Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 Aðalbjörg Benedikts- dóttir — Minning Fædd 1. mars 1904 Dáin 15. apríl 1993 Aðalbjörg Sigurlaug, eins og hún hét fullu nafni, fæddist 1. mars 1904 á Þorvaldsstöðum í Selárdal í Vopnafjarðarhreppi. Foreldrar hennar voru Sólveig Stefánsdóttir og Benedikt Stefánsson, hjón á Þorvaldsstöðum. Sólveig og Bene- dikt eignuðust fjórtán börn, þar af komust ellefu upp, og var Aðalbjörg níunda í röðinni af þeim sem upp komust. Abba, eins og hún var jafnan kölluð, ólst upp á Þorvaldsstöðum til 21 árs aldurs, en þá- réðst hún sem vinnukona til foreldra minna, hjónanna Önnu Magnúsdóttur og Björns Jóhannssonar kennara. Björn og Anna höfðu þá fyrir nokkr- um árum flust úr Jökuldalsheiðinni til Vopnafjarðar. Þau hjónin sáu um rekstur sjúkraskýlis á Garði, auk þess sem Björn var kennari, fyrst farkennari í sveitinni, en skólastjóri á Vopnafirði frá 1924. Um það leyti sem Abba kom á heim- ili foreldra minna höfðu þau eign- ast sex syni. Þá voru einnig á heim- ilinu föðurforeldrar mínir, þá orðnir aldraðir, ennfremur blindur maður, Einar Th. Bjarnason. Heimilið var ' því mannmargt og í ýmsu að snú- ast, því auk heimilisstarfa voru oft sjúklingar á sjúkraskýlinu, m.a. færeyskir sjómenn. Auk þess höfðu foreldrar mínir smá búskap. Við bræður munum ekki eftir því hvenær Abba kom til okkar, en það mun hafa verið árið 1925. Hún var bara þama og hafði alltaf verið, svo lengi sem við mundum. Það má nærri geta að ekki var alltaf rólegt í kringum Öbbu. Stákarnir urðu brátt átta, og eitthvað slæddist með . *af leikfélögum. Ekki er öruggt, að við höfum alltaf viðurkennt um- gengnisreglur varðandi nýskúrað gólf og þess háttar. Hún mun hafa Fæddur 24. apríl 1989 Dáinn 27. mars 1993 Enginn þarf að óttast síður en Guðs bama skarinn fríður, fugl í laufi innsta eigi. - - ekki stjam’ á himinvegi. Sjálfur Guð á Síons-pllum sól og skjöldur reynist öllum, bamaskara í böli og hörmum ber hann þau á fóðurörmum. Engin neyð og engin gifta úr hans faðmi má oss svipta, vinur er hann vina beztur, veit um allt, er hjartað brestur. Hann vor telur höfuðhárin, heitu þerrar sorgartárin, hann oss vemar, fatar, fæðir, frið og líf í sálum glæðir. Syng því dátt með sigurhljómi Síons hjörð og einum rómi, hræðast þarftu ei, fjendur falla fyrir Drottins orði snjalla. Svo er endar óp og stríðin, upp mun renna sigurtíðin, oss þá kallar heim til hallar himna Guð, er lúður gjallar. (Þýð.Fr.Fr.) Með þessum sálmaversum langar mig að kveðja sonarson minn, Egil Kristin, sem lést af slysförum 27. mars sl. Megi elsku litli drengurinn hvíla í friði. Slgríður Jóhannsdóttir. Elskulegt lítið barn kveður Iífið með sviplegum hætti og eftir stönd- um við hljóð og orðvana. Egill litli hefði orðið fjögurra ára í dag, 24. þessa mánaðar; svo örstutt dvöl hjá ástvinum sínum, en þó svo stórt - skarð sem hann skilur eftir sig. lesið eitthvað yfir okkur, á sinn hátt, en aldrei man ég eftir því að hún hafi verið vond við okkur. Fjaran var leikvöllur okkar. Við komum því oft blautir heim. Einu sinni átti að bæta úr þessu, og voru þá keypt gúmmístígvél á allt liðið. Við fórum að sjálfsögðu strax niður í fjöru til að prófa nýju stígvélin, og ekki er að orðlengja það, að við komum allir sjóblautir og stígvéla- blautir heim. Já, svona var lífið. Vorið 1928 fluttist fjölskyldan í barnaskólahúsið. Þar var rýmra húsnæði. Þó að fpreldrar mínir hættu rekstri sjúkraskýlisins, þá var mikið að gera. Gestagangur var mikill, og seinni árin önnuðust for- eldrar