Morgunblaðið - 18.01.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.01.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1989 33 Sl^Æi ms*£,ð SIMI 621066 TENGSL FJÖLMARGRA FYRIRTÆKJA VIÐ VIÐSKIPTAMENN SÍNA ERUAÐ MIKLU LEYTIUMSÍMA. Því er örugg og aðlaðandi símaþjónusta afar mikilvæg, ekki síðuren glæsileg húsakynni. EFNI: #Mannleg samskipti •Háttvisi #Æfingarí símsvörun# Hjálpartæki og nýjungar í símatækni. LEIÐBEINENDUR: Helgi Hallsson, deildarstjóri, og Þor- steinn Óskarsson, deildarstjóri. Tími og staður: 23.-24.-25. janúar kl. 9-12 í Ánanaustum 15. r Stjórnunarfélag íslands Á Ananaustum IS Simt 6?t066 VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA TILÞÁTTTÖKU ÍÞESSUM NÁMSKEIÐUM. — Askriftarsíminn er 83033 andi mæli vör við að fólk utan af landi kemur í bæinn, telur betri atvinnumöguleika hér. Jú, það til- heyrir Sókn þó það eigi búsetu úti á landi, ef það vinnur hér.“ Orlofsíbúð keypt á Akureyri Þótt ekki séu samningar er starf- ið í Sókn í fullum gangi og ýmis- legt að gerast þar. Félagið er búið að halda 3 námskeið í haust. „Nám- skeiðin efla svo kynni félagsmanna. Ég kenni á þessum námskeiðum og þama nær maður beinu persónu- legu sambandi við félagana. Maður notar þá tækifærið til að kynna þeim húsið og ýmis réttindi. Þetta hefur sína kosti. Nei, ég kvarta ekki undan fundarsókn. A síðasta aðalfundi mættu 130 manns og þegar samningamir voru kynntir vom 275 mættir. Það þætti gott í ýmsum stærri félögum. Gott er að hafa nýja fundarsalinn í húsinu við slíkt tækifæri og það tengir enn sambandið hingað. Fundarsalurinn er líka leigður út á sérstökum kjör- um til Sóknarfólks. Þar er mikið um afmælisveislur, fermingar og brúðkaup. Þá vom Sókn og Fram- sókn, sem líka er hér í húsinu, reglu- lega með félagsvist í salnum í haust. Fimm kvölda félagsvist. Og vel var mætt í jólaföndrinu hjá okk- ur. Því má skjóta hér inn í að fyrir jólin gátum við veitt úr Vilborgar- sjóði jólaglaðning til 158 eldri fé- lagskvenna, sem hættar em störf- um. í salnum slítum við líka öllum námskeiðunum með athöfn og kaffíveitingum. Þetta hús býður vissulega upp á ýmislegt og er okk- ur dýrmætt." En hvemig gekk að byggja svö stórt og notadijúgt hús? „Það gekk vel. Við emm komin út úr erfíðleik- unum. Þegar húsið var tekið í notk- un stóð eignin í fjömtíu og tveimur milljónum króna." Félagsstarfíð teygir anga sína líka víðar. Sókn á orlofshús, 3 í Húsafelli, 3 í Ölfusborgum og eitt í Svignaskarði og nú nýlega'var keypt íbúð á Akureyri, sem er verið að innrétta og verður tekin í notkun í febrúar. Býður upp á skíðaferðir og norðlenska sumarblíðu. Sl. sum- ar tóku Sóknarkonur þátt í kvenna- þinginu Fomm í Noregi. Og árlega er efnt til sumarferðar, nú síðast fóm 70 manns í Þórsmörk og þar áður var farið í Hallormsstað. Samið við Krabbameinsfélagið Alltaf tínist eitthvað til. Liggur við að við gleymum því sem kannski er mesta nýjungin í starfinu. En Sókn er fyrsta stéttarfélagið sem greiðir fyrir krabbameinsskoðun félaga sinna og gerir um það samn- ing við Krabbameinsfélagið. Það byijaði í október í haust. Hvemig datt þeim það í hug? „Hugmyndin kviknaði við að hitta eina konuna með krabbamein á lokastigi, en þá fá þær greiðslu úr sjúkrasjóði fé- lagsins. Eg hafði þá þegar séð hér nokkrar konur eftir allt að 3 skurð- aðgerðir. Þá fer maður óhjákvæmi- leg að hugsa um hvort og hvað félagið geti gert. Verður auðvitað fyrst fyrir fyrirbyggjandi aðgerðir. Ég fann að konunum fannst eitt- hvað svo erfitt að hafa sig í að fara í þessa skoðun. En hver sem kostn- aðurinn er, þá tel ég slíkt mjög nauðsynlegt. Ég hafði því samband við Krabbameinsfélagið og var þar tekið með kostum og kynjum. Eftir að samningur var undirritaður komu félagskonur í fyrstu og fengu endurgreitt hér á skrifstofunni. En nú borgum við þetta bara beint til Krabbameinsfélagsins. Það er ekki aðeins greiðslan sem skiptir þama máli, heldur er þetta líka mjög hvetjandi fyrir konurnar." Það er vissulega ýmislegt að gerast hjá Starfsmannafélaginu Sókn og þegar haft er orð á því við formanninn Þómnni Svein- bjömsdóttur, segir þessi hressa kona: „Vissulega mjakast þetta. Annars væri maður ekki í þessu. Mér finnst þetta mjög gefandi starf.“ Viðtal: Elín Pálmadóttir Island gerist aðili að kvik- myndasjóði Menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, hefur ákveðið að ís- land skuli gerast aðili að Eur- image-kvikmyndasjóðnum, en sjóður þessi mun verða form- lega sto&isettur á næstunni og starfræktur af flestum þeim þjóðum, er aðild eiga að Evróp- uráðinu í Strassborg. Samkvæmt stofnsáttmála sjóðsins er honum ætlað að styrkja skapandi kvikmyndagerð í þeim löndum sem eiga að honum aðild, einkum með því að fjármagna samvinnuverkefni þjóða í millum og að hluta til með því aðð greiða kostnað við talsetningu og textun kvikmynda. Áætlað er að ráðstöf- unarfé sjóðsins fyrsta árið nemi allt að hálfum milljarði íslenskra króna. „Með þátttöku íslands í Eur- image-sjóðnum aukast ekki aðeins möguleikar íslenskra kvikmynda- gerðarmanna til að fjármagna verk sín, helur er líklegt að sam- vinnuverkefni af ýmsu tagi um framleiðslu á kvikmyndum, dreif- ingu þeirra og sölu færist í vöxt meðal aðildarþjóða sjóðsins, en það mun stórauka alþjóðlega markaðs- möguleika íslenskra kvikmynda,“ segir í frétt frá menntamálaráðu- neytinu. Höfuðstöðvar Eurimage-sjóðs- ins verða í Strassborg. Mennta- málaráðherra hefur skipað Guð- brand Gíslason, framkvæmda- stjóra Kvikmyndasjóðs íslands, sem fulltrúa menntamálaráðherra í stjóm sjóðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.