Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Duflið sem Gullfaxi fékk í snurvoðina. Neskaupstaður: Hlustunardufl í snurvoðina Neskaupstað. AFLI smábáta hefur verið ágæt- ur nú undanfarið, þegar gefið hefur á sjó, en þó nokkuð mis- jafii. Best hefur verið hjá þeim sem róið hafa með línu. Ýmsir kynjahlut- ir koma stundum í veiðarfæri bát- anna, t.d. fékk Gullfaxi NK 6 ein- hverskonar hlerunardufl í snurvoð- ina á Sandvíkinni nú á dögunum, ekki eru nein auðkenni sjáanleg á duflinu og því ekki gott fyrir leik- menn að geta sér til um hverrar þjóðar það er. - Ágúst Póstmiðstöðin í Reykjavík: Breyting á afgreiðslu erlendra bókasendinga EINSTAKLINGAR sem hafa pantað bækur sjálfir frá útlöndum hafa hingað til þurft að sækja þær í tollafgreiðslu Póstmiðstöðv- arinnar við Armúla. Þar hafa þeir orðið að fylla út aðflutnings- skýrslur, sem á stundum hefur tekið sólarhring að afgreiða. Þetta fyrirkomulag hefúr nú verið afhumið. Samkvæmt frétta- tilkynningu frá blaðafiilltrúa Póst- og símamálastofnunar á nýja tilhögunin að spara íbúum Reykjavíkur ferð í Armúlann og skriffinnsku nema um sérstakar undatekningar sé að ræða. í fréttatilkynningunni segir: „Al- mennar bókasendingar frá út- löndum sem ekki eru til endur- sölu og eru innan við 33 SDR að verðmæti, um 2300 kr., fara nú beint til afgreiðslu á póstúti- búin í Reykjavík og til pósthúsa utan Reykjavíkur þar sem ekki eru sjálfstæðar tollafgreiðslur. Sé verðmæti sendinganna metið hærra fær viðtakandi póstað- flutningsskýrslu sem um leið er innborgunarseðill á póstgíró- reikning og greiðir samkvæmt honum við móttöku. Þessi nýja tilhögun sparar íbú- um Reykjavíkur ferð í tollaf- greiðslu Póstmiðstöðvarinnar í Reykjavík þar sem afhending sendinganna fór fram áður, nema um sérstakar undantekn- ingar sé að ræða.“ Jóhann Hjálmarsson, blaða- fulltrúi Póst- og símamálastofn- unar, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að hinar nýju reglur, sem tekið hefðu gildi, hækkuðu gjald- fijálsan innflutning á bókum úi 500 kr. í 33 SDR sem nú jafn- gildir 2300 kr. Ef bók væri dýr- ari en þetta fengi viðtakandi hennar sendan gíróseðil, þar sem honum hefðu verið færð til gjalda þau opinberu gjöld sem á bókina féllu, hann færi með þennan gíróseðil í hverfíspósthús sitt og sækti þangað bókina gegn greiðslu gíróseðilsins. Það væri sem sé úr sögunni, að viðtakandi þyrfti að fylla út aðflutnings- skýrslur. „Með hinni nýju til- högun erum við að draga úr skri- fræði, sem af innheimtu hinna opinberu gjalda gefur leitt," sagði Jóhann Hjálmarsson. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 23. MARS YFIRLIT í GÆR: Gert ráð fyrir stormí á norðurdjúpi og suðvestur- djúpi. Skammt austur af Langanesi er heldur vaxandi 970 mb lægð, sem breytist lítið. Við suöurströndina er minnkandi lægðardrag en yfir Grænlandi er 1017 mb. lægð. Heldur kólnar í veðri. SPÁ: Norðaustanátt, víða kaldi eða stinningskaldi. Éljagangur og skafrenningur um allt norðanvert landiö, en bjart veður sunnantil. Frostlaust suðaustanlands, en 0—5 stiga frost annars staðar. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Norðanátt og talsvert frost um allt land. Þurrt og víðast léttskýjaö um sunnanvert landið en él fyrir norðan. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað ■é:> Hálfskýjað A m Skýjað ,JHA,skýiað Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■j Q' Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir V É' = Þoka = Þokumóða » , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur [7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UMHE/M kl. 12:00 í gœr að ísl. tfma hlti veAur Akureyri 0 snjókoma Reykjavík +1 snjókoma Bargen 3 slydduó! Helslnki vantar Kaupmennah. 