Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 44 Minning Knútur Hoiriis Fæddur 22. maí 1922 Dáinn 20. apríl 1993 Hinn 20. apríl sl. lést á Landspít- alanum vinur okkar og félagi Knút- ur Hoiriis, stöðvarstjóri Olíufélags- ins á Keflavíkurflugvelli. Knútur var fæddur hinn 22. maí 1922 og var því sjötugur er hann féll frá. Aðeins er tæpt ár síðan vinir og ættingjar samfögnuðu honum á sjö- tugsafmæli hans. Þá þegar var hann orðinn sjúkur af meini því er varð honum að aldurtila. Þrátt fyr- ir sjúkdóm sinn var hann þar hrók- ur alls fagnaðar og lýsti hann því margoft hversu ánægður hann var að fá svo marga vini sína, ættingja og starfsfélaga til að gleðja sig. Fáa grunaði þá að sá mikli vágest- ur, sem enginn mannlegur máttur fær við ráðið, væri svo nálægur sem raun ber vitni. Knútur var hár maður og spengi- legur á vöxt og bar sig vel. Hann var snar og snöggur í hreyfingum, andlitið svipsterkt og brosið breitt. Lundin var létt þó að stundum gæti hann verið snöggur upp á lag- ið ef honum fannst tilefni til. Á góðri stund var Knútur hrókur alls fagnaðar, heill hafsjór af sögum og gamanmál voru hans sérgrein, hann var snjall ræðumaður og kom vel fyrir sig orði. Ekki var hann neinn bindindismaður, en kunni manna best með vín að fara sem gleðigjafa á góðum stundum. Sjö regluna hélt hann í heiðri vitandi þess að vín skulu menn hafa til þess að gleðj- ast með og syngja í góðra vina hópi. Af því glata góðir menn ekki reisn sinni né virðingu. Þessa kosti hafði Knútur alla til að bera í ríkum mæli. Þegar litið er til baka og rifjuð upp samskipti okkar Knúts í gegn- um árin getum við ekki annað en fyllst þakklæti yfir því að hafa ver- ið svo lánsöm að hafa fengið að kynnast og starfa með Knúti. Það er óhætt að segja að líf okkar hefði orðið mun fábreyttara ef leiðir okk- ar hefðu ekki legið saman. Það er af svo mörgu að taka þegar byijað er að líta yfir liðna tíð. Eflaust ber þar hæst samstarf okkar á sviði öræfaferða sem við stunduðum grimmt saman hér á árum áður. Þegar Knútur byijaði að aka um öræfi þessa lands upp úr 1960 á fjallabíl sínum sem aldr- Fædd 14. september 1931 Dáin 19. apríl 1993 Okkur langar að minnast elsku- legrar móðursystur okkar Jóhönnu Guðríðar Ellertsdóttur eða Frænku eins og við kölluðum hana. Hún andaðist mánudaginn 19. apríl 1993 á St. Fransiskusspítalanum í Stykk- ishólmi, eftir mjög erfiða baráttu við krabbameinið sem hún mætti af sama raunsæi og sömu skynsemi og einkenndi hennar persónuleika. Frænka fæddist í Lambanesi, Sauðbæ, 14. september 1931. For- eldrar hennar voru Guðrún Ólafs- dóttir og Ellert Jóhannesson sem lést 1977. Börn þeirra auk Frænku voru Kristjana Ingibjörg, Benedikta Anna sem er látin, Lárus Kristinn sem einnig er látinn, Ólafur Agnar, Ingimar Hólm og Ólöf Þórey. Hinn 8. maí 1953 giftist Frænka eftirlifandi manni sínum Finnboga Ólafssyni sem er ættaður frá Hvammstanga. Frænka og Bogi eignuðust fjögur böm, þau eru: Helga Ólöf, gift Reyni Gísla Hjalta- syni, þau eiga þijú böm; Björg Krist- ín, gift Andrési Kristjánssyni, þau eiga tvo syni, auk