Morgunblaðið - 18.01.1989, Page 34

Morgunblaðið - 18.01.1989, Page 34
84 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1989 t Móðir okkar, ANNA JAKOBÍNA ÁRMANNSDÓTTIR frá Borgarfirði-eystra, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði aðfaranótt 16. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn hinnar látnu. t ANNA JÓNASDÓTTIR, Lynghaga 4, Reykjavík, lést í Landakotsspítala 15. janúar. Heimir Áskelsson, Edith Guðmundsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR, frá ísafirði, Hátúni 10a, andaðist í Landspítalanum föstudaginn 13. janúar. Útförin ferframfrá Dómkirkjunni, föstudaginn, 20.janúarkl. 15.00. Jóhanna Kristjánsdóttir, Þórey Kristjánsdóttir, Bjarkar Snorrason, barnabörn og barnabarnabörn. t Móöir okkar og amma, G. ÁGÚSTA GUÐMUNDSDÓTTIR, Grettisgötu 33b, Reykjavfk, lést á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10b, 12. janúar. Útförin fer fram föstudaginn 20. janúar kl. 13.30 frá kapellunni í Fossvogi. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur G. Grímsson. + Sonur okkar, LÝÐUR SIGURÐUR HJÁLMARSSON, Vitateig 4, Akranesi, lést 16. janúar. Katrín Karlsdóttir, Hjálmar Lýðsson. + Eiginmaöur minn, ÞORLÁKUR GUÐMUNDSSON frá Hveragerði, er látinn. Lfney Kristinsdóttir. + Útför KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR fer fram frá Kristskirkju, Landakoti, fimmtudaginn 19. janúar kl. 13.30. Guðrún Kristinsdóttir, Björn Jónsson. + Bálför móður minnar, SOFFÍU EMILÍU GUNNARSDÓTTUR SIGURÐSSON, verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. janúar kl. 13.30. Þeim er vilja minnast hennar er bent á St. Fransiskuspítalann í Stykkishólmi. Hildigunnur Hjálmarsdóttir. t Sonur okkar og bróðir, JÓN INGVAR ERLENDSSON, sem lést þ. 6. þessa mánaöar á Barnaspítala Hringsins, verður jarðsunginn þ. 19. janúar frá Bústaðakirkju kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hans, vinsamlegast látið Barnaspítala Hringsins njóta þess. Kristín Einarsdóttir, Erlendur Jónsson, Einar Erlendsson, Atli Már Erlendsson. Minning: Guðrún Halldóra Sveinsdóttir Fædd 7. október 1912 Dáin ll.janúar 1989 Hvað boðar nýárs blessuð sól? Hún boðar náttúrunnar jól, hún flytur líf og líknanið, hún ljómar heit af drottins náð. (M. Joch.) Guðrún H. Sveinsdóttir, tengda- móðir mín, lést þegar 11 dagar voru liðnir af þessu nýbyijaða ári. Hún fæddist á Reykjavíkurvegi 13 í Hafnarfírði árið 1912 og hér í bæ ól hún allan sinn aldur. Foreldrar Guðrúnar voru þau Guðlaug Bjamadóttir og Sveinn Jónsson sjó- maður og áttu þau þijú böm, sem upp komust. Var Guðrún elst, síðan Bjarni, sem er nú einn á lífí systkin- anna, og Ólafur yngstur. Var hann aðeins bam í vöggu þegar spanska veikin heijaði hér á landi en úr henni lést Guðlaug. Má fara nærri um hvílíkur harmur hefur þá verið kveðinn að flölskyldunni á Reykjavíkurvegi 13. Við fráfall Guðlaugar var Ólafí komið í fóstur en Sveinn hélt heim- ili með eldri bömunum, Guðrúnu og Bjama. Sveinn kvæntist ekki aftur og er sagt, að meðan hann stundaði sjó hafi hann í hvert sinn er hann kom að landi gengið vestur í Garðakirkjugarð þar sem hann átti sínar hljóðu saknaðar- og