Morgunblaðið - 27.01.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.01.1994, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. HASKOLABIO SÍMI 22140 KENNETHBRANAGH MICHAEL KEATON CHSISTiAN SLATÍ!? PATSfCIA A80UÍTTS D«nnis HOPKI V* Vol KllMfR \ 'o Gory OLDMAN ■ffijjjg/ , Brodnn 'XSlRv thriiioahcr WAU£N ROBERT SEAN LEONARD EMMA THOMPSON \ KEANU REEVES DENZEL WASHINGTON tmtiuS PMUCH Adoabou NOTHING miM A KENNETH BRANACH FILM E ★★★★ - JK NEW YORK POST jgÉÉP® ★ ★★★ EMPIRE ★★★ ★★★ Rás 2 MBL. KS OG ÞYS UT AF EI\IGU SOI\mi AST KROGINN Sýnd kl. 9 og 11. Bönnuðinnan12 ára Sprenghlægileg grínmynd frá STEPHEN FREARS sem skrif- aði handrit og var framleiðandi THE COMMITMENTS. Það veldur miklu uppnámi í Curley fjölskyldunni þegar dóttirin Sharon tilkynnir að hún sé ólétt en neitar jafnframt að gefa uppfaðerni „krógans". Sannkölluð stórmynd með úrvals leikurum sem hefur (engið frá bæra dóma. „Fyrirtaks skemmtun, ærslafullt og hressilegt bio sem svikur engan." * ^ * A.l. Mbl. Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15. Markaðsverslun opnuð í Framtíðarhúsi í Faxafeni 35 deildir verða á markaðnum við opnun AÐ undanförnu hafa staðið yfir breytingar á húsnæðinu Faxa- feni 10, sem betur er þekkt sem Framtíðarhúsið. Breytingar þessar eru gerðar í kjölfar kaupa nýrra aðila á jarðhæð hússins eða samtals u.þ.b. 1.450 fm. Framtíðarhúsið hefur undanfarin ár verið í eigu íslandsbanka og verið leigt út til allskyns starf- semi, þó sérstaklega markaða og náð að festa sig í sessi sem slíkt. Föstudaginn 28. janúar nk. verður opnuð í húsnæðinu ný verslun sem mun bera nafnið Framtíðarmarkaðurinn. Hug- myndin er að koma á fót markaðs- verslun til frambúðar, sem saman- stendur af fjölda deilda sem eru þó breytilegar á hverjum tíma. Þannig verða t.d. 35 aðilar með deildir þegar húsnæðið verður opn- áð, sumir til lengri tíma, aðrir til skemmri tíma. Áhersla er lögð á fjölbreytni í vöruvali og má t.d. nefna ýmsar gerðir af fatnaði, blóm og skreyt- ingar, vefnaðarvörur, hljómplötur, skófatnað, veitingar, verkfæri og gjafavörur svo lítið sé nefnt. Áhersla á lágt verð Aðaláherslan verður samt á að verðið sem boðið er upp á verði alltaf verulega lægra en verð á samskonar vöru í verslunum, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. „Þetta næst með því að sölu- aðilar gera einungis skammtíma leigusamning í húsnæðinu, sem er tilbúið til að mæta þörfum þeirra. Þannig losna þeir við stofn- og uppsetningarkostnað auk þeirr- ar áhættu sem fylgir Iangtímale- igusamningum. Sérstaklega verð- ur reynt að hafa fjölbreytni og hreyfanleika í allri starfseminni,“ segir í tilkynningunni. Komið verður á fót sérstöku markaðstorgi þar sem settir verða upp markaðir með ákveðnum vörutegundum, t.d. bókamarkaðir, leikfangamarkaðir, búsáhalda- markaðir, ferðavörumarkaðir o.s.frv. Einnig verður fólki boðið að koma á torgið og selja eigin vörur og framleiðslu á svipaðan hátt og nú er stundað í Kolaport- inu. Ákveðið hefur verið að nota : Hús Framtíðar í Faxafeni. hugtakið markaðsverslun til þess að aðskilja þessa starfsemi frá öðrum verslunarrekstri á íslandi. „Hér er um að ræða nýjan valkost í verslun á íslandi sem miðar að því að skapa aðstöðu fyrir heild- sölu- og smásöluverslun á íslandi sem leiða mun til beinnar verð- lækkunar til neytenda," segir í til- kynningunni. Opnunartími Framtíðarmarkað- arins verður frá kl. 1 á hádegi til 6 alla virka daga vikunnar, á laug- ardögum kl. 11-4 og sunnudögum kl. 1-5. SKEMMTANIR Hljómsveitin Quicksand Jesus leikur í fyrsta sinn opin- berlega á Tveimur vinum í kvöld. mTVEIR VINIR í kvöld, fimmtudag, leikur í fyrsta sinn opinberlega hljóm- sveitin Quicksand Jesus. Hljómsveitina skipa þeir Guðfinnur Sölvi Karls- son, söngvari, Franz Gunnarsson, gítarleikari, Arnar Orri