Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 60
MORGUNBLADIfí, KRINGLAN I IOH REYKJA VÍK SlMt 691100, SlMBRÉF 691/8/, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 65 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Þorri bátasafns Þjóðminjasafnsins varð eldi að bráð í fyrrinótt Morgunblaðið/Júlíus Verðmæti í björtu báli BÁTASKÝLIÐ var alelda þegar fyrstu slökkviliðsmenn komu öðru skraufþurru timbri sem í skýlinu var. Engar eldvarnir voru að og á skammri stundu fuðraði það upp ásamt bátunum og í húsinu og engin öryggisgæsla. Mörg íkveikjumál eru enn óupplýst hjá RLR ÞORRI bátasafns Þjóðminjasafnsins brann í gærmorgun með bátaskýli Þjóðminjasafnsins við Vesturvör í Kópavogi. Ekkert brunavarnarkerfi né viðvörunarkerfi af neinu tagi var í skýlinu. Ljóst er talið að kveikt hafi verið í. Ekki er vitað hver var þar að verki en brotist var inn í skýlið og eldur lagður í það. Guð- mundur Magnússon þjóðminjavörður segir að óbætanleg menning- arverðmæti hafi glatast í eldinum. Ekki hefur tekist að upplýsa hveijir séu sekir um ýmsar íkveikjur að undanförnu. Að sögn RLR bendir ekkert sérstakt til þess að sami maður beri ábyrgð á þessum brunum eða að einn bruninn tengist öðrum. Þormóður rammiíút- gerð á Ind- landshafi? Útgerðarfyrirtækið Þor- móður rammi í Siglufirði er nú að kanna möguleika á rælquútgerð á Indlandshafi og fara þrír menn héðan frá íslandi til Indlands á næst- unni til að skoða málið nán- ar. Um yrði að ræða sam- vinnuverkefni milli íslend- inga og Indveija um veiðar og vinnslu á heitsjávarrækju þannig að í sameiginlegu fyrirtæki yrði eignarhlutur íslendinga 49%. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi H. Marteinssyni öðrum fram- kvæmdastjóra Þormóðs ramma var það Icecon sem lagði grund- völlinn að þessu verkefni í gegnum ræðismann Islands í Nýju Delhi á Indlandi. „Við höfum áhuga á að velta fyrir okkur og skoða þá möguleika sem til staðar eru þarna suður frá,“ segir Ólafur. „En það þer að taka það fram að málið er . á frumstigi og mjög skammt á veg komið og við vitum ekki nánar um það fyrr en eftir ferð þremenning- ana.“ Bjartsýnir Þeir sem fara til Indlands, í tíu daga ferð, eru þeir Róbert Guð- finnsson annar framkvæmdastjóra Þormóðs ramma, Marteinn Har- aldsson stjórnarmaður í fyrirtæk- inu og Páll Gíslason framkvæmda- stjóri Icecon. Páll segir að hann sé bjartsýnn á möguleikana sem íslendingar hafa í útgerð á þessum slóðum. „Það liggur fyrir að eitt- hvað getur komið út úr þessum ^þreifingum og að ákveðnir mögu- 'leikar eru til staðar. En málið er of skammt á veg komið til að hægt sé að tjá sig nánar um það,“ segir Páll. Að sögn Ólafs H. Marteinssonar eru Indveijamir einkum á höttun- um á eftir tækniþekkingu íslend- inga hvað rækjuveiðarnar varðar. Allir slökkviliðsmenn Reykjavíkur voru kallaðir út til að berjast við eld- inn en að sögn Bergsveins Alfonsson- ar aðalvarðstjóra slökkviliðs varð ekki við útbreiðslu eldsins í þurru timbrinu ráðið enda skýlið hálflokað og lék loft um og fóðraði eldinn. Meðal þeirra 18 báta frá ofanverðri síðustu öld og öndverðri þessari sem brunnu í skýlinu var bátur sá sem færeyska þjóðin gaf íslendingum í tilefni 1100 ára afmælis íslands- byggðar 1974. Einn frægasti báturinn slapp Einn frægasti bátur í eigu safnsins var þó ekki í skýlinu eins og jafnan. Landhelgisbáturinn Ingjaldur, sem Hannes Hafstein reri í gegn breskum landhelgisbijótum um aldamótin, stendur við Hafnarhúsið í Reykjavík til sýnis. Aðspurður um ástæðu þess að ekki var brunavamarkerfi