and- aktarstundir við leiði konu sinnar. Þegar Guðrún sagði mér frá góðu og gömlu dögunum í Hafnarfirði fannst mér sem þá hefði alltaf ver- ið sólskin og sunnanblær og á þess- um ámm bast hún þeim böndum við vinkonur sínar, sem aldrei hafa raknað. Þegar þær ko'mu saman, hún, Didda og Heiða, var eins og tíminn hætti að vera til, þær voru aftur orðnar stelpumar eins og þær kölluðu jafnan hver aðra. Guðrún fékk venjulega barna- skólamenntun eins og þá tíðkaðist og átti auðvelt með nám enda vel gefín kona. Stóð hugurinn til meira náms en af því gat ekki orðið eins og algengt var með stúlkur á þess- um ámm. Guðrún var mikill lestrar- hestur og las nánast allt, sem hún komst jrfír, og var því vel menntuð af sjálfri sér og fróð um margt. Sérstaka unun hafði hún af ljóðum og kom þeirri ást áfram til bama sinna. Hún fylgdist vel með því, sem efst var á baugi hveiju sinni, og það var hlustað á fréttir og rætt um fréttir og hún hafði sínar skoð- anir á flestu, sem viðkom landi og þjóð svo ekki sé nú talað um bæinn hennar, Hafnarfjörð. Var þá oft glatt á hjalla á Hverfísgötunni þeg- ar málin vom rædd og gamlir tímar riíjaðir upp. Guðrún giftist Sigurði G. Péturs- syni sjómanni og netagerðarmanni árið 1941 en hann var fæddur 20. desember árið 1904 á Vatnsleysu- strönd. Lést Sigurður 28. apríl 1986, þá rúmlega áttræður að aldri. Hafði hann verið kvæntur áður og átti þijá syni, Halldór og Sigurð, sem búsettir em í Bandaríkjunum, og Bergsvein, sem býr í Hafnar- fírði. Guðrúnu og Sigurði varð fímm bama auðið. Þau em Guðlaug, full- trúi hjá Lyfjaverslun ríkisins, Sveinn, blaðamaður á Morgunblað- inu, Pétur, vélsmiður í Straumsvík, Agnes, skrifstofumaður í Straumsvík, og Gunnar, lögreglu- maður í Reykjavík. Alls em bama- bömin orðin 12 og fyrsta bama- bamabamið á leiðinni í heiminn einhvem þessara daga. Guðrún var öll seinni ár sín mik- ill sjúklingur og hafði gengist undir tvær miklar hjartaaðgerðir í Lon- don. Gengu þær og veikindin mjög nærri henni líkamlega en andlega var hún óbuguð fram á síðasta ár. Með Guðrúnu er gengin góð kona. Hún var hörkudugleg og fylg- in sér og myndarleg í öllu, sem hún tók sér fyrir hendur. Hún saumaði og pijónaði á bömin sín og síðar bamabömin meðan kraftamir ent- ust og síðast nú í haust, þegar hún frétti, að fyrsta langömmubamið væri á leiðinni, tók hún fram hálf- pijónaða barnapeysu og langaði til að klára hana. Guðrún hafði mikið yndi af garðinum sínum enda naut hún sín í gróandanum og fylgdist vel með hveijum nýjum sprota á vorin. Eg þakka Guðrúnu samfylgdina í rúm 23 ár og sérstaklega allan þann fróðleik, sem hún miðlaði mér um fyrri tíma og Hafnarfjörð. Guð blessi minningu hennar. Kolbrún Elskuleg afnma okkar, Guðrún Halldóra Sveinsdóttir, er farin úr þessum heimi. Eftir situr djúp sorg hjá okkur sem eftir lifum. Við mun- um aldrei gleyma því hve gott var að koma til hennar í heimsókn, en þar vorum við ætíð velkomin. Þar hittist fjölskyldan iðulega og oft var glatt á hjalla. Foreldrar ömmu voru Guðlaug Bjamadóttir og Sveinn Jónsson, bjuggu þau að Reykjavíkurvegi 13 í Hafnarfírði, þar sem Hellisgerði er nú. í þessu fagra umhverfi