Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 STOHI STISS Vorum að fá útskornar ítalskar stofuklukkur, í þ nokkru úrvali Veröiö eralveg ótrúlegt Sjón er sögu ríkari FERMINGARÚR Eigum geysilegt úrval af fermingarúrum og öðrum gjöfum. Hermann Jónsson Úrsmidur Veltusundi 3 ( v/ Hallarisplan J Stmi 13014 Fossvogsdalur umferð - verndun Umhverfisvernd er mjög til umræðu hér á landi enda mál málanna um heim allan. Um- hverfisvernd nær ekki aðeins yfir landeyðingu til heiða og lífvera í hafinu, hún sriertir okkar nánasta umhverfi, landið sem við göngum á og loftið sem við öndum að okkur. Umhverfisvemd snýr að skipulagi í þéttbýli og ölhim umhverfis- málum og þau verða ekki aðgreind. Málin snerta alla íbúa þéttbýlis, bæði í sambýli þeirra hver við annan og við móður náttúru. hjá fólki, sem tengist þeim skólum sem starfræktir eru á þessu svæði, að fylgst er grannt með framvindu mála.“ „Ágreiningurinn hefur verið um framtíðamýtingu Fossvogsdals," hélt Kristján áfram, „hann snýst um það hvort leggja eigi stóran hluta dalsins undir hraðbraut og kljúfa þannig dalinn að endilöngu, eða hvort við ætlum að varðveita dalinn sem heild og nýta hann sem sameiginlegt útivistarsvæði. í Kópavogi hefur alltaf verið sam- staða í bæjarstjóm um að varðveita Fossvogsdal sem útivistarsvæði." Land á móti landi Höfuðborgarsvæðið fær stöðugt meiri stórborgarsvip, borg og bæir hafa stækkað og nánast vaxið sam- an og hefur þróunin verið svipuð hér og viða erlendis. Kópavogur er sá bær sem næstur liggur höfuð- borginni og tengir borgina við ná- grannabæjarfélögin í suðri með umferðaræðum sem liggja þvert í gegnum bæinn um gjána og um Reykjanesbraut. Bærinn er reyndar í annarri sýslu, hann er næst fjöl- mennasti bær landsins með rúmlega 15 þúsund íbúa. Kópavogsbær rís hátt, hann er að mestu reistur á miklu hamra- belti sem þótti lítt árennilegt hér áður fyrr. Hamramir em það enn. íbúamir geta verið fastir fyrir ef því er að skipta. I Kópavogi hefur þróast merkilegt samfélag þar sem reynt er að koma til móts við sem flestar þarfir íbúanna. Þeir sem búa utan bæjarmarka em, í augum bæjarbúa, einfaldlega „fyrir hand- an“ — hinumegin. Við litum inn hjá bæjarstjóra Kópavogs, Kristjáni Guðmundssyni, og ræddum við hann um umferðar- mál, landsvæðið á bæjarmörkum Kópavogs og Reylq'avíkur, Foss- vogsdalinn og umhverfisvemd. Lausnir í umferðarmálum Fossvogsdalur Kristján var spurður hvaða lausnir hann áliti eðlilegar í um- ferðarmálum. En það kom fram í viðtali við forstöðumann borgar- skipulags Reykjavíkur í Mbl. fyrir skömmu, að hann teldi lausnir á umferðarmálum borgarinnar bundnar lagningu akbrautar um Fossvogsdal. „Nú á milli jóla og nýárs fengum við samþykkt skipulag í Kópavogs- dalnum," sagði Kristján, og breiddi á borð kort af framtíðarskipulagi Kópavogs. „Við gerum okkur grein fyrir því að við emm hluti af stærri heild, fyrir sunnan okkur em Garð- bæingar og fyrir austan er Breið- holtshverfið. Það er gert ráð fyrir þvi að fjögurra akreina vegur, fyrir- hugaður Fífuhvammsvegur, verði lagður niður Kópavogsdalinn. Veg- urinn kemur til með að taka aðal umferðarþungann frá sunnanverðu Breiðholti og frá okkar byggð hér í Kópavogi. Umferðin mun koma inn á Hafnarfjarðarveg skammt frá Kópavogslæk og fara svo hér um gjána. Við höfum bent á að þessi vegur