Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FEMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 17 Myllu Kobbi: Brauðstrit og bar átta á Siglufirði Haförnimi: Vinnsla hefst að nýju eftir páska Bæjaryfirvöld leggja fram hlutafé Akranesi. BÆJARRÁÐ Akranes hefur heimilað bæjarstjóra að semja við eig- endur Hafarnarins um kaup á hlutafé í fyrirtækinu að því marki sem nauðsynlegt er til að endurskipulagning á Qárhag þess geti farið fram og starfsemi hafist að nýju. Fyrirtækið hefur átt við verulega rekstrarerfiðleika að stríða á undanförnum mánuðum en nú er gert ráð fyrir að vinnsla heQist á ný eftir páska. FORLAGIÐ Myllu Kobbi, í sam- vinnu við verkalýðsfélagið VSku á Siglufirði, hefúr gefið út bókina „Brauðstrit og barátta", eftir Benedikt Sigurðsson, kennara á Siglufirði. í bókinni er Qallað um sögu byggðar og verkalýðs þar f bæ. I forystu verkalýðshreyfing- arinnar þar voru meðal annarra þeir Einar Olgeirsson og Bryiyólf- ur Bjarnason. Bókin er gefin út f tilefni af 70 ára afinæli verkalýðs- samtakanna á Siglufirði þann 29. mars næstkomandi. Gunnar Trausti Guðbjömsson, annar aðstandenda Myllu Kobba, sagði að þessi bók væri fyrra bindi af tveimur og spannaði tímann frá aldamótum fram til ára síðari heims- styrjaldarinnar. „Aðaleftii bókarinn- ar er verkalýðsbarátta á Siglufirði á mesta umbrotatímanum í sögu síldarbæjarins," sagði Gunnar „ÞAÐ VAR mjög gott hjá okkur á sunnudag en lokað á laugar- dag,“ sagði Þorsteinn Hjaltason fólkvangsvörður í Bláfjöllum. Sagði hann að aðsókn hefði verið ágæt þá daga, sem tekist hefði að halda veginum opnum, en það hefði gengið brösulega það sem af væri vetri. Snjór hefði aldrei verið jafii mikill í Qöllunum. Að venju er búist við fjölmenni um páskana enda'er það aðal skíðahelgin. Má búast við að hægt verði að skíða fram á sumar ef vorið verður kalt. „Það er kvartað yfir mörgu en við ráðum ekki við snjóinn sem Leitaði á litla stúlku MAÐUR leitaði á 10 ára gamla stúlku í kirkjugarðinum við Suð- urgötu um klukkan hálfátta að kvöldi þriðjudags. Stúlkuna sakaði ekki. ítarleg leit lögreglu að manninum bar ekki árangur. Próflausir unglingarí árekstrum FIMMTÁN ára piltur á númers- lausri bifreið lenti f árekstri og skemmdi tvo bíla á mótum Suð- urlandsbrautar og Hallarmúla laust fyrir klukkan níu í fyrra- kvöld. Lögregla varð var við ferðir númerslauss bíls á Höfðatúni og gaf ökumanninum merki um að stöðva. Hann sinnti þvf ekki heldur jók ferðina og reyndi að komast undan austur Suðurlandsbraut. Við Hallarmúla lenti hann í árekstri við fólksbíl og þaðan kast- aðist bíll hans á kyrrstæðan bíl. Engan sakaði en bílamir skemmd- ustnokkuð. Á mánudag lenti 14 ára piltur í minni háttar árekstri á Colt-bíl á Grandagarði. Við hlið piltsins sat eigandi bílsins. Trausti. „Inn í þetta efni er ofíð margvíslegum fróðleik úr almennri sögu bæjarins, sögu þjóðarinnar og sögu verkalýðshreyfíngarinnar al- mennt á sama tímabili. Höfundurinn, Benedikt Sigurðsson, hefur verið búsettur á Siglufirði í 45 ár, tekið þátt í margvíslegu félagsmálastarfi og haft meiri eða minni persónuleg kynni af flestu því fólki sem kemur við sögu. Benedikt hefur unnið í sjö ár að ritun þessarar sögu og safnað ómetanlegum heimildum." Gunnar Trausti sagði að mjög væri vandað til útgáfu bókarinnar, sem væri prýdd yfir 200 myndum. „Siglufjörður var í brennidepli á þess- um tíma og augu verkalýðs um allt land beindust þangað. Verkalýðs- hreyfingin þar þótti mjög illvíg og tóku margir mið af henni. Þama fór stefnumótun í verkalýðsmálum fram. Siglufjörður var á þessum árum mið- er óvenjulega mikill. Við þóttumst góðir að geta verið búnir að opna á sunnudag en við vorum allan laugardaginn og fram á nótt að moka og náðum ekki að moka til Hafnarfjarðar, enda eru hér tak- markað af tækjum, einn blásari og tvær ýtur, sem ekki hafa und- an. Hér fer enginn út með skóflu," sagði Þorsteinn. „Ég kalla gott að við höfum geta opnað öðru hvoru, vegna þess hvað snjórinn er mikill í ár. Við erum ekki fyrr komnir með allt í gang þegar næsta ákast ríður yfír. Það tekur ótrúlegan tíma að moka frá snjó- troðurum og lyftunum, allt að tveimur klukkustundum að ýta frá sumum lyftunum og þá á eftir að troða brekkumar. Þetta er algjört met, ég man ekki eftir öðrum eins snjó.