þess átti Sigurlína tvö böm áður; Anna, sambýlismaður hennar er Smári Steinarsson. Fyrstu búskaparárin bjuggu Frænka' og Bogi í Lambanesi og fluttust svo í Vík við Stykkishólm ei var kallaður annað en „Heims um ból“ vegna þess að hann bar skrásetningarmerkið Ö-82 ásamt okkur og fleiri ferðafélögum sínum voru öræfin sannkölluð öræfi. Að- eins örfáir ökumenn höfðu á þeim tíma lagt leið sína á þær slóðir og sannast að segja þóttu þeir hálf- gerðir furðufuglar, sem fólk skildi ekki og hvað þá eftir hveiju þeir væru að sækjast inn í þessa eyði- mörk. Minningarnar hrannast upp: Landmannalaugar, Hófsvað, Veiði- vötn, Skaftafell, Jökulheimar, Ás- bjarnarvötn, Hveravellir, Sprengi- sandur, Þórsmörk, Breiðbakur, Gæsavötn, Nýidalur, Austari Jök- ulsá, Illviðraímúkar, Hólaíjall og svo mætti lengi telja. Svo ótal marg- ar ferðir fórum við saman með fjöl-, skyldur okkar og vinum að eflaust væri það efni í heila bók. Ferðafé- lagar Knúts til margra ára nefndu sig Hringfara og voru það þeir Helgi S. Jónsson, Skafti Friðfinns- son, Jón Tómasson, Garðar Ólafs- son og Kristinn Reyr ásamt Bryn- leifi Jóhannessyni. Þetta var mjög samstilltur hópur sem mjög ánægjulegt var að ferðast með. Úr þessum hópi er Knútur sá þriðji sem fellur frá. Þeir Helgi S. og Garðar Ólafsson eru látnir fyrir nokkrum árum. Það var fastur liður ár hvert áður en hringvegurinn var opnaður að fara austur í Öræfasveit um hveija páska. Þetta voru skemmti- legar ævintýraferðir þar sem þurfti að glíma við óbrúuð stórfljót Skeið- arársands ásamt risjóttri veðráttu. í einni slíkri ferð týndist erlendur ferðamaður í mjög vondu veðri og var einn úr okkar hópi svo lánsam- ur að finna hann hálfdauðan upp í fjalli. Var hann drifínn inn í „Heims um ból“ þar sem Knútur og aðrir Hringfarar veittu honum aðhlynn- ingu þar til hann var sóttur í sjúkra- flugvél. Sennilega hafa þeir bjargað lífi þessa manns sem var Þjóðveiji og Helgi S. uppgötvaði seinna að þetta var skrambans gyðingur. Eitt sinn áttum við Knútur ásamt fleirum tvo snjóbíla sem við notuð- um til_ vetrarferða um hálendi og jökla íslands. Á þeim voru farnar margar ævintýraferðir og meðal þeirra voru margar til Landmanna- lauga um páska eftir að ferðir okk- ar í Öræfasveitina lögðust af. Á og voru þau með búskap ásamt ömmu og afa. Þaðan fluttust þau að Tangagötu 4 í Stykkishólmi og hafa búið þar síðan. Frænka vann ýmis störf utan heimilis og síðastlið- in 17 ár vann hún hjá Sigurði Ág- ústssyni hf. Á okkar uppvaxtarárum var æði oft farið inn í Tanga til Frænku og Boga. Alltaf mætti okkur bros og hlýja þegar þangað var komið og oft var glatt á hjalla í Tanganum. Allt lék í höndunum á Frænku, hvort sem það var saumaskapur eða bakstur. Alltaf var Frænka tilbúin til að aðstoða hvort sem það var við saumaskap eða annars konar ráð- leggingar, allt var svo sjálfsagt frá hennar hendi. Frænka og Bogi áttu fallegt og notalegt heimili sem alltaf var gott að koma á, og ánægðust var Frænka þegar hún gat veitt fólki til matar og drykkjar. Frænka bar umhyggju fyrir öllum og þeim sem henni kynntust var