Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 9 Nýr leikskóli við Viðarás í Árbæjarhverfi 0,30% munur á lægstu tilboðum BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka rúmlega 41,1 milljón króna tilboði lægstbjóðanda Múrtækni hf. og Þórhalls Einarssonar í bygg- ingu leikskóla við Viðarás 9 í Árbæjarhverfi. Sextán tilboð bárust í verkið og munaði 0,30% á lægsta og næst lægsta tilboði. Tilboð lægstbjóðanda er 85,30% af kostnaðaráætlun en hún er rúmar 48,2 milljónir. Næst lægsta boð átti Markús hf., sem bauð 41,3 millj. eða 85,61% af kostnaðaráætlun. Munur á milli lægsta og næst lægsta tilboðs var því 0,31%. Þriðja lægsta boð var frávikstilboð frá Byggingarfélagi Ásmundar og Halls sf., en það var 86,26% af kostn- aðaráætlun. Þeir áttu einnig fjórða lægsta boð sem var 88,02% af kostn- aðaráætlun. Aðrir sem buðu voru Jón Gunnar Gíslason, sem bauð 89,40% af kostnaðaráætlun, Ártak hf., sem bauð 90,88% af kostnaðaráætlun, Sigurður Bjarnason, sem bauð 91,57% af kostnaðaráætlun og Sveinbjörn Sigurðsson hf., sem bauð 92,89% af kostnaðaráætiun. Þá bauð Byggingarfélagið Virki hf., 92,98% af kostnaðaráætlun, Halldór Svansson hf., bauð 94,04% af kostnaðaráætlun, Sel sf., bauð 97,37% af kostnaðaráætlun, Bygg- inga og verktakafyrirt. S.Þ. hf., bauð 99,14% af kostnaðaráætlun. Al-verk hf., bauð 99,54% af kostnaðaráætl- un, Byggða - Múr hf., bauð 100,60% af kostnaðaráætlun, Fjarðarmót hf., bauð 101,34% af kostnaðaráætlun og Sigurður K. Eggertsson hf., bauð 104,98% af kostnaðaráætlun en einn lið vantaði í tilboð Braga Guðmunds- sonar sem bauð 124,99% af kostnað- aráætlun. Lokað útboð í gólfefni Fyrri samningi rift BORGARRÁÐ hefur samþykkt að rifta samningi við Einar Þorvarðar- son og Co. hf./Veggfóðrarann hf. en taka þess í stað tilboði Víðis Finnbogasonar hf. Teppalands-Parketgólfa i gólfefni og vinnu við Lindargötu 57 til 61 og 64 til 66. í erindi stjórnar Innkaupastofn- unar Reykjavíkurborgar til borgar- ráðs segir að eftir að borgarráð hafi samþykkt fyrri samning, birtist auglýsing um að fyrirtækið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Á grundvelli þess er lagt til að tekið verði tilboði Víðis Finnbogasonar hf. Teppalands-Parketgólfa sem er 17.746.817 krónur eða 63,70% af kostnaðaráætlun. Bént er á að um lokað útboð var að ræða og að Veggfóðraranum hf. hafi verið boðin þátttaka en ekki Einari Þoi'varðarsyni og Co. hf. Franskir dömukjólar og dragtir frá stœrð 3U TESS v NEt NEÐST VIÐ DUNHAGA, S. 622230. Opið virka daga 9-18, laugardag 10-14. "ólar m/skemmli mikið úrval Svefnsófar jrnsófar m/svefnsófa Sófasett, hornsófar læði Hvíldarstóll VALHUSGOGN hf. Ármúla 8, símar 812275 og 685375 Opið laugardag frá kl. 10-14 m/ skemmli kr. 25.000 stgr. Blóðbaðið í Bosníu Dagblöð í Evrópu hafa mikið fjallað um átökin í Bosníu-Hersegóvínu á síðustu dögum og mörg hver gagnrýnt stjórnvöld á Vesturlöndum harðlega fyrir úrræða- leysi við að stöðva blóðbaðið í Bosníu. Signr Serba Franska dagblaðið Le Monde segir í forystu- grein í vikunni, undir fyrirsögninni „Friðarvið- ræður í andarslitrunum", að sú ákvörðun öryggis- ráðs Sameinuðu þjóð- anna, að lýsa bæinn Srebrenica í Bosníu griðasvæði og senda þangað kanadiska friðar- gæsluliða, sé sigur fyrir Serba og liinar óhugnan- legu sveitir herforingj- ans Ratko Mladics, sem hlotið