Morgunblaðið - 24.04.1993, Page 57

Morgunblaðið - 24.04.1993, Page 57
57 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA HANDKNATTLEIKUR Knattspyrna: Byggjum ekki skýjaborgir - segir þjálfari U-16 ára liðsins „VIÐ berum væntingar til liðs- ins en ætlum okkur ekki að byggja neinar skýjaborgir," segir Þórður Lárusson, annar þjálfari drengjalandsliðsins sem hélt til Tyrklands í gærdag þar sem liðið mun taka þátt í sextán liða úrslitakeppni Evr- ópumótsins. Fyrsti leikur liðsins verður á mánudag er liðið mætir N- írum, á miðvikudag leikur liðið gegn Póllandi og á föstudag gegn Sviss. Tvö lið fara upp úr riðlinum i 8-liða úrslitakeppni og þau mæta tveimur efstu liðunum úr riðli Tékka, Englendinga, íra og Belga. „Stefnan er sett á átta liða úrslit- in og ég held að það sé raunhæfur mögueleiki. Það sem helst kemur til með að há okkur er hve strákarn- ir eru í lítilli leikæfingu eftir vetur- inn. Hins vegar eru þeir í mjög góðu líkamlegu formi eins og sást í æfingaleikjunum í Skotlandi. Þá hefur hópurinn haldið vel saman í vetur og æft hálfsmánaðarlega," segir Þórður. „Ég á von á því að við munum notast við leikaðferðina 4-4-2 en hún hefur hentað okkur ágætlega. Við lékum við N-íra í fyrra og tel okkur eiga ágæta möguleika gegn þeim, Sviss hefur yfirleitt ekki átt góð unglingalið og við þekkjum lít- ið til þeirra. Pólveijar eru hins veg- ar óskrifað blað.“ Mikil þátttaka í Faxafióamótinu Faxaflóamótið í knattspyrnu hefst í dag með leikjum í þriðja og íjórða flokki drengja. Tólf félög senda lið á mótið þar af eru Grinda- vík og UMF Bessastaðahrepps með í fyrsta skipti. Vegna fjölda þátttökuliða í fimmta og sjötta flokki drengja hefur verið ákveðið að leika með fjölliðamótsfyrirkomulagi í þeim flokkum. Keppt verður í a, b, og c-liðum í þeim flokkum. í fjórða flokki drengja er leikið hjá a- og b-liðum en í öðrum flokkum verður aðeins keppt hjá a-liðum. Mótið er haldið fyrir 3.-6. flokk drengja og í stúlknaflokki er leikið í öðrum, þriðja og fjórða flokki. Knattspyma: Tindastöll. sigraði Unglingalandslið íslands í borðtennis, sem var skipað Guðmundi Stephensen og Ingólfi Ingólfssyni, varð í 9. sæti af 15 liðurn á heimsmóti skóla sem fram fór í Birmingham um páskana. íslenska liðið vann einn leik í riðlakeppninni, gegn Mön 3:0, en tap- aði fyrir Englandi 1:3, Belgíu 1:3, Skotum 0:3, Slóvakíu 1:3 og ísra- el 0:3. Þá var leikið um sæti og fyrst gegn írum og vannst leikurinn 3:1. Þá lék liðið gegn Skotum um 9. sætið og vannst sá leikur 3:0. í einstaklingskeppninni var keppt í riðlum. Bæði Ingólfur og Guð- mundur unnu þijá leiki í en töpuðu tveimur og komust ekki í 16- manna úrslit. Morgunblaðið/Frosti Valur - íslands- og bikarmeistari í 3. flokki kvenna í handknattleik. Aftasta röð frá vinstri: Sigrún Hauksdóttir, Lilja Valdimarsdóttir, Eivor Pála Jóhannes- dóttir, Margrét Jóhannesdóttir og Hrund Einarsdóttir. Miðröð frá vinstri: Mika- el Abkashen þjálfari, Ástrós Guðlaugsdóttir, Inga Rún Káradóttir fyrirliði, Gerður Jóhannesdóttir og Sonja Jónsdóttir. Fremsta röð frá vinstri: Dagný Pétursdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Kristjana Jónsdóttir. Morgunblaðið/Frosti KA - íslandsmeistari í 4. flokki karla í handknattleik. Aftari röð frá vinstri: Vilhelm A. Jónsson, Kári Jónsson, Anton Þórarinsson, Guðmundur Brynjarsson, Axel Árnason, Arnar Árnason, Arnar Vilhjálnisson, Guðmundur Pálsson og Gunn- ar Níelsson liðsstjóri. Fremri röð frá vinstri: Jóhannes Bjarnason þjálfari, Heimir Árnason, Hlynur Erlingsson, Hafþór Einarsson, Halldór Sigfússon, Hörður Flóki Ólafsson, Þórir Sigmundsson, Hákon Atlason og Smári Stefánsson. LIÐ Tindastóls í fimmta flokki í knattspyrnu sigraði á ísiands- bankamóti sem haldið var í nýja íþróttahúsinu á Blönduósi fyrir skömmu. Fjögur knatt- spyrnufélög sendu lið