Morgunblaðið - 18.01.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.01.1989, Blaðsíða 16
16 T MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1989 Kynningarátak um ísland: ísland alþjóðleg heilsu- paradís innan fárra ára? VERÐI draumur þeirra manna að veruleika, sem standa að þvi að efna til kynningarátaks um ísland, gæti ísland orðið að alþjóðlegri heilsuparadís innan fárra ára, og skilað íslend- ingum milljörðum i auknum gjaldeyristekjum. Þetta er skoðun Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra, sem nýverið skipaði nefiid, undir formennsku Baldvins Jónssonar, auglýs- ingastjóra, til þess að undirbúa mikið kynningarátak með markaðssetningu Islands í sem víðtækustum skilningi að leiðar- ljósi. I fyrstu atrennu verður sjónum beint að Bretlandsmark- aði, en þaðan fáum við árlega um 8 þúsund ferðamenn, en Bretar sem boðið hafa forsætisráðherra og Baldvin Jónssyni ráðgjöf sína og þjónustu, endurgjaldslaust, þar sem þeir telja verkefiiið svo heillandi, telja að á fáum árum væri hægt að auka ferðamannastrauminn frá Bretlandseyjum til íslands þannig að hingað kæmu um 40 þúsund Bretar á ári. Forsætis- ráðherra ræðir aðdraganda þessa og þær væntingar sem hann hefúr í þessu máli í samtali við Morgunblaðið. í bréfi forsætisráðherra, þegar hann skipaði nefndina í byrjun þessa mánaðar, segir m.a.: „Hér með eruð þér skipaður í ráðgjafa- nefnd ríkis og einkaaðila til að und- irbúa sérstakt kynningarátak ís- lands á sviði markaðs- og sölumála og ferðamála." Nefndina skipa þau Baldvin Jónsson, auglýsingastjóri, formaður, Bjöm Theódórsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Flugleiða, Jón Sveinsson, aðstoðar- maður forsætisráðherra, Magnús Gunnarsson, formaður Útflutn- ingsráðs, Ragnhildur Hjaltadóttir, deildarstjóri í samgönguráðuneyt- inu, Stefán Friðfinnsson, aðstoðar- maður utanríkisráðherra og Kjart- an Lárusson, formaður Ferðamála- ráðs. Nefndin hefur nýlega haldið sinn fyrsta fund. Steingrímur segir: „Upphaf alls þessa er að eftir leiðtogafundinn hér í Reykjavík í október 1986 þótti mér sýnt að ísland hefði fengið það mikla auglýsingu, að rétt væri að athuga hvort hún gæti orðið vega- nesti í æskilega framtíðarþróun ferðamála, fundar- og ráðstefnu- halda hér á landi. Ég nefndi nú stundum þá hugmynd að möguleiki væri á því að ísland gæti orðið eins- konar alþjóðleg fundamiðstöð, þar sem leitað væri leiða til þess að bæta úr því sem úrskeiðis hefur farið í heiminum. Ekki bara af- vopnun, heldur svo margt annað, eins og sjúkdómar, hungur, aukið bil milli ríkra og fátækra, mengun og fleira og fleira," segir Steingrím- ur og leggur áherslu á að hann hafi gert sér grein fyrir fjöldanum öllum af ónýttum möguleikum hér á landi, þegar í kjölfar leiðtogafund- arins. Steingrímur segir að vissulega hafi það jafnframt vakað fyrir sér, að átak sem þetta gæti hugsanleg hjálpað til og greitt fyrir sölu íslenskra afurða, jafnframt því sem möguleiki væri á því að laða hingað meira af ferðamönnum, sem hefðu úr miklu að spila. „Ég skipaði því nefnd til þess að kanna þessi mál og gera tillögur um hvemig að framtíðaruppbyggingu skyldi stað- ið, og þessi nefnd hún skilaði áliti aðeins örfáum dögum eftir að ég kom hingað í forsætisráðuneytið á nýjan leik,“ segir forsætisráðherra og lítur í