilegt væri að fá svör og rök fýrir því að byggja íþróttahöll og aðra, verslunarhöll og aðra, banka- hallir og aðrar, meira að segja sýn- ingarhöll fýrir hross, sem vitanlega eru alls góðs makleg, en þak yfír tónlistarflutning má bíða. Svörin fást víst ekki. Fijálst framtak ætla ég ekki að leggja mat á, en gengur það ekki nokkuð langt þegar fáein- um einstaklingum er ætlað að koma upp húsi undir tónlistina, ef þeir hafa áhuga, þetta er jafn fáránlegt og fráleitt og ef handboltamönnun- Gunnar Kvaran um væri sagt að byggja sjálfír íþróttahöllina fyrir Ólympíuleikana 1995, ef þeir vilji endilega halda þessa leiki. Bústaðakirkja er ekki að öllu leyti slæm til tónleikahalds, en góð er hún heldur ekki, enda ekki byggð sem tónlistarhús. Vankantar { hljómburði hússins virðast bitna gjaman á sellóinu. Gunnar Kvaran á til mjög fallegan tón á sellóið og er nákvæmur og fínn listamaður, en jafnvel hann náði sjaldan selló- tóninum upp úr þungum hljómburði kirkjunnar. Þama vantar okkur kammermúsiksal, sem skilar hrein- um og ómenguðum tóni. Þó var Gunnar næstur því að hrífa mann í öðmm þætti Schuberts-tríósins í B-dúr D. 898. Eitt var þó við tón Gunnars sem truflaði undirritaðan nokkuð, en það var „vibratoið", en það var óvenju hratt, reyndar ná- Halldór Haraldsson kvæmlega jafnhratt og „vibrato" fíðlunnar. Þetta gerði tóninn á stundum svolítið stífan og stressað- an og engin nauðsyn er að „vi- brato" sellósins sé hið sama og fíðl- unnar. Nokkuð áberandi var að listamennimir gæfu hvert öðru merki með höfuðhneigingum, en slíkt getur orðið um of og truflað bæði áhorfendur og eðlilega fram- rás tónlistarflutningsins. Þrátt fyrir þetta var margt fallega gert í Schu- bert-tríóinu, enda væri annað óaf- sakanlegt þar sem í hlut áttu þrír ágætir listamenn sem gera miklar listrænar kröfur til sjálfs sín. En punkturinn yfír i-ið vantaði að þessu sinni. Tríói Reykjavíkur fylgja góðar framtíðaróskir. En svona í lokin: er það skakkt hjá mér að orðin tvö Tríó Reykjavíkur, Kvartett Reykjavíkur, Kvintett Reykjavíkur o.s.fvr. hljómi síður saman heldur en t.d. Hljómsveit Reykjavíkur, Hitaveita Reykjavíkur, Karlakór Reykjavíkur, Leikfélag Reykjavík- ur? Tískuvöruverslun - Laugavegi Höfum fengið til sölu glæsilega tískuvöruverslun við Laugaveg. Fallegar innréttingar, rúmgott húsnæði. Ársvelta ca 22 millj. Verð aðeins 3 millj. Einkasaia. Söluturn Höfum til sölu söluturn í Austurbænum. Opnunartími frá kl. 18.30-23.30. Ársvelta 15 millj. Hagstæð grkjör. m VIÐSKIPTAÞJÓNUSTAN ____Ráðgjöf* Bókhald • Skattaaðstoð • Kaup og salafyrirtœkja ________Skeifan 17,108 Reykjavík, sími 68 92 99, Kristinn R. Ragnarsson, viðskiptafræðingur Dæmi utti verð: Glös Glös Skálar Picardie 22 cl kr. 41 Mistral 16 cl kr. 39 Natur 12,5 sm kr. 52 Picardie 25 cl , - 47 Mistral 25 cl 39 Lys 14 sm - 68 Chambord 16 cl - 36 Conical 22 cl - 44 Lys 17 sm - 97 Chambord 22 cl - 41 Conical 25 cl J - 45 Lys 20 sm - 137 Optima 22 cl - 51 Sonia 22 cl - 44 Lys 23 sm - 178 Optima 28 cl - 59 Sonia 33 cl - 49 Lys 26 sm - 268 Optima 30 cl - 63 Club 15,5 sm 79 KAUPFÉLÖGIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.