til keppni og voru allt að þrjú lið frá sama félaginu. Liðin voru frá Tindastóli á Sauð- árkróki, Þrótti í Reykjavík, Fram frá Skagaströnd og Hvöt frá Blönduósi. Eins og fyrr greinir sigraði lið Tindastóls lið Þróttar í úrslitaleik og var baráttan mikil. í þriðja sæti varð einnig lið frá Þrótti. íslandsbankaútibúið á Blönduósi var styrktaraðili þessa móts. Jón Sigurðsson skrifar Shellmót Týs í tíunda sinn íslenski hópurinn sem keppti á mótinu í Noregi. Fimmtán krakkar á norrænu móti fatlaðra FIMMTÁN börn og unglingar tóku þátt í norrænu barna- og unglingamóti fatlaðra sem f ram fór í Noregi fyrr í þessum mánuði. Samtök íþróttasambanda fatl- aðra á Norðurlöndum, Nord Hif, standa að þessu sameiginlega verkefni annað hvert ár og fer mótið fram til skiptis á hvetju Norð- urlandanna. Árið 1995 verður slíkt mót haldið á íslandi og er þá fyrir- hugað að það standi í allt að viku og verði í formi æfinga-/sumar- búða. Þátttakendur á mótinu eru jafn- an byijendur í íþróttum fatlaðra á aldrinum 12-16 ára sem valdir eru af öllu landinu og úr öllum fötlunar- flokkum. Mótið var nú í fyrsta sinn haldið í apríl en að öllu jöfnu fer það fram um mitt sumar. Dagskrá var fjöl- þætt; auk keppni í sundi og borð- tennis fór fram kynning á vetrar- íþróttum, boðið var upp á göngu- skíði og sérstakar snjóþotur og kunnu íslensku keppendurnir vel að meta þetta tilboð en flestir þeirra voru að stíga á skíði í fyrsta skipti. Þátttakendur fengu að prófa hesta- sleðaakstur á ís, farið var í skoðun- arferð til Lillehammer þar sem vetrarólympíuleikamir fara fram árið 1994. Þá var haldið „norskt páskakvöld“ og ýmislegt fleira var til gamans gert en mikil áhersla var lögð á að skemmta keppendum. Þátttakendur sem valdir voru til fararinnar nú voru eftirtaldir: Páll Þórisson, Þorbjörg Guðmundsdótt- ir, Jón Tryggvason, Ása B. Gísla- dóttir og Érla Grétarsdóttir sem öll eru frá íþróttafélaginu Ösg í Reykjavik, María Jónsdóttir og Árni Rafn Gunnarsson frá íþróttafélagi BORÐTENNIS fatlaðra í Reykjavík, Sigurður H. Vilhjálmsson úr íþróttafélaginu Björk, Óskar Adolfsson frá Firði, Anna Rún Kristjánsdóttir úr Hvöt á Blönduósi, Elfa Rún Árnadóttir úr HSK, Hulda Pétursdóttir og Sig- urrós Önundardóttir frá Nesi, Harpa Sif Þráinsdóttir Þjóti frá Akrapesi og Sigríður E. Eyjólfs- dóttir úr Grósku á Sauðárkróki. Aðildarfélög ÍF tilnefndu börn og unglinga úr sínum röðum en ávallt er reynt að finna nýja þátt- takendur utan aðildarfélaganna og svo var einnig nú. Margt af okkar sterkasta íþróttafólki steig fyrstu skrefin í keppni í íþróttum fatlaðra á slíku móti, m.a. Haukur Gunnars- son, Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Ólafur Eiríksson. TÍUNDA Pollamót Týs í knatt- spyrnu, Shellmótið, fyrir sjötta flokk verður haldið dagana 23. - 28. júní. Á síðustu árum hefur þátt- tökufjöldi verið um eitt þúsund með fararstjórum og aðstandendum og búast mótshaldarar við svipuðum fjölda í sumar. Uppselt er á mótið en þátttakend- ur eru frá 24 félögum og senda þau flest a-, b- og c-lið. Þátttökugjald er það sama og í fyrra eða kr. 10.500 á mann og er þá innifalið í verði ferðir með Heijólfi, skoðunar- ferðir, minjagripir, grillveisla og dansleikur auk þess sem forráð- - menn Týs sjá mönnum fyrir mat og gistingu. Leiðrétting Vegna mistaka við vinnslu Morgunblaðs- ins sl. fimmtudag féll út hluti af texta und- ir mynd af þriðja flokki KA. Á myndinni eru talið frá vinstri í aftari röð: Halldór Sigfússon, Óli Bjöm Ólafsson, Sverrir Björnsson, 'Matthías Stefánsson, Tómas Jóhannesson, Heimir Haraldsson og Ámi Stefánsson þjálfari. f fremri röð frá vinstri: Óskar Bragason, ísleifur Einarsson, Birkir Magnússon, Atli Þór Samúelsson, Flóki Ólafsson, Bjarni Bjamason og Arnar Árna- son. ísland í níunda sæti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.