8 rigning Narssarsauaq +23 hálfskýjað Nuuk +15 skýjað Osló 8 léttskýjað Stokkhólmur 7 hálfskýjað Þórthöfn 3 snjóél Algarvo 21 helðskfrt Amaterdam 12 skýjað Barcelona 18 heiðskfrt Berlfn 9 rlgnlng Chicago +6 hsiðskfrt Feneyjar 16 hélfskýjað Frankfurt 12 rlgning Glasgow 4 haglél Hamborg 7 súld Las Palmas 20 léttskýjað London 13 skýjað Los Angeles 13 heiðskfrt Lúxemborg 9 skýjað Madríd 15 helðskfrt Malaga 22 heiðskírt Mallorca 19 léttskýjað Montreal +13 skýjað New York «f1 láttskýjað Orlando 18 skýjað París 13 skýjað Róm 19 léttskýjað Vfn 12 skýjað Washlngton 1 léttskýjað Wlnnlpeg +11 skýjað Lending Arnarflugsþotu 27. janúar: Enn ekki haft tíma til að leggja mál- ið fyrir ráðherra - segir Kristinn Sigtryggsson „ÉG Á VON á þvi, að við tökum málið upp við samgönguráðherra, en hér hefur enginn haft tíma til að hugsa þetta mál upp á síðkas- tið,“ sagði Kristinn Sigtryggsson forstjóri Arnarflugs. Hann var spurður hvað liði ætlun Arnarflugsmanna að taka upp við ráðherra málsmeðferð við rannsókn á lendingu þotu frá félaginu á Keflavíkur- flugvelli þann 27. janúar siðastliðinn. „Það sem þurfti að fjalla um við ráðherra var hvernig þetta mál bar að. Við erum út af fyrir sig sáttir við þátt loftferðaeftirlitsins í mál- inu, þeirra rannsókn var fagleg og ekkert við hana að athuga. Það er þáttur flugráðs sem við erum ekki sáttir við. Þetta er mál sem ljóslega var tekið upp í áróðursskyni á þeim vettvangi. Auðvitað er alltaf verið að kanna mál hjá loftferðaeftirlitinu og það er eðlilegt. Við teljum þetta mál hins vegar hafa verið tekið upp á röngum vettvangi og með ólíkind- um hve fljótt það var komið í fjöl- miðla," sagði Kristinn. Hann segir það ekki þjóna markmiðum öryggis farþega og annarra að gera slíkar rannsóknir að fjölmiðlamálum áður en niðurstöður eru fengnar. Skúli Jón Sigurðarson deildar- stjóri rannsóknardeildar loftferða- eftirlitsins segist fagna því ef Arn- arflug telur rétt það sem kemur fram í skýrslu um atburðinn, enda væri illt að liggja undir ámæli um annarleg vinnubrögð við slíkar rannsóknir. „Ef það er niðurstaðan, þá er ég ánægður. Rannsókn okkar . er hlutlæg umíjöllun og framsetn- ing staðreynda," sagði Skúli Jón. Könnun Umferðarráðs: Bílbeltanotkun minnkar Bílbeltanotkun ökumanna og farþega í framsæti bifreiða hef- ur minnkað töluvert frá því fyrir einu ári síðan, samkvæmt athug- un sem lögregla hefúr gert víða um land á ljósa- og bílbeltanotk- un. 2725 bflar voru athugaðir. Á 2516, eða 92%, voru ökuljós tendr- uð. 2006 ökumenn, 74%, voru með bflbelti spent. 75% fraþega í fram- sæti voru með bflbelti. Verulegur munur var á bflbelta- notkun eftir landshlutum en ljósa- notkun virðist fremur jöfn sam- kvæmt könnuninni. Fæstir notuðu bílbelti á ísafírði, 62% ökumanna og 42% farþega í framsætum. í Reykjavík notuðu 78% ökumanna og 84% farþega bílbelti. 86% öku- manna á Sauðárkróki notaði bílbelti en 85% þeirra ökumanna sem vega- lögregla stöðvaði á þjóðvegum. Á þjóðvegum notuðu 93% framsætis- farþega bflbelti. í könnun sem gerð var fyrir réttu ári kom í Ijos að meira en 90% ökumanna og framsætisfarþega notuðu bílbelti. Það ár fækaði alvar- lega slösuðum í umferðinni um 20%. Opna New York mótið; Jafiitefli hjá Margeir og Smyrslov MARGEIR Pétursson gerði jafii- tefli við Smyralov í 3. umferð opna New York mótsins. Upp kom Griinfeld vörn með skiptum litum og fór Margeir i endataflið peði undir. Hann tókst svo að halda jöfiiu. íslendingarnir á mótinu áttu mis- jafnan dag í 3. umferð. Helgi Ólafs- son_ vann Henao frá Kólombíu, Jón L. Ámason tapaði fyrir Pólveijanum Wojtlewicz. Sá mun titillaus en hefur samt 2640 ELO-stig sem þykir at- hj'glisvert. Hannes Hlífar gerði jafntefli við stórmeistarann Dolmatov og Karl Þorsteins tapaði fyrir Zapata frá Kólombíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.