Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 Vestræn sjónarmið ryðja sér til rúms í viðræðum um hefðbundinn vígbúnað eftirJón Baldvin Hannibalsson Síðustu sex mánuðir hafa verið óvenju viðburðaríkur tími á sviði vígbúnaðarmála í Evrópu. Hápunkti var að vissu leyti náð hinn 9. mars sl., en þá hófust í Vínarborg viðræð- ur 23 rfkja Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins um niður- skurð hefðbundinna vopna og við- ræður 35 þátttökuríkja Ráðstefn- unnar um öryggi og samvinnu í Evrópu um traustvekjandi aðgerðir. Ein af forsendum þess að takast megi að semja um raunhæfa fækk- un hefðbundinna vopna á megin- landi Evrópu er að ekki beri of mikið á milli í gagnkvæmum sam- anburði bandalaganna tveggja á styrkleika þeiira á hernaðarsviðinu. Mun ég hér á eftir leitast við að gera grein fyrir þeim niðurstöðum, sem nýlegar kannanir hafa leitt í ljós, en mikilvægt er að staðreyndir málsins séu hafðar til hliðsjónar í almennri umræðu um efnið. Samanburður Atlants- hafsbandalagsins Allt frá því að utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins lögðu til á fundi sínum í Brussel 1986 að efnt yrði til viðræðna við Varsjárbanda- lagið innan ramma Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu um takmörkun hefðbundins vígbún- aðar hefur Atlantshafsbandalagið lagt höfuðáherslu á nauðsyn þess að dregið yrði úr getu Varsjár- bandalagsins til skyndiárása og stórsókna á meginlandi Evrópu. Bandalagið hefur jafnframt litið svo á að nákvæmar, sannprófanlegar upplýsingar um hersveitir og vígbúnað bandalaganna tveggja væru forsenda þess að hægt væri að gera marktækt samkomulag um jafnvægi á sviði hefðbundins vígbúnaðar. Samanburðarskjal Atltanshafs- bandalagsins frá 25. nóvember sl. markaði afgerandi pólitískt frum- kvæði af hálfu Atlantshafsbanda- lagsins. Skjalinu var ætlað að leggja grunninn að frjálslegri skiptum á upplýsingum um hermál en áður hafði tíðkast. í því var að finna tölur í töfluformi yfir landheri og flugvélar, en þar sem ekki var gert ráð fyrir sjóheijum sem slíkum í drögum að erindisbréfi ofan- greindra viðræðna í Vín voru þeir ekki taldir með. Samanburður bandalagsins (sjá töflu I) benti til að Varsjárbanda- lagið hefði verulega yfirburði með tilliti til vopna, sem helst eru til þess fallin að hemema og halda landsvæði, en í þeim hópi eru skrið- drekar, stórskotalið og brynvarðir vagnar. I skjali Atlantshafsbandalagsins var skorað á Sovétmenn og banda- menn þeirra að fylgja fordæmi Atl- antshafsbandalagsins og leggja fram upplýsingar um herafla þeirra í Evrópu. Einnig var minnt á mikil- vægi þess að gera grein fyrir skil- greiningum og talningarreglum sem notaðar væru. Einhlíða ákvörðun Gorbatsjovs Sama.nburðarskjal Atlantshafs- bandalagsins hlaut tæpast full- nægjandi umfjöllun fjölmiðla á Vesturlöndum. Öðru máli gegndi um ræðu Gorbatsjovs á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna 7. des- ember sl., en I ræðunni tilkynnti Sovétleiðtoginn um umtalsverðan niðurskurð heija Sovétmanna í Austur-Evrópu og Asíu á næstu tveimur árum. Tekið var fram að ákvörðunin væri einhliða og væri hún ekki á nokkum hátt tengd Tafla I Samanburður á styrk Atlantshafsbandalagsins og Var- sjárbandalagsins á sviði hefðbundins