Morgunblaðið - 18.01.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.01.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 18. JANÚAR 1989 Ríkisstjómin og Aðalheiður lækkuðu skattfrelsismörkin eftir GeirH. Haarde Þegar fjárlagafrumvarp Ólafs Ragnars Grímssonar flármálaráð- herra var kynnt í byijun nóvember sl. vakti það öðru fremur athygli hve gríðarlegum skattahækkunum gert var ráð fýrir. Menn hafa að vísu átt því að venjast þegar sósíal- istar hafa haft undirtökin í stjóm landsins að ráðist væri á almenning með stórhækkuðum sköttum. Hér keyrði þó um þverbak. Hugmjmdin virðist sú að kreista auknar tekjur út úr hveijum einasta tekjustofni rikisins til þess m.a. að fjármagna millifærslukerfíð sem ríkisstjómin hefur komið á og hyggst enn auka. Þótt flestar forsendur flárlaga- frumvarpsins hafi hrunið á þeim tveimur mánuðum sem það var til meðferðar á Alþingi varð niðurstað- an varðandi skattana sú að stjóm- arliðinu tókst að fá stærstan hluta hækkananna samþykktan með full- tingi hluta Borgaraflokksins, þ.e.a.s. Aðalheiðar Bjamfreðsdótt- ur. Kvennalistinn studdi einnig sumar hækkanimar, einkum hækk- anir á eignarsköttum. í fjárlagafrumvarpinu var að vísu ekki talað um skattahækkanir held- ur fjallað hátíðlega um „breyttar áherslur í tekjuöflun" og fiillyrt að aukin telq'uöflun miðaðist við að ná til þeirra sem „mestar tekjur hafa og eignir og hafa ráðstafað mestu til lúxuseyðslu og fjárfestinga á undanfömum árum“. Þetta áferðarfallega tal rejmdist hið versta öfugmæli þegar á rejmdi. Þannig var m.a. ætlunin að krækja í 500 milljónir króna með því að skattleggja þá góðgerðar-, líknar-, menningar- og íþróttastarfsemi sem byggir fláröflun sína á happ- drættum, getraunum, lottói og þess háttar. Einnig kom á daginn að ætlunin var að stórhækka almenna tekju- skatta og eignarskatta miðað við gildandi lög og það þannig að ekki kæmi síður við hina tekjulægri. Að auki blasti við að vörugjaldshug- myndir ríkisstjómarinnar stefndu rekstri og atvinnu í innlendri iðn- framleiðslu í hættu. Flest stærstu skattamálin vom afgreidd á Alþingi örfáum dögum fyrir jól þegar annríki er mikið hjá almenningi. Því er líklegt að hin endanlega niðurstaða í þessum málum hafi farið fram hjá mörgum. Full ástæða er því til að rekja nokk- uð ítarlega hvaða skattbrejrtingar það vora sem ríkisstjómin fékk samþykktar á Alþingi ekki sfst þar sem aðeins hluti þeirra er kominn til framkvæmda. Hveiju tókst að afstýra? Fjrst skal þó rakið í stuttu máli hvaða nýju sköttum tókst að af- stýra og hvaða hækkanir tókst að milda. Verður þá enn skýrar hversu tröllsleg skattahækkunaráformin vora í upphafi enda mun flestum þykja nóg um þær hækkanir sem náðu fram að ganga. Í fjárlagafrumvarpinu kom fram að ætlun ríkissfjómarinnar væri að leggja sérstakan 12% söluskatt á happdrætti og hliðstæða starfsemi. Því var afstýrt og sá framvarp þess efhis ekki dagsins ljós. Sömuleiðis var ætlunin að skattleggja orkufyr- irtæki, þ.m.t. rafveitur og hitaveitu, „með almennum hætti." Frá því var horfið. Einnig kom fram í fjárlagafrum- varpinu að til athugunar væri að taka upp sérstakt tekjuskattsþrep á háar tekjur. Sú athugun mun hafa sannfært stjómarherrana um að slfk brejrting jafngilti skemmdar- verki á