Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRIL 1993 Riða hefur fundist í vetur á þremur bæjum í Húnavatnssýslum Skera hefur þurft 1.570 fjár það sem af er árinu RIÐA hefur fundist nú í vetur í fé frá þrera bæjum í Húnavatns- sýslum og að sögn Sigurðar Sig- urðssonar sérfræðings hjá Sauðfj- árveikivörnum hefur öllu fé á þessum bæjum verið fargað. Bæ- irnir sem um ræðir eru Holt og Guðlaugsstaðir í Svínavatns- hreppi og Jörfi í Þorkelshóls- hreppi, en fyrr í vetur fannst riða á Langholtskoti í Hrunamanna- hreppi. Samtals er það uin 1.570 fjár sem þurft hefur að farga á þessum fjórum bæjum vegna riðu sem vart hefur orðið á þessu ári og nema bæturnar sem greiddar verða vegna niðurskurðarins rúm- lega 20 milljónum króna á þessu ári. Sigurður Sigurðsson sagði að sú stefna að skera niður fé jafnóðum og sótthreinsa mjög rækilega á þeim bæjum þar sem riða kemur upp hefði greinilega skilað árangri. Þannig hefði fundist riða í fé á 66 stöðum á landinu árið 1986, árið 1987 fannst riða á 44 stöðum, 1988 á 38 stöðum, 1989 á 25 stöðum, 1990 á 20 stöð- um, 1991 á sex stöðum og árið 1992 fannst riða á tveimur stöðum. „Nú á þessu ári hefur riða sem- sagt fundist á fjórum bæjum sam- tals, og það má svo sem búast við því að hún sé ennþá hér og hvar. Riða getur legið niðri jafnvel í eina til tvær kynslóðir án þess að koma fram, og því er það mjög mikilvægt að öllu fé sem komið er frá þessum bæjum sem um ræðir sé fargað ef það er til og þá skiptir ekki máli hvenær það hefur verið selt eða látið til lífs. Þá er mjög eindregið varað við því að menn séu að versla með fé á þessum svæðum þar sem hætta 7 er á veikinni og einnig að þeir séu að hýsa ókunnugt fé. Menn átta sig ekki á því hversu langvinn þessi veiki er og hversu dult hún getur farið og að hættan er fyrst og fremst þar sem fé lendir í langan tíma í þrengsl- um, hvort heldur sem er úti í girðing- um eða inni í húsi,“ sagði Sigurður. 20 milljónir í bætur Greiddar eru svokallaðar frá- lagsbætur fyrir fé sem skera þarf vegna riðu, en þær eru nú tæpiega sjö þúsund krónur á kind, og síðan eru í tvö ár greiddar afurðatjóns- bætur að hausti sem miðast við frálagsverð. Hafi riða verið staðfest eftir áramót eru greidd 95% af frálagsverði fyrra árið en 65% það síðara. Frálagsverð er nú tæplega sjö þúsund krónur fyrir 15 kg dilk, og því verða greiddar samtals rúmlega 20 milljónir króna á þessu ári fyrir það fé sem skorið hefur verið niður á árinu og um sjö milljónir á næsta ári. Kynnist fjölbreyttum ferðamöguleikum um ísland á ferðakynningunni „Lifandi útivera“ í Listhúsinu Laugardal í dag, laugardag og á morgun, sunnudag. Ókeypis aðgangur. Opið laugardag kl. 10-20 og sunnudag kl. 10-18 FerðSSS^ddte sveeðtnu. nuðkyonW* tóndirV'ð aveiðar- eöaC!mumóbyg turum un yanCjs \/awa\< surnú * Sjötíu sýnendur með þaö besta í útiveru á Islandi. Fjölbreyttir ferðamöguleikar á Suðurnesjunum. Tískusýningar á útiverufatnaði frá Istex, Hax oq Sportleigunni. Vfkingar frá Fjörukránni qera strandhögg. Snjósleðaferðir á miðju sumri. ✓ llrval afþreyingar, gistingar oq vetitingahúsa á Akureyri. Skoðunarferðir um Vestmannaeyjar. ' Verðlaunagetraun Listhússins. Kynning á hollustudrykkjunum SELTZER 05 SVALA Listhúsið i Laugardal stendur við Engjateig 17-19, gegnt Hótel Esju og skammt frá Blómavali. Lifandi útivera Ferðakynningin „Lifandi útivera" er haldin á vegum EXPORT DIRECTORY OF ICELAND AND TOURISM GUIDE Þátttakendur: Bandalag íslenskra farfugla • Breiðafjarðarferjan Baldur • Bílaleigan Geysir • Eldá, ferðaþjónusta við Mývatn • Ferðamálasamtök Suðumesja • Ferðaskrifstofa Húsavíkur • Ferðaskrifstofa Islands • Ferðaþjón- usta Vestmannaeyja • Ferðaþjónustuaðilar í Hafnarfirði • Guðmundur Jónasson hf. • Herjólfur • Hestasport • Hvítárferðir • Hótel Höfn • Hótel KEA • Hótel Norðurland • Hótel Selfoss • Hótel Valaskjálf • Hótel örk • Jökla- ferðir • Kajakklúbburinn • Landmælingar Islands • Reykhólahreppur • Sigurbjörn Bárðarson • Akraborg • Stangaveiðifélag Reykjavíkur • Vestfjarðaleið • VISA Island • íshestar • Gistihúsið Leirubakka • Islenskur markaður • Sportleigan • Istex • Glaðnir • Max • Þjóðminjasafnið • Snjósleðaferðir • Sól hf. • Ferðaþjónustuaðilar á Akureyri • Grönlandsfly • Smyril Line • Hestamaðurinn • Flugleiðir innanlands • Ferðaskrifstofan Addís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.