Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 47 Minning Sigurður Björnsson húsasmíðameistari Fæddur 7. september 1929 ur í því að ég gekk til liðs við KR, Dáinn 6. apríl 1993 Minning Helga Gísladóttir frá Skógargerði Fædd 19. ágúst 1909 Dáin 6. apríl 1993 Ætíð hress, síungur, fremstur í flokki okkar fijálsíþróttamanna í i KR. Alltaf boðinn og búinn til að starfa, sama á hvetju gekk eða hvað stóð til. Fórnfús og hvetjandi fyrirmynd okkar. Þessir og ótal- margir aðrir kostir prýddu Sigurð Björnsson vin okkar og félaga sem við kveðjum nú fyrir aldur fram. Kynni okkar Sigurðar hófust fyr- ir réttum þremur áratugum þegar undirritaður fluttist til höfuðborg- arinnar norðan úr landi og gekk í KR fyrir tilviljun. Sigurður var þá einn af helstu frjálsíþróttaköppum landsins, íslandsmethafi í 400 m grindahlaupi (54,6 í Gautaborg 1960), en hafði orðið fyrir slysi og var að mestu hættur keppni. Þá l hafði hann þegar skipað sér í raðir helstu forystumanna Fijálsíþrótta- deildar KR. Sigurður æfði samt I reglulega með okkur yngri strákun- um. Mér er minnisstæður hans hlut- Fædd 16. nóvember 1959 Dáin 31. mars 1993 Mynd mín af Svövu er af litlum fugli í búri. Fugli sem syngur söngva sína og spyr ótal spurninga. Þessa mynd mun ég geyma í hjarta mínu. Kynni mín af Svövu hófust síðari hluta árs 1990 þegar Bobba, móðir hennar, kynnti okkur. Þó við værum þama ókunnug hvort öðru þá var samt eins og við væmm aldagamlir . vinir. Barátta hennar fyrir lífinu hófst árinu áður og eins og allir sem greinast með krabbamein sýndi hún einkenni angistar og kvíða. Svava bjó í Svíþjóð og á ferðum mínum þangað var ég svo lánsamur að geta eytt dýrmætum tíma með | henni og fjölskyldu hennar. Við eydd- um ómældum tíma í rökræður um tilgang lífsins, en Svava þráði að vita hver hennar tilgangur væri. Hún átti kærleiksríka fjölskyldu, sem studdi hana. En Svava hafði ekki fundið sjálfa sig. Sjúkdómur hennar jók á þörfina fyrir sjálfsleit. í tvö ár hlógum við og þráttuðum um hver væri tilgangur andlegrar leitar án þess að komast að ákveðinni niður- stöðu. Hvað sem öðm Ieið styrktist vin- átta okkar. Eitt er ég viss um, Svava bjó yfir logandi baráttuanda, þó stundum að logarnir hafí fölnað örlít- ið. En aldrei dóu þeir alveg, jafnvel þótt á móti blési. Svava fann alltaf leið til að skara í glæðurnar. Á stund- um gat hún ruglað aðstandendur með því sem sumir kalla þráa, þann- ig að þeir vissu ekki hvað gera skyldi fyrir hana og urðu hjálparvana. En fyrir Svövu var einveran nauðsynleg ( aðferð til að kynnast sjálfri sér og færast með því skrefí nær þeim sann- leika sem hún leitaði að. Þegar leið að ferðalokum öðlaðist Svava kjark til að horfast í augu við það sem henni fannst þá vera stærsti óvinur sinn, dauðann sjálfan. Ég heimsótti hana á sjúkrahúsið í Upp- sölum og þá spurði hún mig hvort hún væri að deyja. Helst af öllu hefði ég viljað svara neitandi, en hvernig gat ég neitað bón sem kom frá hjart- anu um heiðarlegt svar. Tilfinningar mínar svöruðu fyrir mig — játandi. Þegar Svava gerði sér grein fyrir hvað í vændum var, þá allt i einu var sem grá ský efa og ótta hyrfu á braut. Yfir hana færðist friður. I Hún hafði leitað kærleika og friðar þeirrar tegundar sem aðeins kemur innanfrá. Svo þegar lífsgöngu hennar var nærri lokið hafði leitin að lokum borið árangur. Þeirri auðlegð deildi hún með fjölskyldu sinni og vinum | þá fáu daga sem hún átti eftir ólif- aða. Hún undirbjó þau fyrir brottför sína, þakkaði þeim samfylgdina og huggaði. Svava hafði öðlast djúpan skilning en Sigurði fórst það aðdáanlega úr hendi, sýndi sína bestu kosti, rósemi og yfirvegun, en hæfilega kímni- gáfu. Síðar, þegar ég var líka hættur alvörukeppni, héldu þeir hópinn margir gömlu kapparnir frá því um 1960. Hittust félagarnir reglulega ásamt sínum góðu konum. Þá buðu þeir okkur hjórium