Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 Helgi Hálfdanarson Lögregla Menning og mannréttindi Eitt þeirra orða í máli voru, sem sérvizka undinitaðs hefur litið hornauga, er lögregla. Það er haft um stofnun þá og emb- ættiskerfi, sem annast löggæzlu, og einnig um starfslið þeirrar stofnunar. Það er jafnvel haft um einstaklinga í því liði, sem annars kallast lögregluþjónar eða lög- reglumenn, nema þau starfsheiti séu í vinsamlegu gælumáli stytt í lögga. Reyndar mun orðið lögregla nokkuð komið til ára sinna; allt- jent hefur Konráð tekið það í orðabók sína í merkingunni Politi á miðri síðustu öld. En þrátt fyrir svo virðulegan aldur get ég ekki varizt þeirri til- fínningu, að þetta sé ósköp vand- ræðalegt orð. Má mikið vera, ef orðliðurinn regia hefur ekki áip- azt þar út á slysalegar villigötur. Að minnsta kosti virðist orðabók Menningarsjóðs ekki kunna neina þá merkingu í orðinu regia, sem hæfír samsetningunni lögregla og merkingum þess orðs. Ekki verður heldur séð, að um neina sérstaka nýmerkingu orðliðarins regia geti verið að ræða. Og að maður sé kallaður lögregla, er vægast sagt álappalegt. Hins vegar virðist þjónn eiga hæpinn rétt á sér í orðinu lög- regluþjónn. Þarna mun í upphafi komin vafasöm þýðing á danska orðinu politibetjent; en í dönsku máli hefur orðið betjent víðtækari merkingu en íslenzka orðið þjónn, sem fremur samsvarar danska orðinu tjener. Að réttu lagi ætti lögreglan sennilega að heita iöggæzlan (rétt eins og landbelgisgæzlan) og lög- regluþjónn að kallast löggæzlu- maður, og þó öllu heldur lögvörð- ur, sem væri hæfilega langt og algjört réttnefni. Mætti ég að lokum Ieyfa mér að stinga upp á því, að lögreglan verði fremur kölluð löggæzlan, og löggæzlumenn á landi hætti að kalla sig lögregluþjóna, og taki í þess stað upp starfsheitið lögverðir. Styttingin lögga eða löggi væri vitaskuld meinlaust gæluyrði. Þar hefur kvenkyns- myndin að sjálfsögðu ráðizt af orðinu lögregla, fyrst það hefur verið haft um einstakling í stétt- inni. Trúlega þyrfti ekki annað til en einfalda fundarsamþykkt í fé- lagsskap lögreglumanna, og síð- an auðfengið samkomulag við fjölmiðla um notkun orðsins. I kjölfarið gætu svo fylgt hugsan- legar orðbreytingar í lögum og reglugerðum, þegar henta þætti. eftir Sigurð A. Magnússon Fyrri grein Dagana 14da til 25ta júní næst- komandi efna Sameinuðu þjóðirnar til alheimsráðstefnu um mannréttindi í Vínarborg, og má vel jafna henni til umhverfisráðstefnunnar í Rio de Janeiro á liðnu ári, enda leikur naum- ast á tveim tungum að vernd um- hverfis og efling mannréttinda séu mál mála í heimi samtímans. Þó haldið hafi verið á Laugarvatni í júní 1991 velheppnað norrænt undirbún- ingsþing ráðstefnunnar, hefur verið einkennilega hljótt um hana hérlend- is, ef frá er talinn útvarpsþáttur á skírdag, 8da apríl, þarsem rætt var við Guðmund Alfreðsson og ýtarlega Qallað um aðdraganda þessa afar- mikilvæga og vonandi afdrifaríka heimsþings. í spjallinu við Guðmund kom fram að tveir verstu mannréttindaböðlar nú um stundir væru einræðisherrarn- ir Móbútú í