Morgunblaðið - 27.01.1994, Page 24

Morgunblaðið - 27.01.1994, Page 24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 Púðurskot- um skotíð að Bretaprinsi Sydney. Reuter. KARL Bretaprins þótt sýna mikla stillingu er asiskur náms- maður réðst í gær að honum vopnaður byssu og skaut tveim- ur púðursskotum. Prinsinn er í opinberri heimsókn í Ástralíu en atvikið varð í Sydney í gærmorgun. Var dagskránni sem hann var viðstaddur, haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist að ósk prinsins. Lítil öryggisgæsla var um Bretaprins, en beiðni hafði borist urh það frá Buckingham- höll að öryggisverðir stæðu ekki milli hans og almennings. Með árásinni vildi maðurinn vekja athygli á bágum kjörum bátafólks frá Kambódíu. Hann hafði skrifað Karli um málið en ritari prinsins sagt í svarbréfi til mannsins að prinsinn gæti ekki haft nein afskipti af því. Asíumað- urinn, sem er 23 ára námsmaður, var vopnaður rásbyssu með tveim- ur skotum í. * Reuter Arásarmaðurinn snúinn niður ASÍUMAÐURINN sem skaut tveimur púðurskotum (í hvítum bol), snúinn niður af öryggisvörðum og öðrum viðstöddum. Karl Bretaprins, (lengst til hægri) þótti sýna mikla rósemi. BiII Clinton Bandaríkjaforseti flytur stefnuræðu sína á þinginu Áhersla á baráttuna gegn glæpum og- velferðarmál Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti lagði megináherslu á baráttuna gegn glæpum og umbætur í sjúkratryggingakerfinu og velferðar- kerfinu í stefnuræðu á þingi landsins í fyrrinótt. Þessi mál verða að öllum líkindum helstu kosningamálin í þingkosningunum í nóv- ember. Reuter Vill breytingar á sjúkratryggingum DEMÓKRATAR á þingi Bandaríkjanna fagna Bill Clinton forseta eftir stefnuræðu hans, þar sem hann sagði meðal annars að hann myndi beita neitunarvaldi sínu ef þingið samþykkti lög sem tryggðu ekki öllum Bandaríkjamönnum sjúkratryggingar. Mimiisblöð Brandts gefa ekkert í skyn Bonn. Reuter. ÝMSIR stjórnmálamenn og sagnfræðingar gagnrýndu ekkju Willys heitins Brandts mjög harðlega í gær þegar Ijóst þótti, að minnisblöð kanslarans sýndu á engan hátt, að samsæri hefði verið um að koma honum úr embætti 1974. Hafði hún áður gefið í skyn, að samstarfsmað- ur Brandts og fyrrverandi formaður þingflokks jafnaðarmanna hefði farið fremstur í flokki gegn manni sínum og verið á mála hjá Austur- Þjóðveijum. Ciinton hélt ræðuna á fundi beggja þingdeildanna og lagði þar ríka áherslu á baráttuna gegn glæp- um, mál sem repúbiikanar hafa hing- að til eignað sér. Demókratar hafa hins vegar verið sakaðir um „linku“ Michael Jackson Opinberri rannsókn ekkihætt Los Angeles. Reuter. MÁLIÐ gegn poppstjörnunni Michael Jackson, ásakanir um, að hann hafi kynferðislega mis- notað ungan dreng, verður rekið áfram þótt einkamáli drengsins sé lokið með sátt milli hans og Jacksons. Ekki er vitað hvort Jackson var með sáttinni að borga drengnum fyrir að þegja, en hann greiddi honum fimm milljónir dolíara. Bert Feldman, lögfræðingur drengsins, sem heidur því fram, að Jackson hafi misnotað sig, vildi aðeins segja, að samkomulagið kæmi ekki í veg fyrir, að drengur- inn bæri vitni yrði höfðað opinbert mál gegn poppstjörnunni. Gil Garcetti, saksóknari í Los Angeles, sagði í gær, að rannsókn í máli Jacksons yrði haldið áfram þrátt fyrir fyrrnefnda sátt og gaf í skyn, að drengurinn yrði kvaddur í vitnastúkuna kæmi til opinberrar ákæru. Johnnie Cochran, lögfræðingur Jacksons, segir, að með samkomu- laginu við drenginn hafi Jackson ekki verið að viðurkenna sekt sína enda héldi hann fast við, að hann væri saklaus. í þeim efnum. „Ofbeldisglæpir og sá ótti sem þeir valda eru að lama samfélagið, takmarka einstaklingsfrelsið og verða til þess að þau bönd sem halda okkur saman slitna," sagði forsetinn. Clinton kvaðst styðja ákvæði frumvarps sem öldungadeildin sam- þykkti í nóvember og kveður á um lífstíðarfangelsisdóm yfir öllum þeim sem hafa verið sakfelldir þrisvar fyrir aivarlega ofbeldisglæpi. I frum- varpinu er ennfremur gert ráð fyrir að 22 milljörðum dala verði varið til að ráða 100.000 lögreglumenn til viðbótar og reisa fangelsi og hæli fyrir unga afbrotamenn. Þá er kveð- ið á um bann við 19 tegundum hálf- sjálfvirkra byssa. Frumvarpið hefur verið lagt fyrir fulltrúadeildina. Forsetinn boðaði einnig hörku í baráttunni við þingið um umbætur á tryggingakerfinu og hótaði að beita neitunarvaldi