herafla innan svæðisins frá Úralfjöllum til Atlantshafs. Tegund Nato Varsjárbl. Hlutfall Skriðdrekar 16.424 51.500 1:3.1 Stórskotaliðseiningar 14.458 43.400 1:3.0 Brynvarðir vagnar fyrir fótgönguliðið 4.153 22.400 1:5.4 Önnur brynvarin tæki 35.351 71.000 1:1.5 Þyrlur 2.419 3.700 1:1.5 Brúareiningar 454 2.550 1:5.6 Orrustuflugvélar 3.977 8.250 1:2.1 Tafla II Samanburður á styrk Atlantshafsbandalagsins og Var- sjárbandalagsins á sviði hefðbundins herafla innan svæðisins frá Úralfjöllum til Atlantshafsins eftir að til- kynntur niðurskurður Gorgbachevs hefur komið til fram- kvæmda. Tegund Nato Varsjárbl. Hlutfall Skriðdrekar 16.424 41.500 1:2.5 Stórskotaliðseiningar 14.458 34.900 1:2.4 Orrustuflugvélar 3.977 7.450 1:1.9 væntanlegum viðræðum í Vín um jafnvægi á sviði hefðbundinna heija. Akvörðun Gorbatsjovs var fagn- að sem skrefí í rétta átt í öllum aðildarríkjum Atlantshafsbanda- lagsins. Var henni tekið sem merki um að Sovétmenn væru loks reiðu- búnir að fallast á það sjónarmið Vesturlanda að herir Varsjárbanda- lagsins væru langt umfram það sem talist gæti nauðsynlegt frá sjónar- hóli eigin landvama. Þrátt fyrir að yfírlýsingin hafí að vissu leyti markað þáttaskil, ber að hafa hugfast að niðurskurður Gorbatsjovs kemur ekki til með að breyta í gmndvallaratriðum því ójafnvægi sem nú ríkir á sviði hefð- bundinna heija í Evrópu. Samdrátt- urinn mun ekki draga verulega úr allsheijarmætti Varsjárbandalags- ins á hemaðarsviðinu, auk þess sem enn er allt á huldu um tryggilegt eftirlit með framkvæmd niður- skurðarins. Svo dæmi sé tekið, mun fækkun skriðdreka um 10.000 á svæðinu frá Atlantshafi til Úral- fyalla þýða að Sovétmenn munu enn halda eftir sex sinnum fleiri skrið- drekum en nokkurt eitt ríkja Atl- antshafsbandalagsins og yfírburðir Varsjárbandalagsins í heild verða áfram meiri en 2:1 á þessu sviði (sjá töflu II). Síðan Gorbatsjov flutti ræðu sína í desember hafa Sovétmenn veitt ítarlegri upplýsingar um hvað nið- urskurðurinn hefur í för með sér. Ennfremur hafa Austur-Þýskaland, Pólland, Tékkóslóvakía, Búlgaría og Ungveijaland tilkynnt að þau muni hvert með sínum hætti draga saman seglin á sviði hemaðarmála næstu tvö árin. Samanburður Varsjár- bandalagsins Skjal Varsjárbandalagsins, sem gefíð var út í Sofía 29. janúar síðastliðinn, ber heitið „Yfirlýsing nefndar vamarmálaráðherra Var- sjárbandaiagsins um samsvörun herstyrks og vigbúnaðar Varsjár- bandalagsins og Atlantshafsbanda- lagsins í Evrópu og á hafínu í kring“. Eins og titillinn ber með sér er skjal Varsjárbandalagsins frá- brugðið samanburðarskjali Atlants- hafsbandalagsins frá í nóvember. Skjal Varsjárbandalagsins er yfír- gripsmeira. Fjallar það um „her- Jðn Baldvin Hannibalsson „Frá sjónarhóli íslend- inga og bandamanna þeirra í Atlantshafs- bandalaginu skiptir það mestu máli að saman- burðarskjal Varsjár- bandalagsins staðfestir það sem sérfræðingar Atlantshafsbandalags- ins hafa sagt um árabil — að Varsjárbandaiag- ið hefiir umtalsverða yfirburði í tækjabúnaði landherja, í skriðdrek- um, stórskotaliði og brynvörðum vögnum.44 styrk og vígbúnað" almennt og er ekki einskorðað við hefðbundinn vígbúnað á landi innan svæðisins frá Úralfjöllum til Atlantshafsins. Tölur Varsjárbandalagsins