Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 19
vitund. Þessir þættir eru studdir vax- andi kröfum mannkyns um tilveru þarsem gildi og virðing einstaklings- ins séu í heiðri höfð - eða einsog segir í inngangsorðum að Stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, annarri máls- grein, þá eru þær staðráðnar í „að staðfesta að nýju trú á grundvallar- réttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða, hvort sem stórar eru eða smáar“. Frumkvöðlum Sameinuðu þjóð- anna í lok seinni heimsstyijaldar var dagljóst, að þegar mannréttindi eru virt að vettugi eða fótum troðin, þá er ekki einungis um að ræða sorgar- sögu þess einstaklings eða einstak- linga sem í hlut eiga, heldur skapar slíkt framferði einatt skilyrði félags- legrar og pólitískrar spennu og óró- leika, sem leitt geta til árekstra og ofbeldis innan samfélagsins ogjafn- vel þjóða í millum. Þetta er enn frek- ar áréttað í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna árið 1948, þar- sem í upphafí segir að viðurkenning á mannréttindum og eðlislægri virð- ingu mannsins sé „grundvöllur frels- is, réttlætis og friðar í heiminum" - og þá um leið skilyrði heiibrigðrar menningar. Homsteinn þessa viðhorfs er semsé trúin á áskapað eigingildi hvers einasta manns. Og til að ná þroska og lífsfyllingu þarf einstakl- ingurinn ekki einungis að eiga þess kost að taka þátt í félagslegri og pólitískri framvindu samfélagsins heldur líka í trúarlífi, listrænni við- leitni, andlegum umbrotunum og öðru því sem auðga kann anda hans. Ekkert af þessu á að vera háð boðum og bönnum stjórnvalda. Einstakling- urinn á að hafa bæði frelsi og tæki- færi til að skapa sjálfum sér örlög að svo miklu leyti sem honum er það fært og það brýtur ekki í bága við náttúrlega hagsmuni annarra. Meðþví einatt er vandkvæðum bundið að finna sannleika og rétt- læti í pólitískum og félagslegum efn- um, sýnir reynslan að happasælast er að stuðla að hvorutveggja í fráls- um og opinskáum samræðum. Óheft umræða er ekki einasta réttmæt út- rás fyrir skoðanaágreining, heldur dregur hún einnig úr líkum þess að félagslegt andóf taki á sig harkalega mynd. Þareð það er gömul saga að opinberir embættismenn eiga til að láta geðþótta ráða gerðum sínum og ákvörðunum og þareð meirihluti lýðsins á til að virða að vettugi frelsi og hagsmuni einstaklingsins þegar ímyndaður eða raunverulegur vandi steðjar að þá er nauðsynlegt að vernda rétt einstaklingsins, ýmist með lagabókstaf sem bindur bæði löggjafarþing og ríkisvald einsog tíðkast hérlendis eða með sögulegum hefðum sem hafa hemil á valdsmönn- um einsog í Bretlandi þarsem ekki er stjómarskrá. Hagmunir hvers einstaks þjóðfé- lagsþegns eiga kröfu'á að vera metn- ir og virtir til jafns við hagsmuni annarra - og á það líka við um geð- sjúklinga, fanga og önnur olnboga- böm samfélagsins. Ýmsir fijáls- hyggjumenn hafa haldið því fram með sinni hvimleiðu og grunnskreiðu sjálfumgleði, að ríkisvaldið eigi ein- ungis að gæta þess að ýta ekki und- ir misrétti. Ferill Margrétar Thatcher í Bretlandi og þeirra Reagans og Bush í Bandaríkjunum er til vitnis um veig þeirrar yfirlýsingar. Aðrir halda því fram að ríkisvaldinu beri beinlínis skylda til að draga úr mis- rétti, að minnstakosti að því marki að sjá þeim sem verr eru settir fyrir tækifæmm til jafns við aðra. Frelsið og merkingar þess Mannréttindi em talin vera undir- staða frjálsrar samfélagsskipunar á Vesturlöndum og víðar, þó kannski séu þau það meira í orði en á borði. Þau gefa til kynna með hvaða hætti samfélagið verndar frelsi einstakl- ingsins. En „frelsi" er viðsjált orð og hefur fleiri en eina merkingu. Frelsi getur til dæmis þýtt að ytri þvingunum sé ekki til að dreifa. I þeirri merkingu er öllum íslending- um, snauðum jafnt sem fjáðum, fijálst að ferðast hvert sem þeim þóknast, til Ástralíu eða Japans eða Suður-Amríku eða hvert sem