Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 46
46 MORGU.MRIAÐtfi LAtJGAHDAGUR ,24. APKÍL 1993 t SIGURBJÖRG ÞORLEIFSDÓTTIR, Túngötu 9, Siglufirði, er látin. Aðstandendur. t Elskuleg fóstra okkar, RAGNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Njarðargötu 41, lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 21. apríl. Valgerður Magnúsdóttir, Lárus Berg Sigurbergsson. t Systir mín, FJÓLA KRISTJÁNSDÓTTIR, Tómasarhaga 28, lést í Hátúni 10b 21. apríl. Finnborg Kristjánsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, SIGURLAUG HJARTARDÓTTIR, Stigahlfð 22, lést í Landspítalanum að morgni 23. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Einar Alexandersson. t Faðir okkar, BJÖRN GUÐMUNDSSON, kaupmaður í versluninni Brynju, Hverfisgötu 46, lést í Borgarspítalanum 21. apríl. Anna Margrét Björnsdóttir, Brynjólfur Björnsson. Faðir minn, t EINAR J. INDRIÐASON, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Auðsholti, Grindavik, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 23. apríl ’93. Daníel Einarsson. t Elskulegur eiginmaður minn, ARTHUR L. ROSE lést þann 24. apríl sl. í sjúkrahúsi í Jacksonville. Jarðarförin hefur farið fram. Þóra Oddsdóttir Rose, 6336 Dainne Rd., Jacksonville, Florida 32211, U.S.A. t Eiginmaður minri, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KNÚTUR HÖIRIIS stöðvarstjóri, Heiðarhorni 2, Kelfavfk, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju, laugardaginn 24. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélag- ið eða Hjartavernd. Elín Guðmannsdóttir, Maria Knútsdóttir, Tómas J. Knútsson, Björn I. Knútsson, Margrét E. Knútsdóttir, Guðmann Héðinsson, Ólafía Héðinsdóttir, Sigurjón Héðinsson, tengdabörn og barnabörn. Sveinbjörn Finnsson frá Hvilft — Minning• Fæddur 21. júlí 1911 Dáinn 1. apríl 1993 Atvikin höguðu því svo, að ég gat ekki fylgt gömlum fjölskylduvini, Sveinbirni Finnssyni, síðasta spöl- inn. Sveinbjörn var elstur hinna gjörvulegu Hvilftarbarna, eins og faðir minn var vanur að nefna börn þeirra Guðlaugar Sveinsdóttur og Finns Finnssonar, sem þjuggu að Hvilft í Önundarfirði um langan ald- ur og ólu þar upp 11 mannvænleg börn. Elstu börnin gengu öll í skóla á Flateyri hjá Snorra Sigfússyni og þar með var stofnað til vináttu við heimilið og þennan glæsiléga bama- hóp. Vel man ég að móðir mín hafði orð á því eitt sinn, þegar rætt var um Hvilft og búendur þar, að hún hefði sjaldan orðið jafn hissa og þegar hún kom þangað fyrst. Ekk- ert sveitaheimili hafði hún séð á heimaslóðum fyrir norðan jafn myndarlegt og veitingar jafn fallega fram bornar. Ungu hjónin á Hvilft höfðu bæði verið með öðrum þjóðum, hún í Noregi en hann vestur í Kanada, og hafa eflaust borið með sér heim í sveitina einhvern andblæ, sem hin unga norðlenska húsfreyja hafði ekki kynnst áður. Hvilft var ekki stórbú og ég held, að þar hafi ekki verið mikill veraldlegur auður, en samt var það ekkert venjulegt sveitaheimili. Það var íslenskt sveita- heimili af bestu gerð, þar sem greint, atorkusamt og umfram allt menn- ingarlega sinnað fólk sat við stjóm með glugga út til annarra landa. Sú sem skrifar þessar línur var ekki há í lofti, þegar Sveinbjörn var orð- inn fulltíða maður, en samt er í minni, hve fallegur hann var. Hann varð besti vinur elsta bróður míns frá æskuárum þeirra beggja á Flat- eyri, þeir voru skólabræður, sam- stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri og vinir til