Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 58
-58 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐ „Geram allt til aðhalda hópnum saman“ - sagði Helga Magnúsdóttirformað- ur stúlknalandsliðsnefndar STÚLKNALANDSLIÐIÐ íhand- knattleik hefur að undanförnu undirbúið sig af kappi fyrir keppnisferð til Luxemborgar og Hollands um páskana þar sem liðið leikur fimm leiki. Stúikurnar hafa œft stíft að undanförnu undir stjórn dr. Slavko Bambir landsliðsþjálf- ara og Guðríðar Guðjónsdóttur aðstoðarlandsliðsþjálfara og að sögn Helgu Magnúsdóttur formanns landsliðsnefndar verður allt gert til að halda hópnum saman og byggja framtíðarlandsliðið í kringum hann. Stúlkumar munu leika tvo leiki við félagslið í Luxemborg, en síðan halda þær til Hollands þar sem þær taka þátt í Beneluxis- mótinu og leika þá gegn landsliðum Hollands og Belgíu og hollensku félags- liði. Stúlkumar hafa staðið í fláröflun sjálfar til að standa Bjöm Blöndal skrifar straum af ferðakostnaðinum og eru þær þessa dagana að selja bflrúðu- merki og veifur sem eru sérstaklega gerðar fyrir þær. A fundi með foreldrum stúlkn- anna í síðustu viku kom fram að dr. Slavko Bambir landsliðsþjálfari telur að liðið eigi mikla framtíð fyrir sér og hefur hann mikinn áhuga á að halda hópnum saman og vera helst með æfingar á hveij- um degi. Súlkumar hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja og hafa þær að undanfömu mætt á 20 æf- ingar á 27 dögum auk þess að stunda fjáröflun. Hópurinn samanstendur af 24 stúlkum, en fjórtán hafa verið vald- ar í landsliðið sem keppir í Benelux- is-mótinu. Að mótinu loknu heldur hópurinn áfram að æfa, en liðið mun taka þátt í Atlantic-keppninni sem fram fer í Englandi í sumar. A næsta ári em svo enn stærri verkefni og er þar fyrst að nefna Norðurlandamótið sem haldið verð- ur hér á landi. Morgunblaöið/Björn Blöndal Stúlkurnar í stúlknalandsliðinu gáfu sér tíma til að skreppa í sund og slaka örlítið í Sundlauginni í Njarðvík um síðustu helgi eftir erfiða æfíngarlotur. Á myndinni eru einnig dr. Slavko Bambir landsliðsþjálfari, Guðríður Guðjóns- dóttir aðstoðarlandsliðsþjálfari og Helga Magnúsdóttir formaður landsliðsnefnd- Eftirtaldar stúlkur taka þátt I páska- ferðinnl: Markverðir: Vigdís Finnsdóttir ICR Aðrir leikmenn: UMFN UMFN UMFN Auður Hermannsdóttir UMFS UMFS Gunnhildur Ólafsdóttir Gróttu UMFÁ KR Þórunn Garðarsdóttir Laugardaginn 25« mars I Háskólabíói. ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ í VAXTARRÆKT 1989. A - DEILDARKEPPNIN MR. UNIVERSE STEVE BRISBOIS Verður " guestposer" íslandsmeistaramótslns. ATHUGIÐ Forkeppni : 10.00 -12.00 Úrslitakeppni : 14.00 -16.30 CHúsið opnar kl 13.00) Miðinn á úrsiitakeppnina glldir sem happdrættismiði. Veitt verða verðlaun £yrir bestu stöður CpósurD karla og kvenna. Drengjaliðið: Fimm leikir um páskana Steindór Gunnarsson, þjálf- ari drengjalandsliðsins í handknattleik, hefur valið hóp- inn, sem leikur við Lúxemborg á laugardag og sunnudag og tekur síðan þátt í BENELUX- IS-keppninni í Hollandi, þar sem leikið verður gegn Belgíu, Lúx- emborg og Hollandi. Leikmenn- irnir eru: Ingvar Ragnarsson, Stjömunni, Sigurður Þorvaldsson, FVam, Jóhann Ásgeir Baldursson, UBK, Halldór Eyjólfsson, KR, Óskar Óskarsson, Val, Jason Ólafsson, Fram, Dagur Sigurðs- son, Val, Karl Karlsson, KA, Gunnar Kvaran, UMFA, Ragnar L Kristjánsson, Fram, Ríkharð- ur Daðason, UMFA, Patrekur Jóhannesson, Stjömunni, Páll Þórólfsson, Þrótti, Andri Sig- urðsson, Fram, og Leó Hauks- son, Fram. Mm FOLK H WEST Ham keypti í gær- kvöldi skoska framheijann Frank McAvennie frá Celtic. Leikmaður- inn var áður hjá West Ham, en var seldur til Celtic