mínir móttöku gesta. Eins og áður er getið fluttumst við í skólann 1928. Þar var Abba næstu 26 árin. Hún var því jafnan kennd við skólann, og kölluð Abba í skól- anum, og við vorum kallaðir skóla- strákarnir. Þó húsnæðið væri rúm- gott, var þetta erfitt húsnæði, þrjár hæðir, þvottahús og geymsla í kjall- aranum, skólinn á miðhæðinni, og íbúðin á efstu hæðinni. Abba hafði gott herbergi fyrir sig. Það var hennar helgidómur. Við strákarnir fengum ekki að koma þangað. Reyndar var okkur ekki bannað að koma þangað inn, en þetta voru bara óskráð lög. Abba átti ekki margar tómstund- ir. Hún greip stundum í orgelið. Hún hafði ekki lært að spila en spilaði danslög „eftir eyranu“, eins og það var kallað. Hún hafði næmt eyra fyrir tónlist og hafði gaman af að dansa einnig hafði hún gaman af því að grípa í spil. Fullorðna fólkið spilaði töluvert. Pabba fannst gott að grípa í spil, þegar hann hafði lokið við að leiðrétta stíla. Þó Abba hefði ekki notið langrar skóla- göngu, þá talaði hún gott mál. Hún var oft orðheppin, og lengi mundum við ýmis orðatiltæki hennar og tils- Mér er þessi litli frændi minn svo eftirminnilegur fyrir sitt geislandi bros og ljúfu lund. Mjúkir handlegg- ir vöfðust um hálsinn ef maður tók hann í fangið, hann var svo ljúfur við alla. Mér er nær að halda að þessi Iitli drengur hafi aldrei sýnt neinum annað en trúnaðartraust og blíðu. Það er jafnan erfið aðstaða ein- stæðrar móður og mest gjalda börn- in þess oft, því miður, en systurdótt- ir mín, móðir Egils litla, var svo lánsöm að eiga athvarf hjá móður sinni og stjúpföður og þar naut drengurinn hennar ástar og kær- leika. Hjá ömmu og afa vildi hann helst vera, í sveitinni sinni þar sem hann steig sín fyrstu skref. Og þar var líka besti vinurinn, Hjalti Snær, í sama húsinu. Fyrir innri sjónir ber mynd; ég er stödcl um dagstund að Osa- bakka. Ég lít út um eldhúsgluggann og við blasir þetta skemmtilega, hringmyndaða bæjarhlað. Það er glaðasólskin milli skúra, gróandi vor og ómur í lofti. Tveir litlir dreng- ir í pollabuxum með húfur og stóra trefla um hálsinn, plastfötur og skóflur eru óspart notaðar í þessa glitrandi polla sem safnast hafa í hjólför og jafnvel hófför og svo þessi stóri sandkassi, fullur af bílum og öðru dóti. Yndi bernskustund- anna, en umfram allt vinur til að leika sér við. Hvern gat órað fyrir svo skammvinnri ævi? Sem betur fer getum við fæst skyggnst inn í framtíðina. Við því er okkur hlíft, við erum ekki þess umkomin að breyta neinu í ráðstöf- unum alföður. En því megum við treysta að- sá sem ekki lætur einn spörfugl hníga til jarðar án eigin vilja hefur sinn tilgang með þessu slysi — og eitt er víst, heimurinn vör, og ekki eingöngu tilsvörin held- ur líka svipinn sem þeim fylgdi. Abba var alla tíð heilsuhraust, og segja má að hennar hafi ekki orðið misdægurt. Foreldrar mínir áttu heima í skól- anum til ársins 1954, en þá fluttust Fædd 18. mars 1932 Dáin 16. apríl 1993 Hún Magga móðursystir mín er dáin. Stundaglasið er nú runnið út í þessari jarðvist og hennar ferð hafin til allra þeirra sem á undan eru gengnir. Magndís Guðrún Gísla- dóttir fæddist á Arnarstapa í Tálknafirði en fluttist síðan að næsta bæ, Bakka, þriggja ára göm- ul. Fjórtán ára að aldri fluttist hún svo með foreldrum sínum og fjórum systkinum til Patreksfjarðar þar sem hún bjó ætíð síðan. Foreldrar Möggu voru þau Gísli Kristján Jóns- son, sem er látinn, og Lovísa Magn- úsdóttir, sem lifir dóttur sína. Á fær ekki tækifæri til að afvegaleiða eða eyðileggja þessa sakleysingja. Gamalt máltæki segir: „Þeir sem Guð elskar deyja ungir.