Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 48
HARGREIÐSLA Með augun í hnakkanum Aíslandi hefur hver maðurinn á fætur öðrum krúnurakað sig að undanförnu og þykir það v ekki lengur tiltökumál. En hvernig þætti ykkur um að ganga á eftir manni með mynd af Michael Jack- son, Þorbergi Aðalsteinssyni eða öðru átrúnaðargoði í hnakkanum? Breskur hárgreiðslumeistari, Watkins, hefur tekið að sér að raka og lita hnakka fólks þannig að við bætist annað andlit. Watkins þessi segir að hér sé um listgrein að ræða og þar af leiðandi býr hann aðeins til tvö listaverk á viku. Auk þess segist hann ekki vilja hræða fasta viðskiptavini frá, því auðvitað stundi hann líka hefðbundnar klipp- ingar. Þrátt fyrir að kostnaðurinn við listaverkið sé í kringum 14 þúsund krónur hefur Watkins ekki undan og kona nokkur að nafni Greenwood, sem hefur lát- ið útbúa andlit mismun- andi átrúnaðargoða sinna nokkrum sinnum segir að fólki trúi fýrst ekki sínum eigin augum. Eitt sinn þegar andlit Díönu prins- essu var rakað aftan á hnakka hennar hitti hún bandarískan ferðamann sem varð heillaður og sagði að þetta væri það næsta sem hann hefði komist kóngafólkinu. Þá áttu sumir það til að bjóða upp á drykk hreinlega af ánægju yfir hugmyndinni. Greenwood var ánægð með þetta og fannst hún vera komin í röð fræga fólksins. Watkins að störfum. Hér býr hann til andlit Elvis Presleys. Til að líkjast Michael Jackson þarf við- komandi að hafa svart krullað hár. „Ef þú getur ekki gert upp á milli Díönu og Karls getur þú látið raka þig eins og hún í ann- að skiptið og hann í seinna skipt- ið,“ segir Watkins. Lannski hafa flokksbræður ohns Majors látið raka andlit ans á hnakka sinn? Þeir sem vilja hræða óæskilega biðla í burtu geta fengið sér svona hnakka. Melsijtuhlcu) á hwrjum degi! Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Hjónin Svala Johnsen og Ólafur Þórðarson í eldhúsinu í Suður- garði. Fýlaveisla íSuðurgarði V estman naeyj u m. Fýlaveislumar hjá Svölu og Óla í Suðurgarði eru stórveislur ársins hjá fastagestunum þar. Borinn er fram saltaður og reykt- ur fýll með kartöflum og rófum og á eftir er borin fram dýrindis blábeijasúpa með þeyttum ijóma að hætti Svölu. Það dunaði í sólóeldavélinni í eldhúsinu í Suðurgarði, á hellun- um voru pottar fullir af fýl og meðlæti og sterkan angan fýlsins lagði um húsið þegar fréttaritari Morgunblaðisins leit við í einni fýlveislunni þar fyrir skömmu. í stofunni var fullt af gestum en Svala hafði skellt upp fýlaveislu fyrir Áma Johnsen, frænda sinn, sem var á ferð í Eyjum með Hall- dóri Blöndal, samgönguráðherra og Jóni Birgi Jónssyni, aðstoðar- vegamálastjóra. Auk þeirra voru í veislunni m.a. Guðjón Hjörleifs- son, bæjarstjóri, Þórar- inn í Geisla, Súlli á Saltabergi og fleiri Eyjamenn. Ingibjörg Johnsen þjónaði til borðs og hafði í nógu að snúast við að bera á borðið því menn tóku hraustlega til matar síns. Herramannsmatur Hvorki Jón Birgir né Halldór Blöndal höfðu áður bragðað fýl en létu vel af og sögðu hann vera herramannsmat og ekki þurfti að spyija Eyjamennina hvernig þeim líkaði maturinn, slíkur var ánægjusvipurinn á þeim. Eftir að fýllinn hafði mnnið ljúflega niður var borin fram hna- usþykk blábeijasúpa með þeyttum ijóma en hún er alltaf borin fram á eftir fýlnum í Suðurgarði og er það gert til að dempa fýlsbragðið í munni. Það var vel mettur og ánægður hópur sem þakkaði Svölu og Óla fyrir máltíðina. „Þetta var dásám- leg máltíð Svala mín“, sagði Þór- arinn í Geisla og strauk kviðinn og Guðjón bæjarstjóri sagði glað- beittur á svip: „Hann klikkar aldr- ei, fýllinn hjá henni Svölu í Suður- garði“. - Grímur. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, fær sér vænan bita. Árni Óli ber sig fagmannlega við að gæða sér á fýlnum. í lokin er lýsið sogið af fingr- inum. Árni Johnsen „rífur í sig fýl- inn“. Við veisluborðið í Suðurgarði. Frá vinstri: Jón Birgir Jónsson, Halldór Blöndal og Árni Óli Ólafsson. COSPER fC' PIB \1V>S C05PER Hún er besti hraðritari sem ég hef nokkurn tíma haft. Hún kann bara ekki hraðritun. Sérðo ekki sélina fyrir henni? 29. apríl er reyklaus dagur. Þá geturðu byrjað nýtt líf. TÓBAKSVARNANEFND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.