Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 Hrafnhildur Jóns- dóttir — Minning Fædd 1. júní 1972 Dáin 18. apríl 1993 Kveðja frá vini. Eitt kveðjukvöld við stóðum - á kinnum hreystiijóðum þú áttir æskugjöf - og byggðum höllu háa á himintjaldið bláa; en undir leyndist opin gröf. Svo heyrði ég dauðadóminn, ^ enn dynja heyri ég óminn; ,Svo stutta, stutta töf“. Eg geymi margt í minni og mæni fyrsta sinni með veika lund á vinargröf. (Einar Ben.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Arnar Þór Sævarsson. Ég krýp og faðma fótskör þína Frelsarinn minn á bænastund. Ekki óraði okkur fyrir því um páskana þegar öll fjölskyldan hitt- ist og átti gleðistund í tilefni ferm- ingar Olafar Örnu frænku okkar að við myndum tveimur vikum «seinna koma öll saman aftur í sömu kirkju, en þá til að fylgja ungri systurdóttur til grafar. Lífið getur oft verið óskiljanlegt, en alltaf finnst manni dauðinn enn óskiljanlegri. Maður fyllist reiði og vanmætti þegar hann heggur í sundur framtíðarvonir og líf glæsi- legrar ungrar stúlku. En þær hræðilegu fréttir bárust að Hrafnhildur frænka okkar hefði látist í bílslysi aðfaranótt 18. apríl. sl. Við eigum erfitt með að trúa því og sætta okkkur við það að Hrabba, en það var hún alltaf köll- uð af ættingjum og vinum, sé dáin svo ung, lífsglöð og full bjartsýni á lífið og tilveruna. Hrabba var ekki bara frænka, heldur einnig góður, dyggur og ekki síst fórnfús vinur. Því fengum við snemma að kynnast, því að Hrabba var aðeins 11 ára þegar hún kom fyrst til okkar að passa litlu frænku sína hana Ástu Krist- ínu og var hún hjá okkur í tvö sumur hér í Reykjavík. Á þessu tímabili veiktist Ásta og þurfti að gangast undir nýrnaígræðslu. Þá kom strax í ljós fómfýsi og hjálp- semi Hröbbu, ekki eldri en hún " var, því að hún sagði: „Ef nýrað mitt passar í Ástu þá skal ég gefa henni það.“ Oft áttum við fjölskyldan góðar og skemmtilegar samverustundir með Hröbbu og er gott að eiga þær gleðiminningar að ylja sér við, þó að við hefðum gjaman viljað hafa þær fleiri, en því fáum við ekki ráðið. Nú síðustu árin var Hrabba okk- ur oft innan handar og hefðum við einnig viljað fá tækifæri til að eng- urgjalda alla hennar góðmennsku í okkar garð, en ein örlagarík bíl- ferð kom í veg fyrir það. Hafðu þökk fyrir allt, Hrabba mín. Við verðum að trúa því að dauði þessarar ungu stúlku hafi haft til- gang og henni sé ætlað stórt hlut- verk á æðri stöðum. Elsku Anna systir, við viljum votta þér, Gumma, Hjalta, Kristínu, mömmu og pabba, einnig föður Hrafnhildar og fjölskyldu hans, okkar dýpstu samúð. Við biðjum Guð að styrkja og varðveita alla þá sem eiga um sárt að binda. Missir okkar allra er mikill. Árni, Vilborg og börn. Margur einn í aldurs blóma undi sæll við glaðan hag, brátt þá fregnin heyrðist hljóma, Heill, í gær, en nár i dag. Ó, hve getur undraskjótt yfír skyggt hin dimma nótt! Fyrir dyrum dauðans voða daglega þér ber að skoða. (Bj. Haild. frá Laufási) Hrafnhildur er dáin. Þegar við fregnuðum það dimmdi. Ung og lífsglöð stúlka með allt lífið fram- undan hrifín á brott með svo svip- legum hætti. Hvers vegna? Fátt verður um