Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 24
24 OfitH’ i\>í AM .82 HIjOACIU í'MMI '] @Cii\U&TrU&>tv>^r MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989_______ Yfírlýsing samtaka Grænfriðunga vegna Lífsbjargar í norðurhöfum: Telja auðvelt að kollvarpa trúverðugleika myndarmnar SAMTÖK Grænfridunga hafa sent Morgunblaðinu yfirlýsingu „vegna aðdróttana í kvikmyndinni Lífsbjörg í norðurhöfutn" eftir Magnús Guðmundsson og óskað eftir þvi að hún verði birt og hefur Morgun- blaðið ákveðið að verða við því. Með yfirlýsingunni fylgdu afrit af ýmsum skjölum og bréfúm sem Greenpeace-menn segja að styðji afstöðu þeirra til kvikmyndar Magnúsar. Má þar nefha yfirlýsingu frá Michael Chechik, dagsett 20. mars, sem gerði myndirnar Bitter Harvest og Kangaroos under Fire. Segir hann að þar sé um ófalsað- ar heimildarmyndir að ræða. Auk þess tekur hann fram að „selkópur- inn sem sjá má i fangi Pauls Watsons" hafi hvorki verið dauður né undir áhrifúm deyfilyfja. Einnig fylgdi yfirlýsing frá Patrick A. Moore, formanni leiðangurs Greenpeace til Nýfúndnalands í mars árið 1978. Yfirlýsingin er ekki undirrituð en boðað er að hún verði eiðsvarin 3. aprfl næstkomandi fyrir rétti í Vancouver í Kanada. Moore segir að atriði i kvikmyndinni Bitter Harvest, þar sem veiði- maður drepur selkóp að urtunni nærstaddri, sé ófalsað. Hér á eftir fer texti yfirlýsingar Greenpeace í íslenskri þýðingu: peace-mönnum út á ísinn var Alfred Ollerhead frá Cartwright í Labrador en Ollerhead er embættismaður kanadískrar fískiveiðastofnunar er annast vemdun fískistofna. Þulurinn segir að myndbrotið hafí verið tekið 1977. Þetta er rangt. Það vartekið 18. mars, 1978. Sumir mannanna í myndinni bera svartar sólgrímur. Einn þeirra er embættismaður frá fískiveiðastofn- uninni og sést númerið á húfu hans, 9609, greinilega. Þulurinn segir: „ . . . sama myndbrot birtist í nýlegri, sænskri heimildarmynd sem sagt var að sýndi hrottalegar veiðiaðferðir er norskir selveiði- Gustave Poirier síðar hafa játað að myndefnið hafi verið sett á svið. Myndin er fryst á ónafngreindum manni í atriðinu sem áður var sýnt, hugsanlega til að að gefa í skyn að þar fari Poirier. Staðreyndin er sú að Gustave Poirier bar vitni fyrir Fiskveiða- og skógræktamefnd neðri deildar kanadíska þingsins þriðjudaginn 20. maí 1969. í yfírlýsingu hans stendur: „Ég lýsi því yfir...að ná- lægt 3. mars var ég ráðinn af hópi myndatökumanna, einn þeirra var skeggjaður, til að flá stóran sel fyrir framan myndavél.“ Greenpeace var ekki stofnað fyrr Þótt Greenpeace láti hjá líða að minnast á eitthvert atriði í ofan- greindri kvikmynd [Lífsbjörg í norð- urhöfum] merkir það ekki að sam- tökin séu sátt við það. Vinsamleg- ast athugið að fulltrúar Greenpeace sáu kvikmyndina fyrst 16. mars 1989. Hér á eftir verður aðeins drepið á hrikalegustu rangfærslum- ar og æmmeiðingamar, í sömu röð og þær koma fyrir í myndinni. Enn er verið að afla upplýsinga varð- andi málið. Greenpeace áskilur sér allan rétt vegna myndarinnar. 1. Talsmaður Greenpeace er sýndur ræða við spyril. Sýnd em sokkin hvalveiðiskip í Reykjavíkur- höfti um'leið og talsmaðurinn heyr- ist segja: „Við höfum mjög góðan málstað." Þama er um hrikalega afbökun að ræða. Síðar í mjmdinni er meira að segja skýrt frá því að skipunum hafi verið sökkt af samtökunum Sea Shepherd Conservation Society. Þau samtök koma Greenpeace ná- kvæmlega ekkert við. Greenpeace hefur aldrei beitt ofbeldi, afsakar ekki ofbeldi en hefur oft orðið fyrir því sjálft, má þar einkum minna á það er skipinu Rainbow Warrior var sökkt. 