Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 42 Minninff Jóhanna Gróa Ingimundardóttir Fædd 21. september 1911 Dáin 15. apríl 1993 Ýmsir eiga eftir að minnast vetr- arins 1992-1993 fyrir umhleypinga og slæma tíð til lands og sjávar. Því birtir í hugum fólks þegar merki sjást þess að vetur konungur sé smám saman að lina tökin á nátt- úru landsins og þjóðinni sem í því býr. Mannsævin er ekki ósvipuð nátt- úrunni. Æskan er vorið, fullorðins- árin sumarið og efri ár mannsins líkjast haustinu. Sumir þurfa að þreyja langan vetur við erfiða sjúk- dóma og langt helstríð. Þeim er dauðinn sem vorið, þegar þeir eru kallaðir til nýs lífs. Þessi líking fell- ur vel að lífsferli Jóhönnu Ingi- mundardóttur, sem andaðist í Sól- vangi í Hafnarfirði 15. apríl síðast- liðinn eftir langa og erfiða sjúk- dómslegu. Jóhanna fæddist á Svarthamri í Súðavíkurhreppi 21. september 1911. Móðir hennar var Sigríður Þórðardóttir. Hún var fædd í Tungu í Skutulsfirði og var af hinni svo kölluðu „svörtu ætt“. Þess má geta að Jón Sigurðsson forseti var af þessari ætt og Sigurður bróðir hans mun hafa verið forfaðir Sigríðar. Þá var hún einnig skyld Thorsteins- son-fólkinu á Bíldudal. Sigríður var alin upp hjá föðurbróður sínum, Sigurði Sigurðssyni á Læk í Aðal- vík, bróður Hermanns Sigurðssonar á Sléttu í Aðalvík. Af honum ganga þær sögur að aldrei hafi nokkur maður farið bónleiður til búðar frá honum. Faðir Jóhönnu var Ingi- mundur Þórðarson, Arasonar. Ari í Múla í Kollafirði var þríkvæntur og hafði það í flimtingum að hann hefði eignast tuttugu og níu og hálft barn vegna þess að eitt fædd- ist andvana. Einn sona Ara var Jón, faðir Bjöms, ritstjóra ísafoldar og síðar ráðherra, föður Sveins Björnssonar forseta, og voru þau Jóhanna og Sveinn því þremenning- ar. Að Jóhönnu stóðu því styrkir ættstofnar sem teygja greinar sínar víðs vegar um íslenskt þjóðlíf. Ýms- ir fremdarmenn þjóðarinnar voru því skyldir henni. Margir forfeður Jóhönnu voru stórbændur, miklir fyrir sér og ganga af þeim ýmsar sögur. Mörgum var það sameigin- legt að láta ekki troða sér um tær og þoldu illa að hallað væri á lítil- magnann. Þessa skapfestu og mannkosti forfeðra sinna og for- mæðra átti Jóhanna í ríkum mæli. Jóhanna var sjötta í röð átta systkina, en eitt þeirra dó í bernsku. Hún ólst upp á Svarthamri til þriggja ára aldurs. Þá fluttust for- eldrar hennar að Kletti í Kollafirði sem var föðurleifð hans. Ingimundi föður hennar þvarr heilsa þegar þau höfðu búið þar skamma hríð og fluttistþá fjölskyldan í Hnífsdal þar sem Ingimundur lést árið 1924. Sigríður fluttist þá með þeim fimm bömum sínum sem með henni voru til ísafjarðar og þaðan skömmu síð- ar til Reykjavíkur. Tvær elstu dæt- ur hennar voru þá fluttar til Kaup- mannahafnar. Þorbjörg, sú elsta, vildi létta undir með móður sinni og bauðst til að taka Jóhönnu til sín. Hélt hún til Kaupmannahafnar árið 1926 og dvaldist hjá systur sinni næstu árin. í Kaupmannahöfn lærði Jóhanna meðal annars kjóla- saum og varð einna fyrst íslenskra kvenna til þess að læra snyrti- fræði. Jóhanna söng mikið á þess- um árum og tók þátt í kórstarfi. Einhveiju sinni í upphafi fjórða ára- tugarins kom þýskur karlakór til Kaupmannahaftiar. Söngstjóri kórsins gisti á heimili systur Jó- hönnu og mágs. Hún söng fyrir Þjóðveijann og hreifst hann svo af fegurð raddar hennar að hann mæltist til þess við þau hjónin að Jóhanna yrði send til söngnáms í Þýskalandi. Til þess voru hins