“ Á örlaga- stund hverfa þessir yndislegu litlu vinir, þessi fallegu sólskinsbörn, og eftir stöndum við harmi flegin. Elsku Agla mín. Litli drengurinn þinn er farinn til æðri lífheima, þar sem kærleikur og ást ríkir og þang- að förum við öll í fyllingu tímans. Ég veit að harmur þinn er sár, en þú getur treyst því að hann sem sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín . .. slíkra er Guðsríkið," hefur búið honum stað, já, báðum elsku litlu vinunum og um þá væs- ir ekki. Við ykkur, elsku systir og mág- ur, vil ég segja þetta: Ást ykkar og kærleikur til Egils litla var mik- ill og óeigingjarn. Það er huggun í hairoi. Ég bið ykkur öllum blessunar Guðs og megi hann milda harm ykkar allra á Ósabakka og annarra aðstandenda „Bestu vinanna“ Egils og Hjalta. Þuríður Egilsdóttir. þau í Holt, nýbyggt hús, sem byggt var í skólatúninu. Móðir okkar andaðist 1967 og faðir okkar 1968. Nokkru eftir að foreldrar mínir féllu frá fór Abba að vinna í frystihúsinu, og vann hún við að hakka fiskúrgang í refafóð- ur. Hún var þá komin af léttasta skeiði, orðin 65 ára. Þarna vann hún í 14 ár, eða þangað til hún var 79 ára. Það var til þess tekið af húsbændum hennar í frystihúsinu, að hún var aldrei frá einn einasta dag öll þessi ár. Þjónusta var aðalsmerki Öbbu. Þjónustulundin var henni í blóð borin. Abba fékk viðurkenningu frá Búnaðarfélagi íslands fyrir 25 ára þjónustu hjá sömu fjölskyldu. Þetta var silfurskeið með áletrun. Abba var vel að þessari viðurkenningu komin, en hún flíkaði ekki þessum grip, og aldrei sýndi hún mér þessa skeið. Hins vegar sýndi hún með stolti gestum myndir af „strákunum sínurn", konum þeirra, börnum og barnabörnum. Abba var ein af þeim fyrstu sem fiuttust í leiguíbúðir aldraðra í Sundabúð 1. Hún fékk þarna bjarta og skemmtilega íbúð, og þarna Þórsgötu 4 stofnuðu Magga og Gestur Ingimar Jóhannesson svo heimili, þar sem þau bjuggu ætíð síðan ásamt sjö börnum. Það er margs að minnast nú þegar endanleg kveðjustund er runnin upp. Mínar minningar ná þó ekki lengra aftur en í húsið á Þórsgötunni sem var nánast í næsta húsi við það sem ég ólst upp í sem varð til þess að við systkinin vorum tíðir gestir á heimili Möggu. Háa- loftið var mjög spennandi leiksvæði þar sem ég, systir mín og Amý og Sollý, dætur hennar Möggu, eydd- um löngum stundum í leik með smádúkkur með heilan heim út af fyrir okkur þar sem skókassar breyttust í lúxusbíla, stærri pappa- kassar í dúkkuhús og tómir eld- spýtnastokkar í húsgögn. Þó svo að börnin hafi orðið sjö var allt heimilishald í raun mun meira en sá barnafjöldi gefur til kynna. Það voru sem ósjálfráð við- brögð hjá Möggu þegar einhvern gest bar að garði að opna búrdym- ar og hafa eitthvað til handa við- komandi. Eins var bakarofninn nán- ast stöðugt í notkun. Það var svo í marsbyijun sl. að ég og lítill sonur minn skruppum í ferð vestur á Pat- reksfjörð og enn var setið í eldhús- inu á Þórsgötunni og fólk kom og fór og enn var Magga með allri sinni reisn að hafa til kaffi handa þeim sem ráku inn nefnið, enda þótt engum dyldist að sjúkdómurinn sem að lokum varð henni að aldur- tila hafði sett veriilegt mark á hana og dregið úr fyrri styrk. Það voru mjög margir sem litu inn þar sem Magga hafði um ára- bil starfað sem umboðsmaður ha_pp- drættis Háskóla íslands og SIBS og var það henni alltaf mikið kapps- mál að komast heim sem allra fyrst eftir hveija meðférð til að sinna starfi sínu. Hún Magga var ein af þessum