Morgunblaðið - 11.05.1991, Side 37

Morgunblaðið - 11.05.1991, Side 37
MORGUNBLAÐIÐJ LAÖGARDAGUR 1/1.; MAI: 1391/1 37 ____________Brids_______________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag Akureyrar Síðastliðinn þriðjudag lauk Alfreðs- mótinu í brids, sem er minningarmót um Alfreð Pálsson er var um árabil félagi í Bridsfélagi Akureyrar og einn besti spilarinn þar. Spilað var þrjú kvöld, dregið saman í sveitir en einnig reiknað út sem um tvímenning væri aðræða. Aðstandendur Alfreðs gáfu vegleg verðlaun, þijár efstu sveitir fengu bik- ara sem Aðalheiður, dóttir Alfreðs, afhenti í mótslok. Röð efstu sveita varð þessi: Jakob Kristinsson, Anton Haralds- son, Hermann Huijbens, Zarioh Ham- adi. Gunnar Berg, Kristján Guðjónsson, Ásgeir Stefánsson, Hermann Tómas- son. Grettir Frímannsson, Frímann Moi’gunblaðið/Vilborg Magnúsdóttir Frá vinstri: Eggert Levy, Bjarni Brynjólfsson, Anton Sigurbjörnsson, Bogi Sigurbjörnsson, Anton Har- aldsson og Pétur Guðjónsson. Frímannsson, Stefán Vilhjálmsson, Guðmundur Víðir. Stefán Ragnarsson, Pétur Guðjóns- son, Smári Garðarsson, Viðar Þor- steinsson. Röð efstu para í tvímenningi: Jakob Kristinsson - Anton Haraldsson 1092 Páll Pálsson — Þórarinn B. Jónss. 1067 GrettirFrimannsson -Frímann Frímannss. 1058 Stefán Ragnarsson - Pétur Guðjónsson 1042 Gunnar Berg - Kristján Guðjónsson 1019 Ásgeir Stefánsson - Hermann Tómasson 1009 Hennann Huijbens - Zarioh Hamadi 995 Alls spiluðu 13 sveitir, 26 pör. Keppnisstjóri var Albeit Sigurðsson. Sjöunda vormót bridsklúbbsins á Skagaströnd Skagaströnd. BRÆÐURNIR Bogi og Anton Sig- urbjörnssynir frá Sigiufirði sigruðu á vornióti Bridsklúbbs Skaga- strandar seni haldið var 1. maí. Á þessu 7. vormóti bridsklúbbs- ins voru spiluð 5 spil milli 28 para með Barometer-fyrirkomulagi. Spilararnir komu af svæðinu frá Eyjafirði til Hólmavíkur. Keppnis- stjóri var Jakob Kristinsson frá Akureyri. Eins og fyrr segir báru þeir Bogi og Anton Sigurbjörnssynir sigur í býtum með 166 stig. I öðru sæti urðu þeir Anton Haraldsson og Pétur Guðjónsson frá Akureyri með 104 stig en í þriðja sæti voru Egg- ert Levy og Bjami Brynjólfsson frá Hvammstanga með 80 stig. - Ó.B. HÚSNÆÐI I BOÐI Til leigu á Miami, Flórída Stúdíóíbúð með rúm fyrir fjóra til leigu á Miami, Flórída, frá maí til september. 10 mínútna gangur á ströndina. Upplýsingar í síma 98-21127. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Vortónleikar RARIK-kórsins RARIK-kórinn heldur vortónleika laugardag- inn 11. maí 1991 í Breiðholtskirkju í Mjódd og hefjast þeir kl. 17.00. Á efnisskránni eru íslensk og erlend lög. Stjórnandi kórsins er Violeta Smid, tónlistar- kennari. Undirleik og útsetningu laga annast Pavel Smid, tónlistarkennari. Einsöngvarar eru Guðrún Lóa Jónsdóttir og Guðrún Ingimarsdóttir. Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur Hjallasóknar verður haldinn í Digranesskóla sunnudaginn 12. maí nk. og hefst hann kl. 15.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga varðandi byggingu kirkju og safn- aðarheimilis að Álfaheiði 17. 3. Önnur mál. Sóknarnefnd. TILBOÐ - ÚTBOÐ Málningartilboð Óskum eftir tilboði í utanhússmálningu á blokkinni í Áiftamýri 38-44, Reykjavík. Upplýsingar gefur Sverrir, Álftamýri 40, l.h.v., sími 687996. Útboð Stjórn Sjúkrahúss Vestmannaeyja óskar eftir tilboði í utanhússmálningu og sprunguvið- gerðir á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar- tæknifræðings frá og með miðvikudeginum 8. maí 1991 gegn 5.