Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 57
57 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA HANDKNATTLEIKUR Knattspyrna: Byggjum ekki skýjaborgir - segir þjálfari U-16 ára liðsins „VIÐ berum væntingar til liðs- ins en ætlum okkur ekki að byggja neinar skýjaborgir," segir Þórður Lárusson, annar þjálfari drengjalandsliðsins sem hélt til Tyrklands í gærdag þar sem liðið mun taka þátt í sextán liða úrslitakeppni Evr- ópumótsins. Fyrsti leikur liðsins verður á mánudag er liðið mætir N- írum, á miðvikudag leikur liðið gegn Póllandi og á föstudag gegn Sviss. Tvö lið fara upp úr riðlinum i 8-liða úrslitakeppni og þau mæta tveimur efstu liðunum úr riðli Tékka, Englendinga, íra og Belga. „Stefnan er sett á átta liða úrslit- in og ég held að það sé raunhæfur mögueleiki. Það sem helst kemur til með að há okkur er hve strákarn- ir eru í lítilli leikæfingu eftir vetur- inn. Hins vegar eru þeir í mjög góðu líkamlegu formi eins og sást í æfingaleikjunum í Skotlandi. Þá hefur hópurinn haldið vel saman í vetur og æft hálfsmánaðarlega," segir Þórður. „Ég á von á því að við munum notast við leikaðferðina 4-4-2 en hún hefur hentað okkur ágætlega. Við lékum við N-íra í fyrra og tel okkur eiga ágæta möguleika gegn þeim, Sviss hefur yfirleitt ekki átt góð unglingalið og við þekkjum lít- ið til þeirra. Pólveijar eru hins veg- ar óskrifað blað.“ Mikil þátttaka í Faxafióamótinu Faxaflóamótið í knattspyrnu hefst í dag með leikjum í þriðja og íjórða flokki drengja. Tólf félög senda lið á mótið þar af eru Grinda- vík og UMF Bessastaðahrepps með í fyrsta skipti. Vegna fjölda þátttökuliða í fimmta og sjötta flokki drengja hefur verið ákveðið að leika með fjölliðamótsfyrirkomulagi í þeim flokkum. Keppt verður í a, b, og c-liðum í þeim flokkum. í fjórða flokki drengja er leikið hjá a- og b-liðum en í öðrum flokkum verður aðeins keppt hjá a-liðum. Mótið er haldið fyrir 3.-6. flokk drengja og í stúlknaflokki er leikið í öðrum, þriðja og fjórða flokki. Knattspyma: Tindastöll. sigraði Unglingalandslið íslands í borðtennis, sem var skipað Guðmundi Stephensen og Ingólfi Ingólfssyni, varð í 9. sæti af 15 liðurn á heimsmóti skóla sem fram fór í Birmingham um páskana. íslenska liðið vann einn leik í riðlakeppninni, gegn Mön 3:0, en tap- aði fyrir Englandi 1:3, Belgíu 1:3, Skotum 0:3, Slóvakíu 1:3 og ísra- el 0:3. Þá var leikið um sæti og fyrst gegn írum og vannst leikurinn 3:1. Þá lék liðið gegn Skotum um 9. sætið og vannst sá leikur 3:0. í einstaklingskeppninni var keppt í riðlum. Bæði Ingólfur og Guð- mundur unnu þijá leiki í en töpuðu tveimur og komust ekki í 16- manna úrslit. Morgunblaðið/Frosti Valur - íslands- og bikarmeistari í 3. flokki kvenna í handknattleik. Aftasta röð frá vinstri: Sigrún Hauksdóttir, Lilja Valdimarsdóttir, Eivor Pála Jóhannes- dóttir, Margrét Jóhannesdóttir og Hrund Einarsdóttir. Miðröð frá vinstri: Mika- el Abkashen þjálfari, Ástrós Guðlaugsdóttir, Inga Rún Káradóttir fyrirliði, Gerður Jóhannesdóttir og Sonja Jónsdóttir. Fremsta röð frá vinstri: Dagný Pétursdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Kristjana Jónsdóttir. Morgunblaðið/Frosti KA - íslandsmeistari í 4. flokki karla í handknattleik. Aftari röð frá vinstri: Vilhelm A. Jónsson, Kári Jónsson, Anton Þórarinsson, Guðmundur Brynjarsson, Axel Árnason, Arnar Árnason, Arnar Vilhjálnisson, Guðmundur Pálsson og Gunn- ar Níelsson liðsstjóri. Fremri röð frá vinstri: Jóhannes Bjarnason þjálfari, Heimir Árnason, Hlynur Erlingsson, Hafþór Einarsson, Halldór Sigfússon, Hörður Flóki Ólafsson, Þórir Sigmundsson, Hákon Atlason og Smári Stefánsson. LIÐ Tindastóls í fimmta flokki í knattspyrnu sigraði á ísiands- bankamóti sem haldið var í nýja íþróttahúsinu á Blönduósi fyrir skömmu. Fjögur knatt- spyrnufélög sendu lið til