2. Þulur mjmdarinnar segir síðar: „Hvalvemdarsinnar nota ýmsar þvingunaraðferðir og hafa jafnvel gripið til hermdarverka til að knýja þessar smáþjóðir til hlýðni." Þegar þessi orð em töluð má sjá Sirius, skip Greenpeace, og það er á skján- um þegar orðið „hermdarverka", heyrist. Næst er sýnt myndbrot frá mótmælagöngu gegn selveiðum, strax á eftir sjást sokknu hvalveiði- skipin og þar næst birtist talsmaður Greenpeace aftur á skjánum. Þessi hluti mjmdarinnar er beinlínis gerð- ur til þess að rejma að bendla Gre- enpeace við hermdarverk og verður því að teljast svívirðilegur róg- burður. Greenpeace hefur orðið fyr- ir barðinu á hermdarverkamönnum Morgunbiaðið/Ólafur K. Magnússon í yfirlýsingu Greenpeace segir að í kvikmjmdlnni Lífsbjörg i norðurhöfúm sé „hrikaleg afbökun" á ferð þegar sýnd eru hvalveiðiskip í hálfú kafi í Reykjavikurhöfii um leið og rætt er við talsmann sam- takanna. en hefur sjálft alltaf verið staðfast í andstöðu sinni við ofbeldi. 3. í mjmdbroti um hvalatalningu íslendinga úr lofti segir þulurinn: „Hvalvemdunarhópar á hinn bóg- inn eru á mjög á móti henni jafn- vel þótt Aiþjóðahvalveiðiráðið, sem fengið hefur öll gögn talningarinnar til umfjöllunar, hafí samþykkt hana.“ Síðan er sýnd loftmynd af gúmbát Greenpeace augljóslega með það markmið í huga að fólk telji að Greenpeace hafí barist gegn hvalatalningunni. Það er ósatt. 4. Myndbrotið um selveiðamynd Greenpeace er út í hött og and- styggileg ærumeiðing í garð sam- takanna. Umrædd selveiðamynd var tekin 18. mars 1978 af Steve Bowerman, kvikmyndatökumanni og félaga í Greenpeace. Myndin er algerlega ófölsuð. í för með Green- menn notuðu nú...Tilbúna selveiðin var enn nothæf." Greenpeace útvegaði Scandinat- ure, félaginu sem gerði þessa skandinavísku kvikmynd, efni. í þeim myndum, sem við höfum séð, er Greenpeace-myndbrotið sýnt í réttu samhengi og sagt með ótví- ræðum orðum að um sé að ræða veiðar Kanadamanna á áttunda áratugnum. Greenpeace bar enga ábyrgð á framleiðslu skandínavísku kvikmyndarinnar Seal Mourning ef það er undanskilið að útvegað var mjmdefni á venjulegum viðskipta- grundvelli. Þulur mjmdarinnar gefur til kynna að fölsuð hafí verið kvikmynd af mönnum sem flá lifandi sel. Samtímis eru sýnd brot úr selveiða- mynd Greenpeace, Bitter Harvest. Þulurinn segir Kanadamanninn en 1971, fulltrúar samtakanna fóru ekki til Nýfundnalands til að mót- mæla kópadrápi fýrr en 1976 og umræddir myndbútar voru ekki teknir fyrr en 1978. Poirier segir í vitnisburði sínum frá atburðum sem gerðust sjö árum áður en Green- peace var stofnað. Um er að ræða ómerkilega aðdróttun sem auðvelt hefði verið að leiðrétta ef framleið- endur myndarinnar hefðu einhvem áhuga á að halda sig við sannleik- ann. Fjöldi Greenpeace-manna var á ísnum daginn sem myndin var tekin, 18. mars 1978. Við höfum haft uppi á þrem þeirra, þ.á. m. myndatökumanninum, og vitnis- burður þeirra er á leiðinni til okk- ar. Þeir staðfesta allir að það sem sýnt sé í myndinni hafí gerst fyrir framan nefíð á þeim. Því fari fjarri að Greenpeace hafí haft hönd í bagga með atburðunum. Að minnsta kosti einn embættismaður frá fískveiðastofnuninni hafí ávallt verið til staðar og einn þeirra hafí síðar handtekið leiðtoga Green- peace-mannanna fýrir að reyna að koma í veg fyrir dráp á sel. Lög- fræðingur í Greenpeace-hópnum ritaði hjá sér nákvæmar upplýsing- ar þar sem m.a. koma fram nöfn allra sem voru viðstaddir. í stuttu máli: Þessar ásakanir eru staðlaus- ir stafír og ærumeiðingar gagnvart Greenpeace og þeim einstaklingum sem þama vom. Rangt er farið með allar staðreyndir í myndinni og þeg- ar skoðunum er haldið frám eða þær lagðar öðmm í munn er um rangfærslur eða illgimi að ræða. Greenpeace mun lögsækja alla þá sem standa að baki þessum og öðr- um aðdróttunum og skaðabótakröf- ur verða miklar. 