verði góð lausn fyrir alla umferð á þessu svæði." „Hvað Fossvogsdal snertir, þá hefur verið mjög ánægjulegt að sjá hve margir hafa vilja leggja mikið af mörkum til að Fossvogsdalur verði vemdaður," sagði Kristján. „Með vemdun er átt við að ekki verði lögð fyrirferðarmikil umferð- aræð um dalinn. Hér hafa verið skoðaðir ýmsir möguleikar til skipu- lagningar á dalnum og höfum við fengið að styðjast við hugmyndir Yngva Þórs Loftssonar landslags- arkitekts. Hann hefur gert mikla úttekt á dalnum, sem hann vann sem lokaverkefni við landslagsarki- tektaskólann í Guleph í Kanada, og hefur svæði verið kannað mjög vel. Þama eru möguleikar á að koma upp íþróttasvæði og athafnasvæði fyrir íþróttafélög og ýmiss konar útivistarsvæði." „Síðastliðið sumar var efnt til gróðursetningar í dalnum. Það var greinilegt að þeir vom margir, sem búsettir em beggja megin dalsins, sem leggja vildu málinu lið, þeir gerðu það með því að taka þátt í gróðursetningunni. Á þann hátt tjáði fólkið vilja sinn í þessu máli. Við höfum einnig orðið vör við það í tilefni af opinberri heirasókn bæjarstjórnar Þórshafnar í Færeyjura til Reykjavíkur:. Tónleikar í Langholtskirkju á skírdag og föstudaginn langa Jesus og Makedonarin á skírdag kl. 20.30 Á tónleikunum flytja um 70 færeyskir tónhstarmenn söngverkið „Jesus og Makedonarin“ (Jesús og maðurinn frá Makedóníu) eftir Pauh í Sandagerði og Sigmund Paulsen. Tónverk þetta var frumflutt í Þórshöfn á páskum 1984 í tilefni af afmæli Norrænahússins þar. Hugmyndina að verkinu átti borgarstjórinn í Þórshöfn, Paul Michelsen. Stflbrigði verksins eru margbreytileg, aht frá köflum í ætt við „rokktónhst“ til þátta sem byggja á hefðbundnari tónsmíðaaðferðum. Hljómsveitin er skipuð strengjum, blásurum og „rokkhljómsveit“, ásamt einsöngvurum og á fjórða tug kórsöngvara. Kanunerkór Þórshafnar á föstudaginn langa kl. 16.00 Kórinn hóf starfsemi sfna fyrir fjórum árum og er skipaður á fjórða tug söngvara. Söngskrá kórsins er fjölbreytt, jafnt lög frá Norðurlönd- um sem sígild kórverk og nútímaverk. Stjómandi er Ólafur Jpkladal. Öllum er heimill aðgangur á tónleikana meðan húsrúm leyfir. REYKJAVÍKURBORG Landssamband smábátaeigenda: Mótmæla frjálsu verði á grásleppuhrognum Stefiit að útflutningi á ferskum hrognum til Japans í vor Á FUNDI Verðlagsráðs sjávarútvegsins á mánudaginn varð samkomu- lag um ftjálst verð á grásleppuhrognum upp úr sjó í vor. „Við mótmæl- um ftjálsu verði á grásleppuhrognum aðallega vegna þess að víða á landinu vantar samkeppni um kaup á hrognunum og því er hætta á að menn fái ekki sanngjarnt verð fyrir þau,“ sagði Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í samtali við Morgun- blaðið. Öm sagðist vonast til að hægt yrði að flytja út fersk grásleppu- hrogn til Japans í vor með flugvélum Flying Tigers og Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins væri að reyna að auka geymsluþol hrognanna. Öm Pálsson sagði að samið hefði verið um að lágmarksverð fyrir hveija tunnu af fulluppsöltuðum hrognum yrði 1.100 þýsk mörk á þessu ári, eða sama verð og í fyrra. Landssamband smábátaeigenda hefði lagt til að í samræmi við þetta verð yrðu greiddar 161,66 íslenskar króuur fyrir kílógrammið af grá- sleppuhrognum upp úr sjó, miðað við 148,5 kg af blautum hrognum í hverri tunnu. „Við erum óhressir með