Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 Minning Skúli Pálsson Fæddur 8. október 1906 Dáinn 31. mars 1993 Langri lífsgöngu merkismanns er lokið. Skúli Pálsson andaðist fyrir stuttu, á 87. aldursári. Hann skilaði drjúgu dagsverki og verður minnst sem eins af þeim mönnum er „settu svip á öldina“. Framsýni hans og brautryðjendastarf í fisk- eldi vegur þar þyngst - auk margs annars sem hann tók sér fyrir hendur. Starfssaga Skúla á Laxalóni er kunn flestum sem komnir eru á miðjan aldur og þar yfir. Hann gerði henni og skil ásamt öðrum þáttum lífs síns í ævisögu sinni, Baráttusögu athafnamanns, sem Æskan gaf út árið 1988. Það verð- ur því ekki tíundað hér. Það var einmitt í tengslum við ævisögu Skúla sem við kynntumst sumarið 1987 er ég var ráðinn til að rita hana. Sú vinátta, sem þá tókst með okkur, hélst alla hans tíð. Þó að rúm hálf öld skildi okk- ur að í árum þá mættumst við í sameiginlegum áhuga okkar á líf- inu og tilverunni - og aldursmun- urinn hvarf sem dögg fyrir sólu. Skúli var einstakur maður og eftirminnilegur fyrir margra hluta sakir. Hann var skarpskyggn á samtíð sína, hugmyndaríkur og áræðinn. Hann var maður athafna en ekki orða, stórlyndur og fylginn sér í öllum málum. Hann var ör- geðja og afar fastur fyrir ef því var að skipta enda þótti flestum betra að eiga hann að vini en óvini. Undir hrjúfu yfirborði hans sló þó funheitt hjarta eins og títt er um skapríka menn. Það fékk sá sem þetta ritar oft að reyna. Skúli fylgdist alla tíð vel með því sem var að gerast í kringum hann. Fyrir utan fiskeldið og kirkj- unnar mál áttu þjóðmálin huga hans. Þar hafði hann eindregnar skoðanir og var gagnrýninn á margt, hvort sem hans eigin stjóm- málaflokkur átti í hlut eða ekki. Hann hafði verulegar áhyggjur af minnkandi þorskstofni kringum landið og lagði til á opinberum vettvangi að menn athuguðu möguleika á því að rækta þorsk á landi og í sjókvíum, líkt og gert er með silung og lax. Starfssaga Skúla sýnir að hann hefur alla tið verið framsýnn og því kæmi það ekki á óvart að þessi hugmynd hans ætti eftir að verða að veru- leika í nánustu framtíð - þó að mörgum finnist þorskræktun í landi heldur langsóttur veruleiki nú sem stendur. Það var gæfa Skúla að eignast Svövu Skaftadóttur fyrir lífsföru- naut, þá miklu gæðakonu. Þau lifðu í farsælu hjónabandi í meira en hálfa öld og eignuðust þijá syni sem allir eru kunnir af dugnaði og drengskap. Það leyndi sér ekki í samræðum við Skúla hve fjöl- skyldan var honum kær - enda mátti hann líka vera stoltur af henni. Það er sjónársviptir að Skúla gengnum. Eg sakna hlýja hand- taksins og auðnustundanna sem við áttum saman á fallegu heimili þeirra Svövu. Stundum er sagt að maður komi í manns stað - en það er ekki rétt. Enginn kemur í stað- inn fyrir Skúla á Laxalóni. Hann var stórbrotinn maður og átti eng- an sinn líka. Margir drúpa nú höfði við fráfall þessa heiðursmanns og minnast hans með virðingu og þökk. Guð blessi minningu Skúla Páls- sonar. Eðvarð Ingólfsson. Eins og títt var' um unga pilta er ólust upp við sjávarsíðun á Vest- íjörðum, fór Skúli Pálsson frá Kirkjubóli í Korpudal til sjós ungur að árum. Fyrst á smábátum, síðar á togurum. Þá var landhelgin þijár mílur frá ströndinni og toga mátti inn í hveijum firði. Skafið var þvers og langs yfír öll hrygningarsvæði án nokkurs tillits til hveijar afleið- ingarnar yrðu. Þessi nýja veiðiað- ferð að drepa allt kvikt, sem botn- vörpunni var strokið yfir, ofbauð- hinum unga manni. Hvemig gæti þessi rányrkja endað nema á einn veg og hann fór að hugsa um fram- tíðina. Væri ekki hægt að ala upp físk til manneldis í tjörnun eða nótum innan íjarðar? Þessi hugsun gagntók hann algjörlega svo að hann axlaði sinn sjópoka og gekk í land. Hann hafði lesið um fískteg- und sem