keppni og voru allt að þrjú lið frá sama félaginu. Liðin voru frá Tindastóli á Sauð- árkróki, Þrótti í Reykjavík, Fram frá Skagaströnd og Hvöt frá Blönduósi. Eins og fyrr greinir sigraði lið Tindastóls lið Þróttar í úrslitaleik og var baráttan mikil. í þriðja sæti varð einnig lið frá Þrótti. íslandsbankaútibúið á Blönduósi var styrktaraðili þessa móts. Jón Sigurðsson skrifar Shellmót Týs í tíunda sinn íslenski hópurinn sem keppti á mótinu í Noregi. Fimmtán krakkar á norrænu móti fatlaðra FIMMTÁN börn og unglingar tóku þátt í norrænu barna- og unglingamóti fatlaðra sem f ram fór í Noregi fyrr í þessum mánuði. Samtök íþróttasambanda fatl- aðra á Norðurlöndum, Nord Hif, standa að þessu sameiginlega verkefni annað hvert ár og fer mótið fram til skiptis á hvetju Norð- urlandanna. Árið 1995 verður slíkt mót haldið á íslandi og er þá fyrir- hugað að það standi í allt að viku og verði í formi æfinga-/sumar- búða. Þátttakendur á mótinu eru jafn- an byijendur í íþróttum fatlaðra á aldrinum 12-16 ára sem valdir eru af öllu landinu og úr öllum fötlunar- flokkum. Mótið var nú í fyrsta sinn haldið í apríl en að öllu jöfnu fer það fram um mitt sumar. Dagskrá var fjöl- þætt; auk keppni í sundi og borð- tennis fór fram kynning á vetrar- íþróttum, boðið var upp á göngu- skíði og sérstakar snjóþotur og kunnu íslensku keppendurnir vel að meta þetta tilboð en flestir þeirra voru að stíga á skíði í fyrsta skipti. Þátttakendur fengu að prófa hesta- sleðaakstur á ís, farið var í skoðun- arferð til Lillehammer þar sem vetrarólympíuleikamir fara fram árið 1994. Þá var haldið „norskt páskakvöld“ og ýmislegt fleira var til gamans gert en mikil áhersla var lögð á að skemmta keppendum. Þátttakendur sem valdir voru til fararinnar nú voru eftirtaldir: Páll Þórisson, Þorbjörg Guðmundsdótt- ir, Jón Tryggvason, Ása B. Gísla- dóttir og Érla Grétarsdóttir sem öll eru frá íþróttafélaginu Ösg í Reykjavik, María Jónsdóttir og Árni Rafn Gunnarsson frá íþróttafélagi BORÐTENNIS fatlaðra í Reykjavík, Sigurður H. Vilhjálmsson úr íþróttafélaginu Björk, Óskar Adolfsson frá Firði, Anna Rún Kristjánsdóttir úr Hvöt á Blönduósi, Elfa Rún Árnadóttir úr HSK, Hulda Pétursdóttir og Sig- urrós Önundardóttir frá Nesi, Harpa Sif Þráinsdóttir Þjóti frá Akrapesi og Sigríður E. Eyjólfs- dóttir úr Grósku á Sauðárkróki. Aðildarfélög ÍF tilnefndu börn og unglinga úr sínum röðum en ávallt er reynt að finna nýja þátt- takendur utan aðildarfélaganna og svo var einnig nú. Margt af okkar sterkasta íþróttafólki steig fyrstu skrefin í keppni í íþróttum fatlaðra á slíku móti, m.a. Haukur Gunnars- son, Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Ólafur Eiríksson. TÍUNDA Pollamót Týs í knatt- spyrnu, Shellmótið, fyrir sjötta flokk verður haldið dagana 23. - 28. júní. Á síðustu árum hefur þátt- tökufjöldi verið um eitt þúsund með fararstjórum og aðstandendum og búast mótshaldarar við svipuðum fjölda í sumar. Uppselt er á mótið en þátttakend- ur eru frá 24 félögum og senda þau flest a-, b- og c-lið. Þátttökugjald er það sama og í fyrra eða kr. 10.500 á mann og er þá innifalið í verði ferðir með Heijólfi, skoðunar- ferðir, minjagripir, grillveisla og dansleikur auk þess sem forráð- - menn Týs sjá mönnum fyrir mat og gistingu. Leiðrétting Vegna mistaka við vinnslu Morgunblaðs- ins sl. fimmtudag féll út hluti af texta und- ir mynd af þriðja flokki KA. Á myndinni eru talið frá vinstri í aftari röð: Halldór Sigfússon, Óli Bjöm Ólafsson, Sverrir Björnsson, 'Matthías Stefánsson, Tómas Jóhannesson, Heimir Haraldsson og Ámi Stefánsson þjálfari. f fremri röð frá vinstri: Óskar Bragason, ísleifur Einarsson, Birkir Magnússon, Atli Þór Samúelsson, Flóki Ólafsson, Bjarni Bjamason og Arnar Árna- son. ísland í níunda sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.