dauðadags. Sveinbjörn var og mikill tryggð- arvinur gamla kennara síns á Flat- eyri og sýndi það oft. Á mennta- skólaárum hans á Akureyri kom hann á heimili foreldra minna með öðrum ungum mönnum og var oft glatt á hjalla. Næstur kom Hjálmar í skólann og varð vinur Hauks bróð- ur míns og svo koll af kolli, alltaf nýr strákur frá Hvilft, eins og við sögðum stundum. Það þóttu tíðindi í Menntaskólanum á Ákureyri, að allir bræðurnir frá Hvilft, sex að tölu, luku stúdentsprófi frá skólan- um. Systurnar fimm fóru í kennara- og hjúkrunarnám, og Sigríður var í MA á sínum tíma, áður en hún nam hjúkrunarfræði. Þessi systkini voru annálað dugnaðarfólk, greint og vel af guði gert og ég man að oft var til þess tekið, hve samstilltur systk- inahópurinn var. Nú hefir elsti bróðirinn kvatt þetta líf. Áður eru látnir Jakob, sem lést ungur stúdent og Jóhann tannlækn- ir, mikill og góður vinur og með skemmtilegri mönnum sem ég hefi kynnst. Sveinbjörn menntaðist á Bretlandi við London School of Ec- onomics, en þá var fremur fátítt að piltar héðan færu til framhaldsnáms við þann merka skóla. Hann sinnti fjölda starfa eftir heimkomu frá námi og hafði auk þess mörg áhuga- mál, þar sem hann lét til sín taka. Meðal þeirra má nefna Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, sem hann átti dijúgan þátt í að komst á fót og veitti hann því forstöðu fyrstu fimm árin. Þá varð áhugi hans á Skálholti til þess að hann gerðist staðarráðs- maður þar frá árinu 1964 til 1990. Ég man föður minn aldraðan og Sveinbjörn faðmast af gleði yfir ein- hveijum áfanga í endurreisn Skál- holtsstaðar, sem ég man ekki leng- ur, hver var. Það var á þessum árum, sem fundum bar aftur saman eftir margra ára hlé sökum búsetu. Hann þurfti á myndum og minjagripum að halda handa Skálholti og leitaði þá til fyrirtækis okkar hjóna. Hann var alltaf aufúsugestur, og það fór strax vel á með þeim Birgi manni mínum og Sveinbirni sem leiddi til vináttu. Alltaf var hann jafn góður og hlýr við systur besta vinarins, eins og hann sagði stundum, og hann hélt áfram að sýna öldruðum föður mínum kærleika og hlýhug meðan hann lifði. Það er ekki síst vegna þessa, sem fátæklegar línur eru settar á blað. Horfinn er einn af þessum ógleymanlegu vinum frá bernskuárum og til dauðadags og skipti engu þótt oft væri vík milli vina og stijálir fundir — alltaf sam- ur, hlýr og einlægur. Sveinbjörn átti glæsilega konu, sem lifir mann sinn. Frú Thyra er danskrar ættar og höfðu þau kynnst í London á námsárum hans. Börn þeirra hjóna eru fjögur. Gunnar, Arndís, Hilmar og Ólafur William. Um leið og ástvinum Sveinbjarnar Finnssonar eru sendar dýpstu sam- úðarkveðjur er hann kvaddur með einlægri þökk fyrir vináttu og tryggð. Anna S. Snorradóttir. að fegra, svo og litli vinalegi hvammurinn kringum sumarbú- staðinn. Síðast ferðuðumst við með þeim eina helgi sumarið ’91 um Hegra- nesið, fórum í Lækjarhvamm út í Litlabæ, gengum þar um fallegu fjöruna í sólskini. Þannig var alltaf sólskin í okkar ferðalögum, alltaf birta og gleði kringum Áróru. Þótt hún ætti við erfiðan sjúkdóm að stríða var hún síkát og gefandi af sínu þreki og hughreysti aðra. Það er huggun harmi gegn að staldra við og líta til baka og finna slíkar perlur geymdar í sjóði minn- inganna. Þegar við hjónin komum til hennar á sjúkrahúsið nokkrum dögum áður en hún lést heilsaði hún okkur með sínu bjarta brosi, gerði að gamni sínu og sagðist ætla í Trippaskál og að Hrauns- vatni í Öxnadal