staðgreiðslukerfinu eins og sjálfstæðismenn hafa haldið fram. Frá þessum hugmjmdum var því horfið. Þá áti að „stíga skref" í átt til skattlagningar svokallaðra fjár- magnstekna, en frá því var einnig fallið. Við meðferð mála í þinginu var ákveðið að hækka viðmiðunarmörk- in í hinu svokailaða stóreignaþrepi einstaklinga, fresta gildistöku vöra- gjalds á innlenda húsgagna- og inn- réttingaframleiðslu um tvo mánuði og hætta við skattlagningu á §ár- festingarlánasjóði. Einnig var hætt við nokkrar fár- ánlegustu breytingar, sem til stóð að gera á tekjusköttum fyrirtækja. M.a. var hætt að fella niður frá- dráttarheimild vegna framlaga fyr- irtækja til menningarmála, vísinda- rannsókna og líknarstarfsemi og hætt var við að iengja afskriftar- tíma á tölvum og skrifstofubúnaði. Allar þessar brejrtingar vora al- menningi í vil og þegar þær era skoðar er ljóst að hin harða barátta Sjálfstæðisflokksins gegn skatt- píningarstefnu Alþýðubandalagsins var þrátt fyrir allt ekki til einskis. En víkjum nú að þeim skatta- hækkunum sem náðu fram að ganga. í þessari grein er aðeins rúm til að fjalla um telq'uskatta manna og ég mun í annarri grein ræða um tekjuskatta fyrirtælq'a, eignar- skatta, vöragjaldið og önnur gjöld sem á vora lögð. Tekjuskattar einstaklinga Fjármálaráðherra gerði sig sekan um mjög alvarlegar tilraunir til blekkinga þegar hann lagði fram framvarp um brejdingar á tekju- skatti manna. Anga af deilum um það efni hefur mátt sjá í orðahnipp- ingum Ólafs Grímssonar og As- mundar Stefánssonar í sjónvarpi undanfama daga. Þannig er að þegar staðgreiðslu- kerfí skatta var tekið upp í árs- bjnjun 1988 var ákveðið að tengja hækkanir á persónuafslætti, sjó- mannaafslætti, húsnæðisbótum, bamabótum og bamabótaauka við lánskjaravísitölu til að tryggja að þessar stærðir héldu verðgildi sínu milli ára óháð verðbólgu: Þessi ákvæði höfðu það sjálf- krafa í för með sér að skattbyrði átt að hækka þegar tekjur hækkuðu meira en nam hækkun lánslq'ara- vísitölu, þ.e. þegar kaupmáttur jókst. Með sama hætti þýddu þessi ákvæði það að skattbyrðin átti að lækka með minnkandi kaupmætti, þ.e. þegar tekjur hækkuðu minna en lánskjaravísitalan. Slíkt ástand blasir einmitt við um þessar mund- ir og þess vegna hefðu lögin óbrejrtt leitt til minni skattbyrði fyrir svo til alla gjaldendur þegar í þessum mánuði. Þessu sneri ríkisstjómin algerlega við. Breytt afstaða Alþýðuflokksins Þegar hin nýju skattalög vora í undirbúningi var af hálfu aðila vinnumarkaðarins og stjómvalda lögð mikil áhersla á tengingu per- sónuafsláttar og sambærilegra stærða við lánskjaravísitölu. Þegar staðgreiðslulögin og tengd löggjöf kom til athugunar í sérstakri nefnd haustið 1987 var ákveðið að breyta engu um þetta. Fjármálaráðherra þá var Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins og for- maður nefndarinnar var Kjartan Jóhannsson fyrrverandi formaður sama flokks. Þá töldu leiðtogar Alþýðuflokksins það mikilvægt út frá sjónarmiðum hagstjómar að hafa lögin svona úr garði gerð, en frá þeirri skoðun hafa þeir nú hlaup- ið eins og ýmsu öðra. í tekjuskattsframvarpi Ólafs Ragnars Grímssonar og skýringum með því var ekki orði vikið að þessu mikilvæga atriði. í framvarpinu var hins vegar sakleysisleg grein þar