vegar engin efni og fór hún því hvergi. Jóhanna dvaldist í Danmörku til ársins 1939 að undanteknu einu ári er hún var hér á íslandi. Hún kom hingað til lands með Gullfossi sum- arið 1939 í síðustu ferð skipsins fyrir stríð og setti skömmu síðar upp snyrtistofu í Kirkjuhvoli ásamt Kristínu Ingimundardóttur og starfrækti hana um nokkurra mán- aða skeið. Þá veiktist hún og varð' að hætta störfum. Þegar hún hafði nokkurn veginn náð sér eftir veikindin hélt hún til Vestmannaeyja sumarið 1940 og settist að hjá Ingibjörgu systur sinni sem veitti forstöðu matstofu sem Einar Sigurðsson starfrækti. Með ferð Jóhönnu til Vestmannaeyja réðust örlög hennar. Þar var margt af ungum mönnum sem leist vel á þessa glæsilegu stúlku. Jóhanna var höfðingleg í fasi, fríð sýnum, með hrafnsvart hár og ljósblá augu. Einn af þessum ungu mönnum, Bjöm, sonur heiðurshjónanna Sigurðar Sæmundssonar og Guðbjargar Björnsdóttur á Hallormsstað, leit hana augum á matstofunni og skaut Amor undir eins ör í hjarta hans. Skömmu síðar var haldinn dans- leikur á vegum Akoges-félagsins, en þar var Bjössi félagi. Hann hafði boðið frænku sinni með sér á ball- ið. Hann sá þar Jóhönnu og dans- aði við hana. Honum leist mæta vel á stúlkuna og það fór vel á með þeim. Þegar leið að lokum dans- leiksins kom hann að máli við frænku sína og tjáði henni að hann hygðist fylgja Jóhönnu heim. „Blessaður, Bjössi minn, fylgdu henni bara heim, ég sé um mig,“ svaraði frænkan. Það er gott að eiga góðar frænkur að. Er ekki að spyija að því að ástir tókust með þeim Jóhönnu og Birni og opinber- uðu þau trúlofun sína á þjóðhátíð árið eftir. Bjöm Sigurðsson er fæddur 25. júlí 1918 að Tjömum í Vestur-Eyja- fjallahreppi þar sem foreldrar hans, Guðbjörg og Sigurður bjuggu þá. Hann er annar í röð fjögurra systk- ina. Hann fluttist með foreldmm sínum til Vestmannaeyja árið 1923 og stundaði þar nám. Hann vann þar við ýmis störf, lék í lúðrasveit og var hrókur alls fagnaðar eins og hann hefur verið æ síðan. Em því engin undur þótt Jóhanna hafi fallið fyrir honum. Björn hafði lokið námi í húsa- smíði árið 1938, tvítugur að aldri, og árið 1943 hlaut hann réttindi sem byggingameistari. Þorsteinn Einarsson, þáverandi íþróttafulltrúi ríkisins, hafði kennt Birni í gagn- fræðaskóla og kom að máli við hann til þess að biðja hann að taka að sér umsjón með uppbyggingu skólamannvirkja á Laugarvatni. Þau ungu hjónaleysin fluttust þá til Reykjavíkur og hóf Bjöm undir eins störf við uppbygginguna á Laugarvatni. Jóhanna neitaði að búa þar með honum fyrr en þau væru gift og var því brúðkaupsdag- urinn ákveðinn. Að morgni 12. júní 1943 var Bjössi ferðbúinn á hlaðinu á Laugarvatni. Bar þá að matráðs- konuna, Sigurlaugu Björnsdóttur, sem var systir Haralds Björnssonar leikara. Bjössi vindur sér að henni og segir formálalaust: „Ég ætla að skreppa suður til Reykjavíkur að gifta mig.“ Sigurlaug starði furðu Iostin á Björn og hafði þetta oft í flimtingum síðar meir. Hún var mikil kona fyrir sér og eignuðust ekki allir vináttu hennar. En Bjöm og Jóhanna urðu henni nánir vinir. Það var þennan dag, 12. júní 1943, sem þau Björn og Jóhanna gengu í hjónaband. Jóhanna fluttist þá um sumarið að Laugarvatni og dvöldust þau hjónin þar til hausts. Ekki var ti! húsnæði til þess að hýsa verkafólk á meðan skólahald stóð yfir og fóru þau því til Vest- mannaeyja um haustið og settust að á Hallormsstað hjá foreldrum Björns. Þeir sem lesa þessa grein virða höfundi