að slást í hópinn þótt við værum 10-20 árum yngri en hinir. Þar varð aldrei neitt kyn- slóðabil, þessir krakkar eru svo hressir. Oftar en ekki voru Siggi og Helga meðal helstu forsprakka hópsins, buðu heim til glaðskapar eða gengust fyrir öðrum skemmt- unum. Þessar samkomur hafa orðið dýrmætari og vaxandi tilhlökkunar- efni með ári hveiju. En við hjónin urðum svo lánsöm að kynnast Sigurði og Helgu á öðr- um vettvangi. Þegar við ákváðum að byggja yfir okkur treystum við engum beetur en Sigurði vini okkar til að annast það verk. Fórst honum sem nemandi í skóla lífsins; á loka- stundu lífsgöngunnar öðlast þá vissu að kærleikurinn sigrar allt og umvef- ur. Jafnframt því að vera vinur minn var Svava líka kennari minn. Núna skil ég betur hvað andlegur hermað- ur er. Svava mín, þakka þér vináttuna, þakka þér stundirnar sem við áttum saman og allt sem þú kenndir mér. Og nú litli fugl, þegar þú ert orð- inn laus úr búrinu þínu, megi sál þín njóta flugs síns til frelsis, syngjandi sönginn þinn sæta og ljúfa. Þinn vinur, Terry Evans. það vel og örugglega úr hendi, eins og hans var von og vísa. Helga fylgdist vel með framkvæmd verks- ins og Borgþór bróðir Sigurðar lagði einnig gjörva hönd þar á. Það var einstaklega ánægjulegt að kynnast þessari samhentu fjölskyldu einnig á daglegum starfsvettvangi. Ekki er langt síðan Sigurður kom svo til að endurbæta og prýða húsið fyrir okkur, svo að segja má, að hann hafi vakað yfir því svo lengi sem stætt var. Fyrir um fimm árum var illa komið fyrir, fijálsíþróttadeild KR, starfsemin var að lognast út af, engin stjórn var starfandi í deild- inni og aðalstjórn KR sá vart annan kost vænstan en að leggja deildina formlega niður. Við komum þá sam- an nokkrir gamlir KR-ingar og vel- unnarar deildarinriar, héldum aðal- fund með hjálp Sveins formanns og endurreistum deildina. Þetta gekk betur en á horfðist í fyrstu, við sigruðum í 2. deild tveimur árum síðar og náðum þriðja sæti í fyrstu deild þar næsta ár. Og enn erum við í fyrstu deild. Ég fullyrði, að þetta ævintýri hefði vart getað gerst ef Sigurðar hefði ekki notið við þessi ár. Nú er aftur krafist átaks til að knýja starfsemi deildar- innar áfram og verður stórt skarð fýrir skildi þegar okkar helsti mátt- arstólpi er fallinn frá. Ótalið er hið mikla starf sem Sigurður innti af hendi fyrir og á vegum fijálsíþróttadeildar KR í stjórnum Frjálsíþróttasambands ís- lands og Fijálsíþróttaráðs Reykja- víkur en þar starfaði hann í áratugi. Mér verður ætíð kært og minnis- stætt síðsta skiptið sem við hitt- umst og horfðum saman á íþróttir í sjónvarpinu hjá Sigurði og Helgu fyrir fáeinum vikum. Fjörblikið var enn í augunum og minningarnar yljuðu okkur þrátt fyrir skuggann sem á hvildi. Síðasta faðmlagið var þétt, það var hvatning til mín og allra KR-inga, hvatning til dáða sem ætíð áður. Helgu okkar, börnum og barna- börnum, sendum við hlýjustu sam- úðarkveðjur. Guð styrki ykkur og vemdi. Fyrir hönd okkar Láru Margrétar og stjómar Fijálsíþróttadeildar KR. Ólafur Grétar Guðmundsson. Ég vil hér með minnast vinkonu minnar og samstarfskonu til fjölda ára, Margrétar Gísladóttur frá Skógargerði, sem lést þann 6. apríl sl. Foreldrar hennar voru Gísli Helgason og Dagný Pálsdóttir. Margrét var elst þrettán systkina, systurnar voru níu og bræðurnir fjórir, allt stórglæsilegt fólk. Margrét dvaldi á heimili foreldra sinna fram undir fermingaraldur, en þá þegar fór hún að leita sér að atvinnu út í frá. Hún kom á heimili okkar Sveins Jónssonar á Egilsstöðum tuttugu og fjögurra ára gömul og dvaldist þar um ára- bil. Á meðal heimilisfólks var ungur maður, Sigurður, sonur Einars Jónssonar bónda á Víðivöllum ytri í Fljótsdal og frænku minnar Þór- unnar Einarsdóttur konu hans. Margrét og Sigurður felldu hugi saman og eitt sinn tóku þau sér stutt frí og fóru í ferðalag. í