í skýl- inu segir Guðmundur Magnússon að því hafí verið ætlað að hýsa bátana til bráðabirgða meðan varanlegra lausna væri leitað. Hann kvaðst telja að ekki hafi verið um heppilega lausn á þeim vanda að ræða. Fleiri íkveikjur undanfarið Auk brunans í bátaskýlinu og íkveikju í íbúðarhúsi við Bergstaða- stræti á þriðjudag var t.d. nýlega kveikt í húsi í Hljómskálagarðinum að ógleymdu húsnæði Jámsteypunn- ar við Eiðsgranda. í öllum tilvikum er talið víst að um að íkveikjur hafí verið að ræða en málin hafa ekki verið upplýst. I fréttum af brunanum í húsnæði Jámsteypunnar kom fram að þar hefðu bmnnið gömul steypu- mót sem væru mikilsverð heimild um iðnaðarsögu Islendinga. Að sögn RLR hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að tengsl séu milli þess bmna og eldsvoðans í bátaskýli Þjóðminj asafnsins. í samtali Morgunblaðsins við Guð- mund Magnússon kom fram að mót- in í húsnæði Jámsteypunnar hefðu ekki verið í eigu safnsins. Safninu hefði aldrei verið boðið að taka við þeim til eignar eða varðveislu og hefði starfsmönnum safnsins verið ókunnugt um tilvist þeirra. Sjá bls. 27: „Tjónið óbætan- legt...“ Mjög iofsamleg umfjöllun fréttastofunnar Associated Press í gær Ki’istján arftaki Domingos, Pavarottis og Carreras Roston. Frá Knrli Rlöndnl. fréttnrilnrn Mortninhlndsins. Boston. Frá Karli Blðndal, fréttaritara Morgunblaðsins. FRÉTTASTOFAN Associated Press birti í gær mjög lofsamlega umfjöll- un um Kristján Jóhannsson, þar sem sagt er að búast megi við því að hann verði arftaki Lucianos Pava- rottis, Placidos Domingos og Joses Carreras, undir fyrirsögninni „Vík- ingarödd“. í greininni er fjallað almennt um feril Krist- jáns, sem hafi raddbönd gerð fyrir lágu nóturn- ar, en syngi á þeim háu: „Á þessu ári hefur ferill hans verið eitt langt hátt C,“ skrifar Verena Dobnik, blaðamaður AP, og á þar með- al annars við frumraun hans á sviði Metropolit- an óperunnar í New York fyrr á þessu ári. Dobnik segir að Kristján hafi hrifið áhorfend- ur þegar hann kom fyrst fram á Metropolitan í hlutverki Manricos í II Trovatore og bætt um betur þegar hann söng Turiddu í Cavalleria Rusticana sama kvöld og Placido Domingo söng trúðinn Pagliacco í samnefndri óperu: „Dom- ingo fékk dynjandi lófatak, en Kristján lagði húsið að fótum sér!“ Orkuver í söngrödd Höfundurinn lætur þar ekki staðar numið: „Um leið og óperuhús vantar sárlega drama- tíska tenóra í ítalskar dagskrár sínar kemur fram þessi ljóshærði, dökkeygi söngvari með víkingablóð forfeðra sinna í æðum og heilt orku- ver í söngrödd sinni . . . Þar sem tvær stórstjörnur tenóranna, Pava- rotti og Domingo, eru komnar á sextugsaldur, og sú þriðja, Carreras, kemur sjaldnar og sjaldnar fram eftir að hafa náð sér af hvít- blæði, er Kristján vel á veg kominn með að verða næsti stórtenórinn,“ skrifar Dobnik og bætir við að á hátindi óperuheimsins ráði ekki nema tylft stjama rikjum. Tónlist fósturjarðar ógleymd I greininni er fjallað um uppvöxt Kristjáns á Akureyri, sagt að hann hafi stofnað diselstill- ingarverkstæði áður en Vincenzo Maria De- metz greindi „sérlega fagurt hljóð“ úr barka hans og greint frá 15 ára baráttu, sem þá hófst til að ná tindinum. Sérstaklega er tekið fram, að Kristján hafi ekki gléymt tónlist fóst- uijarðarinnar þótt hann hrærist í ítölskum tón- um og nýlega hafi hann tekið upp plötu með íslenskum söngvum, sem nú sé í eigu fjórðu hverrar fjölskyldu á Islandi. Eitt hátt C KRISTJÁN í hlutverki Manric- os í II Trovatore.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.