sem orðið „skattvísitala" var komið í stað lánskjaravísitölu. í greinar- gerð framvarpsins sagði það eitt til skýringar að þetta þýddi „að fjár- hæðir þessara afslátta og bóta verða ákveðnar í tengslum við Ijár- lagaafgreiðslu hveiju sinni í sam- ræmi við almenna stefnumörkun stjómvalda í ríkisfjármálum." Hvergi, hvorki í greinargerð framvarpsins, framsöguræðu né í fjölmiðlum kom nokkra sinni fram hjá fjármálaráðherra hvað raun- veralega fælist í þessari breytingu eða að ætlunin væri að snuða al- menning um þá skattalækkun sem skattalögin gerðu ráð fyrir samfara minnkandi kaupmætti. Þess í stað klifaði fjármálaráð- herra á því að miðað við framreikn- aða skattbyrði ársins 1988 myndu skattar á fólki með meira en 60 þúsund krónur í mánaðarlaun sára- lítið hækka í ár. Sá samanburður snerti hins vegar ekki kjama máls- Varanleg steinsteypa eftirHarald * Asgeirsson Þeim hrellingum er öðra hveiju hellt jrfír okkur úr fyilmiðlum að ýmis merkismannvirki okkar séu að hrani komin vegna steypu- skemmda. Oft era ástæður til- greindar, og þá gjaman trassaskap- ur og ónóg viðhald. Þakkarvert er það að áminningar era gefnar um viðhald steinsteyptra mannvirkja. í þeim er fólginn svo stór hluti af þjóðarauði að ekki verð- ur lögð of mikil áhersla á að lág- marks viðhaldi sé sinnt. Að hinu skyldi þó jafnan gætt, að frásagnarmátanum sé ekki þannig beitt að úr hrellingunum verði lesnar alrangar upplýsingar. „Himinninn er að hrynja, — ég sá það með augunum, heyrði það með eyranum og brot úr honum féll á stélið á mér,“ sagði ungi litli, „við skulum hlaupa og hlaupa og segja kónginum það“. Síðan hleypur hver fuglinn af öðram með fregnina eft- ir eigin áttavali. Það er kominn tími til að stöðva flögrið og skoða „brot- ið“. — Fjölmiðlun fuglanna hefír komið ómaklegu orði á íslenska byggingarefnið, steinsteypuna. Síðasta hrellingin varðar Þjóð- leikhúsið. Þar á ástandið að vera afar bágt, og áætlað að það kosti ekki minna en 500 mkr. að endur- nýja það. Leikmaðurinn er skilinn eftir með þann skilning að alit stafi þetta af stejrpuskemmdum, — þótt þær í raun nemi aðeins_ skoplitlu broti af kostnaðinum. Ábyrgðar- iaust er því að hrópa að himinninn sé að hrjmja. Þegar litið er jrfir hið byggða umhverfi okkar blasir hvarvetna við hversu verðmætt efni steinsteypa er fyrir þjóðfélagið. * FVá stríðslokum hafa verið byggðar um 80.000 íbúðir í landinu og langflestar þeirra úr steinsteypu. * Allur þorri verksmiðja, öll verslunar- og skrifstofuhús, skól- ar, spítalar og hótel era úr stein- steypu. * Þá má nefna vegi, brýr, hafn- armannvirki og vöraskemmur. * Loks skal bent á að öll orku- ver landsins era úr steinstejfpu. í þessum mannvirkjum speglast velferð okkar í landinu, og vissulega er það þakkarvert að þau era í sómasamlegu ástandi, þrátt fyrir allt. Flestar þjóðir státa af mann- virkjum sem orðin era margra alda gömul. Hér fer lítið fyrir slíkum byggingum. Annars vegar stafar þetta af skorti fyrri kjmslóða á byggingarefnum, en hins vegar af hinni óblíðu náttúra landsins. „Þegar á allt er litið tel ég ástand steyptra mannvirkja sé harla gott og að ekki sé ástæða til þess að hrópa að himinninn sé að hrynja þótt einhvers staðar fínnist brotalöm. Steinsteypa er alís- lenskt byggingarefíii, ogþað varanlegasta sem hér hefír verið not- að.