fædd- ist amma og ólst upp og var þessi staður henni mjög kær, og miðlaði hún okkur af minningum sínum um líf fólksins á þessum tímum. Aðeins sex ára gömul missti hún móður sína úr spönsku veikinni og var það mikið áfall fyrir hana. Amma átti tvo_ yngri bræður, Bjama og Ólaf. Ólafur var tekinn í fóstur af góðu fólki við fráfall móður sinnar. Sveinn langafí var sjómaður ogtil þess að halda heimil- inu saman réð hann ráðskonur til að hugsa um bömin og heimilið í fjarverum sínum. Þegar amma var orðin nógu stálpuð tók hún að sér húsmóðurstarfið, meðfram því vann hún hin ýmsu störf. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, PÉTURS BJÖRGVINS PÁLSSONAR, Bakkastfg 17, Esklfirðl. Rósa Magnúsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar og afa, SIGMARS STEFÁNS PÉTURSSONAR, Hrfsateig 41, Reykjavík. Herbjörn Sigmarsson, Ingibjörg Ýr Herbjörnsdóttir, Sigríöur Hildur Sigmarsdóttir, Jóhann Sigurjón Sigmarsson. Átjánda maí 1941 giftist hún afa okkar, Sigurði G. Péturssyni, sem lést fyrir tæpum þremur árum. Eignuðust þau fímm böm en afí átti þijá syni frá fyrra hjónabandi. Búskap sinn hófu þau á Norður- braut 1, en fljótlega keyptu þau hús á Hverfísgötu 34 í Hafnarfírði. Þar ólu þau upp sinn stóra bamahóp, einnig var sonur afa, Diddi (Sigurð- ur), um tíma hjá þeim. Elsta bama- barn ömmu, Sigga, ólu þau upp og Sigrún dótturdóttir þeirra var einn- ig á heimilinu fyrstu tvö æviár sín. Þar bjuggu þau við mikið ástríki og var ömmu ætíð umhugað um velferð okkar allra. Ég, Friðrik dótt- ursonur hennar, vil sérstaklega þakka henni allan þann styrk sem hún gaf mér í gegnum árin. Aðstæður voru slíkar að ekki gafst tækifæri til langrar skóla- göngu hjá ömmu okkar, en hugur hennar stóð ætíð til mennta. Bætti hún sér upp þennan missi með mik- illi sjálfsmenntun, var hún mjög víðlesin, hafði áhuga á mönnum og málefnum og var oft hægt að gleyma sér í samræðum við hana um lífið og tilveruna sem hafði mjög þroskandi áhrif á okkur. Amma hefur ekki alltaf gengið heil til skógar. Fyrstu verulegu veikindin urðu þegar hún var sex ára gömul og missti móður sína og varð áfallið það mikið að hún lamað- ist tímabundið. Gigt hijáði hana ætíð og síðustu þijátíu árin hefur hún verið hjartveik. í sambandi við þann sjúkdóm þurfti hún að fara tvisvar í hjartauppskurð út í Eng- landi, þar sem skipt var um hjarta- lokur. En í gegnum öll sín veikindi hélt hún ávallt sinni hugarró, því amma trúði á líf eftir dauðann. Þrátt fyrir veikindi sín var amma í okkar augum sú styrka stoð sem ávallt var hægt að leita til á erfíð- leikatímum. Að lokum viljum við kveðja hana með söknuði og þakklæti fyrir allt það sem hún gaf okkur. Það mun verða tómlegt nú þegar hún er fall- in frá. Við trúum því að hún lifi í öðrum heimi þar sem við eigum eftir að hitta hana aftur. Guð blessi minningu hennar. Hér andar guðs blær, og hér verð ég svo fíjáls, í hæðir ég berst til ljóssins strauma, æ lengra, æ lengra að lindum himinbáls, unz leiðist ég í sólu fegri drauma. (Steingrímur Thorsteinsson) Sigurður Sigurðsson, Friðrik Gíslason, Sigrún Sif Stefánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.