Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 26
26 MÓRÖUNBLADÍb ‘FIMMTÓfjAGUIÍ Í2fe. MÁRZ Í989 SVFÍ menn sækja nýjan bát til Bretlandseyja: Var fagnað með sekkjapípublæstri í bænum KirkwaJl SEX menn frá Slysavarnarfélagi íslands eru nú á siglingu á nýjum björgunarbát SVFÍ frá Okmeyjum til Þórshafnar í Fær- eyjum. Bátinn sóttu þeir til Buckie á norðanverðum Bretlandseyj- um og sigldu honum fyrst til bæjarins Kirkwall á Orkneyjum en þar hefur heimahöfn þessa báts verið f 20 ár. Við komuna til Kirkwall var skipveijum fagnað með sekkjapípublæstri og viðhöfii. Hannes Hafstein framkvæmda- stjóri SVFÍ er einn sexmenning- ana. Er Morgunblaðið talaði við hann í gærdag í Kirkwall sagði hann að ferðin hefði gengið alveg ljómandi vel. Á sunnudag hefði verið athöfn um borð, í Buckie, þar sem skipt var um þjóðfána og félagsfána. Eftir það hefðu íslendingamir síðan haldið, á bátnum, á samæfíngu með systur- félagi sínu í Buckie. í æfíngunni tóku einnig þátt björgunarstöðin McDuff á slöngubát í sinni eigu og Sea-King þyrla frá Royal Air Force í Lossiemouth. Á þriðjudagsmorguninn var síðan haldið af stað frá Buckie með stefnuna á Krikwall. Við komuna til Kirkwall var hinum nýja björgunarbát þeirra eyja- skeggja siglt út á móti sexmenn- ingunum en síðan var athöfn á hafnarbakkanum þar sem sam- starfsmenn SVFI í Kirkwall tóku á móti þeim. Hannes Hafstein sagði að slysavamafélagið í Krikwall þætti vænt um, og væri ánægt með, að þessi bátur skyldi fara til Islands og þjóna áfram því hlutverki sem hann var smíðaður til. Er Krik- wall-búar létu hann frá sér um mitt sumar í fyrra hafði hann þjónað þeim í 20 ár og átti skemmtilega sögu að baki. Á þessu tímabili lenti báturinn, og áhöfn hans, í 174 útköllum og bjargaði 75 mönnum á land. Báturinn er 70 tonn að stærð, 24 metrar á lengd og í áhöfn em 4-6 menn. Hann er sem fyrr grein- ir sérsmíðaður sem björgunarbát- ur og hét áður Grace Patterson Richie. Hannes sagði að einn af félögum þeirra í Krikwall myndi sigla með þeim á bátnum til ís- lands. í fyrramálið er áformað að koma til Þorshafnar í Færeyjum en þar verður einnig farið til Klakksvíkur. Frá Færeyjum verð- ur síðan siglt til íslands og er áætlað að koma til Reykjavíkur- hafnar um kl. 16.00 á mánudag, annan í páskum. Hannes Hafstein sagði að sex- menningamir biðu allir fyrir kveðjur heim og óskuðu lands- mönnum gleðilegra páska. Keppendur ( Herra ísland gera stutt hlé frá æfingum í göngu og framkomu ( Dansstúdíói Sóleyj- ar. Fremstir ( flokki eru, Þorsteinn Broddason og Hafsteinn Viðar Kristinsson, siðan Kristján Svan- berg, Sölvi Fannar Viðarsson og Guðni Sigurðsson i miðjum hóp. Aftast eru Eli Þór Elísson, Hauk- ur Gunnarsson, Gunnar Austmann og Eiður Eysteinsson. Á myndina vantar Sigurbjörn Hallgrims- son og Gunnar Hilmarsson. Ellefu keppendur valdir í Herra ísland ELLEFU hafa verið valdir i keppnina um Herra ísland, sem fer fram á Hótel íslandi þann 6. aprfl nk. Átta keppendur eru af höfuðborgarsvæðinu, en einn keppandi kemur frá Vest- mannaeyjum, annar frá Keflavik og sá þriðji af lands- byggðinni er frá Sauðárkróki. Herramir sem taka þátt i keppninni munu æfa um pá- skana, bæði i likamsrækt og svo þjálfa rétt göngulag og fram- komu. Hópurinn var valin, eftir að farið hafði verið í gegnum mikinn fjölda