kringum sig á skrifstofu forsætisráðherra af lítt dulbúinni velþóknun. Forsætisráðherra segir að nefnd- in hafi talið að auglýsingin sem landið fékk í kjölfar leiðtogafundar- ins gæti orðið mjög mikilvæg fyrir þróun ýmissa mála hér á landi. Nefndin hafi sérstaklega tilgreint ferðamál, heilsustöðvar og heilsu- miðstöðvar eða „Health Spas“ eins og það er nefnt á ensku. Þar lægju ónýttir möguleikar — gríðarlegir möguleikar. „Nefndin telur sömu- leiðis að ef við höldum rétt á mál- um, þá geti vamingur seldur sam- eiginlega undir nafninu ísland selst mjög vel og á góðu verði, ef rétt er á málum haldið, enda væri því í öllum tilvikum haldið á lofti að ver- ið væri að bjóða bestu fáanlegu vöruna," segir Steingrímur, Steingrímur segir að hann hafi í framhaldi þessa tekið upp þráðinn á nýjan leik í desember, er hann hitti Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, að máli í Lon- don. „Þá átti ég fund með þremur Bretum sem komu hingað til lands í haust, og fylltust miklum áhuga á því að vinna með okkur að því að þróa þessa hluti. Bretamir gerðu sér stórkostlegar hugmyndir um þá möguleika sem ísland ætti á þessu sviði, jafnvel svo miklar, að ég vil nefna þær skýjaborgir, sem eru kannski einum of stórbrotnar fyrir jafn hægfara mann eins og mig,“ segir Steingrímur, „Þeir notuðu meira að segja orðalag eins og: Is- land — heilsumiðstöð heimsins. Mín niðurstaða var sú að það ætti að taka þessu samstarfi við þessa reyndu Breta opnum örmum og þess vegna skipaði ég þessa nefnd núna, til þess að undirbúa móttöku þessara manna hingað til lands, og undirbúningsstarf á þessu sviði í nánustu framtíð." Forsætisráðherra sagði að Bret- amir væm væntanlegir hingað í næsta mánuði, en uppi væri hug- mynd um að haldin yrði ráðstefna Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. FORSÆTISRAÐUNEYTIÐ Kynningarátak íslands Ráögjafarnefnd ríkisstjórnari nnar hér á landi í vor þar sem fjallað yrði ítarlega um þær ýmsu hug- myndir sem fram hefðu komið um þessi mál. „Ég held að öll þessi uppbygging þurfi að gerast mjög skipulega, því við viljum ekki láta hella yfír okkur nokkur þúsund ferðamönnum á einu bretti, án þess að vera í stakk búnir að taka á móti þeim. Auk þess verðum við að ráða þróuninni og hraða hennar. Við eigum ótrúlega margt upp á að bjóða, þannig að ég er bjart- sýnn. Taktu sem dæmi hvað væri hægt að gera út frá hugmynd Bret- anna um „Iceland — The Health Centre of the World“. Við eigum áreiðanlega einhver bestu leirböð sem hægt er að finna, ef við not- færum okkur þau. Náttúrulækn- ingafélagið rekur eitt slíkt, sem er afar vinsælt og mér skilst bókað langt, langt fram í tímann. Við höfum Bláa lónið, sem ýmsir fara í, hrífast mjög af og þykir hafa ein- hvem lækningamátt. Allra mest virði held ég þó að sé það, að hér getum við boðið upp á kyrrð. Ég er sannfærður um að æði margir íbúar stórborga, eins og Lundúna, þrá fátt meir en kyrrð, heilsurækt, gönguferðir úti í náttúrunni, hesta- ferðir og útivist. Þá á ég við útivist í hvers konar veðri, því misjafnt veður getur oft verið hluti af ævin- týrinu. Það er oft mikil þreyta í þessu stórborgarfólki og þegar það ákveður að sækjast eftir rónni og kyrrðinni í tilbreytingarskyni, þá er það yfirleitt fólk sem getur leyft sér hvað sem er og greitt fyrir það hvað sem er.