hlýtt til hennar, því að alltaf stóð faðmur hennar þeim opinn. Þegar við komum með okkar maka inn í fjölskylduna byijuðu þau strax að kalla hana Frænku því að hún var svo sannarlega frænka allra. Margar góðar minningar eigum við um Frænku og væri það of langt mál að rekja þær allar en við munum öll geyma þessar minningar um góða þessum árum í kringum 1970 lögðu fáir leið sína á hálendið yfir vetur- inn. Til marks um það má nefna að eitt árið sem endranær var okk- ar hópur sá síðasti er kom til Land- mannalauga um haustið og svo vildi til að Knútur gleymdi rakvélinni sinni á laugarbakkanum. Um páska árið eftir komum við inneftir á snjó- bílunum og viti menn þar hafði ekki nokkur sála komið allan vetur- inn og rakvél Knúts lá óhreyfð á laugarbakkanum. Nú er öldin önn- ur. Eftir fyrstu ferð okkar á snjóbíl- unum með fjölskyldurnar til Land- mannalauga þar sem veðrið hafði bókstaflega leikið við okkur allan tímann, sagði Knútur að þessi far- artæki hefðu veitt okkur slíka ánægju að við þyrftum ekki að fara fleiri ferðir á þeim, þau hefðu borg- að sig í eitt skipti fyrir öll. Margar fleiri voru nú ferðirnar samt og Knútur klykkti út með því að halda upp á fimmtugsafmæli sitt upp á Grímsfjalli í Vatnajökli hinn 22. maí 1972 og var það mál manna að aldrei hefðu þeir verið svo hátt uppi í afmælisfagnaði í orðsins fyllstu merkingu. Hin síðari ár hafði Knútur látið að mestu af hálendisferðum utan þess að hann ásamt nokkrum fýrr- um ferðafélögum höfðu bundist samtökum um að hittast einu sinni á ári og fara saman í ferð, ýmist um öræfin eða sveitin þessa lands til að rifja upp og viðhalda gömlum kynnum ásamt því að skemmta sér saman yfir eina helgi. Þrátt fyrir heilsuleysi sitt fór hann með hópn- um okkar í ferð þá er farin var síðastliðið haust. Eftir að Knútur lét af ferðalögum að mestu hafði hann komið sér upp sumarbústað fyrir sig og íjölskyldu sína við Meðalfellsvatn í Kjós. Þar undu þau sér vel og átti staður þessi hug hans allan. Svo skemmti- lega vildi til að þar lágu leiðir okk- ar einnig saman því á þeim stað erum við hjón búin að eiga sumar- bústað í langan tíma. Einn er sá þáttur í lífi okkar þar sem samstarf okkar Knúts var mjög náið, en það er stofnun björgunar- sveitarinnar Stakks. Hinn 28. apríl nk. eru 25 ár síðan við Knútur ásamt 'nokkrum hóp Suðurnesja- manna vorum stofnendur að björg- unarsveitinni Stakki. Þar sátum við Knútur saman í stjórn í nokkuð mörg ár. Á þeim góða vettvangi eins og öðrum reyndist hann öðrum fremur góður félagi, úrræðagóður, samvinnuþýður en ákveðinn ef svo bar til. Um tíma vorum við Knútur báðir manneskju og munu þær ylja okkur um hjartarætur í ókominni framtíð. Elsku Bogi, amma, Helga, Kristín, Elli, Anna, tengdabörn og barna- börn, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Frænku. Þeim mun dýpra sem sorgin gref- ur sig í hjarta mannsins, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Og sorgin er gríma gleðinnar. Þegar maður er sorgmæddur grætur mað- ur vegna þess sem var gleði manns- ins. (K. Gibran). Hermundur, Kristín og börn, Elín