Morgunblaðið - 23.03.1989, Síða 4

Morgunblaðið - 23.03.1989, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Duflið sem Gullfaxi fékk í snurvoðina. Neskaupstaður: Hlustunardufl í snurvoðina Neskaupstað. AFLI smábáta hefur verið ágæt- ur nú undanfarið, þegar gefið hefur á sjó, en þó nokkuð mis- jafii. Best hefur verið hjá þeim sem róið hafa með línu. Ýmsir kynjahlut- ir koma stundum í veiðarfæri bát- anna, t.d. fékk Gullfaxi NK 6 ein- hverskonar hlerunardufl í snurvoð- ina á Sandvíkinni nú á dögunum, ekki eru nein auðkenni sjáanleg á duflinu og því ekki gott fyrir leik- menn að geta sér til um hverrar þjóðar það er. - Ágúst Póstmiðstöðin í Reykjavík: Breyting á afgreiðslu erlendra bókasendinga EINSTAKLINGAR sem hafa pantað bækur sjálfir frá útlöndum hafa hingað til þurft að sækja þær í tollafgreiðslu Póstmiðstöðv- arinnar við Armúla. Þar hafa þeir orðið að fylla út aðflutnings- skýrslur, sem á stundum hefur tekið sólarhring að afgreiða. Þetta fyrirkomulag hefúr nú verið afhumið. Samkvæmt frétta- tilkynningu frá blaðafiilltrúa Póst- og símamálastofnunar á nýja tilhögunin að spara íbúum Reykjavíkur ferð í Armúlann og skriffinnsku nema um sérstakar undatekningar sé að ræða. í fréttatilkynningunni segir: „Al- mennar bókasendingar frá út- löndum sem ekki eru til endur- sölu og eru innan við 33 SDR að verðmæti, um 2300 kr., fara nú beint til afgreiðslu á póstúti- búin í Reykjavík og til pósthúsa utan Reykjavíkur þar sem ekki eru sjálfstæðar tollafgreiðslur. Sé verðmæti sendinganna metið hærra fær viðtakandi póstað- flutningsskýrslu sem um leið er innborgunarseðill á póstgíró- reikning og greiðir samkvæmt honum við móttöku. Þessi nýja tilhögun sparar íbú- um Reykjavíkur ferð í tollaf- greiðslu Póstmiðstöðvarinnar í Reykjavík þar sem afhending sendinganna fór fram áður, nema um sérstakar undantekn- ingar sé að ræða.“ Jóhann Hjálmarsson, blaða- fulltrúi Póst- og símamálastofn- unar, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að hinar nýju reglur, sem tekið hefðu gildi, hækkuðu gjald- fijálsan innflutning á bókum úi 500 kr. í 33 SDR sem nú jafn- gildir 2300 kr. Ef bók væri dýr- ari en þetta fengi viðtakandi hennar sendan gíróseðil, þar sem honum hefðu verið færð til gjalda þau opinberu gjöld sem á bókina féllu, hann færi með þennan gíróseðil í hverfíspósthús sitt og sækti þangað bókina gegn greiðslu gíróseðilsins. Það væri sem sé úr sögunni, að viðtakandi þyrfti að fylla út aðflutnings- skýrslur. „Með hinni nýju til- högun erum við að draga úr skri- fræði, sem af innheimtu hinna opinberu gjalda gefur leitt," sagði Jóhann Hjálmarsson. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 23. MARS YFIRLIT í GÆR: Gert ráð fyrir stormí á norðurdjúpi og suðvestur- djúpi. Skammt austur af Langanesi er heldur vaxandi 970 mb lægð, sem breytist lítið. Við suöurströndina er minnkandi lægðardrag en yfir Grænlandi er 1017 mb. lægð. Heldur kólnar í veðri. SPÁ: Norðaustanátt, víða kaldi eða stinningskaldi. Éljagangur og skafrenningur um allt norðanvert landiö, en bjart veður sunnantil. Frostlaust suðaustanlands, en 0—5 stiga frost annars staðar. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Norðanátt og talsvert frost um allt land. Þurrt og víðast léttskýjaö um sunnanvert landið en él fyrir norðan. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað ■é:> Hálfskýjað A m Skýjað ,JHA,skýiað Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■j Q' Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir V É' = Þoka = Þokumóða » , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur [7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UMHE/M kl. 12:00 í gœr að ísl. tfma hlti veAur Akureyri 0 snjókoma Reykjavík +1 snjókoma Bargen 3 slydduó! Helslnki vantar Kaupmennah. 