Morgunblaðið - 27.01.1994, Page 18

Morgunblaðið - 27.01.1994, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 1994 AKUREYRI Morgunblaðið/Rúnar Þór Vetrarríki norðanlands MIKIÐ vetrarríki er norðanlands, hörð tíð með frosti og snjó- komu hefur sett sitt mark á samgöngur í lofti og láði í senn liðnum janúarmánuði. Snjóhaugar og ruðningar við allar götur eru ökumönnum oft til ama en unga fólkið sækist eftir að grafa sér snjóbyrgi inn í haugana. Eins og gefur að skilja eru bátar bundnir við bryggju þar sem þeir bíða betri tíðar. ENGIN ákvörðun verður tekin um hvor muni skipa þriðja sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningar í vor, Jón Kr. Sólnes eða Þórarinn B. Jónsson fyrr en að loknum fundi þeirra með kjörnefnd. Fresta varð fundinum sem vera átti í gær- kvöld. Við endurtalningu atkvæða úr prófkjöri flokksins á þriðjudags- kvöld kom i ljós að þeir höfðu hlotið jafnmörg atkvæði í þriðja sæti listans. Engin ákvæði eru um hvernig skera eigi úr komi slík staða upp í prófkjörsreglunum. Haraldur Sveinbjörnsson formaður kjör- stjórnar sagði að ákvörðun um hvor muni skipa þriðja sætið verði ekki tekin fyrr en að loknum fundi fram- bjóðendanna með kjörnefnd en fyr- irhuguðum fundi var frestað í gær- kvöld þar sem Jón var veðurtepptur í Reykjavík. Pattstaða „Ég sé ekki aðra lausn í málinu en að við verðum að kasta upp hlut- kesti, ég hef skyldum að gegna við mína kjósendur og Jón við sína, þannig að menn vilja sjálfsagt ekki bakka neitt. Það má segja að patt- staða sé í málinu þar til við náum að ræða saman við Jón, það verður fyrsta skrefið,“ sagði Þórarinn. Hann sagði að svipuð staða hefði komið upp í prófkjöri fyrir nokkrum árum þegar Björn Jósef Arnviðar- son og Bergljót Rafnar hefðu orðið hnífjöfn, en Björn gefið sæti sitt eftir til Bergljótar. Jón fékk samtals 507 atkvæði í prófkjörinu og Þórarinn 478, en hann fékk fleiri atkvæði en Jón í 1. sæti eða 171 á móti 136 atkvæð- um Jóns, þá fékk Þórarinn 274 at- kvæði í 1.-2. sæti, en Jón 270. Nýbygging við Fj ór ðungssj úkr ahúsið á Akureyri Verkið boðið út í aðildarlöndum EES íþróttaskóli bamanna ÍÞRÓTTASKÓLI barnanna hefst næstkomandi laugardag, 29. jan- úar í íþróttahúsi Glerárskóla og stendur í 10 vikur, en hann er fyrir börn á aldrinum 3ja til 6 ára. ir taka virkan þátt í íþróttatímun- Þetta er í annað sinn sem íþrótta- skóli barnanna er starfræktur en vel þótti takast til í fyrra þegar starfsemin hófst. Kennarar í íþróttaskólanum eru þau Auðunn Eiríksson og Inga Huld Pálsdóttir. Um er að ræða nokkurs konar leikskóla sem byggir á hreyfiþjálfun er stuðlar að því að auka hreyfiþjálfun barna auk þess sem foreldrar og börn fá tækifæri til að leika sér saman, en foreldrarn- um. Fyrsti tíminn verður á laugardag og síðan vikulega næstu 10 vikurn- ar, en kennsla fer fram í fþrótta- húsi Glerárskóla. Skráning fer fram í Hamri, félagsheimili Þórs, en þar verður haldinn kynningarfundur með foreldrum væntanlegra þátt- takenda á föstudagskvöld kl. 20.30. (Fréttatilkynning.) BJÓÐA verður nýbyggingu við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sem nú er verið að hanna, út í aðildarlöndum Evrópska efnahagssvæð- isins, en samkvæmt reglum er skylt að bjóða út verk við mannvirki sem áætlað er að kosti 5 milljónir ECU, eða um 400 milljónir ís- lenskra króna eða meira. Steindór Guðmundsson forstöðu- maður framkvæmdasýslu um opin- berar