sínu ef þingið samþykkti iög sem tryggðu ekki öll- um Bandaríkjamönnum sjúkra- tryggingar. Clinton boðaði ennfremur breyt- ingar á framfærslustyrkjum hins opinbera til fátækra Bandaríkja- manna. Leon Panetta, fjárlagastjóri Hvíta hússins, sagði við fréttamenn að ekki yrði hægt að ganga frá til- lögum um slíkar breytingar fyrr en í apríl og hann kvaðst ekki vita hvernig stjómin ætlaði að fjármagna þær. Hermt er í Washington að margir þingmenn demókrata myndu ekki harma það ef forsetanum tækist ekki að knýja fram umbætur á tryggingakerfinu í ár því þá gætu þeir sakað repúblikana um að tefja málið í kosningabaráttunni. Sé þetta rétt gætu þeir verið ánægðir með viðbrögð Roberts Dole, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, við stefnuræðunni í sjónvarpsviðtali. Dole gagnrýndi þar tillögur forset- ans harkalega, sagði þær „alltof stóran skammt af ríkisafskiptum“. „Hugmynd forsetans er sú að koma herskara af skriffinnum á milli ykk- ar og læknanna ykkar.“ „Ef þetta er allt og sumt þá eru aðdróttanimar bull og vitleysa," sagði Rudolf Scharping, leiðtogi jafn- aðarmanna, um minnisblöðin, sem birtust í dagblaðinu Frankfurter All- gemeine Zeitung í gær, en tilraunir ekkju Brandts, Brigitte Seebacher- Brandt, til að varpa nýju ljósi á feril manns síns hafa leitt til þess, að nú er hún kölluð „Svarta ekkjan". Hún er að vísu enn í flokki jafnaðarmanna en þykir mjög hægrisinnuð og kristi- legir demókratar hafa reynt að gera sér mat úr ásökunum hennar. Hefndarþorsti „Ekkja Willys Brandts er knúin áfram af einhveijum hefndarþorsta," sagði hann. „Ég vildi ekki hafa hana í mínum eigin flokki." Auk minnisblaðanna birti Frankf- urter Allgemeine einnig langa grein eftir breska sagnfræðinginn Timothy Garton Ash en niðurstaða hans er, að minnisblöðin segi hvorki eitt né neitt og ásakanir frúarinnar því út í hött. Þýski sagnfræðingurinn Am- ulf Baring tók undir það með honum. Patriot- flaugar til S-Kóreu BANDARÍSK stjórnvöld ætla að senda Patriot-flugskeyti til Suður-Kóreu til að landsmenn geti varist hugsanlegri skyndi- árás kommúnistastjórnarinnar í Norður-Kóreu. Frank Wisner, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá þessu í gær. Hong Soon-young, aðstoðarutanríkisráðherra Suð- ur-Kóreu, sagði í gær, að hætt- an á eldflaugaárás frá Norður- Kóreu væri raunveruleg og Patriot-flugskeytin myndu verða til að styrkja varnarmátt Suður-Kóreumanna og banda- ríska herliðsins í landinu. Ekki stendur til, að Suður-Kóreu- stjórn kaupi eldflaugarnar, heldur yrðu þær viðbót við vopnabúnað bandarísku her- stöðvanna í landinu. Marehais dregnr sig í hlé GEORGES Marchais dróg sig í hlé í gær eftir að hafa verið leiðtogi Kommúnistaflokksins í Frakklandi í 22 ár. Hann sagði í kveðjuræðu á fundi flokksins að hrun kommúnismans í Aust- ur-Evrópu hefði verið dýrkeypt fyrir franska kommúnista en þeir myndu rétta úr kútnum - þ.e.a.s. ef þeir hvikuðu hvergi frá hugsjónum kommúnismans. Fylgi flokksins minnkaði úr 21% í 9% á þeim tíma sem Marchais var leiðtogi. Fjárfesting- arsjóðir hrynja TUGIR vafasamra fjárfesting- arsjóða í Rúmeníu, sem milljón- ir Rúmena litu á sem gullnámu, hrynja nú eins og spilaborgir og eigendurnir lenda í fangelsi hver af öðrum. Einn þeirra, eig- andi Fíladelfíu-peningakeðj- unnar svokölluðu, var handtek- inn í gær í olíuborginni Pitesti, sakaður um ijársvik. Þúsundir manna sem fjárfestu í keðjunni réðust á skrifstofu hans í vik- unni sem leið og hótuðu að brenna hana til kaldra kola. EB-herferð í Svíþjóð CARL Bildt, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Anne Wibble fjár- málaráðherra blésu til sóknar í gær til að freista þess að sann- færa Svía um að aðild að Evr- ópubandalaginu (EB) væri besta leiðin til að binda enda á efnahagskreppuna í landinu. Þau vöruðu við því að kreppan myndi versna og atvinnuleysið aukast ef Svíar höfnuðu aðild að EB í þjóðaratkvæði síðar á árinu. Adams nær jafntefli við Gelfand ENSKI stórmeistarinn Michael Adams náði í gær jafntefli í biðskák gegn Hvít-Rússanum Borís Gelfand í Wijk Aan Zee í Hollandi. Þar fer nú fram ein- vígi tólf af bestu stórmeisturum heims og sigurvegaramir sex halda áfram í næsta áfanga keppninnar um réttinn til að heyja einvígi við Anatolíj Karpov, heimsmeistara al- þjóðaskáksambandsins, FIDE, á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.