ferð- inni komu þau við á Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði og létu prófastinn þar gefa sig saman. Á Egilsstöðum fæddust þeim hjónum tveir synir, Gísli og Svavar, og nokkm síðar dóttirin Dagný én þá var fjölskyldan flutt á Reyðar- fjörð og Sigurður hafði hafið störf hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Er ég þeim hjónum ævinlega þakklát fýr- ir margskonar störf og ágæta sam- búð þann tíma sem þau dvöldu hjá okkur á Egilsstöðum. Að nokkrum árum liðnum fluttu þau aftur upp í Egilsstaði og höfðu þá byggt sér hús í félagi við bróður Sigurðar, Jónas, þar sem þau bjuggu æ síðan. Sigurður starfaði áfram hjá Kaupfélagi Héraðsbúa en Margrét hugsaði um sitt heimili og fór nú að hafa meiri tíma fyrir ýmis félagsmál og störf á því sviði. Hún gekk fljótlega í kvenfélagið Bláklukku á Egilsstöðum og gegndi þar margs konar störfum um langa hríð. Síðustu árin hefur Margrét verið heiðursfélagi í kvenfélaginu. Margrét var flinkur organisti og fyrr á tíð var hún um tíma organ- isti í öllum kirkjum á Upphéraði og þegar Egilsstaðaþorp var gert að sérstakri kirkjusókn var Margrét kosin í sóknamefnd og sat hún þar allt til síðasta dags. Bæði í kvenfé- laginu og sóknarnefndinni áttum við Margrét mikið og gott samstarf. Ennfremur var Margrét kosin safnaðarfulltrúi Suður-Múlapróf- astsdæmis og sat hún mörg kirkju- þing og mun hún hafa verið einn af fyrstu kvenfulltrúum þar. Þijár utanlandsferðir fór Margrét og allar til Jerúsalem og í síðustu ferðinni var hún sæmd heiðurs- skjali sem pílagrímur vegna áhuga síns um kristna trú. Auk þriggja barna Margrétar og Sigurðar áttu þau einn fósturson, Helga Ómar Bragason, nú starfandi skólameistara Menntaskólans á Egilsstöðum. Hann er systursonur Margrétar, en móðir hans dó- frá honum ungum. Margrét og Sigurð- ur ólu hann upp sem sitt eigið barn. Mann sinn missti Margrét árið 1981 en hún hélt áfram heimili sitt allt fram undir það síðasta. Ég vil leyfa mér að kveðja Margréti vin- konu mína með orðum Jónasar Hallgrímssonar: Flýt þér, vin[a], í fegra heim. Kijúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa pðs um geim. Innilegustu samúðarkveðjur til barna, fóstursonar og annarra ætt- ingja. Sigríður Fanney Jónsdóttir, Egilsstöðum. t Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, SIGURPÁLL SIGURÐSSON, Mólandi, Hauganesi, Árskógsströnd, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 22. apríl. Börn og tengdabörn. t Við þökkum öllum, sem heiðruðu minningu SVEINBJÖRNS FINNSSONAR og sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát hans og útför. Thyra Finnsson, Gunnar Finnsson, Kristín Albertsdóttir, Arndís Finnsson, Hrafn Jóhannsson, Hilmar Finnsson, Jósefína Ólafsdóttir, Olafur W. Finnsson, Bryndfs M. Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður og fósturmóður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR GÍSLADÓTTUR, Hamrahlíð 2, Egilsstöðum. Sérstakar þakkir til sóknarnefndar Egilsstaðakirkju. Gísli Sigurðsson, Svavar Þór Sigurðsson, Dagný Sigurðardóttir, Helgi Ómar Bragason, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls ÞORVALDAR VALDIMARSSONAR frá Súgandafirði. Sigri'ður Þorvaldsdóttir, Leó Jensen, Birgir Þorvaldsson, Sigurður Már Helgason, Erla Flosadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar ög tengdaföður, HELGA SVANBERGS JÓNSSONAR bónda, Lambhaga, Rangárvöllum. Sjöfn Guðmundsdóttir, Helga Dagrún Helgadóttir, Jón Þór Helgason, Ásdís Steinunn Tómasdóttir, Guðmundur Ómar Helgason, GunnarÁsberg Helgason, Hafdís Þórunn Helgadóttir, Björgvin Reynir Helgason. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs- ins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og rneð góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi. 1 Minning Svava Ingvarsclóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.