fyrir 17 mánuðum fyrir 725.000 pund. Lundúnaliðið varð hins vegar að greiða 1.250.000 pund fyrir McAvennie nú. Hann er 29 ára að aldri. ■ ARSENAL, efsta lið ensku 1. deildarinnar, hafði einnig áhuga á að kaupa McAvennie. Leikmað- urinn ræddi við George Graham, stjóra Arsenal, í fyrrakvöld og gærmorgun, en ákvað síðan að fara aftur til West Ham, sem berst nú hatrammri baráttu fyrir sæti sínu í 1. deild. Þess má geta að McA- vennie hefur skorað 17 mörk fyrir Celtic í vetur þrátt fyrir að hafa misst fímm vikur úr vegna vegna handleggsbrots. I HOWARD Wilkinson, stjóri Leeds United, dró einnig upp tékk- heftið í gær og keypti annan skosk- an landsliðsmann, miðvallarleik- manninn Gordon Strachan frá Manchester United fyrir 300.000 pund. Strachan gerði þriggja ára samning við Leeds. Hann er 32 ára. I VESTUR-Þjóðvetjar sigmðu Búlgari 2:1 í vináttulandsleik í knattspymu í gærkvöldi. Leikið var í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu. Mörk gestanna gerðu Rudi Völler (72.) og Pierre Littbarski (87.) eftir að Nikolai Iliev hafði náð forystu fyr- ir Búlgari (46. mín.) Áhorfendur vom 30.000. ■ A USTUR-Þjóðveijar og Finnar gerðu jafntefli, 1:1, í vin- áttulandsleik í knattspymu í Aust- ur-Berlin í gærkvöldi. Mika Lipp- onen náði forystu fyrir Finna á 29. mín. en Andreas Trautmann jafnaði á 54. mín. ■ HOLLAND vann Sovétríkin, 2:1, í vináttulandsleik í gærkvöldi. 24 þús. áhorfendur sáu leikinn, sem fór fram í Eindhoven. Marco van Basten (sjöttu mín.) og Ronald Koeman, úr vítaspymu á 85 mín., skomðu mörkin. FRJALSAR IÞROTTIR Tíu fara til Kýpur NÍU frjálsíþróttamenn hafa verið valdir til þátttöku í Smá- þjóðaleikunum, sem haldnir verða á Kýpur 17-20. maí nk., og tíundi keppandinn verður valinn eftir úrtökuhlaup í nœstu viku. Þeir sem valdir hafa verið em Jón Amar Magnússon HSK og Súsanna Helgadóttir FH, sem keppa í langstökki og spretthlaup- um, Gunnar Guðmundsson UÍA og Oddný Ámadóttir ÍR í spretthlaup, Gunnlaugur Grettisson ÍR í há- stökk, Martha Emstdóttir ÍR og Már Hermannsson UMFK í lang- hlaupum, Pétur Guðmundsson HSK í kúluvarp og íris Gröntfeldt UMSB í spjótkast. Tíundi keppandinn verður milli- lengdahlaupari, sem valinn verður að loknu úrtökuhlaupi, sem fram fer í næstu viku. Keppa því tíu fijálsíþróttamenn á Smáþjóðaleik- unum og nær allir keppa þeir á alþjóðlegu fijálsíþróttamóti í Ni- kósíu viku eftir að leikunum lýkur, eða 28. maí. Aðstoðarmenn íþrótta- mannanna verða Guðmundur Karls- son, landsþjálfari FRÍ, og Ágúst Ásgeirsson, formaður FRÍ. Fimm æfa í London FIMM tugþrautarmenn halda í dag til London þar sem þeir munu dveljast við œfingar á Crystal Palace-frjálsíþrótta- vellinum næstu tvær vikurnar. Er það liður í sérstöku átaks- verkefni Frjálsíþróttasam- bandsins í fjölþrautarmálum. Sexmenningamir eru Jón Amar Magnússon HSK, Auðunn Guðjónsson HSK, Gísli og Gunnar Sigurðssynir UMSS og Unnar Vil- hjálmsson UÍA. Þeim til aðstoðar í æfíngaferðinni verður Þráinn Haf- steinsson þjálfari, sem veitir tug- þrautarverkefninu forystu ásamt Emi Eiðssyni, heiðursformanni FRÍ og Sigurði Bjömssyni, heiðursfé- laga FRÍ. Þá hélt sjötti tugþrautarmaður- inn, Stefán Þór Stefánsson ÍR, einn- ig nýlega utan til æfínga, en hann dvelst þeirra erinda í Bandaríkjun- um næstu sex vikumar. Firmakeppni Knattspyrnudeild Breiðabliks heldur sína árlegu firma- keppni í innanhússknattspyrnu dagana 7., 8. og 9. apríl í íþróttahúsi Digraness. Leikið samkvæmt nýjum reglum K.S.Í. um innanhússknattspyrnu. Þátttaka tilkynnist eigi síðar en 3. apríl til Ara s. 687600 og Björn Þór s. 691175. Þátttökugjald kr. 6500. Mótsstjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.