Zaire og Banda í Malaví. Þeim síðamefnda var sýndur sá dæmafái virðingarvottur ekki alls fyrir löngu að utanríkisráðherra ís- lands og aðstoðarmaður hans gerðu honum opinbera heimsókn í sam- bandi við íslenska þróunarhjálp þar í landi. Aumlegt yfirklór Jóns Bald- vins Hannibalssonar og Þrastar Ól- afssonar vegna þessarar fáheyrðu heimsóknir er með öðru til vitnis um vaxandi siðblindu íslenskra stjóm- málaforkólfa og opinbera afstöðu íslendinga til mannréttindabrota, en þau em óvíða verri eða vítækari en einmitt í Malaví. Á liðnum þremur ámm komu út í Bretlandi einu saman á þriðja hundrað bækur og bæklingar um mannréttindamál. Mörg þessara rita fjölluðu að sjálfsögðu um afmörkuð efni, svosem Suður-Afríku, Gvate- mala eða Rúmeníu, en fjöldi þeirra gefur óneitanlega til kynna, að í Bretlandi og raunar fjölmörgum öðr- um lýðræðisríkjum séu mannréttindi ofarlega á baugi í opinberri umræðu, þó lítið fari fyrir skrifum um þau hér á landi. Mun enda mála sannast að þráttfyrir framstæðan áhuga ís- lendinga á lögkrókum og lagarefjum, sem rekja má allt afturá þjóðveldis- öld, fari einkennilega lítið fyrir mannréttindaákvæðum í íslenskri löggjöf, og þarsem þau er að finna séu meira og minna sniðgengin og virt að vettugi. Hinsvegar er ríkur áhugi á smá- smugulegum klásúlum um vemd eignarréttar og æra, sem er til vitn- is um framstæða og vanþroskaða samfélagsvitund. Það hefur til dæm- is vakið athygli og réttmæta gremju hugsandi manna, að hérlendir dóm- stólar taka miklu harðara á auðgun- arbrotum en nauðgunum, og þarf varla að fjölyrða um það sjúklega eða afskræmda verðmætamat sem þar liggur til grandvallar: í andlega heilbrigðu samfélagi hlýtur helgi sál- ar og líkama að vera miklu hærra metin en helgi eignarréttar, en hér er því semsagt þveröfugt farið. Ein- sog landslýð mun vera orðið kunn- ugt, hefur um árabil þótt vonlítið að sækja eða veija mannréttindamál fyrir íslenskum dómstólum, og hefur að minnsta kosti tveimur þeirra ver- ið skotið til Mannréttindanefndar Evrópu og þau síðan lögð í dóm Mannréttindadómstólsins, sem ógilti niðurstöður Hæstaréttar Islands með afleiðingum sem alkunnar eru orðn- ar. Hina nýju skipan dómsmála í landinu, sem tók gildi lsta júlí 1992, má beinlínis rekja til málareksturs einstaklinganna Jóns Kristinssonar og Þorgeirs Þorgeirsonar sem töldu mannréttindi sín fyrir borð borin af innlendum dómstólum. Tjáningarfrelsið hefur mátt sæta afarkostum af hendi íslenskra dóm- stóla um langan aldur, og má nefna þess mörg ófögur dæmi, svosem málsókn Varins lands á hendur gagn- rýnendum sínum, Spegilsmálið al- ræmda og dóminn í máli séra Þóris Stephensens gegn blaðamanni Tímans. Áhrif þessara dóma og ann- arra áþekkra hafa einkum orðið þau að fæla menn frá að leita réttar síns á sviði tjáningarfrelsis, meðþví dóm- stólar hafa dæmt ærumeiddum ein- staklingum og hópum geipiháar fjár- hæðir í miskabætur. Kannski á emb- ætti Umboðsmanns Alþingis eftir að ráða einhveija bót á þessari ófremd, en ekki lofar það góðu hversu oft alþingismenn virða niðurstöður hans og tillögur að vettugi. Það