Morgunblaðið - 11.05.1991, Síða 38

Morgunblaðið - 11.05.1991, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991 Safnhaugar Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 203.þáttur I allri þeirri umræðu sem flætt hefur frá fjölmiðlum að undanf- ömu um umhverfismál þ. á m. sorphreinsun, flokkun, böggun, eyðingu og ég veit ekki hvað, sýnist mér fara vel a því að „Blóm vikunnar“ leggi þara eitthvað til málanna, þ.e. um „safnhauginn", því það skiptir miklu máli hvað um allan þann úrgang verður sem til fellur þegar garðar eru hreins- aðir. Okkar ágæti Ólafur Björn sem telja má einn mesta „sorp- haugaprédikara“ landsins (Róbert Arnfinnsson hefur líka átt þar góðan hlut að máli) hefur tvívegis skrifað um þetta mál í Garðyrkju- ritið, þ.e. 1970 og 1980, sem hér með vísast í, auk þess sem smá hugvekja er um það í síðasta GARÐI (2. tbl. 1991). Birtum við hér nokkurn hluta af greininni frá 1980: „Safnhauginn er best að hafa í stíu eða kassa á afviknum stað í garðinum. Meðfylgjandi myndir sýna tvær gerðir af stíum. Annað er rimlakassi úr vel fúavörðu timbri með lausum rimlum að framan sem hægt er að bæta í eftir því sem hækkar í stíunni. Hin stían er gerð með því að reka niður fjóra staura og strengja á þá sterkt vírnet. Æskilegt er að hafa fleiri en eina stíu vegna þess hve langan tíma allar efnabreyt- ingar taka hér í okkar svala lofts- lagi.-Reikna má með því að mold- armyndunin taki hér allt að því 3 ár og er því hentugast að hafa stíurnar þrjár, eina fyrir hvert ár. Þá hafa einnig verið hér á mark- aði tilbúnar safnhaugastíur úr plasti sem eru mjög handhægar og snotrar útlits. Safnhaugurinn er tvöföld bless- un. I fyrsta lagi gefur hann okkur dýrmæta gróðurmold og í öðru lagi losar hann okkur við allskyns úrgang úr garðinum. Þangað er hægt að bera hverskonar lífrænt efni sem til fellur: Grasið af blett- inum, það sem skorið er af grask- öntum og hreinsað upp úr beðum, kál úr matjurtagarðinum, kartö- flugras, tijálauf o.m.fl. Allt tré- kennt efni og spýtnarusl má brenna og setja öskuna í safn- hauginn. Þangað má bera ýmis- konar annan lífrænan úrgang t.d. sag eða spæni og þeir sem stutt Stía úr rimlum. Stía úr vírneti. eiga í fjöru gætu drýgt hauginn með gömlu þangi sem er ágætis áburður þegar það rotnar. Æski- legast er að setja svolítið af hús- dýraáburði á milli laga til að auka bakteríugróðurinn og flýta þannig fyrir moldarmynduninni. Auk þess þarf að strá áburðarkalki og köfn- unarefnisáburði í hauginn við og við því rotnunarbakteríurnar eru frekar á köfnunarefnið. Haugur- inn þarf að haldast rakur en þó ekki blautur. og þarf afrennsli að vera gott. Stundum er sett lag af greinum og kvistum neðst í stíuna í þessum tilgangi. Best er að umstinga hauginn vor og haust eða jafnvel oftar yfir sumarið og blanda þá enn á ný köfnunarefn- isáburði í góðgætið sem nú ætti að vera hálfumbreytt í gróður- mold. Loks kemur að því að umbreyt- ingin er fullkomnuð. Þá er mokað upp úr stíunni og moldin dökk og lífræn er sigtuð í gegnum t.d. hálftommu vímetssigti til þess að losna við kvisti og annað rusl. Síðan má blanda í hana öðrum efnum t.d. garðmold, mómold, grófum sandi og eða vikursandi, og leir eftir því sem þurfa þykir. Það er ekki amalegt að eiga ein- hvers staðar í garðshorni kassa eða tunnu með svona krásmold að grípa til og geta skilað aftur í skaut jarðar því byggingarefni, sem þaðan er tekið og sem gróður- inn þarfnast til viðhalds og endur- fæðingar. Ó.B.G. Rétt er að geta þess að á síðustu árum hafa verið fluttar inn vélknúnar kvarnir sem „mala“ greinar og hverskyns tijákenndan Úrgang og skila þar með hinu nýtilegasta efni í safnhauginn. Væri ómaksins vert fyrir garð- ræktendur að kynna sér slík „app- aröt“. Heilsudag- ar fyrir aldraða í Kópavogi Öldrunarþjónustudeild Fé- lagsmálastofnunar og Heilsu- gæslustöð Kópavogs efna til heilsudaga 13., 14. og 15. maí nk. Dagskrá heilsudagannna hefst 13. maí kl. 9.30 í anddyri sundlaug- ar Kópavogs þar sem fulltrúar heil- sugæslustöðvar Kópavogs og öldr- unarþjónustudeildar Félagsmála- stofnunar taka á móti þátttakend- um. Forstöðumaður sundlaugarinnar sýnir hina nýju sundlaug og býður þátttakendum heilsudaganna að fara í sund undir leiðsögn íþrótta- kennara. Dagskrá heilsudaganna er miðuð við að sem flestir finni þar eitthvað við sitt hæfi og geti verið þátttak- endur. Þar er m.a. boðið upp á úti- veru, íþróttir, fræðslu, söng og sam- veru. Leiðsögn og fræðslu annast sérhæft starfsfólk sem vinnur að þessum þáttum I öldrunarþjón- ustunni. Heilsufæði verður á boðstólum alla dagana. Þátttökugjald er 450 kr. fyrir hvern dag og innifalið er matur, fræðsla, bílferðir og aðstoð eftir þörfum. (Fréttatilkynning) ■ LÖGREGLAN í Hafnarfirði gengst fyrir uppboði á óskilareið- hjólum í dag, laugardag, klukkan 13. Uppboðið fer fram í portinu við lögreglustöðina í Hafnarfirði. Um er að ræða reiðhjól sem verið hafa í vörslu lögreglunnar um langt skeið en hefur ekki verið vitjað af eigend- um. Þ.