Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 91.tbl. 81.árg. LAUGARDAGUR 24. APRIL 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Andstæðingar Rússlandsforseta bera fram spillingarákærur Boða stj órnarmyndun án samráðs við Jeltsín Moskvu. The Daily Telegraph, Reuter. RUSLAN Khasbúlatov, forseti rússneska þingsins, segir að hljóti Borís Jeltsín forseti ekki stuðning meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá í þjóðaratkvæðinu á morgun, ætti þingið að mynda nýja ríkisstjórn „þjóðarsáttar“ án þess að leita samráðs við forsetann. Jeltsín skýrði í gær frá hugmyndum sínum um breytingar á stjórnarskránni og er þar kveðið á um aukið vald forseta auk þess sem núverandi skipulag þings verður lagt niður og tekið upp tveggja deilda kerfi, eins og víða á Vesturlöndum. Samkvæmt hugmyndum Jeltsíns fengi forsetinn rétt til að tilnefna menn í allar helstu valdastöður framkvæmdavalds og dómsvalds. Hann gæti leyst upp þingið og boð- að til kosninga ef þingmenn sam- þykktu ekki frambjóðanda hans í embætti forsætisráðherra. Spillingarákærur Ríkissaksóknari í Moskvu sakaði í gær Pavel Gratsjov varnarmála- ráðherra um að hafa dregið sér fé í tengslum við sölu á eignum setu- liðs Sovétríkjanna gömlu í Austur- Þýskalandi sem var. Gratsjov vísaði ásökununum harðlega á bug og taldi saksóknarann vera að reyna að sverta Jeltsín og menn hans í augum almennings fyrir þjóðarat- kvæðið. Ur Rútskojs Alexander Rútskoj varaforseti hefur farið hamförum gegn spill- ingu og nafngreint nokkra háttsetta menn í því sambandi, þ. á m. Jeg- or Gajdar, fyrrverandi forsætisráð- herra. í sjónvarpsþætti nýlega spurði Gajdar varaforsetann um laun hans, er reyndust vera um 6.000 krónur á mánuði, og þar næst hvernig Rútskoj hefði haft efni á að kaupa sér rándýrt, erlent armbandsúr sem hann bar. Svarið mun hafa verið lítt sannfærandi. Bandaríkjaforseti um stríðið i Bosníu Hafnar einhliða hemaðaríhlutun Bosanski Novi, Washington. Reuter. FULLTRÚASAMKUNDA Bosníu-Serba samþykkti í gær að efna bæri til frekari viðræðna við Owen lávarð, milligöngu- mann Evrópubandalagsins, um leiðir til að binda enda á stríðið í Bosníu. Þingið áréttaði hins vegar að það gæti ekki fallist á friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna óbreytta. Bill Clinton, for- seti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkjamenn eigi ekki að grípa til einhliða hernaðaraðgerða í Bosníu. Radovan Karadzic, leiðtogi Bosn- íu-Serba, sagði eftir tveggja stunda fund fulltrúasamkundunnar að hann myndi ræða við Owen lávarð í Belgrad. „Við þurfum lágmarks- tryggingu fyrir öryggi Serba á þessu svæði og ef hún fæst ekki er friðaráætlunin líklega búin að vera og þá verðum við að leita ann- arra lausna," sagði hann. Bandaríkin verði í fararbroddi Ráðherrar og háttsettir ráðgjafar Bandaríkjaforseta hafa hvatt hann til að heimila hernaðaraðgerðir í Bosníu, jafnvel án þátttöku annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO. Clinton hafnaði þessu í gær og sagði að stjórnin væri að fara yfir ýmsa kosti í stöðunni og niður- staðan myndi liggja fyrir á næstu dögum. „Við verðum að grípa til aðgerða. Bandaríkin ættu að vera í fararbroddi,“ sagði forsetinn. Hann bætti við að hann væri von- góður um að samkomulag næðist um sameiginlega hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna, Breta, Frakka og annarra NATO-ríkja í