“ Steingrímur segist sannfærður um að ef uppbygging af þessu tagi fari fram hér á landi af skynsemi, þar sem eitt skref verði stigið í einu og smám saman verði komið á fót eins og tveimur heilsumiðstöðvum sem höfði til stórborgarbúans, sem vilji kyrrð, útivist, hreint loft og náttúrufegurð, þá geti slík starf- semi vaxið og aukist hér á landi, langt umfram það sem sjáist í dag. Hann segist jafnframt gera sér vonir um að slíkt myndi hafa það í för með sér að í auknum mæli yrði litið til íslands þegar leitað væri staðar til fundahalda og ráð- stefnuhalda. „Ég varð var við það þegar ég var í Hollandi nú um dajg- inn, að þar er mikið horft til Is- lands í þessu sambandi. Til dæmis eru læknar í Evrópu að undirbúa fund hér í apríl, þar sem mæta um 600 manns og það þykir orðið dálít- ið varið í það að bjóða mönnum til ráðstefnuhalds hér. En fyrst og fremst er ég þó að hugsa um ferða- menn sem koma hingað til þess að dvelja um hríð, eða til að sækja fundi, sem væru settir á laggimar til þess að leysa ákveðin verkefni eða vandamál." Hann bendif á að ámm saman hafí skort mjög á að útflytjendur störfuðu náið saman í markaðssetn- ingu á íslenskum vömm erlendis. Oft kæmi þetta hálfhjákátlega út, þegar samtök og fyrirtæki væm Fer&amál Útflutnings- mál Heilbrigöis- mál fþróttir Umhverfls- mál Fræ&sla Verslun og þjónusta TILLÖGUR NEFNDARINNAR SEM SKIPUÐ VAR I KJÖLFAR LEIÐTOGA- FUNDARINS UM FYRIRKOMULAG ÞESSA ÁTAKS ERU EFTIRFARANDI: Skipuð verði fimm manna ráðgjafanefnd sem heyri undir forsætisráð- herra, enda snertir starfssvið slíkrar nefndar starfssvið fjölmargra ráðu- neyta. Með þessari skipan mála telur nefndin mögulegt að ná m.a. eftir- töldum markmiðum: 1. 2. 5. Sameiningu allra innlendra aðila, sem hafa skrifstofur erlendis, undir eitt þak. Sameiginlegri þátttöku útflutnings- og þjónustugreina í vörusýn- ingum, ferðasýningum og hvers konar kynningarátaki, eftir því sem við á hverju sinni. Markvissri sölu- og markaðsstarfsemi á afmörkuðum landsvæð- um hverju sinni um visst árabil. Náinni samvinnu íþrótta/heilsugæslu/hollustu annarsvegar og ferðaþjónustu/matvælaframleiðslu hins vegar. Hreinsun lands og sjávar og þeim tilgangi að skapa íslandi þá ímynd í augum landsmanna sjálfra svo og erlendra manna, að hér á landi sé hollara að dvelja og matvælaframleiðsla sé betri og ómengaðri en samsvarandi vörur frá öðrum löndum. Fræðslu almennings á íslandi um nauðsyn kynningarstarfs, hverju nafni sem nefnist, til aukinna lífsgæða í landinu. Tryggt verði að fjárframlög komi að jöfnu frá ríkissjóði og einka- aðilum, til að framkvæma áætlanir og ákvarðanir kynningar- nefndarinnar. Aukningu innlendrar verslunar- og þjónustustarfsemi. Nánara samstarfi, á sviði útflutnings- og kynningarmála, milli íslands, Færeyja og Grænlands (Vest-Norden). Auknum gæðum vöru og þjónustu í þeim tilgangi að ná hám- arksverði hverju sinni. í þeim tilgangi að skapa íslandi sameiginlega ímynd er nauðsyn- legt að allir samstarfsaðilar leggi áherslu á að ísland sé: Heilsumiðstöð heimsins (The Health Center of the World) í þessu slagoröi felst að hór fáist betri vörur og þjónusta vegna hrein- leika í lofti, á láði og legi. 12. Langtíma áætlanagerð um aðgerðir á sviði kynningarmáia. 6. 8. 9. 10. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.