Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 27 Flestir bátar Þjóðminjasafnsins brunnu til kaldra kola Tjónið óbætanlegt að mati þjóðminjavarðar BRÓÐURPARTURINN af bátasafni Þjóðminjasafnsins brann með skýli sem reist hafði verið yfir bátana í Kópa- vogi og kveikt var í í fyrrinótt. 18 bátar frá ofanverðri síðustu öld og öndverðri þessari brunnu til ösku og auk þess viður úr gömlum þurrkhjalli og borð úr rekaviði sem nota átti til viðgerða á húsum í umsjón Þjóðminja- safnsins. Hvorki var viðvörunarkerfi né slökkvikerfi í skýlinu, sem stóð á afgirtu svæði. Að sögn Guðmundar Magnússonar þjóðminjavarðar glötuðust mikil menning- arsöguleg verðmæti í eldinum og er tjónið óbætanlegt. Samkvæmt upplýsingum RLR er ljóst að um íkveikju var að ræða en óvíst er hver ber ábyrgð á henni. Morgunblaðið/Júlíus Rjúkandi rústir FLESTIR munir í bátaskýli Þjóðminjasafnsins brunnu til ösku en sjá mátti bátslag á þessari grind. Slökkviliðinu barst tilkynning- um eldsvoða í vestubæ Kópavogs laust eftir klukkan fjögur í gær- morgun. Að sögn Bergsveins Afonssonar aðalvarðstjóra slökkviliðs sást eldurinn langt að og var bátaskýlið alelda þegar að var komið. Skýlið er um 360 fermetrar að flatarmáli og er bárujárnsklædd trégrind með þaki, gólflaus og opin við jörðu. Fuðruðu upp Að sögn Bergsveins lék því loft um bátana og skýlið og gerði að verkum að útbreiðsla eldsins í skraufþurru timbrinu var enn hraðari en ella. Dyr skýlisins stóðu opnar. 59 slökkviliðsmenn sem komu á staðinn gátu að sögn Bergsveins ekkert gert til að afstýra þeirri eyðileggingu sem í eldsvoðanum varð. Eldur- inn var þó slökktur á um klukku- stund, með vatni úr bfunavönum, auk þess sem sjó var dælt á eld- inn. Samkvæmt upplýsingum frá RLR er ljóst að þarna var um íkveikju að ræða enda ekkert rafmagn á húsinu. Brotist hafði verið inn á afgirta lóðina og inn í skýlið. Ekki er vitað hver kveikti eldinn. Guðmundur Magnússon þjóð- minjavörður kvaðst telja að báta- skýlið, sem reist var haustið 1991, hefði verið hugsað sem bráðabirgðaúrræði við geymslu þessara muna meðan unnið væri að varanlegri lausn á þeim mál- um en fram að þeim tíma hefðu þessir munir, sem safninu hafa áskotnast úr ýmsum áttum og með ýmsum hætti, verið í dreifðri geymslu á vegum safnsins. I skýlinu var að finna bróður- partinn af bátum safnsins. Auk þess var þarna viður úr gömlum þurrkhjalli sem ætlunin hafði verið að endurbyggja og borð úr rekaviði sem ætlynin var að nota til viðgerða á húsum í um- sjón Þjóðminjasafnsins. Guðmundur sagði sárgræti- legt að þetta óbætanlega tjón yrði nú þegar loks hefði sést hilla undir að hægt yrði að leysa málið til frambúðar í samráði við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og Sjóminjasafnið. Aðspurður um ástæður þess að ekki var brunavarnarkerfi í skýli sem hýsti slík menningar- verðmæti vísaði Guðmundur til þess að um bráðabirgðaráðstöf- un hefði verið að ræða og sagði að spurning væri hvort slík kerfi hefðu miklu breytt gagnvart jaf- neinbeittum ásetningi og sá sem kveikt hefði þennan eld hefði sýnt með því að bijóta sér leið inn á lóðina og síðan inn í skýlið. Þröngur fjárhagur Hann sagði þó að ákvörðun um þessa geymslu bátanna hefði verið tekin fyrir tíma sinn í emb- ætti, haustið 1991 þegar safnið missti aðra geymsluaðstöðu. Guðmundur kvaðst ávallt hafa talið að um ófullnægjandi lausn hafi verið að ræða en minnti á þröngan fjárhag safnsins og það að húsnæðismál þess væru í ólestri. í máli Guðmundar Magnús- sonar kom fram að í tækniminja- geymslu þeirri sem stendur á lóðinni við Vesturvör væri bæði öryggis- og brunavarnarkerfi og einnig væri margfalt öryggis- kerfi í húsi safnsins við Suður- götu. Sýningu Balt- asars að ljúka SÝNINGU Baltasars á málverk- um og teikningum í FIM-salnum lýkur nú um helgina. Myndirnar eru unnar út frá ís- lenskum goðsögum, einkum Völu- spá. Opið frá kl. 14.00-18.00. -----♦—•—♦-- Skemmtun hjá Haukum HIN árlega íjölskylduskemmtun Hauka verður haldin sunnudaginn 25. apríl í íþróttahúsinu við Strand- götu í Hafnarfirði. Kaffisala og hlutavelta auk annarra uppákoma. Ókeypis aðgangur. Bílamarkaöurinn Opið sunnudaga kl. 13 - 18. -3 Subaru 1800 GL 4 x 4, station, ’87, blár, sjálfsk., ek. 87 