Evrópu. „Mállýsk- ur“ fugla Lundúnum. Thc Daily Telegraph. BRESKUR fuglafræðingur, dr. Lance Workman, hefur rannsakað söng glóbryst- inga í Bretlandi og segir niðurstöðuna þá að meðal þeirra ríki ýmsar „mállýsk- ur“. Workman segir að glóbryst- ingar í Sussex sætti sig t.d. við söng nágranna sinna en geti orðið árásargjarnir ef þeir heyri velskan sönghreim, eink- um á yfirráðasvæði þeirra, og ráðist þá á söngfuglinn. Fuglafræðingurinn kveðst sannfærður um að aðrir fuglar noti svipaðar „mállýskur", jafnvel spörfuglar með sinn einfalda og tiltölulega hljóm- litla söng. 0 Musteri Attalis Reuter STARFSMAÐUR hjá Evrópubankanum, EBRD, í London á leið inn um dymar á upplýsingamiðstöð stofnunarinnar í gær. Stjórnandi EBRD, Frakkinn Jacques Attali, hefur sætt harðri gagnrýni fýrir bruðl og sagt er að eini gagnrýnandinn í bankaráðinu hafi verið hrakinn burt. Sjá einnig „Búist við harðri ... “ á bls. 28. Vilja auka sjálfstæði Færeyja Þórshöfn. Frá Grækaris Djuurhus Magn- ussen, fréttaritara Morgunbladsins. NÝ stjórn Jafnaðarflokksins, Þjóðveldisflokksins og Sjálf- stýrisflokksins hefur tekið við í Færeyjum og verður Marita Petersen áfram lögmaður. Eitt af meginverkefnum hennar verður að sen\ja ný heima- stjórnarlög í því skyni að gera Færeyinga óháðari Dönum. Jafnaðarmenn og fólkaflokks- menn hafa verið saman í stjórn en að undanförnu hafa þeir síðar- nefndu verið að búa sig undir að slíta samstarfinu vegna óánægju með fyrirhugaða uppstokkun í fær- eysku fiskvinnslunni. Jafnaðar- menn urðu hins vegar fyrri til og virðast raunar hafa verið búnir að ræða við fulltrúa hinna flokkanna. Að minnsta kosti gekk fljótt saman með þeim og fá jafnaðarmenn þrjú ráðuneyti, Þjóðveldisflokkurinn tvö og Sjálfstýrisflokkurinn eitt. Auk uppstokkunar í sjávarútvegi verða heimastjórnarlögin eitt helsta verkefni nýju stjórnarinnar. Er stefnt að því, að Færeyingar verði alveg óháðir Dönum hvað varðar löggjöf og eigin stjórnarstofnanir. Reuter Amato einn og yfirgefinn GIULIANO Amato, forsætisráðherra Ítalíu, á þingfundi í Róm. Amato sagði af sér á fimmtudag en verður við völd til bráðabirgða þar til ný stjórn verður mynduð. Kristilegir og fyrrum kommúnistar í stjóm? 1) A.„ Dmi4nM Róm. Reuter. LIKUR voru taldar á því í gær að tveir stærstu flokkar Ítalíu, Kristilegir demókratar, og Lýðræðisflokkur vinstrimanna, áður komm- únistaflokkurinn, mynduðu nýja ríkisstjórn, en þeir hafa eldað grátt silfur í áratugi. Sagt hefur verið að stjórnmál á Italíu eftir stríð hafi einkum snúist um það að halda kommún- istum utan stjórnar, hvað sem það kostaði. Forystumenn flokkanna voru í fundi í gær og lýstu því yfir að honum loknum að svo virtist sem flokkarnir ættu að geta komið sér saman um myndun nýrrar stjórn- ar. ítölsk dagblöð sögðu þetta auka líkurnar á því að annaðhvort Giorgio Napolitano, forseti neðri deildar þingsins, eða Leopoldo Elia, fyrrverandi forseti stjórn- lagadómstólsins, 'tækju við forsætisráðherraembættinu af sósíalistanum Guiliano Amato. Napolitano er í Lýð- ræðisflokki vinstrimanna en Elia kristilegur demókrati. Stjórnmálaskýrendur segja að verkefni nýrrar stjórn- ar liggi þegar fyrir og næsti forsætisráðherra hafi lítið svigrúm fyrir eigin stefnumið. Helsta verkefnið er að koma á umbótum á kosningalöggjöfinni og grípa til óhjákvæmilegra aðgerða gegn íjárlagahallanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.