Guðrún og Jón Þorgeir, Alda og Bárður. félagar í Rotaryklúbb Keflavíkur og áttum þar einnig saman góðar stundir. Lengi vel höfðum við það fýrir sið þrír vinir, Knútur, Kristján Guðlaugsson og undirritaður að hittast fyrir fundi til að ylja okkur við glas af góðum veigum. Fundir þessir voru oft fjörlegir og komu sér oft vel fyrir klúbbstarfíð því að þar fæddust hugmyndir um alls konar'uppákomur svo sem það að halda Rotaryfundi í skálum Ferða- félags íslands upp á öræfum og bjóða þar öðrum klúbbum annars staðar af landinu til sameiginlegra funda. Margir slíkir voru haldnir víðs vegar í fjallaskálum þar sem Knútur var yfirvertinn og sá um að sem flestir fengju sameiginlega bijóstbirtu fyrir matinn meðan Kristján útbjó glæsilegt hlaðborð með dyggri aðstoð eiginkvenna okkar. Þetta voru dýrlegir dagar og engu öðru líkir. Núna að leiðarlokum skynjum við hversu stutt og stopult þetta jarðlíf er. Hversu auðveldlega við gleym- um að rækja vináttu og kynni. Núna vildum við að stundirnar hefðu orðið fleiri og að við hefðum getað notið samveru Knúts miklu iengur. En nú er hann farinn yfir móðuna miklu og við þykjumst vita að þar sé hann fastur undir stýri á bláum „Heims um ból“ með þá Helga S. og Garðar Ólafsson í aftur- sætinu og farinn að kanna óravídd- ir þeirra öræfa sem bíða okkar allra er sá tími kemur. Þá er ekki verra að vita af traustum og reyndum mönnum til að taka á móti manni. Við kveðjum nú góðan vin hinstu kveðju, en minningin um öðlinginn Knút Hoiriis mun lifa með okkur til enda daganna. Góður maður er genginn. Eftirlifandi ástvinum hans send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hulda Guðráðsdóttir og Garðar Sigurðsson. Knútur Höiriis fæddist 22. maí 1922 í Hamborg í Þýskalandi. For- eldrar hans voru danskir. Þegar hann var fimm ára fluttist hann með móður sinni Margréti Elísabetu til Reykjavíkur og ólst upp hjá henni til 17 ára aldurs er hann fór til náms til Danmerkur og lærði bif- vélavirkjun. Að námi loknu vann hann hjá Páli Stefánssyni í Reykja- vík. Knútur var bæði laginn og vandvirkur og öll störf léku í hönd- um hans. Fyrri kona hans var Anna Nikul- ásdóttir og eignuðust þau þijú efni- leg börn. Þau eru María, fædd 1954, húsmóðir, gift Alf Bengtson, eiga þau fjögur börn og eru búsett í Svíþjóð; Tómas Júlían, fæddur 1957, lærður vélvirki og búsettur í Keflavík, kona hans var Sólveig Guðmundsdóttir, en þau slitu sam- vistir, þau eiga tvær dætur; Björn Ingi, fæddur 1961, skiparekstrar- fræðingur, býr í Reykjavík, kvænt- ist Önnu Magnúsdóttur og eiga þau tvö böm. Knútur og Anna slitu samvistir, en 1972 kvæntist hann seinni konu sinni, Elínu Guðmanns- dóttur, hinni mestu myndarkonu. Elín átti þijú börn frá fyrra hjón- bandi en saman eignuðust þau eina dóttur 1973, Margréti Elísabetu, sem stundar nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, trúlofuð Ingvari Ey- fjörð. Hún er glæsileg stúlka og var augasteinn föður síns. Fundum okkar Knúts bar fyrst saman er hann réðst til starfa hjá Olíufélaginu hf. sem forstöðumaður Esso-stöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelii, en