hennar það vonandi ekki til lasts að hann er ekki ætíð sam- kvæmur sjálfum sér en kallar Bjöm stundum Bjössa, enda gengur hann aldrei undir öðm nafni í fjölskyldu sinni en Bjössi frændi og eftir að hann eignaðist Jóhönnu var hún auðvitað kölluð Jóhanna hans Bjössa frænda. Ættmenn hennar kölluðu hana hins vegar Góu. Um vofið eftir héldu þau aftur austur að Laugarvatni þar sem haldið var áfram uppbyggingunni. Þá um haustið fluttust þau til Reykjavíkur og hófu fyrst búskap á Bakkastíg 5 hjá Grími Guðmunds- syni og Pálínu Vemharðsdóttur, sem áttu þetta hús. Þau vom þá að reisa sér hús við Faxaskjól 18 og tók Björn við byggingu þess. Vorið 1945 fengu ungu hjónin íbúð í því húsi og bjuggu þar um nokk- urt skeið. Til gamans má geta þess að þær Pálína og Guðbjörg, móðir Björns, voru fornvinkonur. Guð- björg hafði sem ung stúlka verið send til Reykjavíkur til þess að læra karlmannafatasaum og kynnt- ust þær Pálína þá. Ekki var vitað að Pálína legði í langferðir aðrar en þær að heimsækja Guðbjörgu til Vestmannaeyja og aldrei leið svo ár á meðan báðar lifðu og höfðu heilsu, að þær heimsæktu ekki hvor aðra. Árið 1955 eignuðust þau Björn og Jóhanna íbúð í blokk við Nesveg 9, en Björn var byggingarmeistari að því húsi. Þaðan fluttust þau í íbúð í Sólheimum 23 árið 1960, en Björn var einnig byggingarmeistari að því húsi. Þar bjuggu þau sér fallegt heimili og hlýlegt, þar sem gott er að koma. Jóhanna vann mest innan heimil- is. Þó má geta þess að hún kenndi hannyrðir hálfan vetur á Laugar- vatni, árið 1947. Um vorið var hald- in sýning á handavinnu nemenda hennar og var allt handbragð róm- að. Jóhanna söng einnig í ýmsum kórum en eins og að framan segir hafði hún hljómfagra söngrödd. Hún söng í Kór kvennadeildar Slysavarnafélagsins í Reykjavík á meðan hann starfaði; þegar Nes- kirkja var vígð árið 1957 tók hún þátt í stofnun kirkjukórsins þar og um margra ára bil söng hún í kór Langholtskirkju. Þegar Áskirkju- söfnuðurinn var stofnaður var hún beðin að syngja þar við guðsþjón- ustur og sinnti því um nokkurt skeið. Árið 1947 veiktist hún skyndi- lega, en þau hjónin voru þá stödd austur á Laugarvatni. Aldrei fékkst nein skýring á þessum veikindum, en þá dapraðist henni mjög sýn og var hún upp frá því mjög sjóndöp- ur. Það virtist þó ekki há henni við heimilisstörfin sem hún innti af hendi af miklum myndarskap. Henni var leitað lækninga hérna heima og í Kaupmannahöfn en þær báru takmarkaðan árangur. Sjálf- sagt hefur sjónskerðingin valdið því að hún vann ekki utan heimilis, en fleira kom til. Árið 1950 hlotnaðist þeim hjón- um sú hamingja að eignast dreng. Hann fæddist 8. maí og var skírður Björn Jóhann. Jóhanna unni honum heitt og helgaði honum líf sitt upp frá því. Björn Jóhann kvæntist árið 1974 Annýju Antonsdóttur og eign- aðist með henni tvö börn, Guð- björgu og Jóhann. Þau slitu sam- vistum eftir nokkurra ára hjóna- band. Hann býr nú með Ölmu Guð- mundsdóttur og eiga þau saman einn dreng, Davíð. Alma á telpu frá fyrra hjónabandi sem Erna heitir. Leit Jóhanna á þessi fjögur börn sein sín barnabörn og gerði aldrei upp á milli þeirra. Jóhanna var listræn kona eins og fram hefur komið og næm. Hún fann á sér gestakomur og óorðna hluti. Tvisvar sinnum henti það að hún sá mannskaða um leið og hann varð í öðrum landsfjórðungi. Þannig sá hún að næturlagi vélskipið Þor- móð farast á leið sinni frá Bíldudal og flugslys norður við Héðinsfjörð sá hún einnig, en í bæði skiptin