persónum sem aldrei bera tilfinningar sínar á torg þrátt fyrir að hafa fengið sinn skammt af mótlæti í lífinu. Móðurhlutverkið var það sem Möggu var mest virði og náði út yfir allt. Allt fram á síðasta dag var það takmark hennar að hafa yfirsýn yfir barnahópinn sinn og bamabörn sem eru sjö og helst að hafa þau öll undir sínum verndar- væng, spá í hvað þeim væri fyrir bestu hveiju sinni og leggja á ráðin með það. Þó að Magga hafi verið frekar dul manneskja fór ekki fram hjá þeim sem til þekktu að þar fór vilja- sterk og ákveðin manneskja. Það var mikil ákveðni til staðar þegar ég heimsótti hana daginn sem hún lagðist inn á sjúkrahús í síðasta skipti og hún sagði við mig að þetta liti ekki vel út með sig, en samt sem áður væri það ekki endanlega stað- Egill Kristinn Theo- dórsson — Minning Magndís Guðrún Gísla- dóttir—Minning dvaldist hún í tæp 15 ár. Það var gaman að heimsækja hana. Hún hellti á könnuna, og oft átti hún eitthvert góðgæti. Umgengni henn- ar var sérstök. Þetta var hennar helgidómur. Þarna voru ýmsir smá- hlutir, ásamt myndunum, sem áður ér um getið. Sem betur fer sýndum við „strák- arnir hennar“ og íjölskyldur okkar Öbbu ræktarsemi, en á engan er hallað, þó getið sé frábærrar rækt- arsemi Ónnu Birnu Sigurðardóttur, bróðurdóttur minnar. Hún var í miklu uppáhaldi hjá Öbbu, og mátti gamla konan varla af henni sjá. Við bræðurnir og fjölskyldur okkar þökkum Önnu Birnu innilega alla ræktarsemi í garð Öbbu. Svo vel vildi til að Anna var hjá Öbbu á andlátsstundinni. Abba hefði varla getað hugsað sér að hafa það öðru- vísi. Nú er Abba horfin. Hún valdi sér þjónustuhlutverkið, og skilaði því hlutverki með sóma. Fyrir hönd „strákanna hennar“ og fjölskyldna þeirra þakka ég Öbbu að leiðarlok- um. Far þú í friði. Blessuð sé minn- ing þín. Jóhann Björnsson. fest og því engin ástæða til að gef- ast upp. Að lokum vil ég fyrir hönd fjöl- skyldu minnar, foreldra, systkina og fjölskyldna þeirra þakka Möggu samfylgdina. Við biðjum góðan Guð að styrkja Ingimar, ömmu, afkom- endur og tengdabörn svo og aðra ættingja og vini. Hvíli hún í friði. Hanna Ingibjörg Birgisdóttir. Mig langar að minnast elskulegr- ar ömmu minnar með nokkrum orð- um. Amma var alltaf til staðar fyrir mann og ef eitthvað var að vissi ég að ég gæti farið og talað við hana. Ég minnist þess þegar ég var lítil og bjó fyrir vestan, við bjuggum rétt hjá ömmu. Þá borðaði ég fyrst heima hjá mér, en þar sem mér þótti gijónagrautur svo góður þá hljóp ég alltaf yfir til ömmu og sagði henni að það hefði ekkert verið í matinn heima hjá mér því ég ég vissi að þá kæmi hún með gijónagraut handa mér. Amma sem var aðeins 61 árs var rétt að byija að lifa lífinu. Hún hefur alla sína tíð unnið hörðum höndum þar sem hún þurfti að sjá um átta manna fjölskyldu, en und- anfarin 5 ár hefur hún farið með dóttur sinni, mömmu minni, til Glasgow sér til upplyftingar. Þær mæðgurnar ljómuðu alltaf þegar þær komu heim úr þessum ferðum og voru farnar að tala um næstu ferð þegar þær voru rétt komnar úr einni slíkri. Það var þeirra til- hlökkunarefni allt árið að fara til Glasgow og enda þótt þær fari ekki í haust þá er ég viss um að þær fara þangað saman einhvern tím- ann seinna. Mér finnst amma hafa verið tek- in burt alltof snemma, en ég veit að henni líður vel núna. Guð blessi minningu hennar. Þótt ég verði bylgju að bráð bíður mín þar fagurt láð. Fyrir handan græðis gráð gullið land og sólu fáð. (Stefán frá Hvítadal.) Inga Dís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.