5. Greenpeace framleiddi mynd um ástralska kengúmútveginn árið 1986. Hún hét Kangaroos under Fire. Myndin sýnir einungis hvað gerðist fyrir framan tökuvélina án sviðsetningar af nokkm tagi. Tre- vor Daily, félagi í Greenpeace, sendi ýmsum þingmönnum Evrópuþings- ins bréf 25. apríl 1985 þar sem þeim var tjáð að mynd um kengúr- ur væri í bígerð. Þar er einmitt um Kangaroos under Fire að ræða og bútar úr henni em notaðir í íslensku myndinni. Þeir em sýndir á meðan ásakanir em settar fram gegn Gre- enpeace. Myndin sem blaðamaðurinn Leif Blædel vísar til er samkvæmt því sem Greenpeace kemst næst Good- bye Joey sem framleidd var í Ástr- alíu árið 1982 af kvikmyndagerðar- manni, Peter Cunningham að nafni. Greenpeace tengist hvorki honum né kvikmyndinni á nokkum hátt. í Goodbye Joey em atriði sem Peter Cunningham virðist hafa fengið frá kvikmyndafyrirtæki í Brisbane í Ástralíu. Þessar myndir vom teknar í ágúst 1979 í Dirranbandi í Que- ensland og átti að nota þær í kvik- mynd á vegum bænda til að sýna kengúmr sem illkvittin meindýr. Myndin átti að heita Shoot Roos — Don’t Luv’em og framleiðendumir ráðlögðu umbjóðendunum (bænd- unum) að nota ekki umrædda búta. Þeir vom viðbjóðslegir og sýndu tvo atvinnuveiðimenn, William James Young og Colin Ross Mason, fremja grimmdarverk á kengúmm. Þegar Cunningham komst yfír þessa búta og þeir vom notaðir í Goodbye Joey reis upp alda mótmæla í Ástralíu. Young og Ross vom sakaðir um grimmdarlegt athæfí sem þeir ját- uðu og vom þeir sektaðir um 75 ástralska dali hvor. í jrfírlýsingu þeirra til Scotts aðstoðarvarðstjóra hjá lögreglunni í Queensland, sem dagsett er 15. mars 1983, segja báðir að kvikmyndafýrirtæki hafí borgað þeim. Þeir segjast hafa að- stoðað fyrirtækið því þeir hafí viljað koma kengúraútveginum til hjálp- ar. Greenpeace tók ekki á nokkum hátt þátt í framleiðslu eða dreifingu Goodbye Joey sem inniheldur fílmubútana er urðu til þess að sak- felling átti sér stað. Greenpeace- myndin Kangaroos underFire inni- Flugmálastjóm feer tvær nýjar slökkvibifreiðir FLUGVALLADEILD Flugmálastjórnar stóð fyrir kynningu á tveimur nýjum slökkvibifreiðum á Reykjavíkurflugvelli fyrir skömmu. Önnur bifreiðin verður staðsett á Reykjavíkurflugvelli og hin á Akureyrarflug- velli, en eldri slökkvibifreið frá Reykjavíkurflugvelli færist til Egils- staðaflugvallar eftir að nauðsynlegar endurbætur hafa verið gerðar á henni. Þannig eykst afkastageta slökkviþjónustu Flugmálastjómar á þrem flugvöllum hérlendis. Samkvæmt upplýsingum flug- valladeildar Flugmálastjómar mun slökkvistaðallinn fyrir Akureyrar- flugvöll hækka úr eldvamarflokki nr. 2 í eldvamarflokk nr. 5, sem er alþjóðlegur eldvamarstaðall fyrir flugvelli ákveðinn af Alþjóðaflug- málastoftiuninni. Þetta eykur mjög öryggisþjónustu við innanlands- flugið og ekki síður við millilanda- flugið þar sem Ákureyrarflugvöllur þjónar í dag því hlutverki að vera, ásamt Reykjavíkurflugvelli, vara- flugvöllur fyrir það millilandaflug þar sem notaðar em flugvéiar af gerðinni Boeing 727 og Boeing 737. Reykjavíkurflugvöllur mun hækka um einn eldvamarflokk, þ.e. úr nr. 6 í nr. 7, sem einnig stóreyk- ur öryggisþjónustu bæði vegna inn- anlands- og millilandaflugs. Egils- staðaflugvöllur er í dag í eldvamar- flokki nr. 2 en mun hækka í eld- vamarflokk nr. 4, sem fyrst og fremst eykur öryggi innanlands- flugsins. Þegar nýi flugvöllurinn, sem nú er í byggingu á Egilsstöð- um, verður tekinn, í notkun mun þurfa að auka eldvamir þar enn frekar, að sögn flugvalladeildar. Nýju bifreiðimar em báðar af gerðinni MAN 14.192 FA frá Vest- ur-Þýskalandi, en þær vom yfir- byggðar og innréttaðar af fyrirtæk- inu H.F. Nielsen í Danmörku. Bif- reiðimar em þannig útbúnar, að hægt er fyrir einn mann að stjóma dælu og vatnskvoðubyssu frá öku- Morgunblaðið/PPJ Starfsmenn Flugmálastjórnar og Slökkviliðsins á Reykjavíkurflug- velli framan við hinar nýju slökkvibifreiðir stofiiunarinnar. mannssæti. Yfirbygging bifreið- anna er úr stálprófílum og raf- galvaniseruðum plötum með skápa- rennihurðum úr áli. í miðhluta yfir- byggingarinnar era tveir 2.550 lítra vatnstankar úr galvanisemðu stáli með innbyggðu rafmagnshitakefí og 535 lítra kvoðutankur úr ryðfríu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.