Bjarnason, bassaleikari, Tómas Örn T. orgelleikari og Óskar, trommuleikari. Einnig verður frumsýnd stutt- myndin Á ystu nöf sem kvikmyndafyrirtækið PCP sendir frá sér. Framleið- andi er Engin von. Frum- sýning á myndinni er kl. 21.30 en tónleikar Quick- sand Jesus hefjast kl. 22. Aðgangur er ókeypis. Strákarnir í hljómsveitinni Vinir vors og blóma skemnita gestum á föstu- dagskvöld og á laugar- dagskvöld leikur hljóm- sveitin Grunaðir um tón- list sem kemur frá Kefla- vík. Þeir félagar spila eigin tónlist og tónlist eftir aðra. Aðgangur er ókeyp- is. mHRESSÓ I kvöld, fimmtudagskvöld heldur rokkhljómsveitin Dos Pil- as síðustu tónleika sína í bili. Hljómsveitin vakti fyrst athygli á sér með laginu BetterTimes á síð- asta ári. Dos Pilas hefur nýverið gert útgáfusamn- ing við Spor hf. og heldur í hljóðver til að taka upp sína fyrstu breiðskífu en efni af henni er einmitt uppistaðan á tónleikunum á Hressó í kvöld. Á sunnu- dags- og mánudagskvöld leikur trúbadorinn Bjarni Tryggva en hann hefur ekki komið fram um langt skeið ■ BLÚSBARINN Fiðluleik- arinn Daníel Cassidy og píanistinn Kristján Guð- mundsson skemmta gest- um Blúsbarsins í kvöld, fimmtudag. Á föstudag syngur Margrét Sigurðar- dóttir með Jökulsveitinni eftir nokkra fjarveru. Jökulsveitin verður aftur á ferð á laugardagskvöldinu og að þessu sinni er það Beggi Commitments sem þenur raddböndin. Að- gangur e r ókeypis öll þrjú kvöldin. WDANSBARINN Hljóm- sveitin Strandaglópar skemmta föstudagskvöld- ið. WBAROKK Nk. föstu- dagskvöld skemmta þau Sigrún Eva og Birgir Birg- isson á píanóbarnum Bar- okk. Á laugardagskvöldið er röðin hins vegar komin að Ellen Kristjánsdóttur. Ellen hefur um langt ára- bil verið ein af okkar allra fremstu söngkonum og með einstakri rödd sinni og túlkun á blús- og jazz- tónlist hefur hún sungið sig inn í hjörtu lands- manna hvað eftir annaö, segir í fréttatilkynningu. Ellen kemur fram með Pálma Sigurhjartarsyni. mKARAOKE-landskeppn- in fer fram föstudagskvöld í Félagsheimilinu Festi, Grindavik og á laugar- dagskvöldinu í Vitanum, Sandgerði. mFEITI DVERGURINN Hljómsveitin Útlagar heldur tónleika á veitinga- staðnum Feita dvergnum föstudags- og laugar- dagskvöld. Á efnisskránni verða sveitasöngvar bæði gamlir og nýir, ásamt lau- fléttum rokklögum í bland. Tónleikarnir hefjast kl. 22.30. mGAUKUR Á STÖNG í kvöld, fimmtudagskvöld leikur hljómsveitin Rask með Sigrfði Guðnadóttur í fararbroddi. Föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Black Out og sunnudags- og mánu- dagskvöld skemmta Borgardætur með þeim Ellen, Andreu og Berg- lindi Björk. Á miðvikudag leikur hljómsveitin Sunn- an 3. mTEXAS JESÚ heldur tónleika á Veitingahúsinu 22 í kvöld, fimmtudags- kvöld. Tónleikarnir eru haldnir til að kveðja núver- andi gítarleikara sem heldur utan í nokkra mán- uði og um leið bjóða nýjan gítarleikara velkominn. Á tónleikunum mun einnig spila ný hljómsveit Sovk- hoz og Ingólfur Níels Árnason les eigin Ijóð. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30 og er aðgangur ókeypis. mBÓHEM Á skemmti- staðnum Bóhem v/Vita- stíg, sem nýlega var opn- aður aftur eftir gagngerar breytingar, verður mikið um að vera um helgina. Á föstudagskvöld skemmtir 10 manna hljómsveit frá Ákranesi, Soul Deluxe, sem skipuð er krökkum um tvítugt og yfir, öllum sprenglærðum í tónlist. Hljómsveitin hefur vakið athygli í heimabæ sínum og víða um Vesturland fyr- ir túlkun sína á tónlist Earth, Wind & Fire, Chicago og fleiri þekktum sveiturn sem hafa byggt mikið á lúðrum og góðum söng. Laugardagskvöld skemmta Milljónamær- ingarnir ásamt Páli Ósk- ari. ■ VINIR VORS OG BLÓMA spila á Tveimur vinum föstudagskvöldið 28. janúar. Laugardags- kvöldið verður hljómsveit- in í Stapanum i Njarðvfk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.