verður æ ljósara að mannrétt- indi hafa ævinlega verið hornreka í íslenskri löggjöf, og er skemmst að minnast Arbókar mannréttinda 1983-1984, sem kom út hjá Samein- uðu þjóðunum 1991 og hefur að geyma þungar ákúrar í garð ís- lenskra stjómvalda fyrir alls ófull- nægjandi skilagrein um mannrétt- indamál hérlendis. Svar íslenska full- trúans við gagnrýni á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna var einfalt: „Á Is- landi er enginn áhugi á afstrakt umræðum." í íslensku stjómarskrána vantar tilfinnanlega ávkæði á sviði félags-, efnahags- og menningarmála, og ýmsar gildandi lagagreinar era í hrópandi mótsögn við alþjóðlega sáttmála sem íslendingar eiga aðild að. Til dæmis eru málefni flótta- manna í þvílíkum ólestri hjá okkur, að flóttamaður fær ekki að skjóta ákvörðun ráðherra til dómstóla og getur sætt fangelsisvist ánþess að fá umfjöllun dómstóla, og er hvort- tveggja í misræmi við flóttamanna- sáttmálann frá 1951. Svipuðu máli gegnir um útlendinga yfirleitt. Þeir búa við mjög skert réttaröryggi og hafa alis engan rétt til að tala máli sínu. í skemmstu máli má segja, að oln- bogaböm íslensks samfélags séu líka olnbogabörn íslenskrar löggjafar, og á það einkanlega við um fanga, and- lega 'fatlað fólk, geðsjúklinga og börn. Framtil 1989 höfðu fangaverð- ir einhliða vald til að leggja aukarefs- ingu á fanga. Og þess er dæmi frá árinu 1991, að fangelsisstjóri hafi sett fanga í 10 daga einangran fyrir agabrot og bætt þessum 10 dögum við dóm fangans, sem er í hrópandi mótsögn við mannréttindalög hjá sið- menntuðum þjóðum. Ég heyrði því haldið fram á opinberam fundi í Norræna húsinu í vetur, að á undan- förnum aldarfjórðungi hefðu 65 sjúk- lingar verið drepnir á geðveikrahæl- um hérlendis, og varð enginn við- staddra til að andmæla þeirri stað- hæfíngu, sem ég sel ekki dýrara en ég keypti. Hitt er óyggjandi að sjúkl- ingum hefur verið synjað um per- sónulegar skýrslur varðandi heilsufar sitt, og má í því sambandi minna á langvinna baráttu Sigurðar Þórs Guðjónssonar. Þar er vitanlega um að ræða skýlaust mannréttindabrot, og má raunar fullyrða að alræmd læknamafía á íslandi hafí fleiri en eitt og fleiri en tvö mannréttindabrot á samviskunni. Það sem er kannski alvarlegast við hérlend mannréttindamál er, að stjórnvöld hafa mjög takmarkaðan ef nokkum áhuga á að uppfræða almenning um efnið, en af því leiðir að almenningur fer meira og minna í grafgötur um, hvaða réttindi honum eru tryggð í þeim alþjóðasáttmálum sem íslensk stjórnvöld hafa undirrit- að og staðfest. Á þeirri ósvinnu þarf að ráða bót hið bráðasta. Grundvallarréttindi í þessari andrá er verið að fang- elsa karl eða konu einhverstaðar á heimskringlunni. í þessum skrifuðum orðum er verið að pynda karl eða konu af óhugnanlegu hugviti með skelfilegum tólum í einhveiju landi. Það sem við erum vön að sjá í hroll- vekjum á hvíta tjaldinu eða lesa um í æsilegum reyfuram, það er hrákald- ur hversdagsleiki fyrir fjölda manns. Munurinn á kvikmynd og veruleika er meðal annars sá, að leikararnir geta þvegið framanúr sér blóðidrifinn