ræktuð var í Danmörku, sem hafði' meiri vaxtarhraða en aðrir fískar sem við þekktum. Var því ekki staldrað lengi við í landi, heldur siglt til Danmerkur. Þar kynnti hann sér eldi á regnbogasil- ungi. Síðan kemur hann heim með þeim ásetningi að setja hér á stofn fiskirækt. Fyrsta verkefnið var því að leita fyrir sér að landi sem hefði þá höfuðkosti til að bera að hafa hreint vatn með stöðugu vatns- magni, bæði vetur sem sumar, heitt vatn svo hægt væri að ala upp fiskinn á vetrum og hallandi land svo vatnið nýttist betur. Fór Skúli víða um nágrenni Reykjavík- ur, m.a. upp að Grafarholti. Kom hann þar að læk sem spratt undan holti handan Rauðavatns. Var hér um uppsprettuvatn að ræða sem þrýtur ekki í þurrkum og frosti. í bakaleiðinni gekk hann fram á græna laut í holtinu. Þetta fannst Skúla einkennilegt, svona seint á haustdögum. Við athugun sá hann að heitt vatn seitlaði undan klöpp í holtinu. Er hann hafði rótað til með staf sínum óx vatnið. Fleiri orð um þetta eru þau, að innan tíðar var Skúli kominn með leigu- samning á 17 ha. úr Grafarholts- landi. Fyrirstöður voru hlaðnar, dammar voru grafnir og regnboga- seiði fékk hann frá Danmörku. Eftir tvö ár bauð hann konu sinni og börnum inn í nýtt íbúðar- hús að Laxalóni. Tekjur af fyrir- tækinu voru litlar fyrstu árin. Því byggði hann sér bakhús þar sem hann hafði hænsni. Seldi hann egg til Hjartar á Bræðraborgarstíg og fékk matvörur í staðinn. Laxalón er í þjóðbraut fyrir þá sem leið eiga úr bænum. Því við- aði Skúli að sér miklum fræðiritum um ræktun á ánamöðkum og ætl- aði að hefja ánamaðkaframleiðslu fyrir veiðimenn sem höfðu öngla í farteskinu. En ekkert varð úr þeirri framleiðslu. A þessum árum fékk Skúli oft mikinn storm í fangið eins og vill verða hjá mörgum frumheijanum. Við þær aðstæður hafa margir gefíst upp eða flust úr landi. En Skúli fór hvergi en beitti öllum sínum seglum til að halda sjó. Fyrir tveim áratugum kom Skúli austur yfír Fjalla og bað mig um að koma með sér niður í Ölfus og skoða þar læk. Það var norðan- kuldi og það marraði í snjónum. „Hvað er maðurinn nú að fara og það um hávetur?" spurði ég konuna hans. „Það veit ég ekkert, en ég ætla inn að fá mér kaffí hjá henni Geiru.“ Þegar við vorum komnir niður að Þurá sagði ég: „Héma er lækur.“ „Já, við látum þennan vera.“ Niður við Þóroddsstaði var stoppað og við fórum út úr bílnum. „Hér er lækur sem ég ætla að mæla hitann í og svo skulum við ganga upp að fjallinu og athuga lækinn þar og mæla.“ Upp við fjall- ið þrýstist vatnið upp úr jörðinni. „Þú elur engan físk í þesu kalda vatni,“ sagði ég. „Nei, en sérðu ekki gufuna, sem stígur upp af engjunum hans Engilberts á Bakka. Hér er hiti undir alls stað- ar, það er bara að bora eftir hon- um. Hér er vatn, hér er hiti og hér er halli,“ sagði Skúli. Innan stutts tíma var hann búinn að kaupa sneið af Þóroddsstaðalandi, sem hann nefndi Fiskalón. Nokkrum áram síðar var hann búinn að kaupa jarðirnar Hvamm og Hvammsvík í Kjós. Hóf hann þar sjóeldi. Síðar ætlaði hann að bora fyrir heitu vatni og grafa vog inn í landið. Ef hann yrði heppinn með boran ætlaði hann að veita heita vatninu út í víkina til að at- huga hvaða áhrif það hefði á ís- myndun þar. Nú er dagur að kveldi. Fyrir tveim áram ókum við vítt og breitt um Ölfusið. Hans vökulu augu sáu þar líf í hveijum hlut. Nú hefur hann hneigt höfuð sitt fyrir hinum stolta sáðmanni lífsins. Ef til vill sest hann að við bæjar- lækinn heima sem öldum saman hafði það hlutverk að brynna bú- peningi, en með hugkvæmni mannsins gæti hann kannski mett- að þúsundir manna. Eitt af síðustu orðum hans var um vatn sem fossaði fram milli steina þar sem það tók í sig súr- efni til að færa fiskihjörðinni líf. Innandyra í hlýjunni á Laxalóni, skortir mig eiginlega orð til að lýsa réttilega móttökunum þar. Til að afgreiða málið fljótt væri hægt að segja: „Þar réði konan.