Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 \ Aðalbjöm Arngríms- son - Kveðjuorð Fæddur 8. mars 1907 Dáinn 23. janúar 1989 Móðir hans var Kristbjörg dóttir Sigfúsar Vigfússonar bónda í Hvammi í Þistilfírði og konu hans Aðalbjargar Jónasdóttur systur Að- alsteins í Hvammi. Amgrímur faðir hans var sonur Jóns Samsonarsonar bónda og skálds á Hávarðsstöðum og Ólafar Amgrímsdóttur konu hans. Þau hjónin áttu tvö böm. Aðalbjöm og Ólöfu, konu Jóhanns Lúthers Grímssonar í Tunguseli. Dvelur hún nú á sjúkrahúsi á Húsavík. Amgrímur í Hvammi var orðlagð- ur smiður bæði á tré og jám, og stundaði smíðar jafnhliða búskapn- um og féll aldrei verk úr hendi. Ungur heyrði Aðalbjöm hamars- höggin frá smiðju föður síns og hann sá skeifumar og ljábakkana verða til. Hann heyrði í söginni þegar fað- ir hans var að saga rekatrén, sem Amgrímur hafði sótt á sleðum út á Langanes eða austur í Fell. Aðal- bjöm fylgdist með því þegar ná- grannar og sveitungar komu með bilaða eða hálf ónýta hluti og faðir hans fann alltaf einhver ráð til að endurbæta þá og gera aftur eins og nýja. Aðalbjöm var 11 ára þegar faðir hans tók salthúsið í Heiðarhöfn og flutti það í heilu lagi á sleðum til Þórshafnar og gekk þar frá því á steyptum gmnni. Amgrímur hafði byggt sér tvílyft timburhús. Um þetta leyti tók hann neðri hæðina undan þeirri efri og lét hana síga niður á grunninn. Þessar og þvflíkar uppfínningar, marghátt- uð úrræði, vinnulag og dugnaður Amgríms urðu Aðalbimi ævarandi hvatning og gáfu hugmyndum hans byr undir báða vængi. Aðalbjöm var í bamaskóla hjá Halldóri Benediktssyni á Hallgils- stöðum, og eftir fermingu sótti hann tíma til Halldórs, sem hélt uppi ungl- ingakennslu öðru hvoru á vetmm. Aðalbjöm mun hafa notið vel þessar- ar stuttu skólagöngu og búið að henni lengi, enda ástundun og náms- hæfíleikar í besta lagi. M.a. fékk hann tilsögn í orgelleik hjá Halldóri, og átti lengst af orgel og spilaði jöfnum höndum eftir nótum eða eyr- anu. Aðalbjöm var ungur þegar hann fór að sækja bækur í lestrarfélagið. Snemma fór hann að lesa tímarit og dagblöð og fylgjast með því, sem var að gerast í kringum hann, bæði í félagsmálum og stjómmálum, og lét ekki fram hjá sér fara fréttir af vélum og tækninýjungum. Fram undir tvítugsaldur vann Aðalbjöm öll venjuleg störf við bú foreldra sinna og lærði þær vinnuað- ferðir sem notaðar höfðu verið um aldir. Hann var karlmenni að burð- um og afkastamaður að hveiju sem hann gekk, m.a. mikill sláttumaður og léttstígur og þolinn göngumaður. Margháttuð vinsamleg samvinna var með þeim bændum í Hvammi og gekk mikið undan þeim þegar þeir gengu allir að einu verki. Þau kynni vom mikilsverð lífsreynsla fyrir ungan hugsjóna- og athafna- mann. Árið 1928, 4. apríl, giftu þau sig Aðalbjöm og Jóhanna María Jóns- dóttir, sem verið hafði kaupakona í Hvammi, ættuð úr Vopnafírði. Þeim hjónum varð fjögurra bama auðið: Jón, flugvallarstjóri, Þórshöfn, kvæntur Huldu Ingimars. Böm 3 dætur og 3 synir. Ari bóndi í Hvammi, d. 4. mars 1986. Ekkja hans er Hanna Sigfúsdóttir. Böm 3 dætur og 3 synir, tveir þeirra nú dánir. Guðrún Ragnhildur, d. 1944. Aðalbjöm Amar ýtustjóri og vélavið- gerðarmaður, Þórshöfn. Kvæntur Sigríði Andrésdóttur. Böm 1 dóttir og 2 synir. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau Aðalbjöm og María á smíðahúslofti Amgríms, þar til að þeir feðgar byggðu íbúðarhús 1936 sem ennþá er búið í. Aðalbjörn byggði útihús og tók mikið land til ræktunar. Vorið 1931 réðst Aðalbjöm vél- stjóri ásamt Snorra Amfínnssyni á dráttarvél sem Búnaðarsamband Norður-Þingeyinga átti. Þeir fóru bæ frá bæ í Þistilfírði og unnu mest allan sólarhringinn framan af sumr- inu. Þeir félagar unnu af miklu kappi, plægðu og herfuðu móana, margar dagsláttur í stað. Þetta var í fyrsta skipti sem dráttarvél kom í sveitina. Það fór fagnaðaralda um byggðina og fólkið sá fram