Morgunblaðið - 27.01.1994, Side 4

Morgunblaðið - 27.01.1994, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 1994 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Kroppað í kalna jörð NÚ ER hart í ári hjá smáfuglunum og ástæða til að minna fólk á að gefa þeim. Jarðbönn eru og lítið fyrir þá að hafa annað en það sem fuglavinir strá í fönnina. Gefa má smáfuglum næstum hvað sem er, t.d. smátt brytjaða matarafganga, kjöt, fisk og ávexti en þurrt haframjöl þenst út þegar það blotnar og fer ekki vel í maga fuglanna. Einnig er mælt með maískurli sem fæst í flestum verslun- um. Best er að gefa fuglunum þar sem næði gefst fyrir köttum. Útlit fyrir að tap ÍSAL minnki um helming í ár Reiknað með hagnaði af rekstri álversins árið 1995 ÚTLIT er fyrir að rekstrartap álvers íslenska álfélagsins hf. í Straumsvík verði 550 milljónir kr. á árinu 1994, eða um það biL. helmingi minna en tapið á síðasta ári sem var 1.100 milljónir kr. Fyrirtækið hefur tapað um 3.000 milljónum á síðustu þremur árum en Christian Roth, forstjóri ISAL, segir að reiknað sé með að það skiii hagnaði á árinu 1995. Christian Roth segir að aðal- ástæðan fyrir miklu tapi á síðasta ári sé það ójafnvægi sem ríki á ál- mörkuðunum. Eftirspurn eftir áli er nú um það bil 18 milljón tonn og framboð 19,5 milljónir. Hann segir að það þrýsti verðinu niður. „En við eigum von á heldur betra verði og örugglega lægri rekstrar- kostnaði í ár. Við höfum gert margt til að lækka kostnað og stöndum því betur að vígi í þessum erfíðu markaðsaðstæðum. Þess vegna minnkar tapið,“ segir Roth. Verðum að skila hagnaði verið ánægður með þá rekstramið- urstöðu sem útlit er fyrir að verði í ár, þó hún sé betri en á síðasta ári, fyrirtækið verði að skila hagnaði. Hann segir að Alusuisse, eigandi ÍSAL, hafí enn trú á fyrirtækinu en þá trú hafí þeir einungis á meðan þeir telji að það gæti skilað hagn- aði. Samanlagt tap af ÍSAL síðustu þijú ár nemur um það bil 3.000 milljónum og segir Roth að staðan sé viðkvæm. Áætlanir Í8AL gera ráð fyrir að fyrirtækið nái að skila hagnaði á árinu 1995, en Roth segir að það ráðist þó auðvitað mikið af þróun verðs á álmörkuðunum. Hann segist eiga von á einhverri hækkun en telja að hún verði ekki veruleg meðan framboð sé meira en eftirspum. Greitt fyrir við- skiptum við Rússa Forstjóri ÍSAL segist ekki geta VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 27. JANUAR YFIRLIT: Um 400 km suðvestur af Reykjanesi er 963 mb djúp og víðáttu- mikil lægð, sem hreyfist austur. Yfir Grænlandi er 1024 mb hæð. SPÁ: Norðanátt um allt land, allhvöss um vestanvert landið en stormur austanlands. Lægir heldur þegar líður á daginn, einkum vestanlands. Snjókoma eða éljagangur um norðan- og austanvert landið. Frost 6-13 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Nokkuð hvöss norðaustanátt og éljagangur norðaustantii en annars fremur hæg breytileg átt og léttskýjað. Frost verður á bilinu 8-25 stig, hlýjast við austurströndina eh kaldast í inn- sveitum vestanlands. HORFUR Á LAUGARDAG: Suðaustlæg átt og víða snjókoma eða él sunnanlands og vestan en annars léttskýjað. Frost verður á vilinu 2-9 stig, kaidast norðaustantil. HORFUR Á SUNNUDAG: Norðlæg átt og él norðaustantil en annars léttskýjað víðast hvar. Frost verður á bilinu 3-10 stig. Nýir veöurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsimi Veðrstofu ísfands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað / / / * f * / f * f f f f f * f Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V ^ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaörimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka FÆRÐA VEGUM: oa 17.30 ígær) Fært er um Hellisheiði og Þrengsli, og með Suðurströndinni, þó er veru- legt hvassviðri í öræfasveit. Öfært er um heiðar á Snæfellsnesi, en þungfært um Heydal og búist við að þar lokist með kvöidinu. Ófært er um Bröttubrekku og þungfært um Svinadal og ófært er um GilsfjÖrð v/veðurs. Á Vestfjöröum er víðast vonskuveöur og flestir vegir ófærir. Holtavörðuheiði er fær og um Húnavantssýslur, en þungfært er í Langa- dal. Þungfært er um Öxnadalsheiði og Vikurskarð en fært þaðan með ströndinni til Vopnafjarðar. Á Austurlandi er ófært um Oddsskarð en þungfært um Fjarðarheiði. Síöan er fært með ströndinni suður til Horna- fjarðar, þó er þungfært í Breiödal. Víðast á landinu er mikill skafrenning- ur og vart ferðafært. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sima 91-631500 og í grænni iínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veftur Akureyri +6 anjókoma Reykjavík+3 snjökoma Bergen 2 skýjað Helslnkl 4-6 snjókoma Kaupmannahöfn 3 skýjað Narssarssuaq +3 akafrennlngur Nuuk +13 léttskýjaft Osló +5 léttskýjað Stokkhólmur 0 snjókoma Þórshöfn 1 alskýjaft Algarve 16 heiðskirt Amsterdam 7 léttskýjað Barcelona 16 heiðskírt Berlfn B alskýjað Chicago +6 alskýjað Feneyjar 6 þokumóða Frankfurt 6 skúr Qlasgow 6 alskýjað Hamborg 6 skýjað London 9 léttskýjað LosAngeles 9 léttskýjað LOxemborg 4 skúr Madrid 12 heiðskírt Malaga 17 heiðskírt Mallorca 16 heiðskírt Montreal +30 léttskýjað New York +5 snjókoma Orlando 13 léttskýjað Parí8 9 skýjað Madelra 15 skýjað Róm 13 rignlng Vín 10 skýjað Washington 2 súld Winnipeg +16 alskýjað / DAG ki 12.00 Hejmild: Veöurstofa íslands (Byggt á veðurspá kJ. 16.30 í gær) IÐNAÐAR- og viðskiptaráðherra hefur leitað til annarra ráðu- neyta ásamt ASÍ og VSÍ og óskað tilnefninga þeirra í nefnd, sem ætlað er að samræma aðgerðir til að greiða fyrir viðskiptum við rússnesk fyrirtæki. Ríkisstjórnin fól iðnaðar- og við- skiptaráðherra að skipa nefnd þessa. Nefndinni er m.a. falið að skoða framkvæmd heilbrigðis- reglugerða, olíuverð, uppgjörs- tímabil virðisaukaskatts hjá físk- innflytjendum, reglur um toll- fijálsar forðageymslur, hafnar- gjöld, reglur um heimildir skipa til losunar fisks úr sameiginlegum fiskistofnum, skattamál íslend- inga er starfa erlendis og mögu- leika íslenskra fyrirtækja á sam- starfi um ráðgjafarverkefni og framkvæmdir sem fjármagnaðar eru af erlendum fjárfestingar- bönkum, s.s. Evrópubankanum. í nefndinni munu eiga sæti full- trúar frá ráðuneytum fjármála, landbúnaðar, samgöngu, sjávarút- vegs, umhverfis og utanríkis, auk iðnaðar og viðskipta. Þá munu fulltrúar frá Alþýðusambandi ís- lands og Vinnuveitendasambandi íslands eiga sæti í nefndinni. Ósk- að er eftir að þessir aðilar tilnefni fulltrúa sína fyrir 1. febrúar. Þá mun Verslunarráð íslands að öll- um líkindum bætast í hópinn, því það hefur óskað eftir að eiga full- trúa í nefndinni. Dráttarvextir lækka í 14% Hærri vext- ir á skipti- greiðslum SEÐLABANKI íslands hefur ákveðið að lækka dráttarvexti í 14% á ári frá og með 1. febrúar og felur þetta í sér tveggja pró- sentustiga lækkun frá þeim dráttarvöxtum sem gilda í jan- úar, en þeir eru 16%. Fastir vext- ir á visa-skiptigreiðslum eru nán- ast þeir sömu eða hærri hjá öllum innlánsstofnunum eða á bilinu 13,95-14,80%. Dráttarvextir hafa ekki verið jafn- lágir í áratugi. Ef horft er til síðustu þriggja ára urðu vextirnir lægstir í júlí í fyrrasumar 15,5%. Vextirnir hafa lækkað jafnt og þétt undan- fama mánuði en í september og októ- ber síðastliðnum voru vextimir 21,5%. í nóvember lækkuðu þeir í 20,5% og í 18% í desember. Vextirn- ir lækkuðu síðan aftur um 2% í jan- úar í 16%. Seldu 652 skammta af LSD á tveimur vikum TVEIMUR mönnum um tvítugt hafði á rúmum tveimur vikum tekist að selja 652 skammta af ofskynjunarefninu LSD þegar lögregla handtók þá föstudagskvöldið 14. janúar. Mennimir hafa játað að hafa farið til Amsterdam milli jóla- og nýárs til þess að kaupa LSD til að selja hér á landi. Þeir hafi keypt 1.000 skammta af efninu, flutt það með sér inn til landsins fyrir ára- mót og höfðu þeir selt 652 skammta þegar þeir voru handteknir en þá fundust 348 skammtar í fórum þeirra. Lögreglurannsóknin hafði ekki leitt í ljós hve stór kaupenda- hópurinn hefði verið. Gæsluvarðhald annars mannsins rann út í gær og var hann þá færð- ur til afplánunar vegna fangelsis- dóms sem hann hlaut fyrir skömmu fyrir innbrot. Hinn situr enn í gæsluvarðhaldi en það rennur út á mánudag. Ákærðir fyrir samfarir við rænulausa stúlku TVEIR drengir á 18. ári hafa verið ákærðir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa hvor í sínu lagi haft samfarir við rænu- lausa stúlku í húsi miðborg Reykjavíkur. Piltarnir voru 16 ára þeg- ar brotið var framið haustið 1992 og stúlkan jafngömul. Atburðurinn átti sér stað á heim- ili í borginni þar sem fjölmargir unglingar voru saman komnir. Stúlkan var rænulaus vegna ölvun- ar og er piltununi gefið að sök að hafa haft við hana samfarir í því ástandi. Um tvær ákærur er að ræða og tvo aðskilda verknaði á þessum stað þetta kvöld. Málið hefur verið tekið til með- ferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. I 1 I I I I I 1 I I I I 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.