Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 ATVIN N U A UGL YSINGAR Auglýsingastofa Óskum að ráða textagerðarmann/hug- myndasmið til starfa hjá einni að virtari auglýsingastofunum í Reykjavík. Starfssvið: Starfið felst í mótun og útfærslu hugmynda jafnt fyrir auglýsingar í prentmiðla og Ijósvakamiðla. Við leitum að: Hugmyndaríkum og drífandi einstaklingi, sem getur starfað sjálfstætt og skipulega í erilsömu umhverfi. Viðkomandi þarf að hafa mjög gott vald á íslensku máli og faglegan metnað. í boði eru: Góð launakjör og fyrsta flokks vinnuaðstaða á góðum stað í borginni. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar: „Auglýsingastofa". Umsóknarfrestur er til 1. apríl nk. Hagvangurhf Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir BORGARSPÍTALINN LADSAR STÖDUR Lausareru stöður hjúkrunarfræðinga á endurhæfinga- og taugadeild Borgarspítalans (Grensásdeild), á lyflækningadeild, á hjartadeild E-6. Skipulagður aðlögunartími. Vinnutími og starfshlutfall samkomulagsatriði. Möguleikar á dagvistun barna. Lausar eru stöður sjúkraliða: Á geðdeild Borgarspítalans A-2, á hjúkrunar- og endurhæfingadeild E-63. Skipulagður aðlögunartími. Vinnutími og starfshlutfall samkomulagsatriði. Einnig eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á hinum ýmsu deildum spítal- ans til sumarafleysinga. Nánari upplýsingar gefur Erna Einarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri starfsmanna- þjónustu, í síma 696356. Foreldrarekið dagheimili Næstkomandi sumar tekur til starfa 30-35 barna dagheimili, miðsvæðis í Reykjavík. Óskum að ráða í eftirtaldar stöður: Forstöðumann/fóstrur, þrjár til fjórar stöð- ur. Aðstoðarfólk/ræsting/matseld, þrjár til fjórar stöður. Einstakt tækifæri fyrir áhuga- samt fólk að vera með í uppbyggingu dag- heimilis. Nánari upplýsingar í símum 29317 og 21837. Umsóknarírestur er til 10. apríl. Umsóknum með upplýsingum um fyrri störf og menntun skal skilað til skrifstofu Læknafélags Reykjavíkur, Domus Medica, merktum: „Barnaheimili". Heimilisaðstoð Starfsmaður óskast til heimilisaðstoðar á Seltjarnarnesi nú þegar. Upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 612100. Tómstundafulltrúi Norræna félagið á íslandi auglýsir laust til umsóknar starf tómstundafulltrúa vegna NORDJOBB. Staríssvið tómstundafulltrúa verður að skipuleggja tómstundastarí nprrænna ung- menna, sem koma til staría á íslandi á kom- andi sumri á vegum Nordjobb. Um er að ræða ferðalög, samkomur, fræðslufundi o.fl. Tómstundafulltrúi verður einnig verkefna- stjóra Nordjobb til aðstoðar við önnur störí á vegum Nordjobb. Starfstímabil tómstundafulltrúa verður frá miðjum maí-mánuði til miðs ágúst-mánaðar 1989. Um er að ræða fullt starí á þessu tíma- bili, en starfið mun að nokkru leyti falla utan venjulegs vinnu- og viðverutíma. Laun eru samkomulagsatriði. Nauðsynlegt er, að tóm- stundafulltrúi hafi yfir bifreið að ráða. Þeir, sem áhuga hafa á starfinu, verða að hafa til að bera góða kunnáttu í a.m.k. einu Norðurlandamáli öðru en íslensku, eiga auð- velt með að umgangast fólk og vera reiðu- búnir til þess að vinna samkvæmt sveigjan- legum vinnutíma, þar sem bæði getur verið um að ræða kvöld- og helgarvinnu. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal senda til Norr- æna félagsins, Norræna húsinu, 101 Reykjavík, fyrir 31. mars nk. Nánari upplýs- ingar um starfið veitir Sighvatur Björgvinsson í síma 10165 eða 73244 (heima). Norræna félagið. RORGARSPÍTALINN Lausar Slðdur Hjúkrunarstjórn Staða hjúkrunarframkvæmdastjóra við Geðdeild Borgarspítalans Starfið er mjög sjálfstætt og felst í skipulagn- ingu hjúkrunar með tilliti til gæða og afkasta hjúkrunarþjónustunnar. Hæfniskröfur eru víðtæk fagleg þekking á sviði geðhjúkrunar auk stjórpunarlegrar menntunar og reynslu í þjónustu við geð- sjúka. Umsóknarfrestur er til 26. apríl 1989. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra, Sigfríði Snæ- björnsdóttur, sem veitir nánari upplýsingar í síma 696350. Laus staða Laus er til umsóknar staða skólastjóra Æf- ingaskóla Kennaraháskóla íslands. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi, eða framhaldsnámi, sem ásamt starís- reynslu er unnt að meta jafngilt, og hafa til að bera staðgóða þekkingu á sviði uppeldis- og menntamála. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um náms- og starfsferil umsækjenda, vísindastörí og ritsmíðar skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 21. apríl nk. Menn tamálaráðuneytið, 21. mars 1989. Bifvélavirkjar Bifreiðaumboð óskar eftir að ráða bifvéla- virkja, vanan vörubílaviðgerðum, sem fyrst. Góð laun í boði. Umsóknir skilist á auglýsingadeild Mbl. fyrir fimmtud. 30. mars merktar: „B - 12615". Með allar umsóknir verður farið sem trúnað- armál og öllum umsóknum verður svarað. Mosfellsbær Blaðbera vantar í Bugðutanga í Mosfellsbæ. Upplýsingar í síma 666293. Forstöðumaður - dagvistarheimili Egilsstaðabær vill ráða forstöðumann að nýjum leikskóla og dagheimili frá 1. júní nk. eða síðar eftir samkomulagi. Góð vinnuað- staða. Við leitum að fóstru með nokkra starfsreynslu. Hefur þú áhuga á að búa og starfa í fallegum bæ úti á landi, þar sem eru góðir skólar og heilsugæsla, hitaveita og góðar samgöngur til allra átta? Hafðu þá samband við undirrit- aðan í síma 97-11166. Félagsmálastjóri. Útflutningur sjávarafurða Eitt af stærri útflutningsfyrirtækjum landsins óskar að ráða sölufulltrúa til staría. Viðkom- andi þarf að vera framtakssamur, hafa góða þekkingu á veiðum og vinnslu sjávarútvegs, ásamt því að geta unnið sjálfstætt. Reglu- semi áskilin. Góð málakunnátta nauðsynleg. Laun sam- kvæmt samkomulagi. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Umsóknum, þar sem fram koma upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf, skal skila fyrir 23. mars á auglýsingadeild Mbl. merktar: „Ú - 14253“. Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslustöðvum eru lausartil umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöðina á Djúpavogi. 2. Staða hjúkrunarforstjóra og hálf staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð- ina í Ólafsvík. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Hólmavík. 4. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina á Þórshöfn. 5. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Neskaupstað. 6. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina á Egilsstöðum. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöðina í Þorlákshöfn til styttri tíma, frá 15.05 til 30.11 1989. 8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöðvarnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. 9. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöðina í Keflavík. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamáiaráðuneytið, 15. mars 1989.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.