að fulltrúar sjómanna og útgerðar- manna í Verðlagsráði skuli hafa sam- þykkt frjálst verð á hrognunum í stað þess að fara eftir okkar óskum um verðið," sagði Öm. Hann sagði að íslendingar og Kanadamenn veiddu um 80% af öll- um grásleppuhrognum. Verðmis- munur á íslenskum og kanadískum hrognum hefði verið orðinn allt of mikill. Kanadamenn hefðu þvf gefið íslendingum vilyrði fyrir því að verð á kanadískum hognum yrði hækkað á þessu ári um 15%, eða í 920 þýsk mörk fyrir tunnuna, ef verðið á íslensku hrognunum hækkaði ekki á árinu. Hins vegar viðurkenndu Kanadamenn að nýting íslensku grá- sleppuhrognanna væri 10 til 12% betri en þeirra kanadísku. „Ég tel að hægt verði að selja um 13 þúsund tunnur af grásleppu- hrognum á þessu ári en í fyrra var veiðin um 10.200 tunnur. Þá voru seldar 5.393 tunnur af söltuðum grá- sleppuhrognum fyrir um 140,5 millj- ónir króna. íslensku lagmetisverk- smiðjumar kaupa einnig sífellt meira af grásleppuhrognum til framleiðslu á kavíar og í fyrra seldu þær grá- sleppukavíar fyrir um 334 milljónir króna," sagði Óm. Hann sagði að kavíarinn væri að- allega seldur til Frakklands, Vestur- Þýskalands og Ítalíu og Danir, Bandaríkjamenn og Frakkar keyptu mest af hrognunum. „Við gerum okkur vonir um að getá flutt út fersk grásleppuhrogn til Japans í vor með flugfélaginu Flying Tigers. Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins vinnur að rannsóknum á geymsluþoli hrogn- anna og hefur gefið okkur nokkuð góðar vonir um að hægt verði að geyma þau fersk í allt að sjö daga,“ sagði Öm. Hann sagði að hér væri gráslepp- unni oftast hent í sjóinn og finna þyrfti markaði fyrir hana. „Gráslepp- an er úrvalsfiskur. Kanadamenn blanda til dæmis saman þorski og grásleppu og búa þannig til físk- hlaup," sagði Öm. Hann sagði aðleggja mætti grá- sleppunet í fyrsta lagi 20. mars á svæðinu frá Hvítingum að Skagatá, 1. apríl frá Skagatá að Homi og 20. apríl frá Homi að Hvítingum. Stunda mætti veiðamar í 3 mánuði á hveiju svæði fyrir sig og menn væru bjart- sýnir á að þær gengju vel í vor. Um 450 manns hefðu sótt um Ieyfi til veiðanna á þessu ári, eða svipaður fjöldi og í fyrra. Kristján var spurður um forsögu og upphaf deilna um Fossvogsdal. Hann sagði, að þegar syðri hluti Breiðholtshverfís var skipulagður, hafi Reykjavíkurborg skipulagt byggðina í Seljahverfi inn í Fífu- hvammsland og virtist sem þeir, sem að skipulaginu unnu hafi ekki gert sér grein fyrir því að þeir vom komnir út fyrir lögsögu Reykjavíkur og inn í lögsögu Kópavogs. Málið reyndist erfitt á sínum tíma og dýrt fyrir Reykjavíkurborg þar sem £ Fífuhvammsland var þá í einkaeign. ' ' í kjölfar þessa máls gengu þáver- andi stjómendur Kópavogsbæjar og ga Reykjavíkurborgar til samninga um að breyta lögsögumörkunum, þann- ig að suðurhluti Seljahverfís féll undir lögsögu Reykjavíkurborgar en Kópavogsbær fékk landsvæðið fyrir sunnan Reykjanesbrautina þar sem nú er iðnaðarsvæðið við Skemmu- og Smiðjuveg. Þar kom land á móti landi. „í þessum sama samningi var auk þess rætt um Fossvogsdal," sagði Kristján, „og segir þar, að „ef“ til kæmi lagning Fossvogsbrautar, þá myndi land norðan brautarinnar vera Reykjavíkurmegin og myndi braut- in ráða landamörkum. Því hefur síðan verið haldið fram, að þama i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.