Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 Bandaríkin: Dukakis aldrei óvin- sælli í Massachusetts Boston. Frá Óla Birai Kárasyni, fréttaritara Morgunblaðsina MICHAEL Dukakis, ríkisstjóri í Massachusetts og forsetaframbjóð- andi demókrata á síðasta ári, má muna tímana tvenna. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun eru aðeins 19% kjósenda í Massachusetts ánægð með frammistöðu hans í embætti ríkisstjóra, en 49% eru óánægð. Dukakis hefur aldrei verið óvin- sælli í heimaríki sínu en nú, sam- kvæmt skoðanakönnu dagblaðsins The Boston Globe. 51% kjósenda eru neikvæð í hans garð og aðeins 38% hafa jákvæðar hugmyndir um ríkisstjórann. Þetta er í fyrsta skipti á stjómmálaferli Dukakis sem fleíri eru neikvæðir en jákvæðir í hans garð. Dukakis hefur tilkynnt að hann ætli ekki að sækjast eftir end- urkjöri á næsta ári. Fyrir aðeins einu ári voru 79% kjósenda í Massachusetts fylgjandi Dukakis, sem þá var rétt að byija kosningabaráttuna fyrir útnefningu Demókrataflokksins til forseta- kjörs. Dukakis hefur átt við pólitíska erfiðleika að stríða allt frá því að hann beið lægri hlut fyrir George Bush í forsetakosningunum í nóv- ember síðastliðnum. Fjárhagsvandi Massachusetts hefur aukist veru- lega á undanfömum mánuðum og um 55% kjósenda telja að vandinn sé verri en ella vegna forsetafram- boðs ríkisstjórans. Áðumefnd könn- un leiðir einnig í ljós að 79%, kjós- enda í Massachusetts telja að Duk- akis eigi ekki að reyna aftur við forsetaframboð. Kosningarnar í Sovétríkjunum: Komast Sakharov og Jeltsín á þing? Moskvu. Reuter. LIKLEGT er, að mannréttinda- frömuðurinn Andrej Sakharov muni eftír allt, sem á undan er gengið, taka sæti á nýja sovéska þinginu. Er svo að sjá sem sov- ésku vísindaakademíunni hafí snúist hugur vegna áskorana og óánægju ýmissa kunnra vísinda- manna. í janúar var Sakharov í hópi nokkurra umbótasinnaðra vísinda- manna, sem ekki vom nefndir með- al þeirra 750 þingmanna, sem vísindaakademían og önnur opinber samtök eiga rétt til á nýja þinginu. Á fundi á þriðjudag var fyrri ákvörðun vísindaakademíunnar hins vegar hrandið og ákveðið að tilnefna að sinni aðeins átta menn af þeim 20, sem akademiunni hefur úthlutað. Er litið svo á, að með því sé verið að greiða götuna fyrir Sak- harov inn á þing. Endanleg tilnefn- ing verður ákveðin eftir hálfan mánuð. Margt bendir einnig til, að annar umdeildur frambjóðandi, Borís Jeltsín, fyrrum formaður flokks- deildarinnar í Moskvu, verði kjörinn Misheppnað reynsluskot Reuter Langdræg eldflaug bandaríska flotans af gerðinni Trident-2 skýst hér stjórnlaus um loftið eftír að henni var skotið úr kafbáti við Canaveral-höfða í Flórída á þriðjudag. Flaugin sprakk Qórum sekúndum eftír að henni var skotið á loft. Þetta var í fyrsta skiptið sem slíkri flaug hefur verið skotið á loft neðansjávar. Reuter Andrej Sak- Borís Jeltsín harov Svíþjóð: á þing. Hefur hann háð mjög harða kosningabaráttu og oft virst vera í andstöðu við flokksforystuna í mörgum málum. Á þriðjudag var hann með kosningafund í ZIL-bif- reiðasmiðjunum en forstjóri þeirra, Jevgeníj Brakov, er helsti keppi- nautur hans í kjördæminu í Moskvu. Endurtók Jeltsín árásir sínar á flokkskerfíð en neitaði því, að hann væri andvígur Míkhaíl Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkjanna. Að fundin- um loknum kváðust næstum allir verkamennimir, sem við var rætt, ætla að styðja Jeltsín. Gera kjarasamninga í takt við verðbólgii Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKIR vinnuveitendur og verkalýðsfélög hafa gert með sér tveggja ára samning um kaup og kjör en efiiahagssérfræðingar ýmsir hafa tekið niðurstöðunni heldur illa. Segja þeir, að hún muni ekki létta róðurinn í baráttunni við verðbólguna. Vinnuveitendasambandið, SAF, um 5,6% kauphækkun á þessu ári Til að greiða fyrir samningum lofaði ríkisstjómin að lækka tekju- skatta á næsta ári um 3% og var það þúfan, sem velti hlassinu. og Alþýðusambandið, LO, sömdu Bandaríkin: Washington nefiid „höf- uðborg morðæðisins“ WashingtOD. