Morgunblaðið - 27.01.1994, Page 20

Morgunblaðið - 27.01.1994, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 Jólafötin voru gölluð eða eyðilögð í hreinsun hjá yfir 50 manns YFIR 50 manns hafa leitað til Neytendasamtakanna það sem af er janúarmánuði veg-na fatnaðar sem annað hvort var keyptur gallaður eða eyðilagður í efnalaugum. Sesselja Asgeirsdóttir hjá Neytendasamtökunum segir að í flestum tilfellum sé um að ræða kvenfatnað eða bamaföt. Minna sé um kvartanir vegna herrafatn- aðar. „Núorðið er algengt að notuð séu vandmeðfarin efni í spariföt. Ef starfsfólk í efnalaugum hefur ekki þekkingu á eðli þeirra efna sem notuð eru í fötin, er hætta á að flíkur úr viðkvæmum efnum eyðileggist. Í þeim tilfellum bera efnalaugamar ábyrgð og ber að bæta skaðann. Einnig er algengt að föt eyðileggist við þvott heima, en þá er skýringin oft sú að ekki var farið rétt að við þvott. Einnota kjólar ð 20 þúsund Dæmi eru um að efni í sparikjólum séu svo viðkvæm að þau þoli ekki eðlilega notkun. Vitaskuld er sárt að kaupa sér til dæmis sparikjól á 15-20 þúsund krónur, sem reyn- ist vera einnota. Sumt flauel er til dæmis mjög viðkvæmt og ættu allir sem kaupa flík úr flaueli að spyijast fyrir um hvað efnið þolir.“ Að sögn Sesselju er stundum vafamál hvort fatnaður er gallaður frá verksmiðju. í þeim tilvikum fari málið í hendur sérfræðinga sem skera úr um það. „Ef verslun- areigandi fellst á að vara sé gölluð hefur hann þrjá möguleika sam- kvæmt kaupalögum, að láta gera við hana, láta viðskiptavin fá sams konar vöru eða endurgreiða vör- una.“ Sesselja segir að stundum kvarti neytendur undan framkomu starfsfólks verslana, þegar þeir telja sig hafa keypt gallaða vöru og leita til versunarinnar þess vegna. „Mér finnst að versl- unareigendur og starfsfólk þeirra ættu að fara á nám- skeið og læra að taka á móti óánægðum við- skiptavinum. Ein mesta yfirsjón þeirra er að bregðast illa við þegar viðskiptavinur kemur fram með kvörtun. Þó verslunareigandi sé ekki viss um að hann beri ábyrgð á galla vörunnar, skiptir máli að komið sé fram við viðskiptavini sína af fyllstu kurteisi." ■ BT Oftast er kvartað undan spari- lyólum kvenna og barnafatnaði. Fyrirtæki greiða hærra afnotagjald af síma Einstaklingur greiðir á þriggja mánaða fresti um 1.382 krónur í fast afnotagjald af síma. Fyrir- tæki borga um 2.763 krónur á þriggja mánaða fresti. Fyrir- tæki borga því helmingi hærri afnotagjöld en einstaklingar. „Þetta á sér í raun enga skyn- samlega skýringu", segir Guð- mundur Bjömsson aðstoðar póst- og símamálastjóri. Fyrir þessu er áratuga hefð. Þegar Póstur og sími var með handvirka þjónustu þá borguðu fyrirtæki hærra afnota- gjald en einstaklingar. Að sögn Guðmundar var fyrsta sjálfvirka símstöðin tekin í notkun árið 1932 en það eru ekki nema 10-15 ár síðan síðustu handvirku notendumir úti á landi fengu sjálf- virkt kerfi. Þegar Guðmundur er inntur eftir því hvort breytinga sé að vænta á gjaldskrá segir hann það pólitíska ákvörðun. „Við höfum ekki lagt til breytingar á þessum lið í gjaldskrá en vafalaust mun verða hugað að því núna og sú leiðrétting mun þá koma niður einhvers staðar annars staðar í gjaldskránni. ■ Heimilis- matur=ást HEIMATILBÚINN matur virðist veita fólki öryggis- kennd ef marka má niður- stöður nýlegrar bandarískr- ar könnunar. 