Morgunblaðið - 27.01.1994, Síða 16

Morgunblaðið - 27.01.1994, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 Morgunblaðið/Kristinn Samkomulagið undirritað ÞORSTEINN Ingólfsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, og Sylvi Kogsæter, yfirmaður starfsmannahalds norska varnarmálaráðu- neytisins, undirrituðu samkomulagið fyrir hönd ríkjanna tveggja. A Islendingar taka þátt í friðargæslu í Bosníu-Hersegóvínu SAMKOMULAG um þátttöku íslendinga í starfsemi norrænu friðar- gæsluherdeildarinnar í Tuzla í Bosníu-Hersegóvínu, var undirritað í Reykjavík í gær. Að sögn Þorsteins Ingólfssonar, ráðuneytisstjóra í utanrikisráðuneytinu, er hér um sögulegan samning að ræða þar sem þetta er í fyrsta sinn sem íslendingar taka beinan þátt í friðargæslu. Kostnaður Islendinga vegna samstarfsins er áætlaður um 7,5 milljónir. Samkvæmt ákvörðun rikisstjórn- arinnar frá því í september sl. er miðað við að tveir íslenskir læknar og fjórir hjúkrunarfræðingar starfi í sex mánuði í norskri heilsugæslu- sveit, sem er hluti herdeildarinnar. í henni eru einnig sænskar og dansk- ar friðargæslusveitir og starfar heil- sugæslusveitin, sem í eru um 250 manns, undir vernd þeirra. íslend- ingamir klæðast norskum einkennis- búningum en bera íslenskan fána engu að síður. Að sögn Þorsteins er slíkt fyrirkomulag mjög óvenju- legt og segir hann íslendinga þakkl- áta Norðmönnum fyrir að sam- þykkja það. I samkomulaginu er gert ráð fyr- ir að þjálfun íslensku friðargæslulið- anna hefjist í Noregi í mars og að þeir hefji störf í Bosníu-Hersegóvínu í apríl eða maí nk. Þjálfunin fer fram hjá norska hernum og sagði Þor- steinn störfin jaðra við herskyldu vegna þess að starfað yrði undir heraga. íslendingarnir myndu m.a. læra að fara með létt vopn til sjálf- svarnar en yrðu þó ekki undir vopn- um við störf sín. Fyrir hönd íslendinga var unnið að samkomulaginu í utanrikis- og heilbrigðisráðuneytum. Guðjón Magnússon, skrifstofustjóri í heil- brigðisráðuneytinu, segir að mest þörf sé fyrir skurð- og svæfingar- lækna og hjúkrunarfræðinga með reynslu af skurðstofuhjúkrun, lyf- lækningum og gjörgæsluhjúkrun og að fólk verði valið til starfans í sam- vinnu við Læknafélag íslands og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Guðjón segir til taks margt hæft fólk með þá reynslu sem sóst sé eftir og jafnvel með reynslu af störf- um á ófriðarsvæðum. Starfsmenn ráðuneytanna vildu ekki staðfesta að þegar væri frekara sambærilegt starf Islendinga í bí- gerð en Þorsteinn sagðist þó vona að hér væri kominn vísir að áfram- haldandi samstarfí. FAGOR s&r FYRÍR HEIMILI& VINSAMLEGAST ATHUGIO NÝTT HEIMILISFANG J fl RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 68 58 68 hmmmmmmmmmatm U C ■ 2 4 3 O0&& 72.900- AFBORGUNARVERÐ KR. 76.700- 290 Itr.kælir -110 Itr.frystir Mál HxBxD: 185x60x57 Tvísk. m/frysti aö neöan Tvöfalt kælikerfi U I S ■ 2 3 3 5 54.900- AFBORGUNARVERO KR. 57.800 250 Itr.kælir - 90 Itr.frystir Mál HxBxD: 175x60x57 Tvísk. m/frysti aö neöan Sjá mynd U S ■ 2 2 9 0 i -i'iiiA'Ji í.iitm iii m jffiaMBBBl 212 Itr.kælir - 78 Itr.frystir Mál HxBxD: 147x60x57 Tvísk. m/frysti aö ofan Einnig til 55cm breiöur U S ■ 1 3 0 0 39.900- AFBORGUNARVERÐ KR. 42.000- 265 Itr.kælir- 25 Itr.fyrstih. Mál HxBxD: 140x60x57 | Emnig til 55cm breiöur • • / Ornólfí Amasyni hafnað sem höfundi leikþáttar fyrir Reykjavíkurborg Rithöfuiidasamband- ið krefst skýringa RITHÖFUNDASAMBAND