svör. Hrafnhildur frænka var hvers manns hugljúfi og einkenndist framkoma hennar af prúðmennsku og blíðu. Framtíðaráform hennar voru ákveðin. Hugurinn stefndi á leirlist- arnám að loknum Verkmenntaskól- anum á Akureyri. Leirlistin var henni mikið áhugamál, en henni mun ætlað annað hlutverk annars staðar, nú þegar dauðinn hefur af fullkomnu miskunnarleysi brugðið fæti fyrir það lífsstarf sem Hrafn- hildur var rétt að hefjast. Við get- um ekki annað en lotið höfði í sorg okkar gagnvart svo þungum dómi. Fjarlægðir hafa ekki hindrað að Hrafnhildur hitti okkur fjölskyldu sína hérna fyrir sunnan og þrátt fyrir að oft liði nokkuð langur tími milli endurfunda var eins og við hefðum hist í gær. Nú síðast nutum við samvista með henni á ferming- ardegi Sigríðar síðastliðinn pálma- sunnudag og er það alveg ómetan- legt fyrir okkur að eiga hana svo ferska í minningunni. Orð eru lítils megnug á stundu sem þessari, en okkur langar með þessum fátæklegu orðum að þakka Hrafnhildi fyrir samveruna sem var allt of stutt. Minningin um yndis- lega frænku lifir meðal okkar og mun bæta þann sára söknuð sem nú fyllir huga okkar. Ég felli tár, en hví ég græt? Því heimskingi ég er! Þín minning hún er sæl og sæt, og sömu leið ég fer. (K.J.) Við vottum foreldrum, afa, ömm- um, systkinum og öðrum aðstand- endum og vinum dýpstu samúð okkar og hluttekningu. Björn, Rannveig, Sigríður, Sveinn Júlíus og Páll Þórar- inn. Á sunnudaginn barst mér sú harmafregn að bróðurdóttir mín hefði látist í bílslysi um nóttina. Hví er ungt fólk sem á alla framtíð- ina fyrir sér hrifsað svo skyndilega burt úr þessum heimi? Þeir sem guðirnir elska deyja ungir hafa menn sagt. Hér áður fyrr urðu svo margir að sættast við brostna framtíðardrauma. En hefur sið- menningin unnið nokkurn stærri sigur en þann, að nú geta flestir foreldrar séð öll böm sín þroskast til fullorðinsára? Það getur enginn sætt sig við annað. Ég bjó með fjölskyldu minni í Bandaríkjunum þegar Hrafnhildur fæddist og sá hana því miður sjaldnast þegar ég kom til íslands. Hún ólst upp hjá móður sinni á Sauðárkróki, en heimsótti föður sinn flest sumur í Skriðdalinn og lék sér við yngri systkini sín þar og passaði þau. Litla frænka fyrir norðan var ljúf og afskaplega lík pabba sínum. Hvenær sem tækifæri gafst til að hitta Hrafnhildi frænku var það alltaf jafn ánægjulegt að böndin ósýnilegu sem tengdu okkur voru hlý og sterk. En samgangur minnar fjölskyldu við Hrafnhildi var ekki mikill og takmarkaðist oft við kveðjur um jól og tímamót. Hún var jafnskyld mér og aðrar frænkur mínar, en hún var oftast fjarri þeg- ar fjölskyldan kom saman. Hún heimsótti þó alltaf ömmu sína þeg- ar hún kom í bæinn og skrifaði henni reglulega og lét hana t.d. alltaf vita hvernig henni gengi í skólanum. Við gátum fylgst með uppvexti Hrafnhildar þótt oftast væri það úr fjarlægð. Hún sendi okkur kort og börnum mínum góð- ar gjafír. Um síðustu jól fengum við frá henni svo undurfallegt jóla- kort sem hún hafði sjálf gert. Hún var komin i verkmenntaskólann á Akureyri og ætlaði að halda áfram í listnámi. Þrátt fyrir ungan aldur hafði hún árum saman staðið mjög á