var hún stödd úti í Vestmannaeyjum. Henni var ekki vel við þessa skyggnigáfu sína. Eitt sinn dreymdi hana að til hennar kæmi maður sem sagði við hana að hún skyldi rækta það sem henni hefði verið gefið. Þessi næmleiki margra íslendinga er afar merkilegt fyrirbrigði og ýmsar sögur ganga af skyggnigáfu forfeðra Jóhönnu. Þannig bar við að langamma hennar, sem Ingi- björg hét og ólst upp í Hvallátrum, týndist eitt sinn er hún var bam. Hennar var leitað í þijá daga án árangurs og var hún talin af. Þá var það að einhver hreyfing sást á nesodda sem gekk út úr eyjunni og var farið að huga að því hvað þama var. Fannst þá bamið og var að leika sér að beinhnappi. Sagðist henni svo frá að til sín hefði komið kona sem hún hélt fyrst að væri móðir sín. Hún bað hana að koma með sér og fór með hana á ókunn- an bæ. Hún gaf henni þar gott að borða og var ósköp góð við hana. Ingibjörg sá þar stúlku liggjandi á gólfinu og bað konan hana að fara höndum um hana. Hún fór um hana höndum nokkrum sinnum og batn- aði þá stúlkunni. Konan fylgdi henni síðan út á svo nefndan Kjóutanga og sagði henni að bíða þar þangað til hún fyndi leiksystkini sín. Hún fékk henni þennan hnapp að leika sér að og var barnið hið ánægð- asta. Ekkert virtist ama að því þrátt fyrir þessa löngu útivist. Ingibjörg var fædd árið 1805 og mun hafa verið þriggja ára þegar þessi at- burður varð. Þau hjónin, Jóhanna og Bjössi fóru ýmsar ferðir til útlanda. Þau urðu einna fyrst íslendinga til þess að nema land á sólarströndum Spánar og með systur Jóhönnu og manni hennar fóru þau ýmsar ferð- ir um Evrópu. í einni þessara ferða voru þau stödd suður á Spáni. Tók þá Bjöm eftir því að Jóhanna átti orðið erfitt með gang og þurfti hann að styðja hana. Þau héldu bæði að þetta væri tengt sjónskerð- ingunni og ræddu málið við Ingi- mund Gíslason, systurson hennar, þegar heim kom, en Ingimundur er eins og margir vita einn af fremstu augnlæknum íslendinga. Hann svaraði: „Blindur maður get- ur gengið, ef hann er leiddur," og var því leitað annarra lækna. Þá kom í ljós að Jóhanna þjáðist af taugalömun. Um þetta leyti hafði Bjöm reist sumarbústað að Laugarvatni og dvöldust þau hjónin þar löngum á sumrin. Það er upp bratta brekku að fara að bústaðnum og fengu þau gjaman aðstoð við að komast þang- að upp eftir. En ef slík aðstoð brást gekk Jóhanna þessa brekku með aðstoð eiginmanns síns og tókst það þótt nokkurn tíma tæki sú ferð. Þrautseigjan var slík að aldrei skyldi gefist upp. Jóhönnu dapraðist sýn þegar á leið ævina og lömunin jókst. Bjöm stóð við hlið hennar, annaðist hana og aðstoðaði af einstakri umhyggju og ástúð. Oft hefur verið rætt um hlutskipti sjónskertra kvenna, að það sé erfitt og því hefur verið haldið fram að vegna þeirra viðmiða sem eru í vestrænum samfélögum þar sem of mikið tillit er tekið til þarfa karlmanna, sé hlutur fatlaðra kvenna rýr. Ég nefndi oft hann Bjössa frænda sem dæmi um það hvernig eiginmenn gætu reynst fötluðum eiginkonum sínum. Veturinn 1991 var svo komið að Jóhanna þurfti svo mikla aðstoð og aðhlynningu að Björn átti erfitt með að sinna henni eins og hann vildi. Var því horfið á það ráð að hún fluttist á Sólvang í Hafnarfirði. Þar dvaldist hún til dauðadags. Ætíð hélt hún reisn sinni og sinnti um útlit sitt á hveijum degi. Sú ákvörð- un að Jóhanna flyttist suður á Sól- vang var þeim hjónum erfið. Jó- hanna saknaði heimilisins og um- hyggju eiginmannsins og Bjössi saknaði þess innilega