Þ0RGRÍMSS0N&C0 ABET HARÐPLASTÁ BORÐ ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 Liðlega tvítugur Frakki vinn- ur sinn þriðja Evróputitil Brids A/allir Guðmundur Sv. Hermannsson UNGUR Frakki, Jean-Christop- he Quantin að nafni, er að verða einhver skærasta stjarna á bridshimni Evrópu. Þótt hann sé aðeins 24 ára gamall var hann að bæta þriðja Evrópu- meistaratitlinum í safn sitt fyr- ir mánuði þegar hann vann Evrópumótið í tvímenningiá- samt landa sínum Michel Abec- ' assis. Áður hefur Quantin unnið Evóputvímenning í blönduðum flokki og Evrópumót yngri spil- ara. Þá hefur hann verið fasta- maður í franska landsliðinu undanfarið, náði með því 2. sæti á Evrópumótinu í sveita- keppni 1989 og spilaði á heims- meistaramótinu sama ár. í Evrópumótinu í tvímenningi voru yfirburðir Abecassis og Qu- antins miklir. Þeir tóku forustuna strax í fyrstu umferð, fengu smá keppni um tíma frá ítölsku pari, Astore og Lanzarotti, en tóku svo á sprett og enduðu langt fyrir ofan Sjoerds og Winterman frá Hollandi og Levy og Mouel frá Frakklandi, sem urðu í 2. og 3. sæti. Þetta var eitt af góðu spilunum þeirra. Norður ♦ DG1097 ♦ 87 ♦ K74 Vestur ♦ 952 Austur ♦ 8643 ♦ 5 ¥DG5 ♦ Á1096 ♦ G102 ♦ A853 ♦ 743 ♦ DG106 Suður ♦ ÁK2 ▼ K432 ♦ D96 ♦ ÁK8 Abecassis og Quantin fengu þessi spil gegn Ungverjunum Dumbovich og Homonnay. Dumbovich í austur opnaði á 1 tígli, Quantin í suður doblaði, Abecassis sagði 1 spaða og þegar Quantin sagði 1 grand, sem lofaði 19-21 punkti, hækkaði Abecassis í 3 grönd. Laufaútspil hefði verið best fyr- ir vörnina en Homonnay spilaði eðlilega út tígulgosa. Quantin stakk upp kóng í blindum þar sem hann reiknaði frekar með að aust- ur ætti ás og tíu. Austur drap með ás, en mislas nú spilið. Hann hélt að Quantin ætti DG9 í tígli, fyrst hann spandéraði kóngnum í fyrsta slag, og skipti því í lauf- drottningu í stað þess að halda áfram með tígul. Quantin tók með ás og spilaði öllum spöðunum. Austur henti tveimur tíglum og tveimur hjört- um og suður einum tígli og einu laufi. Vestur hefðiu nú skaðlaust getað hent tígli í síðasta spaðann en hann henti laufi, enda virtist pað saklaust. En það reyndis hon- um dýrt. Quantin spilaði nú hjarta úr borði á kónginn og spilaði hjarta á ás austurs. Austur spilaði meira laufi á kóng suðurs, sem spilaði enn hjarta. Vestur fékk slaginn á drottninguna og nú saknaði hann laufsins. Hann átti bara tígul og suður fékk tvo síðustu slagina á tíguldrottningu og hjartaljar- kann. Yfirslagur og nærri toppur. Engir íslendingar tóku þátt í mótinu að þessu sinni, en það Norðurlandapar sem stóð sig best, voru Norðmennirnir Helness og Uggerud, sem enduðu í 9. sæti. Þeir voru þó ekki nema 0,01 stigi fyrir ofan landa sína, Johnsen og Stokkeland, sem vöktu talsverða athygli á mótinu fyrir mikla sagn- gleði. Mótsblaðið veitti viðurkenning- ar fyrir besta spilið og besta botn- inn. Síðari verðlaunin fékk hol- lenska landsliðskonan Bep Vri- end, fyrir að vera ekki betri í ít- ölsku en svo,' að þegar sagnhafi bað um fiori (lauf) úr blindum, lét hún tígul, fékk refsispil og gaf Michel Abecassis og Jean-Christophe Quantin, Evrópumeistarar í tvímenningi. doblaðan samning sem stóð tvo niður í upphafi. En þetta var valið besta spilið: Norður ♦ D9754 VDG876 ♦ ♦ 1093 Vestur Austur ♦ 3 ♦ 82 V94 ♦ 1052 ♦ ÁKG843 ♦ 109752 ♦ D876 +ÁK4 Suður ♦ ÁKG106 VÁK3 ♦ D6 ♦ G52 Við eitt borðið sat Ewa Hara- simowicz frá Póllandi með vestur- spilin, og sá suður opna á sterku laufi. Hún stakk inn 3 tíglum, norður sagði 4 tígla og austur 5 lauf, og suður lauk sögnum með 5 spöðum. Flestir hefðu spilað út tígulás til að kíkja á blindan en Ewa las út úr 5 laufa sögn félaga síns, að hann ætti góðan tígulstuðning og styrk í laufi, frekar en langan lauflit. Hún spilaði því út laufi og vömin tók fyrstu þijá slagina. \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.