andlitsfarðann jafnskjótt og ljósin í kvikmyndaverinu slokkna. Fyrir ^ þann sem sætir kúgun er ekkert til nema blákaldur veraleikinn: íjáning. Einsemd í tómum klefa. Pyndinga- meistarar sem líta á það sem helga skyldu að rústa sál fangans jafnt sem líkama. Rafmagnsstóll, gálgi eða af- tökusveit sem bíður fórnarlambsins. Láta menn sér ekki yfirleitt á sama standa hvað gerist utanvið þeirra einkaheim? Fyrir hálfum fimmta áratug gerð- ist það í fyrsta sinn í sögu mann- kyns, að þjóðir heims komu sér sam- an um og lögðu fram yfirlýsingu um, að sérhver lifandi maður ætti sér réttindi sem aldrei mætti svipta hann: réttinn til lífs, frelsis og per- sónulegs öryggis. Mannréttindayfír- lýsing Sameinuðu þjóðanna skyldaði aðildarríkin til að virða þessi réttindi heimafyrir og stuðla að eflingu þeirra í öðram löndum. Mannréttindabrotin sem eiga sér látlaust stað um allar jarðir eru nöturleg sönnun þess að h ríki heims láta sig yfirleitt litlu skipta " hveiju þau hafa lofað við hátíðleg tækifæri. Menn spyija því eðlilega: Hefur Mannréttindayfírlýsing Sameinuðu þjóðanna nokkurn raunhæfan til- gang? Við þeirri spurningu eru engin ein- hlít svör. Afturámóti eru vissulega ljósglætur í myrkrinu sem umlykur veröldina. Mótmæli og áskoranir hafa borið sýnilegan árangur, og af þeim sökum halda til dæmis samtök einsog Amnesty International áfram að starfa einsog þau hafa gert und- anfarna röska þijá áratugi. Á hinn bóginn eru þess lítil sem engin merki að lát verði á fangelsunum, pynding- £ um eða aftökum. Hvorki á morgun né heldur eftir áratug. Samt getur hver og einn tekið afstöðu og lagt sitt litla lóð á þá vogarskál sem honum hugnast. Allt- of mörgum er þannig farið að þeir ^ þjóna lund sinni best með því að “ styðja kúgunaröflin leynt eða ljóst. Aðrir eru þannig gerðir að þeir geta ekki setið auðum höndum andspænis rangsleitni og ofríki. Síðan era allir þeir sem láta sig þessi mál litlu eða engu varða og minna að því leyti á prestinn og Levítann í dæmisögu Jesú um miskunnsama Samveijann. Segja má að mannréttindi í víð- ustu merkingu séu fólgin í réttindum sem era svo nátengd mannlegu eðli, að án þeirra lifum við ekki nema til hálfs, erum einsog vængstýfðir fugl- ar. Mannréttindi fela meðal annars í sér þá grandvallarþætti frelsisins sem gera okkur fært að fullnægja andlegum og líkamlegum þörfum, W hagnýta og þroska þær guðsgjafir “ sem við höfum þegið í vöggugjöf, vitsmuni, sköpunargáfu og siðgæðis- Námskeið í skútusiglingum hefjast 31. maí. Hvert námskeið stendur eina viku. ► Dagnámskeið: Virka daga kl. 08:00 til 16:00. ► Kvöld- og helgarnámskeið: Virka daga kl. 18:00 til 22:00 og 20 tíma sigling um helgi, en þá getur einnig gefist kostur á að gista um borð og sigla þeim mun lengra. ► Einnar viku æfingar- og ævintýrasigling til Flateyjar á Breiðafirði. Þar er lífríkið hvað fjölbreyttast á íslandi og náttúrufegurð rómuð. SIGLINGASKOLINN ■meílimur I Alþjóiasambandi siglingaskóla (ISSA) LÁGMÚLA7 Grímseyingurinn sem heldur þessa búlgörsku... ???
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.