íslands hefur ritað Korgarsljóra, Mark- úsi Erni Antonssyni, bréf þar sem farið er fram á skýringar á því hvers vegna og með hvaða hætti það gerðist að borgaryfir- völd tóku þá ákvörðun að hafna verki Örnólfs Árnasonar rithöf- undar, sem hann var fenginn til að skrifa og flytja átti 1. febrúar í Ráðhúsi Reykjavíkur við opnun sýningar Ljósmyndasafns Reykjavíkur í tilefni af 90 ára afmæli heimastjórnar á íslandi. Júlíus Hafstein, formaður lýðveldishátíðarnefndar Reykjavíkur, fékk Indriða G. Þorsteinsson rithöfund til verksins sama dag og Örnólfi var hafnað. Júlíus sagði í gær að hann hefði tekið þessa ákvörðun. Það hafi verið sitt mat að réttara hefði verið að fá Indriða til verksins fyrst hann hafi gefið kost á sér. Júlíus Hafstein fékk Benedikt Árnason leikstjóra til að hafa umsjón með dagskrá til flutnings við opnun fyrmefifdrar sýningar. í yfirlýsingu sem Benedikt og Örnólfur hafa sent frá sér sameig- inlega segir að Benedikt hafí beð- ið Ornólf að skrifa leikþátt að höfðu samráði við Júlíus og hafí Örnólfur tekið verkið að sér. Örn- ólfur hafi lokið við að skrifa leik- þáttinn og tilkynnt Benedikt 12. janúar að hann yrði tilbúinn til afhendingar kvöldið eftir, þ.e.a.s. 13. janúar. Fyrr þann sama dag, 13. janúar, hafi hins vegar verið hringt til Benedikts og honum til- kynnt að ekki gæti orðið af því að Örnólfur ætti nokkurn þátt í þeirri dagskrá sem hér um ræðir. Hafi sú ein skýring verið gefin á þessu að um væri að ræða ákvörð- un Júlíusar Hafstein sem tæki á henni fulla ábyrgð. I yfirlýsingunni segir ennfrem- ur að enginn hafi beðið um að fá að sjá leikþáttinn sem þá hafí leg- ið fullbúinn til afhendingar hjá Ömólfi. Á fundi Benedikts með Júlíusi og Kolbeini Pálssyni að kvöldi 13. janúar hafi verið ákveð- ið að Örnólfur skyldi fá fulla greiðslu fyrir vinnu sína og hafi Kolbeinn lofað að inna hana af hendi 21. janúar. Bannfæringar Örnólfur Árnason ritaði stjóm Rithöfundasambands íslands bréf vegna málsins 21. janúar sl. Þar segir m.a.: „Eins og allir vita er reynt að stemma stigu við ritskoð- un með ákvæðum í stjórnarskrá íslands. En ef til vill vantar hér á landi löggjöf sem tæki til „bann- færingar“ („blacklisting" eða „Berufsverbot") yfirvalda á til- teknum höfundum sem persónum í valdaaðstöðu í þjóðfélagi okkar eru ekki þóknanlegir, t.d. vegna skoðana sinna.“ í bréfinu fer Órn- ólfur fram á að Rithöfundasam- bandið taki málið til athugunar og krefji borgaryfirvöld skýringa „á því að mér skyldi allt í einu, seint og um síðir, vera hafnað sem höfundur án þess að fyrir því geti legið faglegar forsendur úr því að enginn hafði séð verk mitt“. Stjórn Rithöfundasambandsins tók málið fyrir á fundi í gær og ályktaði m.a. sem hér segir. „Stjórn Rithöfundasambands ís- lands lítur þetta mál mjög alvar- legum augum og áskilur sér allan rétt til að rannsaka það til hlítar, bæði með tilliti til siðferðis stjórn- málamanna og tjáningarfrelsis listamanna og jafnframt með til- liti til lögverndaðra mannréttinda höfundar." Ákvörðun um einn frekar en annan „Ég ber ábyrgð á því að fela Indriða G. Þorsteinssyni verkið, það er ekkert launungarmál, í stað þess manns sem Benedikt Árnason hafði fengið til þess,“ sagði Júlíus Hafstein í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta er ákvörðun um einn rithöfund frek- ar en annan. Þegar valið er á milli tveggja listamanna er alltaf erfitt að taka ákvörðun og sitt sýnist