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðum ber að skila á skrifstofu bæjar- tæknifræðings eigi síðar en þriðjudaginn 21. maí 1991 kl. 10.00. Tilboðin verða opnuð í fundarsal Ráðhússins að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska kl. 10.15 sama dag. Stjórn Sjúkrahúss Vestmannaeyja. ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu við Laugaveg húsnæði hentugt fyrir ýmiss konar starf- semi. Snýr út á Laugaveg. Stærð milli 50 og 60 fm. Upplýsingar í símum 19134 og 666464. FÉLAGSSTARF Borgarnes Aðal- og varamenn Sjálfstæðisflokksins i bæjarstjórn ásamt trúnaðarmönnum flokksins í nefndum og ráðum verða með opinn fund um bæjarmálefni þriðjudaginn 14. maí kl. 21.00. Gestur fundarins: Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri. Allir velkomnir. Kópavogur - spilakvöld Spilakvöld sjálfstæðisfélaganna i Kópavogi verður í Sjálfstæðishús- inu, Hamraborg 1, mánudaginn 13. maí, og hefst kl. 21.00 stund- víslega. Mætum öll. Stjórnin. Skagfirðingar - Sauðárkróksbúar Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður, verður með viðtalstíma í Sæþorg á Sauðárkróki laugardaginn 11. maí kl. 13.00-15.00. Verið velkomin. Sjálfstæðisfélögin i Skagafirði. K FÉLAGSLÍF FERÐAFELAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19535 Sunnudagur 12. maí Raðgangan1991 Gönguferð um gosbeltið A. Kl. 10.30 Slaga - Núps- hliðarháls - Krísuvlk. Gengiö norðan Slögu hjá Drykkjarsteini og síðan um Núpshlíðarháls að eyðibýlinu Vigdísarvöllum. Það- an yfir á Ketilshlíð til Krísuvíkur. B. Kl. 13.00 Höskuldarvellir - Sog - Ketilsstígur. Gengið um grösuga velli að Sogaselsgíg með seljarústum og um hin lit- skúrðugu Sog (gamalt hvera- svæði). Sameinast morgun- hópnum á þjóðleiðinni Ketilsstíg. Mjög fjölbreyttar gönguleiðir. Verð 1.100 kr. frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin (stansað á Kópavogshálsi, v. Ásgarð Garðabæ og kirkjug. Hafnarfirði). Allir eru velkomnir í Ferðafélagsferðir, jafnt félagar sem aðrir. Spurning ferðaget- raunar: Hvað nefnist dalurinn milli Núpshlíðar og Sveifluháls? Verið með í sem flestum af þeim 9 ferðum sem eftir eru i rað- göngunni upp að Skjaldþreið. Það er aldrei of seint að þyrja. Fimmtudagskvöld 16. maíkl. 20 Sólarlagsganga og fuglaskoð- un á Álftanesi Kvöldgöngunni er seinkað um einn dag vegna opins húss og ferðakynningar Sóknarsalnum á miðvikudagskvöldið kl. 20.30. Takið þátt í hvitasunnuferðum Ferðafélagsins (næsta helgi). M.a. Þórsmerkurferð 4 dagar, með brottför á föstudagskvöld- inu 16/5 og 3 dagar með brott- för laugardagsmorguninn 17/5 kl. 08. Fimmvöröuháls. Snæ- feilsnes - Snæfellsjökull, Skafta- fell og Öræfajökull. Ferðafélag fslands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S11798 19533 Laugardagur 11. maí kl. 10 Fuglaskoðunarferð Ferðafélagsins Árleg fuglaskoðunarferð Feröa- félagsins um Suðurnes og víðar. Farið verður út á Álftanes og síðan til Suðurnesja. Stansað við Garðskaga, Sandgerði og Hafn- arberg, Arfadalsvík og víðar. Stuttar göngur. Tilvalin fjöl- skyldu ferð. Þátttakendur fá lista til að skrá þær fuglategundir sem sjást íferðinni. Slík skráning hefur verið í ferðunum frá árirtu 1970. i Hafnarbergi eru allar bjargfuglategundir landsins að Haftyrðlinum undanskildum. Munið sjónauka og fuglabók. Fararstjórar: Gunnlaugur Þrá- insson og Gunnlaugur Péturs- son. Missið ekki af þessari ferð