hefur viðumefnið „Slátrarinn frá Sarajevo". Þetta vigi múslima í austurhluta Bosníu sé þar með fallið. „Það á enn eftir að sýna sig hvort Serbar muni nú hætta sókn sinni og hefja friðarviðræður af alvöru eða hvort þeir muni halda áfram að sækja að múslimabæjum á borð við Gorazde, Zepa og Tuzla, sem eru mun mikilvægari hernaðar- lega. Meta þeir stöðuna sem svo að þeir hafi náð fram markmiðum sínum varðandi þjóðernis- hreinsanimar, sem þeir hafa ástundað í um ár án þess að gripið hafi verið til teljandi aðgerða á alþjóðavettvangi, og nú sé kominn timi til að „sen\ja“ um eða skipta á landsvæðum við Króata og múslima? Friðaráætíun Vance og Owens, sem Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, telur vera hinn rétta samningsgrundvöll, og leggur til grundvallar hagsmuni og réttindi „þjóðanna" þriggja [sem byggja Bosníu] er orðin ansi illa litleikin. Sú skipting landsvæða, sem samningamennirnir tveir leggja til, og myndi skipta Bosníu-Hersegóv- ínu upp í tíu svæði sem hvert fyrir sig nyti veru- legrar sjálfstjómar, er faUin úr gildi vegna hemaðarávinninga Serba.“ Kröfur Karadzics Le Monde segir að þó að Alija Izetbegovic, for- seti Bosníu, hafi ítrekað hótað að hætta þátttöku í friðarviðræðunum í New York, þá sé það Radovan Karadzic, leið- togi Bosníu-Serba, sem neiti að midirrita friðar- samkomulagið. Ástæðan er að sú samfella land- svæða Serba í Bosníu og Serbíu sjálfrar, sem hann er svo hrifinn af, er ekki tryggð í samkomulaginu. „Fyrst hann fékk ekki þennan „naflastreng" samþykktan í friðarvið- ræðunum - af þeirri ástæðu að Owen og Vance vom ekki tU við- ræðu um Stór-Serbíu - reynir hann að ná fram markmiðum sinum með hemaði til að sjá tU þess, að Evrópubúar og Bandaríkjamenn standi franuni fyrir gjörðum hlut.“ Hætta Serbar þátttöku? Síðar segir að ef Serb- ar þrjóskist við að neita að samþykkja friðaráætl- unina hafi BiU Clinton, forseti Bandarikjanna, hótað að grípa til frekari aðgerða og ekki útílokað neitt nema að senda land- gönguliða á vettvang. „Enn einu sinni stefnir sem sagt í að refsiað- gerðimar gegn Serbum verði hertar og rikið hugsanlega eingangrað algjörlega í þetta skipti. Karadzic hefur lýst því yfir að viðbrögð hans við slíkum aðgerðum yrðu þau að hætta endanlega þátttöku í friðarviðræð- unum. Frá þvi að stríðið hófst hafa Serbar ávallt gert það sem þeir hafa lýst yfir að þeir hyggist gera. í Króatíu jafnt sem Bosníu-Hersegóvinu.“ Fuglaskoðun í Hafnarfírði Hafnarfjarðarganga skátafé- lagsins Hraunbúna verður eins og venjulega síðasta sunnudag hvers mánaðar núna á sunnudag- inn 25. apríl. í þetta sinn verður farið frá tjald- svæðinu á Víðistaðatúni kl. 14 og Helgi Guðmundsson kennari og leiðsögumaður mun leiða gönguna vestur með firði og kanna m.a. hvaða farfuglar eru komnir í bæ- inn. Fólk er hvatt til að taka með sér sjónauka og fuglabók ef slíkt er til á heimilinu. Allir eru velkomn- ir í skátagönguna,'hún hentar öll- um, tekur um 1 ‘A klst. og er ókeyp- is. (Fréttatilkynning) VorLit±icilfL á sturtuklefum, babkarshurðum, hreinlœtistœkjum og innihurbum. 20 - 50% afsláttur Rabgreibslur allt upp í 18 mánubi. Opib laugardag kl. 70 - 16 sunnudag kl. 13 - 17 SHOWIK PKOC CABINKS m: D DOITHEPROG BYGGINGAVÖRUR SKEIFUNNI 11B- SIMI 681570. M 9304
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.