80% þeirra Bandaríkjamanna sem svör- uðu sögðust fá á tilfinning- una að þeir nytu væntum- þykju þegar þeir borðuðu mat sem eldaður er heima. Nærri allir sögðu að mestu máli skipti að maturinn ilmaði vel og væri bragðgóður. Eilítið færri, eða 91% aðspurðra sögð- ust einnig leggja áherslu á að maturinn væri mátulega heitur þegar hann væri lagður á borð og 85% sögðust helst vilja njóta máltíða með fjölskyldu sinni eða vinum og helst vilja Banda- ríkjamenn ekki borða af einnota pappírsdiskum samkvæmt þessari könnun. ■ Hvað kostar að láta pakka inn blómabúnti? Blómabúnt Innpökkun á kr. blómabúnti Blómaval v/Sigtún 495/699 150 kr. * Sólblóm, Kringlunni 495 150 kr. * Blómabúð Garðabæjar 880 0 Blómabúð Rvíkur, Hótel Sögu 790/890 0 Blómahafið v/Gullinbrú 490/890 0 Blómabúðin Vor, Austurveri 499/795 0 Blómakistan, Mosfellsbæ 890 0 Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 490/890 0 Blómaverkstæði Binna v/Bergstaðastr./Skólavörðust. 590 0 Blóm og ávextir, Hafnarstræti 750 50 kr. * Skorið neðan af blómum, sellófan og krulluborði. Sumar blómabúðir taka gjald fyrir að pakka SUMIR blómasalar taka aukalega fyrir að pakka tilbúnum blóma- búntum í sellófan, skera af stilkum og skreyta með krullu- borða. Hjá Blómavali, þar sem innpökkun kostar 150 krónur, kostar hver metri af öðruvísi borða en krulluborða allt upp í nokkur hundruð krónur. Að sögn afgreiðslufólksins á ekki að taka þóknun fyrir innpökkun séu aukablóm keypt með búntinu. Það virðist hinsvegar algengara í blómabúðum að þessi innpökk- unarþjónusta sé veitt ókeypis og þá jafnvel blómabúntin skreytt með silkiborða án aukagjalds. Við hringdum í nokkrar verslan- ir og spurðum um verð á blóma- búntum og hversu mikið væri tek- ið fyrir að pakka inn. Það skal lögð áhersla á að blómabúnt eru mjög mismunandi eftir blómabúðum og því ekki hægt að bera saman verð hér til hliðar á þeim forsendum að um svipuð blómabúnt sé að ræða. Hinsvegar er forvitnilegt að sjá að það fer ekki alltaf saman blómabúnt á lágu verði og í stað- inn sérstök þóknun fyrir að fá bló- munum pakkað inn. Það er allur gangur á þessu. ■ grg Fjörmjólkinni vel tekið VIÐTÖKUR neytenda á Fjörmjólk hafa verið framar öllum von- um, að sögn Baldurs Jónssonar, framkvæmdastjóra Mjólkursam- sölunnar. „Menn höfðu gert sér vonir um að selja um 50 þúsund lítra á viku af Fjörmjólk en salan virðist ætla að verða stöðug í kringum' 75 þúsund lítra markið,“ segir Bald- ur. Þegar litið er á skiptingu heildarmjólkurneyslu á sölusvæði MS fyrstu fjórar vikurnar eftir að Fjörmjólk kom á markað, kemur í ljós að hún hefur 13,5% markaðs- hlutdeild að meðaltali. Mest áhrif hefur Fjörmjólkin haft á neyslu léttmjólkur og undanrennu. Neysia nýmjólkur hefur einnig dregist saman, en forsvarsmenn MS segja að svo hefði verið þótt Fjörmjólk hefði ekki komið til þar sem léttari afurðir hafa sótt á hin síðari ár. ■ Við höfum opið í dag alan hefst a morgun Allt að 70% afsláttur Kringlunni, sími 689811. Sendum ípóstkröfu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.