Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 Fegnrðardrottning íslands krýnd á f östudag Verðlaun og gjafir hátt á aðra milljón FEGURÐARDROTTNING íslands 1993 verður krýnd á Hótel íslandi föstudaginn 30. apríl. Að sögn Esterar Finnbogadótt- ur framkvæmdastjóra keppninnar verður hún að mestu með hefðbundnu sniði en þó aðeins breytt út af venju og meiri sýning viðhöfð í kringum stúlkurnar. Vegleg verðlaun 'og gjafir eru í boði fyrir stúlkurnar 18 sem taka þátt og nema þau samtals hátt á aðra milljón króna. Þar af fær sigurvegar- inn gjafir að verðmæti um 700.000 krónur í sinn hlut. Dagskráin á föstudagskvöld hefst með því að stúlkurnar koma fram í l'oðfeldum frá Eggert feld- skera. Síðan eru þær kynntar í Beleor sundfatnaði með Majorica perluskartgripi. Einnig munu stúlk- urnar koma fram í samkvæmis- klæðnaði með Monet skartgripi. Meðal skemmtiatriða má nefna dans Daníels og Hrefnu Rósu frá Dansskóla Hermanns Ragnars, Sig- rún Hjálmtýsdóttir syngur nokkur VEÐUR lög og CM verður með tískusýn- ingu. Kynnir verður Sigursteinn Másson. Krýningin fer fram um miðnætt- ið en síðan leikur hljómsveit Geir- mundar Valtýssonar fyrir dansi til klukkan 3.00. Matseðill kvöldsins samanstend- ur af Sjávargulli Poseidons, Ástríðusorbet, lambahryggsvöðva með perulaukssósu og ostatertu Afródítu. María Rún í Mexíkó Að sögn Esterar Finnbogadóttur mun María Rún Hafliðadóttir feg- urðardrottning fyrra árs ekki verða á landinu hátíðarkvöldið þar sem hún er að keppa í Ungfrú Álheimur í Mexíkóborg á þeim tíma. Því mun stúlkan sem varð í öðru sæti, Heið- rún Anna Björnsdóttir, krýna hina nýju fegurðardrottningu. Anna Heiðrún vann sem kunnugt er keppnina Miss University sem hald- in var í Suður-Kóreu í vetur. Meðal þeirra gjafa sem falla í skaut Fegurðardrottningar íslands í ár má nefna loðfeld, perluskart- gripasett, samkvæmiskjól og snyrti- vörur. Sjá kynningu á keppendum á bls. 20-21. I DAG kl. 12.00 HeimiW: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 24. APRíl YFIRLIT: Skammt suðvestur af Vestmannaeyjum er 1.000 mb smálægð sem þokast austur og eyðist. Norðvestur af (rlandi er nærri kyrrstæð 990 mb lægð sem grynnist, en suðvestur i höfum er vaxandi hæðar- hryggur. SPA: Breytileg eða norðlæg átt, víðast gola eða kaldi. Dálítil slydduél sumstaðar um landið vestanvert, en úrkomulaust að öllum líkindum austan- og norðaustanlands. Hiti verður með áþekkum hætti og verið hefur. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Suðvestan- og sunnan-stinningskaldi og slydda eða rigning um vestanvert landið, en hægari vestan- og suðvestanátt og úrkomulaust annars staðar. Hiti 3 til 5 stig. HORFUR A MÁNUDAG OG ÞRIÐJUDAG: Allhvöss eða hvöss sunnan- og suðvestanátt með rigningu sunnan og vestanlands en hægari suð- vestan og að mestu þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 5 til 10 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt / / / f f f f f Rigning Léttskýjað Hálfskýjað * / * * / / * / Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað * V Skúrir Slydduél Él Skýjað v ý Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrir, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka itig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Víðast er greiðfært um vegi á Suöur- og Vesturlandi. En hætt er við hálku á Hellisheiði í kvöld. Fært er vestur í Reykhólasveit í Austur-Barða- strandarsýslu. Þá er fært á miili Brjánslækjar og Bíldudals og einnig á milli Þingeyrar og (safjarðar og þaðan inn f ísafjarðardiúp og Steingríms- fjarðarheiði er fær. Vegir á Norður- og Norðausturlandi eru færir og einnig um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Ófært er um Vopnafjarðarheiði og Hellisheiði eystri. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirfiti í síma 91-631500 og í grænr.i línu 99-6315. Vegagerðin. m > 1 / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 1 iéttskýjað Reykjsvlk 1 slydda Björgvin 11 alskýjað Helsinkl 14 léttskýjað Kaupmannahöfn vantar Narssarssuaq 4-6 heiöskfrt Nuuk +10 skýjað Ósló s rigning Stokkbólmur 19 skýjað Þórshöfn 6 súld Algarve 15 rigning Amsterdam 17 hálfskýjað Barcelona 16 místur Berlín 18 skýjað Chicago 7 léttskýjað Feneyjar 18 þokumóða Frankfurt 18 hálfskýjað Qlasgow 10 rigning Hamborg 17 skýjað London 12 rigning Los Angeles 13 léttskýjað Lúxemborg 17 iéttskýjað Madríd 18 hálfskýjað Malaga 19 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Montreal 3 rigning NewVork 7 skýjað Orlando 13 heiðskfrt París 10 skýjað Madeira 18 skýjeð Róm 17 hálfskýjað Vín 22 iéttskýjað Washington 9 léttskýjað Winnipeg 5 léttskýjað Krýningin FRÁ krýningu Maríu Rúnar Hafliðadóttur sem Fegurðardrottn- ingar íslands 1992. Amfetamínsmygl Hollendings Kona mannsins flúði úr landi fyrir dóm ÍSLENSKIR vitorðsmenn Hollendingsins, sem handtekinn var í Leifsstöð nýlega með 1.337 grömm af amfetamíni innanklæða og komið hefur um það bil 20 sinnum til lands- ins undanfarin 3 ár, þar af níu sinnum undanfarna 12 mánuði, hafa ekki verið handteknir. Islensk sambýliskona þessa manns var í desember handtekin á Leifsstöð með talsvert magn af hassi í fórum sínum. Hún sat í gæsluvarð- haldi um tíma en fór úr landi daginn eftir að farbann yfir henni rann úr gildi, áður en dómur í máli hennar hafði fallið. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er talið ólíklegt að lög- reglu takist að upplýsa hvaða Is- lendingum efni það sem maðurinn flutti til landsins var ætlað. Efnið sem lagt var hald á í Leifsstöð er talsvert sterkt og tal- ið er líklegt að unnt hefði verið að drýgja það talsvert mikið áður en það væri selt i smásölu. Al- gengt markaðsverð til neytenda á amefetamíni er um það bil 4 þús- und krónur hvert gramm, skv. uppplýsingum Morgunblaðsins. Forseti Portúgals í opinbera heimsókn MARIO Soares, forseti Portú- gals, kemur í opinbera heim- sókn til íslands dagana 4.-6. júní nk. Þetta er í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi Portúgals heimsækir ísland en heim- sókn þessi er til að endur- gjalda opinbera heimsókn frú Vigdísar Finnbogadóttur, forseta Islands, til Portúgals fyrir tæplega áratug. Mario Alberto Nobre Lopes Soares tók við embætti forseta Portúgals í kjölfar kosninga 1986 en hann var síðan endurkjörinn forseti í janúar 1991. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins bárust Mario Soares boð frá Soares til forsetaembættis- ins nýlega um að fá að endur- gjalda heimsókn Vigdísar Finn- bogadóttur nú í júní. Ekki hefur verið endanlega gengið frá dag- skrá forsetaheimsóknarinnar en þó er ljóst að Soares mun ferðast til Þingvalla og eiga viðræður við Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra. Framtíðarferðir sækja um ferðaskiifstofuleyfi FRAMTÍÐARFERÐIR hf. hafa sótt um ferðaskrifstofuleyfi til samgönguráðuneytisins, og að sögn Brynjólfs Sigurðs- sonar sölustjóra hjá fyrirtækinu hefur borist munnlegt svar um að leyfið fáist. Að sögn Brynjólfs starfar fyrir- tækið ekki að sölu á férðum eða gistingu, heldur býður það til sölu hluti í hóteli í Portúgal, sem er í eigu alþjóðlega ferðafélagsins RCI. Þegar fyrirtækið hóf að aug- lýsa starfsemi sína í vetur óskaði samgönguráðuneytið eftir frekari upplýsingum um fyrirtækið og í hveiju starfsemi þess væri fólgin. Brynjólfur sagði að í framhaldi af því hefði komið ósk frá ráðuneyt- inu um að fyrirtækið sótti um leyfi til rekstrar ferðaskrifstofu, og til þess að friða alla viðkomandi þá hafi það verið gert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.