sem er jafn árviss og farfugl- arnir. Verð 1.500,- kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. (Hægt að koma í rútuna á leiðinni). Ferðafélag islands. -lýftnvdi ÚTIVIST GRÓIINNi 1 • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVMI 14(06 Sunnudagur 12. mai Heklugangan 4. áfangi Lyngdalsheiði - Skálhoits- mannavegur, leið sem sjaldan er gengin Gangan hefst við Úlfljótsvatn og gengiö verður þaðan austur Lyngdalsheiði um Skálholts- mannaveg með Búrfell í Grímsnesi á hægri hönd og há- bungur heiðarinnar á þá vinstri. Þá verður farið sunnan Hrólfs- hóla niður í Lyngdal og með Stangarlæk að Laugarvatnsvegi. Brottför kl. 10.30 frá BSl, bensinsölu. Stansað við Árbæj- arsafn. Athugið að ekki er boðið lengur upp á síðdegisferð í tengslum við Heklugönguna. Afmælispóstganga I tilefni af því að á mánud. 13. maí eru 215 ár liðin frá þvi að tilskipun um póstferðir á islandi var gefin út, efna Póstur og simi og Útivist til sérstakrar Póst- göngu, þar sem flutt verða ábyrgðarbréf eftir gamalli leið úr Grófinni í Keflavík, suður i Básenda og áfram i Grindavík, en þessa leið er talið aö Sigvaldi Sæmundsson, fyrsti fastráðni landpósturinn, hafi farið i fyrstu póstferðinni 1785. Póstur og sími býður upp á ókeypis rútuferö í gönguna. Brottför frá BSÍ-bensínsölu kl. 8.00, 14.00 og 18.00. Sjáumstl Útivist. UTIVIST GtÓFINNI 1 • REYKJÁVÍK • SÍMIAÍMSVAR114606 Útivist um hvítasunnu 17.-20. maí Holl hreyfing - góður félagsskapur Dansað í Básum um hvítasunnu Það er tilvalið að fagna nýju sumri á þessu óviðjafnanlega svæði. Gönguferðir við allra hæfi, jafnt fjallageitur og þá, sem eru að byrja í gönguferðum. Góð gisting og hin ákjósanleg- asta aðstaða i Útivistarskálunum í Básum. Kvöldvökur, varðeldur gömlu dansarinir á pallinum á laugardagskvöld. Fararstjóri Björn Finnsson. Skaftafell - Öræfasveit Farið að Jökulsárlóni og í Múla- gljúfur, gengið i Morsárdal og Bæjarstaðaskóg. Fararstjóri Eg- ill Pétursson. Öræfajökull Hér býðst tækifæri til þess að fara á konung jöklanna. Gengin Sandfellsleið á jökulinn. Ekkert klifur, enginn sérstakur útbúnað- ur nauðsynlegur, aðeins góðir gönguskór og hlý föt. Undirbún- ingsfundur fyrir ferðina auglýst- ur síðar. Fararstjóri Reynir Sig- urðsson. Haukadalsskarð - Hrútafjörður Bakpokaferð úr Haukadal, um Haukadalsskarð yfir að Hrúta- firði. Gist f tjöldum. Ný og spenn- andi ferð á hagstæðu veröi. Far- arstjóri: Óli Þór Hilmarsson. Gerðu eitthvað eftirminnilegt um hvítasunnuna og drffðu þig í Útivistarferð. Sjáumst! Útivist. m ■ SIHIU \i Híi oo| a. j mnuM jy Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænastund í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræöumaður: Hafliði Kristinsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaöur: Carolyn Kristjánsson. Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Fimmtudagur: Skrefið (10-13 ára unglingar) kl. 18.00. Hvitasunnuhelgin Föstudagur: Almenn samkoma kl. 20.30. Ræðumaður: David Petts. Laugardagur: Afmælisdagskrá kl. 20.30. Allir velkomnir. Hvítasunnudagur: Hátiðarsam- koma kl. 16.30. Ræðumaður: David Petts. 2. í Hvftasunnu: Útvarpsguös- þjónusta kl. 11.00. Ræðumaður: Hafliði Kristinsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumað- ur: David Petts. Fjölbreytt tónlist alla dagana. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Fimmtudagur: Vakningasam- koma kl. 20.30. <■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.