taka þannig einnig til sprengjuflugvéla, skotbúnaðar fyrir skammdrægar eldflaugar og sjóheija, en allir þess- ir flokkar em undanþegnir í erindis- bréfí viðræðnanna í Vín um niður- skurð hefðbundins vígbúnaðar. Aðalatriðin í skjali Varsjárbanda- lagsins em eftirfarandi: — Fjalla verði um samanburð á herstyrk bandalaganna tveggja í sem víðustu samhengi. Raunhæft mat á gagnkvæmum herstyrk þeirra hljóti að taka til allra þátta vígbúnaðar; landherja, flugheija, loftvamarliðs og sjóhetja. — Varsjárbandalagið telur að jafnræði ríki með bandalögunum tveimur á sviði land- og flug- heija, en að Atlantshafsbanda- lagið hafi tvöfalt meiri styrk á sviði sjóheija. — Atlantshafsbandalagið hafi yfírburði hvað snertir sprengju- flugvélar í fremstu víglínu, orr- ustuþyrlur og eldflaugar til gagn- hemaðar gegn skriðdrekum. — Hvað varðar vígbúnað á höfunum njóti Atlantshafsbanda- lagið yfirburða á sviði orrustu- flugvéla um borð í skipum og stórra skipa, þ.m.t. flugstöðvar- skipa og beitiskipa. — Varsjárbandalagið ber efri skjöld í samanburði á skriðdrek- um, skotpöllum fyrir skamm- drægar eldflaugar, flugvélum til loftvama, brynvörðum vögnum, stórskotaliði og kafbátum sem flutt geta eldflaugar og djúp- sprengjur. — I heild ríki nokkum veginn jafnræði með bandalögunum tveimur. Erfítt er um vik að bera saman niðurstöður samanburðar Atlants- hafsbandalagsins annars vegar og Varsjárbandalagsins hins vegar. Ber fyrst að nefna að notaðar em mismunandi skilgreiningar og taln- ingarreglur. Svo dæmi sé tekið, skilgreinir Varsjárbandalagið stórskotaliðs- vopn, gagneldflaugar gegn skrið- drekum, brynvarða vagna og orr- ustuþyrlur með öðmm hætti en Atlantshafsbandalagið. í skjali Atl- antshafsbandalagsins taka þannig töflur yfír stórskotalið einungis til fallbyssna með 100 mm hlaupvídd, en töflur Varsjárbandalagsihs ná til fallbyssna með 75 mm hlaupvídd. Skilgreining þeirra á skriðdrekum er einnig víðari en hjá Atlantshafs- bandalaginu og þannig mætti lengi telja. Alþjóðastarfslið Atlantshafs- bandalagsins hefur þó freistað þess að gera raunhæfan samanburð með því að færa talningarreglur Atlants- hafsbandalagsins eftir megni til samræmis við reglur Varsjárbanda- lagsins. Niðurstöður samanburðar- ins sýna að Atlantshafsbandalagið stendur Varsjárbandalaginu eftir sem áður langt að baki með tilliti til mest ógnvekjandi árásarvopna. Annað sem veldur því að örðugt er að gera raunhæfan samanburð er að Varsjárbandalagið telur með vopn, sem em utan svæðisins frá Atlantshafí til Úralfjalla, og teg- undir vopna, sem gagngert em úti- lokaðar í erindisbréfí viðræðnanna í Vín, eins og áður segir. Frá sjónarhóli íslendinga og bandamanna þeirra í Atlantshafs- bandalaginu skiptir það mestu máli að samanburðarskjal Varsjár- bandalagsins staðfestir það sem sérfræðingar Atlantshafsbanda- lagsins hafa sagt um árabil — að Varsjárbandalagið hefur umtals- verða yfírburði í tækjabúnaði land- heija, í skriðdrekum, stórskotaliði og brynvörðum vögnum. Staðhæfíng Varsjárbandalagsins um að jafnræði sé nokkmn veginn með bandalögunum tveimur á ekki við rök að styðjast. Nægir að benda á að töflur Varsjárbandalagsins blanda saman tveimur ósambæri- legum tegundum vopnaviðbúnaðar. Heijir Varsjárbandalagsins — og Sovétríkjanna sérstaklega — búa yfír getu til að hrifsa til sín land á skömmum tíma og veijast því að láta það af hendi. Slíkan vígbúnað og vamamppbyggingu heija Atl- antshafsbandalagsins, sem meðal annars eiga að gera því kleift að halda uppi framvömum og flytja liðsauka yfir hafið með skjótum hætti á ófriðartímum, er ekki hægt c ð leggja að jöfnu. Eigi að síður ber að fagna því að Varsjárbandalagið hefur að lok- um orðið við áskomnum Atlants- hafsbandalagsins um aukin og frjálsari skipti á upplýsingum um hermál. Samanburðarskjalið er vandaðasta og yfírgripsmesta fram- lag Varsjárbandalagsins í umræð- unni til þessa. Kemur það án efa til með að auðvelda samningavið- ræður í Vín og gefa ljósari mynd af aðferðum til að meta herstyrk bandalaganna tveggja. Vonir em nú við það bundnar að árangurs verði ekki langt að bíða á fundunum í Vín. Fyrstu til- lögur Sovétmanna í 23 ríkja hópn- um benda til að brúa megi bilið milli bandalaganna tveggja. Við upphaf víðræðnanna lýstu þeir sig hlynnta vemlegri fækkun landheija og sprengjuflugvéla á næstu þrem- ur ámm, sem myndi þýða að vígbúnaður bandalaganna tveggja á þessu sviði yrði að tímabilinu lo- knu 10—15% undir mörkum núver- andi vígbúnaðar Atlantshafsbanda- lagsins. Tillagan er góðs viti og bendir til að Varsjárbandalagið sé að lokum að nálgast þau megin- sjónarmið sem vestræn lýðræðisríki hafa haldið á lofti í viðræðum um hefðbundinn vígbúnað um margra ára skeið. Höfundur er utanríkisráðherra. Hlutur innlends fóðurs hefiu* aukist - segir Hjörleifiir Jónsson forstjóri Fóðurblöndunnar hf. HLUTUR innlends fóðurs heftir aukist verulega S kjarnfóður- blöndunum sem framleiddar eru hér á landi. Jafiiframt heftir innflutningur á tilbúnum kjarn- fóðurblöndum minnkað ár frá ári en fóðurblöndunarstöðvarn- ar aukið sinn hlut í markaðnum að sama skapi, að sögn Hjörleifs Jónssonar forstjóra Fóðurbl- öndunnar hf. Hjörleifur sagði að í umræðunni sem verið hefði að undanförnu um þá spumingu hvort rétt væri að framleiða t.d. egg og kjúklinga hér á landi vegna þess að fuglarnir væru aldir á innfluttu fóðri hefði gætt nokkurs misskilnings. Hann nefndi sem dæmi að hlutur erlends hráefnis f útsöluverði varpfóðurs væri nú innan við 15% en hlutur innlendu hráefnanna rúm 20%. Hlutur fóðurgjaldanna er stærstur, eða um þriðjungur af útsöluverði fóðursins. í holdafóðri er hlutur erlenda hráefnisins stærri, að sögn Hjörleifs, eða rúmur fímmtungur af útsöluverðinu, en innlenda hrá- efnisins innan við 10%. í þeirri blöndu vega fóðurgjöldin þijú sem lögð eru á fóðrið 38,5%. í venju- legri kúafóðurblöndu er hlutur er- lenda hráefnisins innan við 15% en þess innlenda tæplega 31%. Fóðurgjöld eru rúm 24% af útsölu- verði kúafóðurblöndu. Frá 1984 heftir sala á innflutt- um tilbúnum fóðurblöndum minnk- að úr 11.316 tonnum í 1.901 tonn, að sögn Hjörleifs. Á sama tíma hefur framleiðslan innanlands auk- ist úr 8.243 tonnum í 14.670 tonn. Hjörleifur sagði að ástæðan fyrir þessum umskiptum væri sú að bændur væru famir að treysta inn- lendu blöndunum. Þær væru sam- keppnisfærar við innfluttninginn auk þess sem hér væm ýmis ágæt hráefni sem gerði blöndumar að sumu leyti betri. 4 srú ttHBRN s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.