mönn- um annars dettur í hug. En í öðrum skilningi felur frelsishugtakið í sér, að einstaklingurinn verði að hafa möguleika til að gera eitthvað áðuren hann geti talist frjáls að því. í þeim skilningi er þeim einum fijálst að MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993.19 ans, og að hvorttveggja yrði best tryggt með virkri þátttöku þess síð- amefnda. Af þessu leiddi þá skoðun að einstaklingur og borgari væru í raun réttri einn og sami hlutur: þroskun einstaklingsins fæli í sér þroskun borgarans og öfugt. Sjálfur Períkles sagði í frægri líkræðu: „Við ... lítum svo á að maður sem ekki sýnir opinberum málefnum neinn áhuga sé ekki skaðlaus heldur gagns- laus einstaklingur." Það var borgríkj- unum gersamlega framandi hug- mynd, að menn gætu tekið út þroska og fullnýtt hæfileika sína á afmörk- uðu sviði einkalífsins, hvort heldur var um að ræða kaupsýslu, listsköp- un eða trúmál. Bæði Platon og Arist- óteles héldu fram félagslegu eðli mannsins og lífrænu og samhang- andi eðli þjóðfélagsins þarserrr öll mennsk viðfangsefni væru samtvinn- uð. Til gamans má geta þess að gríska orðið yfir einstakling var og er enn idjót, en á flestum vestrænum tung- um hefur orðið fengið merkinguna „fáviti“, sem ugglaust stafar af því, að einstaklingar sem ekki höfðu af- skipti af opinberum málum voru álitnir eitthvað skrýtnir og jafnvel fávísir. Á hinn bóginn er mér ráð- gáta hversvegna orðið hefur haldið upprunalegri merkingu sinni í grísku en fengið hina merkinguna í öðrum tungum. Höfundur er rithöfundur og fyrrum formaður Islandsdeildar Amnesty Intemational. ates og Platon, hafa haldið því fram, að maðurinn sé fijáls í eiginlegum skilningi þegar hann trúir þvi sem satt er og gerir það sem er siðgæðis- lega rétt. Þeir eru semsé þeirrar skoðunar að frelsi til að trúa villu- kenningum og gara rangt sé alls ekki raunverulegt frelsi. Fjórða teg- und frelsis felst í því að vinna bug á þeim sálrænu vandamálum sem hefta framtak og athafnasemi ein- staklingsins. Tvær fyrstnefndu merkingar hug- taksins „frelsi" varða samskipti ein- staklings og ríkisvalds í lýðræðis- samfélagi og snerta því umræðuna um mannréttindi. í vestrænum lýð- ræðissamfélögum er það ekki talið -vera í verkahring ríkisvaldsins að koma í veg fyrir útbreiðslu villukenn- inga eða draga úr siðlausu atferli þegnanna, né heldur er það talið verkefni ríkisstjórna að draga úr sálrænum vandamálum þegnanna, þó vísast mætti gera það með því að setja einstaklingsfrelsinu skyn- samlegar skorður. Endaþótt frelsið og þau mannrétt- indi sem því eru samofin séu mikils- verð hlunnindi, þá geta þau í sumum tilfellum rekist harkalega á önnur eftirsóknarverð gæði. Æðsta stig málfrelsis fælist líklega í því að heim- ila lýðskrumurum að æsa til uppþota og ofbeldis, en enganveginn víst að það þjónaði best hagsmunum samfé- lagsins og þegna þess. í mörgum tilvikum rekast hinar ýmsu tegundir frelsis og mannréttinda hver á aðra, til dæmis réttur hóteleiganda til að veita þeim þjónustu sem honum gott þykir og réttur minnihlutahópa ein- sog til dæmis homma til sömu þjón- ustu og öðrum er veitt. Annað dæmi er hlutfallslega hærri skattar á auð- mönnum en fátæklingum. Sú skatt- heimta heftir að vissu marki frelsi og rétt auðmanna til að veija auðæf- um sínum að eigin geðþótta, en eyk- ur á hinn bóginn möguleika fátækl- inga til að njóta sín og lífsins. Mannréttindalöggjöf hvers samfé- lags speglar þau úrræði sem gripið hefur verið til í því skyni að greiða úr óhjákvæmilegum flækjum og milda árekstra sem verða þegar ólík- ir hópar takast á um réttindi sín. Þessi löggjöf er jafnframt til vitnis um menningarstig umrædds þjóðfé- lags. Þeim mun meiri viðleitni í átt til jafnaðar og jafnréttis, þeim mun hærra menningarstig. Þessa stað- hæfingu munu fijálshyggjumenn og þeirra nótar telja fráleita; þeir um það. Grískar rætur Mannréttindi þau, sem vestræn