8 rigning Narssarsauaq +23 hálfskýjað Nuuk +15 skýjað Osló 8 léttskýjað Stokkhólmur 7 hálfskýjað Þórthöfn 3 snjóél Algarvo 21 helðskfrt Amaterdam 12 skýjað Barcelona 18 heiðskfrt Berlfn 9 rlgnlng Chicago +6 hsiðskfrt Feneyjar 16 hélfskýjað Frankfurt 12 rlgning Glasgow 4 haglél Hamborg 7 súld Las Palmas 20 léttskýjað London 13 skýjað Los Angeles 13 heiðskfrt Lúxemborg 9 skýjað Madríd 15 helðskfrt Malaga 22 heiðskírt Mallorca 19 léttskýjað Montreal +13 skýjað New York «f1 láttskýjað Orlando 18 skýjað París 13 skýjað Róm 19 léttskýjað Vfn 12 skýjað Washlngton 1 léttskýjað Wlnnlpeg +11 skýjað Lending Arnarflugsþotu 27. janúar: Enn ekki haft tíma til að leggja mál- ið fyrir ráðherra - segir Kristinn Sigtryggsson „ÉG Á VON á þvi, að við tökum málið upp við samgönguráðherra, en hér hefur enginn haft tíma til að hugsa þetta mál upp á síðkas- tið,“ sagði Kristinn Sigtryggsson forstjóri Arnarflugs. Hann var spurður hvað liði ætlun Arnarflugsmanna að taka upp við ráðherra málsmeðferð við rannsókn á lendingu þotu frá félaginu á Keflavíkur- flugvelli þann 27. janúar siðastliðinn. „Það sem þurfti að fjalla um við ráðherra var hvernig þetta mál bar að. Við erum út af fyrir sig sáttir við þátt loftferðaeftirlitsins í mál- inu, þeirra rannsókn var fagleg og ekkert við hana að athuga. Það er þáttur flugráðs sem við erum ekki sáttir við. Þetta er mál sem ljóslega var tekið upp í áróðursskyni á þeim vettvangi. Auðvitað er alltaf verið að kanna mál hjá loftferðaeftirlitinu og það er eðlilegt. Við teljum þetta mál hins vegar hafa verið tekið upp á röngum vettvangi og með ólíkind- um hve fljótt það var komið í fjöl- miðla," sagði Kristinn. Hann segir það ekki þjóna markmiðum öryggis farþega og annarra að gera slíkar rannsóknir að fjölmiðlamálum áður en niðurstöður eru fengnar. Skúli Jón Sigurðarson deildar- stjóri rannsóknardeildar loftferða- eftirlitsins segist fagna því ef Arn- arflug telur rétt það sem kemur fram í skýrslu um atburðinn, enda væri illt að liggja undir ámæli um annarleg vinnubrögð við slíkar rannsóknir. „Ef það er niðurstaðan, þá er ég ánægður. Rannsókn okkar . er hlutlæg umíjöllun og framsetn- ing staðreynda," sagði Skúli Jón. Könnun Umferðarráðs: Bílbeltanotkun minnkar Bílbeltanotkun ökumanna og farþega í framsæti bifreiða hef- ur minnkað töluvert frá því fyrir einu ári síðan, samkvæmt athug- un sem lögregla hefúr gert víða um land á ljósa- og bílbeltanotk- un. 2725 bflar voru athugaðir. Á 2516, eða 92%, voru ökuljós tendr- uð. 2006 ökumenn, 74%, voru með bflbelti spent. 75% fraþega í fram- sæti voru með bflbelti. Verulegur munur var á bflbelta- notkun eftir landshlutum en ljósa- notkun virðist fremur jöfn sam- kvæmt könnuninni. Fæstir notuðu bílbelti á ísafírði, 62% ökumanna og 42% farþega í framsætum. í Reykjavík notuðu 78% ökumanna og 84% farþega bílbelti. 86% öku- manna á Sauðárkróki notaði bílbelti en 85% þeirra ökumanna sem vega- lögregla stöðvaði á þjóðvegum. Á þjóðvegum notuðu 93% framsætis- farþega bflbelti. í könnun sem gerð var fyrir réttu ári kom í Ijos að meira en 90% ökumanna og framsætisfarþega notuðu bílbelti. Það ár fækaði alvar- lega slösuðum í umferðinni um 20%. Opna New York mótið; Jafiitefli hjá Margeir og Smyrslov MARGEIR Pétursson gerði jafii- tefli við Smyralov í 3. umferð opna New York mótsins. Upp kom Griinfeld vörn með skiptum litum og fór Margeir i endataflið peði undir. Hann tókst svo að halda jöfiiu. íslendingarnir á mótinu áttu mis- jafnan dag í 3. umferð. Helgi Ólafs- son_ vann Henao frá Kólombíu, Jón L. Ámason tapaði fyrir Pólveijanum Wojtlewicz. Sá mun titillaus en hefur samt 2640 ELO-stig sem þykir at- hj'glisvert. Hannes Hlífar gerði jafntefli við stórmeistarann Dolmatov og Karl Þorsteins tapaði fyrir Zapata frá Kólombíu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.