á bylt- ingu í jarðrækt og heyöflun. Þetta verkefni átti mjög vel við Aðalbjöm. Næstu árin var hann oft til kvaddur að leiðbeina þeim, sem áttu að vinna með vélina eða gera við bilanir. Þessa dráttarvél eignaðist Aðalbjöm þegar hún var 15 ára gömul. Aðalbjöm varð manna fyrstur hér um slóðir að fá sér útvarpstæki. Laust eftir 1930 var hann á stuttu námskeiði í Reykjavík til þess að kynna sér útvarpsvirkjun, rafmagn o.fl. í sambandi við vélar og tæki. Þegar heim kom fór hann að setja upp viðtæki fyrir fólk og gera við þegar eitthvað bilaði. Fór hann oft gangandi, áður en bílar komu til sögunnar, vestur allan fjörð, út á Langanes eða austur á Strönd. Varla munu allar þessar ferðir hafa verið greiddar eftir taxta. Um 1940 fékk Aðalbjörn fyrstu vindrafstöðina. Næstu árin komu allmargar slíkar stöðvar í byggðar- lagið. Það varð hlutskipti Aðalbjöms að setja þær upp og leggja rafleiðsl- ur um íbúðar- og útihús. Hann varð þess aðnjótandi að verða fyrstur manna til að tendra rafljós á mörg- um bæjum í fæðingarsveit sinni. Á þessum ámm gerði Aðalbjöm ítrekaðar tilraunir heima í Hvammi til að virkja bæjarlækinn en það reyndist erfítt að ráða við vatnið í lausum jarðvegi. Árið 1946 fékk Aðalbjöm fyrsta Willýs-jeppann, sem kom hér í sveit- ina. Vom það mikil viðbrigði fyrir mann, sem vildi vera og þurfti að vera fljótur í ferðum. Sumarið 1947 fór Aðalbjöm á landbúnaðarsýningu í Reykjavík. Þar sá hann grænt og vel verkað súgþurrkað hey. Fór hann þá upp í Mosfellssveit á tvo bæi þar sem súg- þurrkunartæki vom í gangi og fékk að skoða þau vandlega og ræða við bænduma. Þegar heim kom byijaði hann strax á því að ganga frá súg- þurrkunartækjum í hlöðu sinni og lét gömlu dráttarvélina drífa blásar- ann. Varð hann fyrstur manna hér í sýslu til þess að notfæra sér þessa mikilsverðu nýjung. Allmargir sveit- ungar hans og nágrannar fengu sér súgþurrkunartæki næstu árin og hjálpaði hann mörgum að ganga frá þeim. Árið 1947 keypti Aðalbjöm sam- komuhúsið Sólbakka á Þórshöfn af Ungmennafélagi Langnesinga. Rak hann þetta hús til 1954 að það brann. Byijaði hann fljótlega að sýna þar kvikmyndir, fyrstur manna á Þórshöfn. Um 1950 verða þáttaskil í lífi t Útför eiginmanns míns, BJÖRNS GUÐMUNDSSONAR, Klapparstíg 9, Reykjavfk, verður gerð frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 28. mars kl. 13.30. Guðlaug Markúsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, , VILHJÁLMUR KRISTINN EINARSSON, Traðarhúsi, Eyrarbakka, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 25. mars kl. 14.00. Eydís Vllhjálmsdóttir, Fryolf Nilssen, Kristfn Vllhjálmsdóttir, Jón Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför bróður okkar og frænda, BOGA VIGGÓS BOGASONAR fyrrum bónda, Varmadal, Rangðrvöllum, fer fram frá Oddakirkju laugardaginn 25. mars kl. 14.00. Valgerður Bogadóttir, Slgrfður Bogadóttir og vandamenn. t Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins mfns, föður okkar, tengdaföður og afa, BÁRÐAR MAGNÚSSONAR frá Steinum. Anna Slgurgelrsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, DANÍELS H. JÓNASSONAR, Bólstaðarhlfð 40. Sórstakar þakkir færi ég Féiags- og þjónustumiðstöð aldraðra Bólstaðarhlíð 43. Valborg K. Jónasson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, bróður, tengdaföður og afa, elIasar guðmundssonar, Sólvangi. Innilegar þakkir færum við læknum og starfsfólki Sólvangs. Fyrir hönd systkina og barnabarna. Sigþór Elfasson, Elfsabet Elfasdóttir, Jón Halldór Bjarnason. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð viö andlát og útför DAGBJARTAR HALLDÓRSDÓTTUR Þorlákshöfn. Sórstakar þakklrtil starfsfólks delldar 4-B Hrafnistu Hafnar- flrðl fyrirgóða umönnun. Guðrún Bjarnadóttlr, Ása Bjarnadóttir, Jóhanna Þórisdóttir og aðrir aðstandendur. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöföa 4 — Sími 681960 Aðalbjöms. Þau hjónin skilja og hann flytur til Þórshafnar og vinnur þar ýmis störf næstu árin, en María hélt heimili fyrir böm sín og tengda- föður á Hvammi við vinsældir og myndarskap eins og áður, og Ari sonur þeirra sá um búskapinn. Árið 1952, 7. maí, giftist Aðal- bjöm Gyðu Þórðardóttur Oddgeirs- sonar prófasts á Sauðanesi og Þóru Ragnheiðar Þórðardóttur konu hans. Bjuggu þau sér vistlegt heimili að Vesturvegi 3, Þórshöfn. Gyða hefur lengi unnið við afgreiðslu hjá Kaup- félagi Langnesinga og var um skeið deildarstjóri í vefnaðarvörudeild. Um þessar mundir vom flugsam- göngur að hefjast við ýmsa staði á landinu. Svo sem vænta mátti hafði Aðalbjöm brennandi áhuga á því að flugvélar gætu haft viðkomu í hérað- inu. Hann leitaði að flugvallarstæði og valdi sjávarbakkana norðan við Sauðanes, þar sem flugvöllurinn er nú. Mældi hann og merkti fyrir flug- braut, tíndi burtu gijót og jafnaði brautina svo að flugvélar gátu lent. Þessa vinnu lagði hann fram endur- gjaldslaust. Það var 1952 eða 1953 sem Björn Pálsson flugmaður varð fyrstur til þess að lenda á þessum velli í sjúkra- flugi. Næstu árin lenda þama flug- vélar öðm hvom. Aðalbjöm vann af kappi að því að fá opinber framlög til að endur- bæta aðstöðuna á vellinum. Árið 1955, 16. júní, lenti flugvél frá Flug- félagi íslands á Sauðanesflugvelli og var það upphaf að reglubundnu áætlunarflugi, fyrst einu sinni í viku. Það kom af sjálfu sér að Aðalbjöm varð flugvallarstjóri og gegndi því starfi þar til Jón sonur hans tók við því 1978. Aðalbjörn var félagsmálamaður, sérstakur áhugamaður um öll þau mál, sem hann taldi horfa til um- bóta og framfara. Hann var með afbrigðum hugmyndaríkur, fljótur að átta sig á málum og mynda sér ákveðnar skoðanir á þeim, og skýra þær fyrir öðmm, óragur að halda þeim fram hvar og hvenær sem var, málefnalegur og samvinnufús, átti létt með að tala á fundum, var ágæt- ur hagyrðingur og flutti bundið mál við ýmis tækifæri. Aðalbjöm var lengi í stjóm Klak- félags Þistilflarðar, sem starfaði á ámnum 1933 til 1948. Hann var í stjóm Búnaðarfélags Þistilfjarðar á ámnum 1945 til 1952. Hann var nokkur ár í stjórn Fiskiðjusamlags Þórshafnar, félagsmaður í Kaup- félagi Langnesinga frá unglings- ámm til æviloka, lengst af fulltrúi á aðalfundum og stjómamefndar- maður frá 1948 til 1984 eða lengur en nokkur annar. Við þessi leiðarlok koma í hugann margar ánægjulegar minningar frá löngu liðnum dögum þegar þeir feðg- ar Amgrímur og Aðalbjöm komu á heimili foreldra minna og Þorsteins frænda míns. Þegar Amgrímur kom röðuðum við okkur í kringum hann og hlustuðum á sögur hans. Tungu- takið var rammíslenskt og þróttmik- ið, svo að unun var á að hlýða. Það kom oft fyrir í góðu færi að vetri að Aðalbjöm kom gangandi beint yfir ásana frá Hvammi að Holti og gekk hratt. Hann var þá ungur maður. Léttur hressandi blær fylgdi gestinum í hlað. í stofu hóf- ust líflegar viðræður um margvíslegt efni, hugsjónir og framfaramál, fé- lags- og samvinnumál, stjómmál og nýja véla- og tækniöld, sem var að keyra í garð. Aðalbjöm sá þá fyrir sér ýmsa þá hluti, sem nú em orðn- ir að veruleika. Það skiptast á skin og skúrir í lífi manna. Laust eftir fermingarald- ur missti Aðalbjöm móður sína og bæði tvíburasystkinin Guðrúnu Ragnhildi, myndarstúlku aðeins 14 ára, 1944 og Ara bónda í Hvammi 1986, vinsælan hæfíleikamann, sem allir harma. Síðustu árin átti Aðalbjöm við vanheiisu að stríða og kona hans hjúkraði honum heima af alúð og þolinmæði þar til hann fór á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri og dvaldi þar á þriðja ár uns yfír lauk 23. janúar sl. Útför fór fram að Sauðanesi 31. jánúar sl. að viðstöddu fjölmenni. Um leið og ég minnist nágranna og vinar með þakklátum huga sendi ég Gyðu og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur. Þórarinn Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.