sú stöð sér um alla afgreiðslu á flugvélaeldsneyti. Því ábyrgðamiikla starfi gegndi hann frá 14. febrúar 1947 til dauðadags 1993 eða í 46 ár. Á þessu tímabili hefur aldrei óhapp hent við elds- neytisafgreiðslu til flugvéla á Kefla- víkurflugvelli. Hefur það vakið at- hygli erlendis, því árið 1992 var stöðinni veitt viðurkenning fyrir frábæra frammistöðu á allri með- ferð eldsneytis og öðru sem því tengist frá „American Petroleum Institute“. Að öðram ólöstuðum er talið að þessi árangur sé fyrst og fremst að þakka stjórnsemi, stund- vísi, reglusemi og fyrirhyggju Knúts sem stjómanda og brennandi áhuga hans í starfi. Einar Gunnar Jónsson bondi, Bru Fæddur 4. júní 1950 Dáinn 15. apríl 1993 Einar bróðir minn er látinn. Skyndilega sló dauðinn sprota sín- um þar sem maður átti síst von og tók þar í hörmulegu slysi eiginmann og föður fimm unglinga sem enn era í heimahúsum á aldrinum frá fermingu til tvítugs. Einar var yngri sonur foreldra okkar, Ásthildar Guðmundsdóttur og Jóns Bjarnasonar af fyrra hjóna- bandi, en þau slitu samvistum á meðan Einar var enn ófæddur, og því beið hans það hlutskipti að fara í fóstur, aðeins mánaðar gamall, til hjónanna Einars Jónssonar og Guð- rúnar Jósepsdóttur á Tannstaða- bakka Hrútafirði. Þau reyndust honum bestu foreldrar allt til full- orðins ára. Móðir okkar hafði þó alltaf samband við Einar og fjöl- skyldu hans, og einnig komst á mjög gott samband milli hans og föður okkar eftir að Einar komst- á unglingsár. Einar lauk gagnfræðaprófi frá Reykjaskóla í Hrútafirði 1966. Það- an lá leiðin í Loftskeytaskólann og útskrifaðist hann þaðan 1970. Með námi og fyrst eftir útskrift var Ein- ar á ýmsum skipum á afleysingum, meðal annars hjá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga, en á árinu 1970 réðst hann í fast loftskeyta- — Muuung mannsstarf hjá Útgerðarfélagi Ak- ureyringa. Á Akureyri kynntist Einar eftir- lifandi eiginkonu sinni, Önnu Guðnýju Halldórsdóttur frá Brú á Jökuldal, og stofnuðu þau til sam- búðar árið 1971. Anna og Einar eignuðust fimm börn, sem eru Sig- urður Örn, f. 1972; Halldór Valur, f. 1973; Hrafnhildur, f. 1977; og svo tvíburar, f. 1979, þau Drífa Dröfn og Einar Már. Árið 1977 urðu kaflaskipti í lífi þeirra Önnu og Einars þegar þau ákveða að selja íbúð sína á Akur- eyri og flytjast austur að Brú og byija búskap þar við erfiðar aðstæð- ur, því þar þurfti að byggja upp útihús, ræsa fram og rækta svo hgæt væri að framfleyta fjölskyld- unni. Við þessar aðstæður kom vel í ljós hve Einar var fjölhæfur maður og sjálfum sér nógur jafnt hvað búskaparhætti og tækniþekkingu varðaði. Og þrátt fyrir niðurskurð íjárins vegna riðuveiki voru Einar og Anna búin að koma upp góðu túni, stóru fjárhúsi og nú síðast nýju íbúðarhúsi. Auk þess var Einar síðustu tvö árin að koma sér upp bleikjueldi í samstarfi við Norð- Vestur-verkefnið. Auk þess sem Einar var alitaf potturinn og pannan í framkvæmd- um sínum með eigin tæki og tól Jóhanna GuðríðurEll- ertsdóttir — Minning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.