þ. Gott eintak. V. 690 þús. Oldsmobile Calais Supereme '85, V6 3,0L, bein innsp., steingrár, álfelgur o.fl. Skoðaður '94. V. 650 þús., sk. á ód. Ford Econoline 150 4x4 '84, innréttað- ur, 36" dekk, álfelgur, 351 ci, V8, sjálfsk. Einn m/öllu. V. 1950 þús. Daihatsu Feroza EL II EFi ’90, steingrár, 5 g., ek. 48 þ., 33" dekk, brettakantar o.fl. V. 1070 þús., sk. á ód. Daihatsu Charade TX '91, rauður, 5 g., ek. aðeins 9 þ. V. 620 þús. MMC Colt GLX ’89, rauður, 5 g., ek. 72 þ. Rafm. í rúðum o.fl. V. 630 þ. Nissan Sunny SLX 1.6 Sedan, brúnsans, sjálfsk., ek. 16 þ. rafm. í öllu o.fl. V. 890 þ. Subaru 1800 GL Coupé '87, 5 g., ek. 100 þ. V. 590 þús. stgr. MMC L-300 Minibus 4x4 ’88, 5 g. ek 111 þ. V. 1030 þús. Toyota Corolla XL ’89, 5 dyra, 5 g., sjálfsk. ek. 10 þ. á vól. V. 650 þús. Toyota 4Runner ’90, 5 g., ek. 73 þ., álfelg- ur, sóllúga o.fl. V. 2 millj. Mazda 323 LXi Sedan ’92, 5 g., ek. 20 þ. V. 950 þús. MMC Pajero turbo diesel (langur) ’91, 5 g., ek. 50 þ. V. 2.3 millj. Subaru Legacy 2000 station ’92, 5 g., ek. 5 þ. V. 1700 þús. Subaru Justy J-12 ’87, 5 g., ek. 55 þ. V. 400 þús. Nissan KingCap 4x4 m/húsi '91, grár/svartur, 5 g.. ek. 34 þ. Toppeintak (vsk. bíll). V. 1290 þ. stgr. Þjóðargjöf Færeyinga frá 1974 varð eldinum að bráð BÁTARNIR 18 sem brunnu í bátaskýli Þjóðminjasafnsins voru af ýmsum stærðum og gerðum og smíðaðir á tímabilinu 1840-1940, auk bátsins sem færeyska þjóðin gaf íslendingum í til- efni 1100 ára Islandsbyggðar árið 1974. Einn þekktasti báturinn í eigu safnsins, landhelgisbáturinn Ingjaldur, sem Hannes Hafstein reri í til móts breska landhelgisbijóta í ísafjarðar- djúpi þegar hann var sýslumaður vestra um aldamótin, var ekki í skýlinu þar sem hann hefur þó jafnan verið geymdur. Ingjaldur hafði verið verið lánaður til sýningarhalds og er hann nú til sýnis í portinu við Hafnarhúsið. Eftirtaldir bátar urðu eldinum að bráð: Felix, trillubátur sem smíðaður var í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi sem sexæringur árið 1840. Hann var elstur bátanna. Hergilsey, 9,5 metra langur bátur, líklega áttæringur. Alda, smíðaður af Ólafi Bergsveinssyni í Hvallátrum um 1911. Færeyski báturinn, sexmannafar, nýtt, gefið í tilefni 1100 ára afmælis íslands- byggðar árið 1974. Vonin, Sandabátur með brimsandalagi smíðaður um 1890 í Mýrdal, áttæringur. Smíðateikningar af Voninni er að finna í 2. bindi íslenskra sjávarhátta eftir Lúðvík Kristjánsson. Geir, sexæringur með Hafnalagi frá Grindavík, smíðaður 1916. Blíðfari, Smíðaður af Ólafi í Látrum um 1929. Leifur, stór áttæringur með breiðfirsku lagi, smíðaður 1880. Snotra, síðasta áraskip V-Eyfellinga, smíðaður af Ólafi Ástgeirssyni í Litlabæ. Stóri-Svartur, sexæringur frá síðustu öld frá Skálavík við Djúp. Svanur, sexróinn útsjávarbátur frá Flatey á Mýrum, A-Skaftafellssýslu, smíðaður rétt fyrir 1940. Sæfari, lítill trillubátur, smíðaður 1929, af Ólafi Guðmundssyni á Hvainmstanga. Þorskur, frá Æðey, sexæringur með Djúp- lagi smíðaður 1878 af Þórði Pálssyni skipa- smið í Vatnsfírði. Smíðateikningar af Þorski er að finna í íslenskum sjávarháttum eftir Lúðvík Kristjánsson. Þristur, trillubátur frá Munaðarnesi á Ströndum, smíðaður í Vestmananeyjum 1909. Skekta frá Keldu í Mjóafirði. Fjögurra manan far frá síðustu öld. Heppinn, skekta frá Flatey. Ólafur Berg- sveinsson í Hvallátrum smíðaði 1910-1912. Lítill vélbátur sem Jón Lárusson lét smíða í Reykjavík 1926 sem ríðrarbát en var síðar breytt. Birna, upphaflega árabátur, sexmannafar með Eyngeyjarlagi en síðar vélbátur. Hann á sér þá sögu að árið 1930 rændi maður bátnum og ætlaði að sigla honum til Græn- lands. Felix minnst brunninn Að sögn Björns Björnssonar, setts for- stöðumanns Sjóminjasafnsins í Hafnarfirði, sem skoðaði brunarústirnar í gær er mest eftir af elsta bátnum, Felix, en grind hans er heilleg í rústunum. Björn sagði að flest annað sem í skýlinu var væri brunnið til ösku. í máli Björns kom fram að skýlið hefði verið byggt haustið 1991 að undirlagi Sjó- minjasafnsins og á kostnað þess en safnið varð deild í Þjóðminjasafninu um síðustu áramót. Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraun Kopavogi, sími S71800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.