ábendinga, en keppnin er skipulögð af Akureyringunum Sveini Rafnssyni og Kristjáni Kristjánssyni í samvinnu við tíma- ritið Samúel. Á lokakvöldinu á Hótel íslandi munu þátttakendur koma fram í íþróttafötum, sundskýlum og í jakkafötum og mun fímm manna dómnefnd velja Herra ísland, sem tekur við nafnbótinni af Ámóri Diego. Sá sem nafnbótina hlýtur fær utanlandsferðarvinning frá Útsýn, fataúttekt frá tískuversl- uninni Valentlnó og allir keppend- ur fá æfíngagalla og skó frá Adid- as. Auk þess verður fjöldi annarra verðlauna og valinn verður sá keppandi, sem þykir besta ljós- myndafyrirsætan. Sigurður Helgason, stjórnarformaður Flugleiða: Eignaraðild ríkis væri afturhvarf til fortíðar 'O SIGURÐUR Helgason, stjóraarformaður Flugleiða, er andvígur því að rikið eignist á nýjan leik hlut i félaginu. „Ég teldi slíkt mikið afturhvarf til fortiðar. Ég tel ekki að ríkið hafi neinu hlutverki að gegna i rekstri eða stjóra þessa félags," sagði Sigurður i sam- tali við Morgunblaðið. Ákveðnir hluthafar Flugleiða, eru þeirrar skoðunar að það væri ákjósanlegt að rikið yrði á ný eignaraðili. Heimildir Morgunblaðsins herma að meðal þeirra, sé stærsti hlut- hafi Flugleiða, Eimskip, en Eimskip á 33,5% hlut i Fiugleiðum. INNLENT Sigurður sagði í ræðu sinni á aðal- fundi Flugleiða í fyrradag að óæski- legt væri að hlutabréf félagsins væru á fárra höndum. „Kaup og sala á þessum hlutabréfum er algjör- lega frjáls, og því er ekki hægt að Vestmannaeyjar: Enginn nothæfur fangaklefí í hálft ár Stefnt að bráðabirgðalausn innan tveggja mánaða ENGIR fangaklefar hafii verið í Vestmannaeyjum frá því lög- reglustöðin brann 6. október síðastliðinn. í neyðartilvikum hefur orðið að senda lögreglu með menn til Reykjavíkur fiug- leiðis, en oft er ófært milli lands og Eyja. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins i Vestmanna- eyjum hefur lögreglan, vegna þessa aðstöðuleysis, orðið að láta leika lausiun hala drakkna menn sem hafii jaftivel verið að reyna að kveikja f húsum. Dómsmálaráðuneytið sendi i haust gamlan lögreglubfl til Vestmannaeyja sem ætlast var til að yrði notaður sem fanga- klefi, en lögreglan i Eyjum hefur neitað að setja fanga í bflinn, þvi þar yrði að hafa handjáraaða menn við aðstæð- ur sem lögreglan telur hættu- legar. Dómsmálaráðuneytið hefur tekið á leigu húsnæði i Eyjum á meðan ný lögreglustöð verður byggð þar sem gamla stöðin stóð, en óljóst er hvenær nothæf aðstaða verður komin þar upp. Þorleifur Pálsson í dómsmála- ráðuneytinu sagði í samtali við Morgunblaðið I gær að verið væri að þrýsta á með bráðabirgðalausn I málinu með því að leigja hús- næði til bráðabirgða og koma þar upp aðstöðu og fangageymslu innan tveggja mánaða, en gert er ráð fyrir að hlaða veggi fanga- klefanna til þess að flýta verkinu. Þá sagði Þorleifur að unnið væri að framtíðarlausn með byggingu nýrrar lögreglustöðvar á gamla staðnum eða öðrum stöðum sem til greina kæmu. Tryggingarbæt- ur fengust fyrir gömlu stöðina sem brann. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins I Vestmannaeyjum er mikill urgur í mönnum vegna að- stöðuleysis lögreglunnar í jafn stórum bæ. Lögreglan hefur ekki getað sinnt neyðartilvikum nema að takmörkuðu leyti síðan lög- reglustöðin brann og enginn mað- ur hefur verið settur í fangaklefa í Eyjum í hálft ár þótt 150-200 menn hafí orðið að gista fanga- klefaþar að jafnaði á ári um nokk- urt árabil. hafa neitt út á það að setja, að menn kaupi og selji, en ég tel að það sé æskilegra að hafa fleiri hlut- hafa og dreifa hlutafénu," sagði Sig- urður, er hann var spurður hvort hann teldi að Eimskip væri orðinn óhóflega stór hluthafí í Flugleiðum. Sigurður kvaðst ekki telja það vera af hinu góða að Eimskip væri orðinn svona stór hluthafi. Talsverður ágreiningur virðist hafa verið í stjóm Flugleiða um það hversu mikið bæri að auka hlutafé fyrirtækisins. Ákveðnir stjómendur fyrirtækisins munu hafa talið það algjört lágmark að auka hlutaféð um 200 milljónir króna, en hluthafar eins og þeir sem em í Fjöleignar- hópnum vildu alls ekki auka hlutaféð um meira en 100 milljónir króna. Sömu sögu er að segja um þá hlut- hafa sem heyra til Orlofsdvöl hf. sem upphaflega var stofnað í kring um Starfsmannafélag Loftleiða. Málamiðlun varð því niðurstaðan og 150 milljón króna aukning var ákveðin. Þessi ákvörðun var tekin með stuðningi stjómarmanna Eim- skips, en Sigurður Helgason, stjóm- arformaður vildi ganga mun lengra og stefna að 600 milljón króna hluta- fjáraukningu á næstu þremur ámm, sem líklega þýddi um 1200 milljónir króna inn I reksturinn, þar sem talið er að gangverð á slikum bréfum yrði um tvöfalt nafnverð. Sigurður varð undir í þessu máli. Líklegast er talið að þeir hluthaf- ar sem buðu ríkinu um 20% hlut til kaups hafi þannig viljað tryggja sér að þeir fái eins mikið fyrir hlutabréf sín og mögulegt er, en að flestra áliti munu hlutabréf eitthvað falla í verði, nú eftir að hlutaijáraukningin var ákveðin. Þeir sem Morgunblaðið ræddi við í gær, telja að gangverðið verði á næstunni um tvöfalt nafn- verð, en ekki þrefalt, eins og það er nú. Eigendumir sem vilja selja ríkinu sinn hlut vilja fá fjórfalt nafti- verð fyrir sinn hlut. Það sem mun hafa vakað fyrir þeim, með því að bjóða Ólafí Ragn- ari Grímssyni, íjármálaráðherra sinn hlut til kaups, er það að þeir leituðu aðila sem væri í stakk búinn til þess að kaupa svona stóran hlut, sem gæti kostað um 280 milljónir króna, fáist fjórfalt nafnverð. Húsavík: Þrír þekkt- ir sjósókn- arar látnir Húsavík. TVEIR þekktir og miklir athafha- menn og sjósóknarar létust á Húsavik í gær i hárri elli. Héðinn Maríusson, tæpra 90 ára, fæddur 18. desember 1899, stundaði sjóinn í meira en 80 ár og var for- maður og þekktur aflamaður. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Helgu Jóns- dóttur, og varð þeim.9 bama auðið, sem öll eru á lífi. Bjami Ásmundsson, 86 ára, fædd- ur 25. janúar 1903, stundaði ungur sjóinn en síðustu starfsárín sá hann um saltfískverkun fyrir útgerð sona sinna. Hann var kvæntur Kristjönu Helgadóttur, sem látin er fyrir nokkrum árum. Þeim varð 6 sona auðið og lifa 5 þeirra föður sinn. Þriðji sjógarpurinn, Þorgrímur Maríusson, bróðir Héðins, var jarð- settur frá Húsavíkurkirkju, miðviku- daginn 22. mars. Þorgrímur var 84 ára, fæddur 4. desember 1904. Hann stundaði sjóinn alla sína ævi, var hafnarvörður um tíma, en stundaði sjóinn jafnframt á sinni trillu. Kona hans sem látin er fyrir nokkrum ámm var Matthea Sigurbjömsdóttir frá Grímsey, en 8. böm þeirra lifa foreldra sína. - Fréttaritari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.