framkvæmdir sagði að sam- kvæmt þeim reglum sem í gildi væru um Evrópska efnahagssvæðið, EES, yrði að bjóða nýbyggingu við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, FSA, út á alþjóðlegum markaði. Gert er ráð fyrir að kostnaður við bygginguna sem er á þremur hæðum auk tveggja kjallara nemi um 450 MTC iLDrjLiuarjjj PENINGASKÁPAR & Með kortalásum, tölvulásum og talnalásum. Verð frá kr. 29.810,- Fáanlegir með gólf- festingu og bjöllu FURUVÖLLUM 5, AKUREYRI ____SÍMI 96-26100. Tæknival milljónum króna og fellur hún þann- ig undir áðurnefnd ákvæði. Lítil ásókn Steindór sagði að reynslan sýndi að lítil ásókn væri frá verktakafyrir- tækjum að bjóða í verkefni í fjarlæg- um löndum og nefndi að frá þeim tíma að Danir gengu í Evrópubanda- lagið hefði verktakafyrirtæki í öðru landi aðeins einu sinni fengið verk- efni þar Mandi. Þar hafi verið um vegagerð að ræða og hefðu Þjóðveij- ar hreppt hnossið. „Ég tel að þó svo að við verðum að bjóða verkið út erlendis séu hverf- andi litlar líkur á að útlendingar hafi áhuga á því, m.a. vegna fjar- lægðar og eins verri samkeppnisað- stöðu. En í kjölfar þess að verkið verður boðið út víðar en hér á landi þarf að standa afar faglega að öllum hlutum í sambandi við það,“ sagði Steindór. Nýbyggingin við FSA er nú á hönnunarstigi, en að sögn Steindórs verður það væntanlega boðið út fyrri hluta þessa árs. Líkan skoðað Bæjarfulltrúar á Dalvík og alþing- ismenn Norður- landskj ör dæmis eystra skoðuðu straumfræðilík- an af Dalvíkur- höfn hjá Hafna- málastofnun í vikunni, en fyrir- hugað er að hefja framkvæmdir við höfnina næsta sumar og er áætlað að kostnaður nemi um 130 miHjón- um króna. Morgunbl aðið/Trausti T LvUTÆKI SKEIFUNNI 17, REYKJAVIK SÍMI 91-681665. ★ nCROPPHIMT TIME RECQRDER CO. Stimpllklukkur fyrir nútfft og framtíð OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 Straumfræðilíkan af Dalvíkurhöfn skoðað hjá Hafnamálastofnun Bygging vamargarðs bætir hafnarskilyrði Dalvík. HJÁ Hafnamálastofnun hefur verið unnið að gerð straumfræðilíkans af Dalvíkurhöfn og á þriðjudaginn var bæjarfulltrúum Dalvíkurbæjar og alþingismönnum Norðurlandskjördæmis eystra boðið að koma og kynna sér likanið. Lýstu tæknimenn Hafnarmálastofnunar, Gísli Viggósson og Sigurður Stefánsson, líkaninu og fengu gestir að sjá hvaða þýðingu fyrirhugaðar framkvæmdir hefðu fyrir hafnarskilyrði. Vandkvæði eru í Dalvíkurhöfn hann er orðinn illa farinn og þarfn- vegna þess hversu úthafsaldan á greiða leið inn í höfnina og mikil ókyrrð er það í norðaustan- og aust- anátt. Sökum þessa hafa bryggju- kantar ekki nýst sem skyldi og þá er endi norðurgarðs jafnframt í mik- illi hættu sökum ágangs sjávar, en ast endurbyggingar. Með byggingu vamargarðsins má skapa aukið skjól fyrir úthafsöldunni þannig að höfnin verður nánast lífhöfn. Framkvæmdir hefjast í sumar Nú í sumar er ráðgert að hefjast handa við framkvæmd þessa en gerð og lega varnargarðsins verður byggð á niðurstöðum rannsókna í straum- fræðilíkaninu. Framkvæmd þessi er hluti af því samkomulagi sem gert var við stofnun Hafnasamlags Eyja- fjarðarhafna þegar sameinaðar voru í eitt samlag hafnir í Ólafsfirði, Dal- vík, Árskógströnd og á Hauganesi. Framkvæmdakostnaður við gerð garðsins er áætlaður um 130 milljón- ir króna og með honum lýkur einum stærsta áfanga í uppbyggingu Dal- víkurhafnar. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.