eigin fótum. Hún bjó einn vetur í Reykja- vík og gekk þar í fjölbrautaskóla. Með námi og á sumrin vann hún ýmis störf til að sjá fyrir sér og sumarlangt starfaði hún í Sviss. Það var ánægjulegt að Hrafn- hildur skyldi geta komið í fermingu frænku sinnar í vor. Börn og barna- börn foreldra minna eru fjórtán talsins og í þetta síðasta sinn vant- aði móður mína ekkert þeirra. Frænka mín var orðin fulltíða og framúrskarandi falleg og hún geisl- aði af æskufjöri og naut sín vel innan um öll frændsystkini sín. Hún stansaði örfáa daga í Reykjavík og hélt svo til Sauðárkróks til að halda páska með fjölskyldu sinni. Eftir það var haldið í skólann á Akur- eyri, en helgarfríið næsta á Sauðár- króki var hennar síðasta. Hvað líf- ið getur verið stutt, heimurinn óréttlátur og örlögin miskunnar- laus. Móður Hrafnhildar og ástvinum sendum við fjölskyldan okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi guð styrkja bróður minn og fjölskyldu í þessari djúpu sorg. Minningin um ljúfa og kæra frænku mun lifa. Einar Júlíusson. „Þeir sem guðirnir elska, deyja ungir.“ Mér er þungt um hjartarætur er ég skrifa þessar Iínur, og við spyrjum, af hveiju Hrabba okkar? Af hveiju þessi bjarthærða fallega stúlka, sem öllum var svo blíð og góð og átti allt Iífið framundan? Það hlýtur að vera eitthvert mikil- vægt verkefni sem bíður hennar, fyrst guð tekur hana til sín svona snöggt og óvænt. Þá er það mikil huggun harmi gegn, að við sem þekktum hana og unnum henni, skulum eiga svo fagrar og hreinar minningar um hana, því að þar bar aldrei skugga á, allir löðuðust að hennar hæga, ljúfa og yndislega viðmóti. Ég er búin að fylgjast með Hröbbu síðan hún fæddist. Hún og yngsta dóttir mín voru jafngamlar og bjuggum við á Öldustígnum i næsta húsi við móðurforeldra henn- ar, Kiddu og Hjalta, þar sem Hrabba sleit barnsskónum. Það varð strax mikill vinskapur milli Kristínar dóttur minnar og Hröbbu. Ég horfði á þær taka fyrstu sporin, síðan voru þær á dagheimilinu sam- an. Ég man alltaf eftir sumardegin- um fyrsta, er þær fimm ára hnátur sungu, ásamt öðrum börnum af dagheimilinu, uppi á sviði í Bifröst. Þá stóðu þær þijár saman, Kristín Þöll, Hrabba og frænka Hröbbu, hún Kristín Björg, og sungu þær þijár af þvílíkri innlifun að unun var að horfa á þær. Við mömmurn- ar voru svo ósköp stoltar af dætrum okkar. Ég man öll barnaafmælin heima á Öldustíg og alltaf dáðist ég að því hvað Hrabba var stillt og prúð, með sitt blíða bros og bláu fallegu augun sín. Þær uxu úr grasi stelpurnar okkar, fermdust hér í Sauðárkróks- kirkju og allt í einu voru þær orðn- ar fullorðnar, að þeirra mati, og alltaf hélst vinskapurinn þótt vík væri milli vina og Hrabba farin til útlanda. Þá var Hrabba alltaf sama trygglynda vinkonan, skrifaði löng og skemmtileg bréf heim til vin- konu sinnar. Svo kom Hrabba heim og þá var nú gleðin mikil, spjallað og hlegið fram á nætur. Síðan hafa þær vinkonurnar verið óaðskiljan- legar. Síðastliðið haust leigðu þær stöllur sér íbúð saman á Akureyri og fóru báðar í nám í Verkmennta- skólann á Akureyri. Mikil var til- hlökkunin og spenningurinn að búa tvær einar saman. Ég