Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTIUDAGUR 23. MARZ 1989 7 Knstmhald- ið til Cannes AÐSTANDENDUR kvikmyndarinnar Kristnihald undir jökli, sem gerð er eftir skáldsögu Halldórs Laxness, eru nú að undirbúa jarð- veginn fyrir að koma myndinni í keppni á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí, að sögn Guðnýjar Halldórsdóttur, leikstjóra myndarinn- ar og eins eiganda kvikmyndafélagsins Umba, sem gerði myndina. „Myndin verður að minnsta kosti sýnd í Cannes, en við erum að reyna að koma henni í einhvers konar keppni þar,“ sagði Guðný. „Það þarf að sækja um til Kvikmynda- sjóðs og fullnægja fleiri formsatrið- um, til dæmis þarf að þýða handrit- Alþjóðlegnr leiðangnr á Vatnajökul Alþjóðlegur hópur jöklafara og ævintýramanna leggur upp á Vatnajökul 29. mars næst kom- andi. Leiðangurinn skipa þó einkum Bretar og verndari hans er lávarðurinn og Ijósmyndarinn Patrick Lichfeild. Ætlunin er að ganga yfir jökulinn frá vestri til austurs, en það mun í fyrsta skipti sem breskur leiðangur fer jrfir Vatnajökul með þeim hætti. Undirbúningur að þessum leið- angri hefur staðið lengi yfir og undirbúningur leiðangursmanna í heilt ár eftir því sem fram kemur í upplýsingum frá leiðangursmönn- um. Leiðangurinn verður allur kvik- myndaður og þáttur síðan gerður til sýninga í sjónvarpi. Leiðangurs- menn reikna með erfiðri ferð, allt að 40 stiga frosti og gífurlegum vindhraða þegar verst lætur. ið á frönsku og setja franskan texta á myndina. Bókin hefur þegar verið þýdd á frönsku og naut mikilla vin- sælda í Frakklandi fyrir tveimur árum.“ Um 11.000 manns hafa nú séð Kristnihaldið hér heima. Myndin er sýnd í Stjörnubíói í Reykjavík, hefur verið sýnd á Akureyri og Akranesi og verður sýnd í Borgamesi og á Dalvík um páskana. Guðný sagði að um 42.000 áhorfendur þyrfti til að myndin bæri sig, en hún byggist ekki við að sú tala næðist. Hún sagði að myndin gengi þó jafnt og sígandi og síðastliðnar þrjár vikur hefði verið jöfn og þétt aðsókn á hana. í fyrradag var iokið við að setja enskan texta á myndina. „Eftir páskana munum við senda kynn- ingareintök út um allar jarðir," sagði Guðný. „Það hefur mjög mik- ið verið spurt um myndina, og það hefur greinilega víða frétzt af henni.“ Guðný sagði að einkum kæmu fyrirspumir frá löndum, þar sem verk Halldórs Laxness væm vel þekkt, svo sem Norðurlöndunum og Þýzkalandi. Einnig hefði dreif- ingarfyrirtæki í Los Angeles í Bandaríkjunum, sem hefði sérhæft sig í dreifingu á norrænum mynd- um, sýnt áhuga. Kristnihaldið verður eina framlag Islendinga til samnorrænnar kvik- myndahátíðar, sem haldin verður í Færeyjum í næsta mánuði. Vestmannaeyjar séðar úr lofti. Snjór hefúr nú legið yfir Eyjum í óvenjulangan tíma. Y estmannaeyjar: Snjór yfir öllu í langan tíma — auð jörð í 14 daga frá áramótum Vestmannaeyjum. SNJÓR hefúr legið yfir landi í Vestmannaeyjum í óvenju lang- an tíma í vetur. Venjulega staldrar snjórinn stutt við í Eyjum hveiju sinni og tekur alveg upp eftir nokkra daga þó svo að það snjói ef til vill fijótlega aftur. Slikt hefúr þó ekki verið uppi á teningnum i vetur. Snjór hefur legið á jörð í Eyjum í óvenju langan tíma f vetur, að sögn Oskars Sigurðssonar, veður- athugunarmanns á Stórhöfða. Fyrstu 80 daga ársins var alautt í 14 daga, 26 daga hefur verið flekkótt og 40 dagar hafa verið alhvítir. Einhver snjór hefur því legið á landi í Vestmannaeyjum í 66 daga af 80. Til samanburðar má líta á fyrstu 80 daga ársins 1987. Það ár var að vísu fremur snjólétt en munurinn er mikill. Árið 1987 var alautt í 56 daga, 15 daga var flekkótt og alhvítt í 9 daga. Það lá því einhver snjór yfir í 24 daga af 80, árið 1987 á móti 66 dögum í ár. Óskar sagði að þrátt fyrir það að snjór hefði legið lengi yfír þá væri veturinn búinn að vera snjó- léttur. Sjaldan hafí komið mikill snjór. Þetta hafí bara verið jöfn og þunn breiða sem legið hefur á jörð. _ Grimur TÓNLIST UM PÁSKANA MADONNA LIKE A PRAYER Já, ný plata frá Madonnu hefur litið dagsins Ijós. í stuttu máli sagt er hún alveg frábær og þó það hljómi ótrúlega: Besta plata hennar frá upphafi! Er eftir einhverju að bíða? Nældu þér í eintak sem allra fyrst - þú átt það örugglega skilið. í STÖÐ 2 UM HELGINA Á föstudaginn langa kl. 12.30 verður sýndur frábær þáttur með þungarokkurunum í Guns’n Roses og á páskadag skaltu ekki missa af þættinum með Roy Orbison. PÓSTKRÖFUSÍMAR 11620 OG 28316 S T E I N A R OnelnA, /aSta&Mítf !»««#» MILUON U.M ; 'mO'” ir.UrM «a«BEB.i'3aagfc rrjswaiskbseúm TíeAí!-! íinc Creaccs ROYORBISON GUNS'N ROSES APPETITE FOR DESTRUCTION GUNS'N ROSES LIES ROY ORBISON ALL TIME GREATEST HITS ROY ORBISON MYSTERY GIRL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.