að hafa hana ekki hjá sér. Það bætti þó úr skák að Jóhanna naut einstakrar um- hyggju og alúðar starfsmanna á Sólvangi og Bjössi vissi að hann hafði gert fyrir hana það sem hon- um var unnt. Þegar dauðinn drepur á dyr brestur strengur í bijósti þeirra sem eftir lifa. Þeim má þó vera léttir að því að þjáningum ástvinar er lokið, en minningin um mikilhæfa merkiskonu lifir þeirra á meðal. Arnþór Helgason. Föstudaginn 23. apríl vartil mold- ar borin Jóhanna Gróa Ingimundar- dóttir, Sólheimum 23, Reykjavík. Góa, eins og hún var alltaf kölluð, fæddist að Svarthamri við Álftafjörð í ísafjarðardjúpi 21. september 1911. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Þórðardóttir ættuð úr Sléttuhreppi í Norður-ísaijarðar- sýslu og Ingimundur Þórðarson frá Kletti í Gufudalssveit. Þau hjónin eignuðust átta börn og var Góa þriðja yngst þeirra. Vegna veikinda Ingimundar hættu hjónin búskap á Kletti og fluttust til Hnífsdals. Þegar Góa var 13 ára dó Ingimundur faðir hennar og móð- ir hennar fluttist með bömin til ísa: fjarðar og síðar til Reykjavíkur. í Reykjavík heldur Sigríður heimili fyrir yngri börnin, en þau eldri voru flutt að heiman og höfðu systur hennar Þorbjörg og Ingunn sest að í Kaupmannahöfn. Þegar fram liðu stundir gekk Gróa á vit nýrra ævin- týra og sigldi til Kaupmannahafnar til Þorbjargar systur sinnar. í Kaup- mannahöfn dvaldist hún í 11 ár. Þegar síðari heimsstyijöldin braust út flúðu allir íslendingar heim sem staddir voru í útlöndum og þar á meðal Góa. Hún kom heim með síðustu skipum og settist að hjá mömmu sinni í Reykjavík, um stund- arsakir. Árið 1940 fór Góa til Vestmanna- eyja og ætlaði að dveljast um stund hjá systur sinni Ingibjörgu, sem rak þar matstofu. í Eyjum urðu þátta- skil í lífi Góu, því að þar kynntist hún fyrst Birni Sigurðssyni, bygg- ingameistara, sem varð síðar eigin- maður hennar. Þau flytjast upp á landið frá Eyjum eins og það var kallað, því að Björn hafði tekið að sér miklar byggingaframkvæmdir á Laugarvatni. Árið 1943 gifta þau sig og setjast að í Reykjavík. í Reykjavík búa þau sér fagurt heimili og byggja sumar- bústað á Laugarvatni. Þau hjónin eiga einn son, Björn Jóhann. Kona hans er Alma Guðmundsdóttir og bamabörnin eru orðin fjögur, sem öll em þeim til mikillar gleði. Ég minnist þess hvað Góa var góð við börnin mín og umgekkst þau eins og þau væru hennar eigin börn. Var það drengjunum mínum tilhlökkun- arefni þegar þeir áttu að fá að fara til Góu frænku. Vegna mágsemdar höfðum við hjónin mikil samskipti við þau Björn og Góu, og ég gleymi seint mörgum þeim ferðalögum, sem við fórum saman. Eins var mikið gaman að koma inn á heimili þeirra og sitja þar við veisluborð með vinum og ættingjum og þá var oft mikið sung- ið því að hjónin voru í meira lagi söngelsk. Góa söng í mörgum kór- um, bæði andlegum og veraldlegum. Góa var afar prúð kona í allri framkomu, fremur há vexti og fríð sýnUm og var gjarnan tekið eftir henni þar sem hún var meðal fólks. Nú er hún horfín af sjónarsviði hins mannlega heims' og var sú síðasta af fimm glæsilegum systrum, sem allar eru nú gengnar á vit feðra sinna. Mikill harmur er kveðinn að börn- um og eiginmanni, sem gerði allt sem í hans valdi stóð til að létta sjúkdómsbyrði konu sinnar. Ég og fjöiskylda mín vottum börn- um, eiginmanni, ættingjum og vin- um okkar dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll. Gísli Kristjánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.