minnist þess er við hjónin fluttum Kristínu norð- ur. Hrabba var komin á undan og tók á móti okkur með sínu ljúfa brosi og bauð upp á kaffi. Hún var búin að koma öllu fyrir og kertaljós logaði og allt var svo notalegt. Okkur hjónunum leið vel þegar við ókum aftur heim, við vissum að dóttir okkar var í góðum höndum, þar sem hún var með Hröbbu. Þær voru svo ólíkar, vinkonurn- ar. Kristín dökk á brún og brá, en Hrabba bjarthærð og bláeygð. Hrabba alltaf róleg og yfirveguð, en hin fjörmikil og hávaðasöm. Þær voru eins og nótt og dagur, svo ólíkar voru þær, en aldrei hef ég séð fallegri vináttu en þeirra. Hrabba laðaði alla að sér með sínu blíða brosi og fallega viðmóti. Hún var góður nemandi, átti létt með að læra og allt lék í höndum hennar. Hann er sár söknuðurinn hjá skólasystkinum hennar og kennurum á Akureyri. Ég gleymi aldrei síðasta laugar- dagskvöldi, þegar Hrabba birtist hér í forstofunni, það geislaði af henni fegurðin og þau fóru hlæj- andi út, félagarnir fjórir og ég elti þau út að dyrum og hugsaði, mikið á hún dóttir mín gott að eiga svona góða vinkonu. Það er mikill harmur kveðinn að svona litlu bæjarfélagi eins og Sauðárkrókur er, þegar ungt og efnilegt fólk fellur svona snögglega frá, og allir eru felmtri slegnir, vin- irnir, ættingjarnir og skólafélag- arnir sem alltaf héldu svo vel hóp- inn. Við hjónin þökkum Guði fyrir að dóttir okkar átti svona góða vinkonu og við fengum að njóta Hröbbu, bara svo allt of stutt, en við geymum í hjarta okkar minn- ingu sem yljar okkur öllum á ókomnum árum. Við viljum senda öllum ættingjum hennar innileg- ustu samúðarkveðjur. Anna og Gummi, og Kidda mín og Hjalti, ég vona að bjarta brosið hennar Hröbbu okkar megi lýsa ykkur leið- ina út úr myrkrinu, sem byrgir ykkur sýn núna. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur yfir því, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Megi hún Hrabba hvíla í Guðs- friði. Guðbjörg, Þór og Kristín Þöll. Mig langar að minnast ástkærr- ar vinkonu minnar, Hrafnhildar Jónsdóttur, sem lést af slysförum 18^ apríl sl. Ég kynntist Hröbbu er við vorum au-pair í Sviss. Það var yndislegur tími. Ég man þegar að ég kynntist hennar fyrst, þá fannst mér hún svo leyndardómsfull en þegar á leið urðum við bestu vinkonur, eins og við hefðum alltaf þekkt hvor aðra. En þegar við komum heim skildust leiðir okkar, en við höfðum þó sam- band. En svo fyrir tveimur vikum hitt- umst við af tilviljun í Reykjavík. Þá ákváðum við að eyða einum degi saman áður en hún færi aftur norður, sem við gerðum. Áður en við kvöddumst ákváðum við að hún myndi koma til Reykjavíkur síðustu helgina í apríl og þá myndum við sko fara út á lífið. Þegar eiginmaður Jónu, frænku Hröbbu, hringdi og sagði mér að Hrabba hefði látist í bílslysi var sú tilhlökkun horfín, allt hvarf, Hrabba líka. Þessi unga stúlka er hrifin brott í blóma lífsins. En af hveiju? Hver er tilgangurinn? Þá er maður minntur á hve stutt er á milli lífs og dauða. Ég mun aldrei sætta mig við að Hrabba sé dáin, því hún hefur skil- ið eftir svo margar ljúfar minning- ar í hjarta mínu. Megi hún hvíla í friði. Ég og fjölskylda mín vottum aðstandendum hennar okkur dýpstu samúð. Jenney S. Halldórsdóttir. „Hún Hrabba dó í bílslysi í nótt.