“ En það er ekki rétt, því að bóndinn hafði þar engu síður áhrif og líka dreng- irnir meðan þeir bjuggu heima. Útífrá vora þau hjónin sem einn maður. Ef einhvers staðar þurfti að rétta hjálparhönd vora þau bæði mætt þar. Ég var heimagangur hjá þeim hjónum um áraraðir. Var þá oft tekið í spil. Þegar Ólafur var heima var spilað brids, en spilaður manni ef við voram þijú. Skúli var góður spilamaður og var ekki um annað að gera fyrir okkur Svövu en að" reyna að spila saman svo hann ynni ekki alltaf, en það gekk oft brösótt. Svava kona hans er Skaftadóttir af Varmadalsætt á Kjalarnesi. Ef sameiginleg ættareinkenni fylgja þeirri ætt þá er það ást og blíða. Því er ekki hægt að segja um SvÖvu að eftir lát manns síns standi hún uppi ein. Hún mun aldr- ei standa uppi ein, því að hún er umvafin kærleik ættar sinnar. Við hjónin og ættingjar okkar sendum Svövu og aðstandendum öllum alúðarkveðjur. Guð blessi Skúla Pálsson. Oddgeir Ottesen. jllesíííuc r a morgun ÁSKIRKJA: Ferming og altaris- ganga kl. 14. Árni Bergur Sigur- björnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Org- anisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. Tónleikar Barna- og Bjöllukórs kirkjunnar kl. 17. DÓMKIRKJAN: Kl. 9. Helgistund Zontakvenna. Kl. 11. Ferming og altarisganga. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriks- son. Prestarnir. Barnastarf í safnaðarheimilinu á sama tíma. Eftir messu verður í safnaðar- heimilinu fundur í Safnaðarfélagi kirkjunnar. Efni: Tónlistarstarf. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Messa kl. 14. Prest- ur sr. Halldór S. Gröndal. Organ- isti Árni Arinbjarnarson. Þriðju- dag: Kyrrðarstund kl. 12. Orgel- leikur í 10 mínútur. Fyrirbænir, altarisganga og léttur hádegis- verður. Þriðjudag: Biblíulestur kl. 14. Sr. HalldórS. Gröndal annast fræðsluna. Kaffiveitingar. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu- stund kl. 10. Hin dulda Evrópa. Einar Karl Haraldsson. Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Barnastarf á sama tíma. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Organisti Hörður Áskelsson. Listvinafélag Hall- grímskirkju: Orgeltónleikum Hauks Guðlaugssonar, sem vera áttu kl. 20.30, er frestað um viku vegna veikinda. Þriðjudag: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Morgun- messa kl. 10. Sr. Arngrímur Jóns- son. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer um Hlíðar og Suðurhlíðar á undan og eftir messu. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. Mánudag: Bilbíulestur kl. 21. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Fimmtudag: Kvöldsöngur með Taizé tónlist kl. 21. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Fermingar- messa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Organisti Jón Stef- ánsson. Kór Langholtskirkju (hópur lljsyngur. Barnastarf á sama tíma. Aftansöngur alla virka daga kl. 18. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Jón D. Hróbjarts- son. Organisti Ronald Turner. Guðspjall dagsins: (Jóh. 10). Ég er góði hirðirinn. Barnastarf á sama tíma í umsjá Þórarins Björnsson. Heitt á könnunni eftir messu. Fimmtu- dag: Kyrrðarstund kl. 12. Orgel- leikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu að stundinni lokinni. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Miðvikudag: Bæna- messa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Fermingarmessa kl. 10.30 og kl. 13.30. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Há- kon Leifsson. Barnastarf á sama tíma. Börn vinsamlega gangi inn í kjallara. Miðvikudag: Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádeg- isverður í safnaðarheimilinu. ÁRBÆJARKIRKJA: Fermingar- guðsþjónusta Árbæjarsafnaðar kl. 11. Altarisganga. Organleikari Sigrún Steingrímsdóttir. Barna- guðsþjónustur verða í Ártúns- skóla og Selásskóla kl. 11. Ferm- ingarguðsþjónusta Grafarvogs- safnaðar kl. 14. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11 við lok barnastarfsins. Barnakórinn syngur. Organisti Daníel Jónas- son. Vorferð barnastarfsins eftir hádegi. Brottför frá kirkjunni kl. 13.30. Stórsamkoma KFUM og K, SÍK og KSH, kl. 17. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í Safnaðarheim- ilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Prédikun: Sigfús B. Ingvason. Lestur: Ragnhildur Hjaltadóttir og Valdimar Ólafsson. Organisti Violeta Smid. Aðalsafnaðarfund- ur Hólabrekkusafnaðar verður haldinn eftir guðsþjónustuna. GRAFARVOGSPRESTAKALL: Barnaguðsþjónusta kl. 11. í Fé- lagsmiðstöðinni Fjörgyn. Ferm- ingarguðsþjónusta í Árbæjar- kirkju kl. 14. Organisti Sigurbjörg Helgadóttir. Vigfús Þór Arnason. HJALLAKIRKJA: Fermingar- guðsþjónusta kl. 10.30 og kl. 14. Kór Hjallakirkju syngur. Organisti Oddný Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- starf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Síðasta samvera vetrar- ins. Tónleikar í Kópavogskirkju kl. 17. Kirkjukórinn flytur lög eftir innlenda og erlenda höfunda og þýska messu eftir F. Schubert. Tónleikunum lýkur með helgi- stund. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Dagur Kvenfélags Seljasóknar. Guðsþjónusta í um- sjón kvenfélagskvena kl. 14. Sig- rún Viggósdóttir prédikar. Kór félagsins syngur. Organisti Kjart- an Sigurjónsson. Kaffisala að lok- inni guðsþjónustu. Sóknarprest- ur. ÓHÁÐI söfnuðurinn: Guðsþjón- usta kl. 14. Aðalfundur safnaðar- ins eftir messu. Kaffiveitingar. Safnaðarprestur. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Einar Eyjólfsson. KFUM/KFUK, SÍK, Háaleitis- braut 58-60: Stórsamkoma í Breiðholtskirkju kl. 17. Upphafs- orð hefur Jón Baldvinsson. Ræðumaður sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson. Barnastundir fyrir eldri og yngri börn. Bænastund kl. 16.30. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Aðalfundur safnaðarins verður í safnaðarheimilinu að messu lok- inni kl. 15. Kaffiveitingar. Sóknar- prestur og sóknarnefnd. ÞORLÁKSKIRKJA: Messa kl. 14. Aðalsafnaðarfundur að lokinni messu. Svavar Stefánsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 14. Pylsuveisla á Stað eftir messu. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. Ólafur Þórisson prédikar. BESSASTAÐAKIRKJ A: Guðs- þjónusta kl. 14. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, prédikar. Séra Bragi Friðriksson. GARÐASÓKN: Sunnudagaskól- inn efnir til vorferðar í Húsdýra- garðinn. Farið verður frá Kirkju- hvoli kl. 13. Foreldrar eru vel- komnir með. Sr. Bragi Friðriks- son. AKRANESKIRKJA: Barnasam- koma í dag laugardag kl. 11.30 í kirkjunni í umsjón Hauks Jónas- sonar. Kirkjuskóli yngstu barn- anna í safnaðarheimilinu kl. 13 í umsjón Axels Gústafssonar. Skráðir verða þátttakendur í vor- ferðalag barnastarfsins 1. maí nk. á báðum stöðum. Fermingar- guðsþjónustur sunnudag kl. 11 og kl. 14. Altarisgagna ferming- arbarna og aðstandenda mánu- dag kl. 19.30. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Síðasta barnaguðsþjónusta vetrarins verður í Borgarneskirkju á morg- un kl. 11. Sóknarprestur. HRAUNGERÐISKIRKJA: Ferm- ing kl. 13.30. Barnaguðsþjónusta leikskólabarna i Þingborg nk. þriðjudag kl. 16. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. VILLINGAHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta leikskóla- barna í Þjórsárveri nk. þriðjudag kl. 14. Barnaguðsþjónusta grunnskólabarna í Villingaholts- skóla nk. miðvikudag kl. 14.10. Kristinn Ágúst Friðfinnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.