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. WASHINGTON, höfuðborg Bandarikjanna , sem oft er nefiid feg- ursta höfuðborg heims, hefir nú hlotið nafnið „liöfuðborg morðæðis- ins“. Arið sem leið voru samtals 374 menn myrtir í borginni. Það virðist, sem Washington ætli að halda þeim sama titli einnig á árinu sem er að líða, því það sem af er marsmánuði hafa 115 manns þegar fallið á götum borgarinnar Nærri undantekningarlaust stafa öll þessi manndráp af fíkni- efnasölu og/eða -neyslu. Það er ekki ofsögum sagt af þessari óöld í borginni, sem skelfír íbúa þeirra hverfa, þar sem morðin eru aðal- lega framin, en það er í fátækra- hverfunum í norðausturhluta borg- arinnar, þar sem íbúamir era flest- ir þeldökkir. Það er skoðun lögregl- unnar, að helsta ástæðan fyrir morðunum sé barátta fíkniefnasala um hverfi, sem flokkar þessara manna hafa helgað sér. Ferðafólk, ekki síst skólanem- endur, kemur tugþúsundum saman til Washington árlega, skilur eftir álitlegar upphæðir og veitir fíölda manns atvinnu. Það yrði mörgum til tjóns, ásamt borginni sjálfri, ef úr komu ferðafólks skyldi draga að einhveiju ráði, sökum ótta við morðafaraldurinn. Sjálfur borgarstjóri Washington, Marion Barry, sem er þeldökkur, liggur undir gran um að vera fíkni- efnaneytandi. Hann bar á móti þeim orðrómi í sjónvarpsviðtali nýlega. Borgarstjórinn hélt því fram, að það væra aðeins fátækra- hverfin í borginni, sem væru hættu- leg, annars staðar væri ekkert að óttast. Almenningur virðist ekki vera borgarstjóranum sammála, ef dæma má af flölda lesendabréfa í dagblöðunum í Washington þessa dagana, þar sem menn kvarta yfir hættunum á götum borgarinnar og reiðileysinu þar sem enginn sé óhultur á almannafæri. í morðafaraldrinum í Banda- ríkjunum undanfarið og þá fyrst og fremst í höfuðborginni, hefir borið mest á nýrri tegund vélbyssu, sem er eftirlíking hríðskotabyssu sovéska hersins, en slíkar byssur hafa aðallega verið fluttar inn til Bandaríkjanna frá Kína. Þessi byssa er „hálfsjálfvirk", sem kallað er, það er að segja byssan skýtur 25 skotum með ofsahraða í einni lotu, eftir að skyttan hefir snert gikkinn, en getur auk þess skotið 75 skotum á sekúndu, ef því er að skipta. Bush forseti hefir bannað innflutning á þessari byssutegund. En það er langt frá því að forsetinn fái þökk fyrir það frá öllum. Flest- ir Bandaríkjamenn telja, að það sé heilagur réttur bandarísks borgara að eiga byssu til að verja sig. En nú er að sjá sem almennings- álitið sé að snúast gegn byssu- áhangendum. Skoðanakönnun, sem fram fór um síðustu helgi, sýndi að meirihluti almennings er samþykkur ákvörðun forsetans að banna innflutning á hríðskotabyss- 4 og 3,3% á því næsta. Þeir fyrirvar- ar era þó gerðir, að fari verðbólgan yfir 6% í ár skuli launþegum bætt það að 80% og verði hún meiri en 4% á næsta ári skal setjast aftur að samningaborðinu. „Með þennan samning að vopni munum við ná verðbólgunni niður og takmarka útgjöld fyrirtækj- anna. Hér er um nýmæli að ræða í þessu landi,“ sagði Olof Ljung- gren, formaður SAF, en Ulf Jak- obsson, helsti efnahagssérfræðing- ur Svenska Handelsbankens, var ekki alveg sammála. „Með samn- ingnum er vissulega minni hætta á launadeilum og óhóflegum kaup- hækkunum en hann er lítið innlegg í baráttuna við verðbólguna,“ sagði hann. Ymsir sérfræðingar aðrir telja, að raunverulegur launakostnaður muni hækka um 8,5 til 9% og benda á, að vegna launaskriðs séu hækkanimar jafnaðarlega 3% meiri en umsamið er. í Svíþjóð era tiltölulega mörg vel rekin og arðsöm stórfyrirtæki en mikill launakostnaður og verð- bólga, sem er meiri en í samkeppni- slöndunum, hefur samt verið þeim fjötur um fót. Verðbólgan mælist nú vera 6,6% og hafa fáir trú á, að hún komist niður í 6% til jafnað- ar á árinu og því síður í 4% á því næsta. Hagnaður fyrirtækjanna hefur þó verið umtalsverður og arðgreiðslur til hluthafa miklar og því fannst vinnuveitendum ekki vetjandi að semja um miklu minna en það, sem nemur verðbólgunni. Norskar selveiðar: Vilja aukinn ríkisstyrk til selveiða NORSKA sjómannasambandið hefiir farið þess á leit við norsk stjórnvöld að þau styrki selveið- ar landsmanna í ár með 12,5 milljóna norskra króna fram- lagi, rúmlega 97 milljónum ísl. króna. Á síðasta ári nam ríkis- styrkur til selveiða tæpum 7 milljónum norskra króna, segir í norska dagblaðinu Fiskaren þar sem vitnað var til fréttar sem birtist í Aftenposten. í beiðni sjómannasambandsins er gert ráð fyrir að ríkið greiði 325 norskar krónur, um 2.515 ísl. krón- ur, fyrir hvem veiddan sel. 8,5 milljónir, rúmar 63 milljónir ísl. krónur, eiga að renna í rekstrar- og veiðistyrk til útgerðarfélaganna auk þess sem um 4 milljónir, 29,7 milljónir ísl. króna, fara til skinna- verksmiðju í Tromse. „Við höfum í hyggju að halda verksmiðjum sem forvinna selskinn gangandi með framtíðina í huga,“ sagði Finn Bergesen, ritari sjó- mannasambandsins, í viðtali við Aftenposten.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.