“ Fréttin sló okkur, það var eins og hnífur væri rekinn í hjartastað. Hví var ung stúlka í blóma lífsins hrif- in burt frá fjölskyldu og vinum? Var þetta tilviljun ein eða var þetta allt fyrirfram ákveðið? Þessar spurningar koma fram í hugann hjá okkur, skólafélögum hennar, sem skiljum ekki hvers vegna hún var tekin burt svo snögglega. Hrafnhildur var mjög þroskuð stúlka, friðarsinni, kom fram við aðra eins og hún vildi að komið væri fram við sig og undir rólegu yfírborði bjó eitthvað annað og meira. Þó henni hafi fundist heim- urinn oft grimmur þá leit hún fram- tíðina alltaf björtum augum og ætlaði sér svo margt. Við sem sitjum eftir söknum hennar sárt og trúum því að hún sé á góðum stað og geti þar nýtt hæfileika sína. ■ Við vottum fjölskyldu hennar og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Hún lifír í hjörtum okkar. Dauði þinn breytti hjarta mínu í hvíta marmarahöll þakta speglum að innan sorgin^stendur á miðju gólfí ljómi hennar speglast í þeim öllum sem fullur máni er speglar andlit sitt í bláum vötnum. (Ragnhildur Ófeigsdóttir) Skólafélagar af Mynd- og handmenntabraut Verk- menntaskólans á Akureyri. í dag, laugardaginn 24. apríl, verður jarðsungin frá Sauðárkróks- kirkju elskuleg frænka okkar, Hrafnhildur Jónsdóttir, sem lést í hörmulegu bílslysi hinn 18. apríl sl. Okkur langar að þakka fyrir all- ar ljúfu stundirnar sem við áttum með þér og í hugum okkar eru aðeins til fallegar myndir og minn- ingar um þig, elsku frænka. Ekki hvarflaði að mér að sam- verustundirnar um síðustu páska yrðu þær síðustu sem við ættum saman. En vegir Guðs eru órann- sakanlegir. Elsku frænka með þessum fátæklegu orðum kveðjum við þig í hinsta sinn. Guð blessi þig. Elsku Anna, Gummi, Hjalti, Kristín, Kalli litli, mamma, pabbi og aðrir aðstandendur, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur öll í þessari miklu sorg. Svava, Jónas og fjölskylda. Ástkær bekkjarsystir okkar og vinkona, Hrafnhildur Jónsdóttir, lést af slysförum aðfaranótt sunnu- dagsins 18. apríls síðastliðins. Okkur bekkjarsystkini hennar langar til að minnast hennar í örfá- um orðum. Þótt við höfum þekkt Hröbbu mismikið, þá eigum við öll góðar og skemmtilegar minningar um hana. Hrabba var mjög lífsglöð og elskuleg. Hún var ákveðin, hald- in mikilli ævintýraþrá, ætlaði sér marga hluti og var óhrædd við að framkvæma það sem hana langaði til. Hún var sjálfstæð, atorkusöm og drífandi. Henni gekk vel í flestu sem hún tók sér fyrir hendur, en þó sérstaklega öllu því sem viðkom mynd- og handment. Hrabba var búin að reyna margt, en fann sig svo vera á réttri hillu í Verk- menntaskólanum á Akureyri, á mynd- og handmenntabraut skól- ans. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni og þökkum henni fyrir allt það sem hún gaf okkur. Við vottum fjölskyldu og aðstandendum hennar okkar dýpstu samúð. Minningin um Hröbbu lifir í hjörtum okkar allra um ókomin ár. Bekkjarfélagar úr árgangi ’72, Grunnskóla Sauðárkróks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.