lýðræðisríki hafa lögleitt í meira og minna mæli, eiga sér ekki langa sögu, en á hinn bóginn má rekja rætur þeirra allt aftur til Forn- grikkja og þá einkum Aþeninga á fimmtu öld fyrir Kristsburð. Þá var gerð djarfasta tilraun til lýðræðis- skipulags sem sögur fara af, þó hún □ERTZEN SYNING STÓRVIRKAR HÁÞRÝSTIDÆLUR frá OERTZEN* Bjóbum þýsku OERTZEN háþrýstidælurnar fyrir verktaka og aðra þá sem þurfa kraftmiklar dælur, t.d. til húsahreinsunar, skipahreinsunar og sandblásturs. Dælur og dælustöbvar fyrir sjávarútveginn. Sérstakar rörahreinsidælur sem losa og hreinsa úr stífluðum rörum. Sýning laugardag 24. apríl kl. 14:00 -17:00 Komið og reynið tækin og kynnist möguleikum þeirra! 550 bar Skeifan 3h-Sími 812670-FAX 680470 Sigurður A. Magnússon „Það verður æ ljósara að mannréttíndi hafa ævinlega verið horn- reka í íslenskri lög- gjöf.“ ferðast til fjarlægra staða sem hafa til þess fjárhagslegt bolmagn. Þriðja merking frelsis gæti verið í því fólg- in að fá að gera það sem rétt er. Ýmsir hugsuðir, þeirra á meðal Sókr- væri að vísu bundin við fijálsborna karlmenn sem nutu borgararéttinda, en hvorki konur, aðkomumenn né þrælar, sem samtals námu tveimur þriðju hlutum íbúanna, nutu mann- réttinda fullgildra borgara. í Aþenu áttu semsé allir fullgildir borgarar - um það bil þriðjungur íbúanna - að sækja þjóðfundi og fjalla um öll málefni borgríkisins. Opinber- ir embættismenn voru oftast kjörnir með hlutkesti og stjórnuðu í nafni lýðsins. Kjörtímabil þeirra voru stutt og endurkjör heyrði til undantekn- inga. Þetta kosningafyrirkomulag og fjölmennir kviðdómar réttarkerfisins tryggðu mjög viðtæka þátttöku al- mennra borgara í stjórn ríkisins. Enda þótt 500-manna-ráðið hefði á hendi daglegan rekstur ríkisvaldsins, þá laut það stjórn og eftirliti þjóð- fundarins. Tilraun Aþeninga til að koma á beinu lýðræði með virkri þátttöku borgaranna var í flestu tilliti stór- merkileg, þó vankantar væru aug- ljósir, meðal annars þeir að kvenþjóð- in var útilokuð frá þátttöku, þrælar voru um þriðjungur borgarbúa eða kringum 100.000, og ekki var gert ráð fyrir að aðfluttir menn eða niðjar þeirra gætu öðlast borgararéttindi. Augljóslega stóð þrælahald að hluta undir velmegun Áþeninga á gullöld- inni einsog það stuðlaði að velmegun íslendinga á öndverðri þjóðveldisöld: þjóðfélagið í heild var reist á misrétti. Hinsvegar er á það að líta, að hvergi á heimskringlunni komust mannréttindi í fornöld í hálfkvisti við það sem tíðkaðist meðal þorra Aþenubúa, og geta jafnvel verið öf- undarefni okkur nútímamönnum. Eins má gjama hafa hugfast að Aþeningar skópu á fímmtu öld fyrir Kristsburð menningarverðmæti sem ekki eiga sér neina hliðstæðu í ver- aldarsögunni. Á það er ekki bent til að réttlæta þrælahald og kvennak- úgun Aþeninga né ýmsan annan ósóma sem látinn var viðgangast, heldur einungis til að ýja að þeim möguleika að beint samband kunni að vera milli mannréttinda í til- teknum samfélögum eða samfélags- hópum og menningarafreka þeirra. Vissulega stóð menning með blóma í ýmsum ríkjum fornaldar, Babýlón- íu, Assýríu, Egyptalandi, svo nokkur þau helstu séu nefnd, en allar þessar menningarþjóðir og margar fleiri höfðu staðnað í ófijórri dýrkun á dauðanum og flóknum helgisiðum sem miðuðu meir við annað líf en það sem lifað er hémamegin grafar. Grikkir urðu fyrstir allra til að gera manninn að mælikvarða mannlegrar tilveru og setja um leið gildi og helgi einstaklingsins á oddinn. Deila má um hvort rétt sé eða heppilegt að hafa manninn að mælistiku allra hluta, en um hitt verður ekki deilt að mannhelgi og mannréttindi eiga upptök sín í hinu hijóstruga, fjöllótta og vogskoma landi syðst á Balkan- skaga. Hugmynd Aþeninga og annarra borgríkja sem fóm svipaða leið í stjómarháttum var sú, að velferð rík- isins væri nátengd velferð borgar- ÖRKJN 1050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.