á komandi sumri. Þannig var dugnaður og hugrekki hennar til hinstu stundar. Hún gafst aldrei upp og það á sannarlega við hér: nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Að endingu viljum við hjónin þakka okkar kæru vinkonu allar ógleymanlegar stundir. Við biðjum henni Guðs blessunar í nýjum heim- kynnum þar sem hún heldur áfram- að hlúa að nýgræðingi. Blessuð sé minning Áróru Heið- bjartar Sigursteinsdóttur. Elsku Haukur og allir ástvinir aðrir sem hafið misst svo mikið. Megi almáttugur Guð styðja ykkur og styrkja í sorginni og söknuðin- um. Margrét og Hreinn. Áróra Heiðbjört Sigur- steinsdóttir — Minning Fædd 16. maí 1938 Dáin 31. mars 1993 Okkur langar að þakka elsku ömmu Áróru á Sauðárkróki allar ógleymanlegu samverustundirnar sem við fengum að eiga með henni og afa. Það var mikil tilhlökkun þegar við vissum að við áttum að fá að fara til þeirra. Við fórum oft með þeim í Lækjarhvamm og út í Litlabæ. Þá var ekki síst að fá að skreppa með afa í róður og veiða. Síðastliðið sumar vorum við með á ættarmóti í Bæ. Við fórum til þeirra fyrir síðustu jól og vorum þá að reyna að hjálpa ömmu því að hún gat svo lítið orðið gert. Nú er elsku amma komin til Guðs og orðin frísk því að Guð læknar alla sem verða veikir. Elsku amma, við geymum allar fögru minningamar um þig sem helgidóm í hjörtum okkar og biðjum góðan Guð að geyma þig. Blessuð sé minning þín. Elsku afí, fjölskyld- an og langamma, Guð styrki ykkur í sorginni. Hreinn Haukur, Hreggviður Heiðberg, Vigdís Hlíf og Guðný Helga. " Útför hennar var gerð frá Sauð- árkrókskirkju laugardaginn 10. apríl að viðstöddu miklu fjölmenni. Það var fagurt útsýnið af Nöfunum, yfír héraðið, eyjarnar og höfðann sem hún unni, baðað í miðaftan- skini vorsólarinnar, er við stóðum við hinstu hvílu þessarar hjartahlýju vinkonu. Hér vildi hún hvíla og hvergi annars staðar. Já, við kvöddum hana í glaða sólskini hinstu kveðju, og heilsuðum henni í síðsumarsól í fyrsta sinn, í nýja húsinu þeirra Hauks að Brennihlíð 9, sem þau voru þá langt komin með að byggja. Þannig eru minningarnar sólskinsbjartar um allar okkar samverustundir sem við áttum eftir að eiga svo margar á Wýju og vinalegu heimili þessara góðu hjóna, sem prýtt er májverk- um og öðrum munum eftir Áróru. Hún var listræn kona og unni söng og tónlist. Það var fyrir allnokkrum árum að við vorum stödd í Brennihlíðinni síðla dags. Við höfðum þá ekki gert víðreist um Skagafjörð. Áróra spyr hvort við værum ekki til í að skreppa í bíltúr sem við þáðum, og hvort við hefðum komið út í Skaga, en þangað höfðum við ekki komið. Þetta var síðla í júní þegar sólin hnígur aldrei í sæ. Það var farið út á Ketubjörg. Þaðan er útsýnið dá- samlegt á þessum árstíma, yfír fjörðinn, eyjamar og höfðann baðað í gullroðaskini miðnætursólar. Þetta var fyrsta skemmtiferðin en ekki sú síðasta_ sem við áttum eftir að fara með Áróru og Hauki. Ein var farin til Siglufjarðar og stansað í Mánárskriðum og tíndir nokkrir fallegir steinar. Áróra uni öllu fögru í náttúrunni, blómum og tijágróðri eins og garðurinn þeirra og heimilið allt ber vott um, sem þau hjónin voru svo samhent um t Þökkum innilega samúð og hlýhug vegna fráfalls bróður okkar, mágs og frænda, GESTS EINARSSONAR Ijósmyndara, Austurbrún 4, Reykjavík. Ágústa Einarsdóttir, Guðjón Styrkársson, Páll Einarsson, Ragna Páisdóttir, Laufey Guðjónsdóttir, Einar Guðjónsson, Þórdi's Guðjónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.