hveijum í þeim efnum. Ég mat það svo að réttara væri að fá Indriða G. Þorsteinssyni þetta verkefni úr því að hann á annað borð gaf kost á því. Það hefði þó ef til vill verið heppilegra að það hefði gerst fyrr. Ég verð að viður- kenna að mér var ekki ljóst að Rithöfundasamband íslands gerði svo upp á milli félagsmanna sinna að það sæi ástæðu til að hafa afskipti af þessu máli. Þá skil ég ekki hvernig hægt er að tala um „ritskoðun" í þessu sambandi þar sem ég hafði ekkert ritverk séð þegar mannaskiptin voru ákveðin. Það gengur hreinlega ekki upp,“ sagði Júlíus. Sárt að sjá verkið dæmt ofan í skúffu Ömólfur Ámason sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær aug- ljóst að verkinu væri ekki hafnað heldur honum sem höfundi því enginn hefði séð verkið. „Það er sárt að þessi málalok urðu út af þessari pöntun vegna þess að verk- ið er samið af þessu ákveðna til- efni og ólíklegt að það verði nokk- um tíma sýnt á sviði. Mér þykir súrt í broti að sjá það dæmt svona ofan í skúffu af einhveijum ósýni- legum öflum,“ sagði Ömólfur. Ferðaklúbburinn Kátir dagar - kátt fólk Fyrsti fundur í kvöld FERÐASKRIFSTOFAN Samvinnuferðir-Landsýn hefur stofnað klúbb eldri ferðafélaga undir heitinu Kátt fólk - kátir dagar. Tilgangur klúbbsins er að fólk geti haldið hópinn og hist við hin ýmsu tækifæri. Einnig geta klúbbfé- lagar fylgst með frá byijun því sem Einstakur stíll - gœöi í gegn. Hagstœöasta verð íEvrópu. SPCQff LEIGANl ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðaimiðstöðina, sfmar 19800 og 13072. verður á dagskrá hverju sinni. Fyrsti fundur hins nýstofnaða klúbbs verð- ur í kvöld, fimmtudaginn 27. janúar, í Átthagasal Hótels Sögu kl. 20. Á dagskrá kvöldsins verður bingó, veitt verða vegleg verðlaun, kynnt verður ferðadagskrá sumarsins í máli og myndum og síðast en ekki Ólafur sagði í samtali við Morg- unblaðið að undirbúningur að út- gáfu blaðsins hefði staðið í tvo mánuði, og hefði það notið mikils stuðnings verkalýðsfélaga og ann- arra aðila. Formaður ritnefndar blaðsins er Guðmundur Einarsson frá Miðstöð fólks í atvinnuleit, en auk hans í stjóminni eru m.a. full- trúar frá Verkamannafélaginu Dagsbrún, Framsókn og fleirum. Ólafur sagði að í blaðinu yrði reynt að varpa ljósi á atvinnuleysi frá sem flestum hliðum bæði með við- síst mun Reynir Jónasson leika á harmoniku og stiginn verður dans. „Það verður glatt á hjalla og mik- ið um að vera. Látið ykkur ekki vanta og verið öll hjartanlega velkomin,11 segir í frétt frá klúbbnum. tölum við atvinnulausa, talsmenn sveitarfélaga og verkalýðsfélaga, og einnig væri ætlunin að gefa atvinnulausu fólki færi á því að auglýsa ókeypis í blaðinu eftir at- vinnu. „í framtíðinni verður jafnframt vikið að ýmsum heilsufarslegum fylgikvillum atvinnuleysis, og það verður lögð rík áhersla á að bæði fyrirtæki og stjórnvöld svari spurn- ingum í blaðinu um það hvað á að gera til að berjast gegn atvinnu- leysi,“ sagði Ólafur. Hafin útgáfa blaðs gegn atvinnuleysi GEGN atvinnuleysi heitir nýtt blað sem kemur í fyrsta sinn út í dag og er Ólafur M. Jóhannesson ritsfjóri þess og ábyrgðarmað- ur. Áætlað er að blaðið komi út sex sinnum á ári og verður reynt að dreifa því sem víðast. Að sögn Ólafs er helsta mark- mið blaðsins að berjast gegn þeim hugsunarhætti að atvinnu- leysi verði viðurkennt sem staðreynd. L' » I L I X: ft i ft I » I I h

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.