“ stöð alþjóðlegra strauma í stjóm- málum og bækistöð þeirra allra rót- tækustu. Þama fóm mikil stéttaátök fram,“ sagði Gunnar Trausti. Bókin „Brauðstrit og barátta" er 444 blaðsíður og kemur í verslanir eftir páskana. Engin starfsemi hefur verið í ffystihúsinu frá áramótum og verið tvísýnt um ffamhaldið. Fyrirtækið hefur að undanfömu leitað leiða til að hefja starfsemi á ný og treysta hag sinn. Nú er útlit fyrir að vinnsla geti hafist á ný í kjölfar ákvörðunar um allt að 100 m.kr. hlutafjáraukn- ingu. Fyrirtækið hefur séð 80 manns fyrir atvinnu og með því að hefja vinnslu að nýju léttir verulega á atvinnuleysi á Akranesi. Eins og áður sagði hefur bæjarráð heimilað kaup á hlutafé til að stuðla að end- urskipulagningunni og lögð hefur verið fram beiðni Hafamarins hf. og Akraneskaupstaðar til Byggða- stofnunar um þátttöku Byggðasjóðs í endurskipulagningunni. Jafnframt er vænst eftir þátttöku fleiri aðila. Endanleg niðurstaða hvað varðar hlutafjárkaup einstakra aðila liggur ekki fyrir en mun skýrast á næstu dögum. í trausti þess að takist að endurskipuleggja fjárhaginn mun vinnsla heflast að nýju í frystihús- inu_ strax eftir páska. Á fundi bæjarráðs Akraness 16 mars. sl. vom málefni fyrirtækisins til umræðu og var þá samþykkt að leggja til við bæjarstjóm að stofn- anir bæjarins, þ.e. bæjarsjóður, hafnarsjóður, vatnsveita og rafveita leggi kröfur sínar á hendur fyrir- tækinu inn til Atvinnuþróunarsjóðs Akraness þannig að meðferð hluta- flárins verði á ábyrgð sjóðsins. Að sögn Gísla Gíslasonar bæjar- stjóra hafa bæjaryfirvöld lagt á það veralega áherslu að koma rekstri Hafamarins hf. af stað að nýju, auk annarra fyrirtækja á Akranesi sem hafa stöðvast. Væri vilyrði bæjar- sjóðs um kaup hlutafé eitt skref í þá átt að styðja við atvinnulífið í bænum. Gísli sagði einnig að bæjar- yfirvöld væntu þess jafhframt að aðrir opinberir aðilar myndu hver með sínum hætti gera það sem I þeirra valdi stæði til að auðvelda fyrirtækjum að endurskipuleggja rekstur sinn og Qárhag. m Ábendingar frá LÖGREGLUNNI: Eigendaskipti ökutækja Nú þarf fólk ekki lengur að umskrá þau notuð ökutæki sem það festir kaup á. Skráningamúmer ökutækisins getur fylgt því „ævilangt" ef svo ber undir. Með þessu er m.a. verið að reyna að koma í veg fyrir það vandamál og óreiðu, sem hefur fylgt vanrækslu á umskráningum. Hins vegar er vert að vekja athygli á því að skylt er áfram að tilkynna eigendaskipti á ökutækjum, sem skipta um eigend- ur. Nauðsynlegt er að fólk geri sér grein fyrir þessu, því van- ræksla á tilkynningu eigendaskipta getur haft vemleg óþægindi í för með sér, sérstaklega fyrir seljandann. Ef eigendaskiptin em ekki tilkynnt eins og ætlast er til koma gjaldseðlar, skatts- eðlar, stöðugjaldseðlar, stöðumælagjaidseðlar o.fl. til innheimtu á skráðan eiganda. Þess vegna er nauðsynlegt að seljandinn búi svo um hnútana að gengið verði frá tilkynningu eigendaskip- tanna í beinu framhaldi af sölunni, eins og ætlast er til varð- andi tilkynningu til tryggingarfélags. Tilkynning um eigenda- skipti til viðkomandi tryggingafélags er ekki síður nauðsynleg og ætti enginn að láta ökutæki frá sér nema að hafa fullvissað sig um áður að það hafi þegar verið tryggt á nýjan eiganda. Þessi litla ráðstöfun í upphafí getur komið í veg fyrir ómæld óþægindi síðar. í reglugerð um skráningu ökutækja, sem öðlaðist gildi um sfðustu áramót, segir að „verði eigendaskipti að ökutæki skal bæði hinn fyrri eigandi og hinn nýji eigandi innan 7 daga senda Bifreiðaskoðun íslands hf skriflega tilkynningu um eigendaskipt- in, en hinn fyrri eigandi skal standa skil á tilkynningunni." Nauðsynlegt er og að bílasalar búi svo um hnútana að tilkynn- ing um eigendaskipti berist til Bifreiðaskoðunarinnar f hvert sinn sem kaup og sala, eða bflaskipti, fara fram. J.G. Nú er rétti tíminn .. .til aö fá sér myndbandstæki og auövitaö veröur Nordmende V-1405 fyrir valinu. Þaö er með 14 daga/4 atriða upptökuminni, HQ-hágæða myndhausi, nífaldri hraðspólun í báðar áttir, rafeindastýrðum myndstilli, kyrrmynd, ramma fyrir ramma, sjálfvirkum upptökuleitara, barnalæsingu, ísl. leiðarvísi o. m. fl. Og svo kostar það ekki nema 38.950,- kr. eða Við töÍQim vd á móti þér! 36.980, stgr. Samkort greiðslukjör til allt að 12 mán. SKIPHOLT119 SIMI29800 Övenju mikill snjór í Bláfjöllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.