Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 29 Bretland: Kj ar norkuúr gangur til Sellafield eða Doxmreay St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, Créttaritara Morgunblaðsins. NICHOLAS Ridley, umhverfismálaráðherra Breta, tilkynnti á þriðju- dag að hann hefði veitt Nirex, opinberri stofhun sem sér um losun kjarnorkuúrgangs, leyfi til að rannsaka Sellafield og Donreay. Ætl- unin er að annar hvor staðurinn taki við öllum kjarnorkuúrgangi fram á miðja næstu öld. Það hefur lengi verið veikasti hlekkurinn í stefnu yfirvalda um almenningsnot af kjamorku að vantað hefur stefnu um losun kjam- orkuúrgangs. Nirex hefur verið að athuga um nokkurt skeið, hvaða staðir væru fysilegastir til að taka við kjamorkuúrgangi. Nú er honum komið fyrir í gamalli námu, Drigg, sem er nálægt Sellafíeld. Hún verð- ur notuð þar til nýr staður verður tilbúinn. Leyfið nær einungis til rann- sókna, en ráðherrann hefur vald til að veita stofnuninni leyfí til að hefja framkvæmdir, sem þýðir að fram- kvæmdimar yrðu ekki háðar leyfi sveitarstjóma á hvomm stað. Til að hefja rannsóknarboranir í Dounreay verður að fá leyfi hjá sveitarstjóminni þar. Neiti hún því, gengur málið til Skotlandsmálaráð- herrrans, Maocolms Rifkinds, og talið er næsta víst að hann muni veita leyfíð. Nicholas Ridley sagði að á báðum þessum stöðum væri nokkur stuðn- ingur fólks við almenningsnot af kjamorku. Talið er að staðarval hafí ráðist af því að ekki er búizt við miklum mótmælum á þessum stöðum. Rannsóknir beinast að því, hvort bergi er heppilegt fyrir byggingu geymslu kjamorkuúrgangs. Geymslan á að vera steypt 500 metra undir yfírborði jarðar og ná yfír 1.400 ferkílómetra svæði. Talið er að hún muni kosta um 3 millj- arða punda eða 270 milljarða íslenzkra króna. Nú em 5.000 fyrirtæki í Bret- landi sem þurfa að losa sig við geislavirkan úrgang. Hann fer allur í þessa geymslu, þegar hún verður fullbyggð. Talið er að á næstu 30 ámm falli til 4 milljónir tonna af geislavirkum úrgangi í Bretlandi. Búizt er við að niðurstaða úr þessum rannsóknum liggi fyrir á næsta ári. Þá verður ákveðið á hvor- um staðnum geymslan verður byggð og farið fram á byggingar- leyfí árið 1991. Opinber rannsókn mun að líkindum fara fram og varla verða lokið fyrr en 1993. Bygging gæti varla hafízt fyrr en 1995 eða ’96 og geymslan yrði tilbúin árið 2005. Tíbet: Kínverjar gagnrýna Dalai Lama Peking. Reuter. KÍNVERSK stjómvöld hafa gagnrýnt Dalai Lama, trúar- leiðtoga Tíbeta, harðlega og sakað hann um að hafa verið viðriðinn óeirðir í Tíbet, sem kostuðu 16 manns lífið. Fréttastofan Nýja Kína sakaði Dalai Lama um að hafa sent út- sendara, sem þjálfaðir hefðu verið í Japan, til Tíbets til að skipu- leggja mótmæli gegn kínverskum stjómvöldum. „Stuttu eftir að við komumst að þessu sendum við skilaboð til Dalai Lama og kröfð- umst þess að hann hætti þessu hefði hann hug á að bæta sam- skiptin við okkur,“ sagði Yan Mingfu, háttsettur embættismaður kínverska kommúnistaflokksins. Stjómarerindrekar sögðu að kínversk stjórnvöld hefðu hingað til forðast að tengja Dalai Lama við óeirðimar í Tíbet í von um að viðræður gæti hafist um framtíð Tíbets. Dalai Lama hefur búið í útlegð á Indlandi síðan hann flúði þangað ásamt þúsundum fylgismanna sinna eftir misheppnaða uppreisn Tíbeta gegn Kínverjum árið 1959. Reuter Fjórir suður-afrískir blökkumenn yfirgefa vestur-þýska sendiráð- ið í Pretoríu en þeir höfðu leitað þar skjóls til að kreQast þess að fangar, sem eru i haldi án þess að réttað hafi verið i málum þeirra, yrðu látnir lausir. Suður-Afríka: Fangar látnir lausir Pretoríu. Reuter. FJÓRIR suður-afriskir blökkumenn leituðu shjóls i vestur-þýska sendiráðinu i Pretoríu á mánudag til að mótmæla handtökum án réttarhalda, en þeir yfirgáfú sendiráðið í gær eftir að sljómvöld höfðu lofað að láta ekki handtaka þá á ný. Fjórmenningamir stmku af menningunum sagði að Adriaan sjúkrahúsi, þar sem þeir vora í meðferð eftir hungurverkfall. Þeir höfðu lagt ffarn ýmsar kröfur, meðal annars að allir suður-afrí- skir fangar, sem fangelsaðir hafa verið án réttarhalda, yrðu látnir lausir. Þeir yfírgáfu fangelsið án þess að hafa fengið öllum kröfum sínum framgengt, en einn af fjór- Vlok dómsmálaráðherra hefði gefíð viss fyrirheit um að gengið yrði að kröfum þeirra. Suður- afrísk stjómvöld hafa látið 500 af 1000 föngum, sem handteknir hafa verið án réttarhalda, lausa eftir að nokkur hundrað fanga hófu hungurverkföil 23. janúar. BOSCH ER BÍLLINN ÞINN MEÐ BOSCH RAFKERFI? .. BRÆÐURNIR (W} ORMSSON HF Lágmúla 9, sfmi: 38820 Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands AÐALFUNDUR deildarinnar verður ó Hótel Lind mánudaginn 3. apríl kl. 19.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Kvöldverður. c ., btjornin. Rauði Kross íslands OPIMUIMARTÍMI UM PÁSKAIMA SKÍRDAGUR 11.30 - 23.00 FÖSTUDAGURIMN LANGI LOKAÐ LAUGARDAGUR 11.30-23.00 PÁSKADAGUR LOKAÐ ANNAR í PÁSKUM 15.30 - 23.00 VIRKA, Kringlunni, flytur í stórt og glæsilegt husnæði í FAXAFEN112 laugardaginn 25. mars. Sími 687477. Næg bílastæði. Opnunartími frá kl. 9-18 og kl. 10-13 laugardaga. Verið velkomin. GLEÐILEGA PÁSKA! HÓTEL ESJU SUÐURLANDSBRAUT 2 SÍMI 68 08 09 vispnso
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.