“ * Slagregn era hér harðari og tíðari en nokkurs annars staðar á byggðu bóli. * Urkoma mun mælast að með- altali 210 daga á ári hér SV- lands og * frostsveiflur era um 80 á vetri. Þegar vatn frýs í lokuðu fylltu rými og þá einnig inni í vatnsmett- aðri steypu myndast þrýstingur sem er tvisvar til þrisvar sinnum hærri en steinsteypa þolir. Auk þess, sem steypa verður hér að standast þessi hörðu veðranaráhrif ber að hafa í Haraldur Ásgeirsson huga að steypuefni okkar era allsér- stæð. Fylliefnin era nokkra frauð- kenndari en annars staðar gerist, og þar með rakadrægari, og semen- tið er alkalíríkt, svo sem þekkt er úr alkalímálum. Ekki þarf því að undrast það þótt veðranarskemmdir komi fram á steinsteyptum mann- virlqum þar sem ekki er gætt for- vanja eða viðhalds. Þegar mannvirki era reist verða þau að „fasteignum" þeirra byggða- laga þar sem þau era staðsett. Byggðarlögin era síðan í sam- Geir H. Haarde „Ólafur Ragnar Grímsson hefði vissu- lega verið maður að meiri hefði hann lagt málið fyrir með eðlileg- um hætti í upphafí og sagt hreinskilnislega að hann teldi aðstæður í ríkisQármálum vera þannig að nauðsynlegt væri að hækka tekju- skatta alls almennings. Þess í stað reyndi hann að fela þær raunveru- legu hækkanir sem frumvarp hans fól í sér miðað við gildandi lög, eflaust í trausti þess að málið væri svo flókið að það kæmist ekki upp.“ ins. Vitanlega er eðlilegast að bera áhrif framvarps um brejdingar á tekjuskatti saman við ákvæði gild- andi laga og áhrif þeirra. Á þetta var rækilega bent viðmeðferð máls- ins í þingsölum og undir þetta hef- ur forseti ASÍ nú tekið með eftir- minnilegum hætti. Skattfrelsismörk lækkuð Frumvarp ólafs Ragnars þýddi það að skattfrelsismörk einstakl- ábyrgð íbúa staðarins, en í því felst réttur yfirvalda til stýringa í bygg- ingarmálum. Byggingarákvæði í reglugerðum okkar varða fyrst og fremst ör- yggi, skipulagsmál og varanleika bygginga. Reglumar era vissulega ekki fullkomnar frekar en önnur mannanna verk. Enn verra er þó að byggingarfulltrúar, — lögreglan í byggingarmálum, megnar svo illa að fylgja því eftir að lágmarksá- kvæðum byggingarsamþykkta sé fullnægt. Hið byggða umhverfi er safn minnisvarða þeirra kynslóða sem byggðu það. Gallamir hins vegar vitnisburður um það að meðal hönn- uða og byggingarmanna hafa jafn- an einnig verið þeir aðilar sem af vanþekkingu eða hroðvirkni hafa ekki sinnt nægum forvömum, og komist upp með það. Ábyrgð bygg- ingarfulltrúa þyrfti að efla, til að spoma gegn hroðvirkni en undir- staða þess er aukin menntun og beiting viðurlaga. Samt tel ég að stejrpuskemmdir séu hér minni en vænta hefði mátt sökum veðurlags °g gijúpra fylliefna. Steinsteypu- framleiðendur voru þegar á árinu 1952 almennt famir að nota loft- blendi til vamar gegn frostskemmd- um, nálægt áratug fyrr en slík notk- un varð algeng í grannlöndum okk- ar. Alkalíefnahvörf ollu okkur að vísu miklu tjóni, en tímanleg við- brögð drógu mjög mikið úr þeim skaða. Samtímis leiddu viðbrögðin til þess að sementið var stórbætt, annars vegar svo að styrkur þess jókst mikið með kísilryksíblöndun- inni, hins vegar var með íblöndun-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.